Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Þóra Þórðar- dóttir fæddist í Björk í Grímsnesi 21. apríl 1914. Hún lést á Landspítalan- um 22. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson, bóndi á Krókatúni á Landi, en hann rak síðar greiðasölu í Tryggvaskála við Ölfusá, f. 12. apríl Í882 í Fellsmúla, d. 20. júní 1925, og Katrín Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Sós- íalistaflokksins 1942-1949, f. 9. júní 1889 í Fróðholtshól í Odds- sókn, d. 26. desember 1952. Systkini Þóru er upp komust eru Sæmundur múrarameistari, bú- settur í Keflavík, Kári rafvirkja- meistari, búsettur í Keflavík, Margrét, húsmóðir og sauma- kona, d. 1992, Guðrún Sigríður, húsmóðir, kaupmaður og síðar matráðskona, d. 1990, Hlíf hjúkrunarfræðinemi, d. 1943, Elín, húsmóðir, d. 1988, Harald- ur Páll, sjómaður, d. 1994, og Þórunn, náttúrufræðingur, bú- sett í Kópavogi. Útför Þóru fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin kiukkan 15. „HVAÐ segirðu? Hvernig hefur þú það? En fjölskyldan? Hvað er að frétta af mömmu? Svona var Þóra frænka. Sívakandi yfir öllum, skyld- mennum, vinum og vandalausum. Hvik, snaggaraleg og brosti undur- -samlega viðfelldnu brosi. Þóra ólst upp með foreldrum sín- um í Björk í Grímsnesi, Tryggva- skála og á Einarsstöðum við Gríms- staðaholt. Hún var í sveit í Lunans- holti á Landi, en við skyndilegt frá- fall föður síns fór hún tíu ára að vinna fyrir sé við fiskvinnu og ann- að, sem til féll. Faðir hennar, afabróðir undirrit- aðs, var talinn einn sterkasti maður landsins. Hann var mikill vexti og til marks um afl hans, þá var það að orðtaki í stóðrétt, að kæmi Þórð- ur hendi á tryppin, þá stæðu þau kyrr. Einhveiju sinni kom hann að vörubíl í Kömbum og var sprungið dekkið, en tjakkinn vantaði. Gerði Þþrður sér lítið fyrir og setti öxlina undir pallinn meðan bflstjórinn drösl- aði varadekkinu undir. Hann starf- aði m.a. við flutninga með hestvögn- um í Reykjavík. Eitt sinn lagðist hann með háan sótthita vegna blóð- eitrunar. Þegar hann var að ná sér festist vagn nálægt heimili hans og var að allra orði, að enginn gæti losað vagninn nema Þórður. Kom hann upp úr rúminu, losaði vagninn, en dag- inn eftir var Þórður sterki allur. Katrín, móður Þóru, stóð nú uppi með allan barnahópinn, yngsta mánaðargamalt. Hún bað borgaryfirvöld um aðstoð til þess að geta tekið kostgangara, en var hafnað. Bent á að segja sig til sveitar eða á bæinn. Böggull fylgdi þó skamm- rifi, því við það missti hún kosninga- réttinn. Hún kom þá elstu börnunum í vinnu og í sveit, stritaði sólarhring- inn út sjálf og m.a. tóku-afi minn og amma yngsta soninn, Harald, að sér í Tryggvaskála, sem þau höfðu keypt af Þórði, og leit mamma alltaf á Halla sem bróður sinn. Katrín hafði menntast í Kvenna- skólanum í Reykjavík og lét engan bilbug á sér fínna, en hart hefur verið í búi, því börnin höfðu á orði, að þau færu heim til mömmu til þess að gráta saman. Katrín hóf nú afskipti af stjórn- málum og árið 1938 var hún kosin borgarfulltrúi fyrir Sósíalistaflokk- inn í Reykjavík. Hún sat í borgar- stjórn í tvö kjörtímabil, sem aðal- maður og eitt sem varamaður. Fram- færslufulltrúi var hún öll árin, sem hún sat í borgarstjórn og hún var einnig formaður Mæðrafélagsins. Beitti hún sér mjög fyrir byggingu leikskóla, leikvalla og barnaheimila. Einnig lét hún orlofsmál húsmæðra til sín taka. Starfaði í KRFÍ og sat alþjóðaþing kvenréttindasamtaka í Kaupmannahöfn 1939. Hún ritstýrði m.a. Mæðrablaðinu með Auði Auð- uns og skrifaði smásögur í Dýravini. Þóra bjó alla tíð hjá þessari merku móður sinni, þangað til Katrín lést 1952. Tíu árum áður hafði Þóra ráðist í það með mágkonu sinni Bergrósu Jónsdóttur og vinkonu Ingibjörgu Sölvadóttur, að kaupa þvottahúsið Grýtu, sem þá var við Laufásveginn og rak hún það um 40 ára skeið. Hún hafði snemma tekið bílpróf og muna Reykvíkingar sjálfsagt eftir henni þeytast með þvottinn á gamla Skódanum sínum, lágvaxin og einbeitt. Þóra eignaðist ekki börn. Örlögin urðu henni grimm of snemma. Barn að aldri fór hún að vinna til þess að bjarga yngri systkinum sínum. Bömin þeirra urðu henanr börn. Hún fylgdist með öllu, kom með gjafir og gleði. Leiðtogi stórfjölskyldunnar. MINNIIMGAR Ég þakka Þóru frænku minni hressileikann, umhyggjuna og gleð- ina. Systkinum, ástvinum og að- standendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Megi fórnfús og hrein sál öðlast frið í náðarfaðmi Drottins. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Í dag verður til moldar borin móðursystir okkar, Þóra Þórðardótt- ir. Þegar náinn ástvinur er kvaddur setur mann hljóðan og verður orð- fár, en okkur langar til að minnast Þóru frænku, eins og hún var alltaf kölluð af okkur systkinabörnunum, með örfáum orðum. Katrín og Þórður, foreldrar Þóru, voru afkomendur Sæmundar Guð- brandssonar, hreppstjóra á Lækjar- botnum, og konu hans Katrínar Brynjólfsdóttur ljósmóður og frá þeim er rakin hin þekkta „Lækjar- botnaætt“. Katrín barðist ötullega fyrir rétt- indamálum kvenna og var ein af stofnendum Mæðrastyrksnefndar og þeim félagsskap helgaði hún krafta sína á meðan hún lifði. Á sautján ára brúðkaupsdegi Þórðar og Katrínar, 20. júní 1925, lést Þórður skyndilega úr blóðeitrun. Á þessum sautján árum höfðu þau eignast tólf börn en þijú dóu í æsku. Þegar Þórður andaðist var elsta barnið, Sæmundur, 16 ára en það yngsta, Þórunn, aðeins þriggja vikna. Á þessum árum voru engir styrk- ir til einstæðra mæðra og höfðu þær engan rétt til neinna bóta. Sveita- styrkir voru athvarf þeirra sem af eigin rammleik gátu ekki séð sér farborða en að segja sig á sveitina var eitthvað það erfiðasta sem fólk þurfti að gera á þessum tíma. Fáir trúðu því að einstæð móðir gæti séð sér og níu börnum farborða og því var Katrínu boðið að senda börn sín austur í Landsveit í fóstur, þar sem þau áttu lögheimili. Katrín vildi ekki, að óreyndu, tvístra börnum sínum og fela þau umsjá vandalausra. Með óbilandi kjarki og þrautseigju tókst henni að ala önn fyrir fjölskyldu sinni og halda henni saman með dyggri aðstoð barna sinna. Þóra var aðeins ellefu ára þegar faðir hennar féll frá og þurfti hún þá strax að taka á sig mikla ábyrgð gagnvart yngri systkinum sínum. Hún fór snemma að vinna fyrir sér og styðja þannig fjárhagslega við bak móður sinnar. Þóra giftist ekki en bjó alla tíð með móður sinni á meðan Katrín lifði. Þóra átti og rak, ásamt öðrum, Þvottahúsið Grýtu, sem var staðsett til margra ára á Laufásveginum en flutti síðar í Nóatún. Þóra var sér- lega dugmikil .og ósérhlífin. Þó svo hún væri forstöðukona Grýtu og sæi um rekstur þvottahússins gekk hún í öll verk sem til féllu. Vinnudagur- inn var oft langur og strangur en aldrei kvartaði hún undan vinnu- álagi. Við systurnar munum vel þá daga þegar við fórum í bæjarferð með móður okkar að alltaf var kom- ið við í Grýtu á Laufásveginum til að hitta Þóru og þiggja einhveijar veitingar. Þóra var sterkur persónuleiki og hafði ákveðnar skoðanir á flestum þjóðmálum, sem hún lá ekki á. Við ræddum oft ýmis málefni og þó svo að skoðanir okkar hafi ekki alltaf farið saman kastaðist aldrei í kekki á milli okkar. Hún hafði yndi af því að hitta vini og fjölskyldu á góðum stundum og hafði óskaplega gaman af því að halda mannfagnaði. Öllum eru minnisstæðar hinar fjölmennu afmælisveislur hennar þar sem ekk- ert var til sparað. Þóra hafði mikinn áhuga á að halda fjölskyldunni saman og treysta ijölskylduböndin. Hún lagði til að Qölskyldan stæði árlega fyrir þorra- blóti þar sem systkini, systkinabörn og börn þeirra hittust og gerðu sér glaðan dag. Þetta voru ekki aðeins orðin tóm þvi hún reið á vaðið og hélt fyrsta þorrablótið þar sem öllum í íjölskyldunni var boðið. Síðan hafa systkinabörnin skipst á að halda við þessum góða sið og er það von okk- ar að hann haldi áfram þrátt fyrir að Þóra sé horfin. Þóra var barnlaus en hún skipaði ætíð mjög sérstakan sess í hugum okkar systra. Hún sýndi okkur systkinabörnunum ómælda vænt- umþykju og fylgdist ætíð vel með hverjum og einum. Aldrei leið sá afmælisdagur að Þóra frænka hringdi ekki til að óska manni til hamingju með daginn. Þóra greindist með illvígan sjúk- dóm fyrir tveimur árum. Aldrei heyrðum við hana kvarta þótt hún hafi oft verið sárþjáð. Hún vissi fljót- lega eftir að hún veiktist hvert stefndi en hún tók því með æðru- leysi. Nú er þessu ferðalagi Þóru frænku lokið hér á jörð og hún er horfin á vit hins óþekkta. Á þessari kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta návistar hennar á lífsbrautinni. Við vottum eftirlifandi systkinum hennar og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Sigurrós Þorgrímsdóttir, Katrín Þorgrímsdóttir. Elskuleg föðursystir mín Þóra Þórðardóttir er látin eftir erfið veik- indi. Þrátt fyrir að ég hafi vitað að hveiju dró, kom andlátsfregnin mér á óvart. Ég er eflaust ekkert öðru- vísi en margir sem telja sig hafa nægan tíma og koma þar af leiðandi ýmsu ekki í verk sem ætti að hafa algjöran forgang. Því sakna ég nú mjög Þóru frænku minnar sem ég hefði átt að heimsækja miklu oftar. Hún átti það inni hjá mér. Aldur er svo afstæður og þrátt ÞORA ÞÓRÐARDÓTTIR fyrir að Þóra hafi verið fædd 1914 fannst mér hún aldrei svo gömul. Mér fannst ég stundum eiga tvær frænkur, Þóru í Grýtu, önnum kafna í þvottahúsinu og svo hina Þóru, „heimskonuna" uppábúnu. Minningarnar hellast yfir: Þóra á Skódanum, öruggasti bíistjóri sem ég hef þekkt. Þóra með öllum vin- konunum sínum, dansandi um með axlirnar upp að eyrum. Þóra með sínar snöggu hreyfingar, axlayppt- ingar og skellihláturinn. Þóra, systir hans pabba, sem alltaf var aufúsu- gestur og sú fyrsta sem hringt var í þegar fagna skyldi einhveijum áfanga, sérstaklega þegar um menntunaráfanga var að ræða. Þóra sem hafði svo ótrúlega mikinn metn- að fyrir hönd okkar systkinabarna sinna og sjaldan held ég að hún hafi glaðst meira en þegar eitthvert okkar eða barna okkar lauk iðn-, mennta- eða háskólaprófi. Sjálf hafði hún ekki tækifæri til þess að læra en ég efa það ekki að hún hafi haft slíka drauma þrátt fyrir að aldrei hafi ég heyrt hana segja svo. Amma hafði nefnilega þennan metnað fyrir hönd barna sinna og barnabarna eins og Þóra fyrir hönd systkina sinna og barna þeirra. Þóra þurfti snemma að taka til hendinni. Afi féll frá þegar Þóra var aðeins 11 ára gömul og amma stóð ein uppi með stóra barnahópinn sinn. Þó að amma hafi stundað nám í Kvennaskólanum þótti það ekki sjálfsagt á þeim tímum að stúlkur fengju að læra og í Þóru tilfelli naumast um það að ræða. Fjölskyl- dufaðirnn og fyrirvinna heimilisins látinn og elsta barnið, af níu lif- andi, aðeins 16 ára. Þetta var á kreppuárunum og fátækt mikil. Sæmundur, sem var elstur systkin- anna, lærði múrverk en veiktist og lamaðist rúmlega tvítugur og náði sér aldrei alveg að fullu, Kári lærði rafvirkjun, kvæntist ungur og stofn- aði heimili eins og systur hans Mar- grét, Elín og Guðrún. Hlíf fór í hjúkr- unarnám, en smitaðist af berklum og lést aðeins 24 ára gömul. Harald- ur fór í stýrimannaskólann og lauk þaðan prófi og Þórunn, yngsta systk- inið, lauk háskólaprófi í fiskifræði. En Þóra, sem aldrei girtist en hélt heimili með ömmu, vann og hún vann alla ævina mikið. Nú þegar Þóra er öll, langar mig til þess að þakka henni alla um- hyggjuna og væntumþykjuna sem hún sýndi mér, systkinum mínum, mökum okkar og börnum. Maðurinn minn náði að taka vel utan um hana og kyssa hana áður en hann fór utan fyrir nokkrum vikum síðan, ég ekki. Það verð ég að gera í huganum. Þrátt fyrir að Þóra hafi ekki verið hávaxin kona var hún „stór“. Stór í hugsun og verkum. Guð blessi minningu góðrar, dug- legrar og kjarkmikillar konu. Elín Káradóttir. SVAVA JÓNSDÓTTIR + Svava Jónsdótt- ir var fædd á Vatnshömrum í Borgarfirði 1. júlí 1908. Hún lést í Sunnuhlíð í Kópa- vogi 16. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Þorsteinsdóttir, ljósmóðir frá Sig- mundarstöðum Hálsasveit, og Guðmundsson Auðsstöðum sömu sveit. _ þeirra voru Áslaug, f. 5.7. 1900, Ellert, f. 18.5. 1903, Þorsteinn, f. 26.12. son, Snorra, á fyrsta ári, hin eru talin hér í aldursröð: 1) Þórey, býr í Reykjavík, maki hennar var Steingrímur Bene- diktsson og eiga þau sjö dætur. 2) Sigur- karl, bóndi í Snartar- ungu, maki hans er Gunnhildur Hall- dórsdóttir, þau eiga fjögur börn. 3) Ragn- ar, býr í Kópavogi, maki hans er Aðal- heiður Torfadóttir, þau eiga tvö böm. 4) Jón Sturla, býr í 1905, Steinunn, f. 10.4. 1907, Guðmundur, f. 4.4. 1912, Stein- þór, f. 5.7. 1913 og Vilborg, f. 20.6.1916. Eftirlifandi em Stein- unn og Steinþór. Svava Jónsdóttir giftist Ás- mundi Sturlaugssyni frá Snart- artungu 28. febrúar 1930. Þar bjuggu þau til ársins 1967. Þau eignuðust átta böra, misstu einn Reykjavík, maki hans er Guðrún Narfadóttir, þau eiga þijú böm. 5) Hrefna Guðbjörg, býr í Reykja- vík, maki hennar er Gissur Þor- valdsson, þau eiga fjögur böm. 6) Snorri, býr í Kanada, maki hans var Gunnvör Daníelsdóttir og eiga þau þijú böm. Þau hafa slitið samvistum. 7) Pálmi, býr í Reykjavík, maki hans er Ásdís Halldórsdóttir, þau eiga tvö böm. Minningarathöfn um Svövu fer fram í Kópavogskirkju í dag klukkan 13.30. Jarðsett verður frá Óspakseyrarkirkju á morgun, laugardag, og hefst athöfnin klukkan 14. OKKUR langar í nokkrum orðum að þakka henni ömmu okkar fyrir allar góðu samverustundirnar sem við átt- um með henni. Hugur okkar er full- ur af þakklæti fyrir allt það sem hún hefur fyrir okkur gert. Það var svo margt sem hún kenndi og miðlaði til okkar með sínu góða og yfirveg- aða fasi. Fyrir mörgum okkar eru kannski minnisstæðastar fyrstu kennslustundirnar í lestri og við pijónaskap á löngum köldum vetrar- kvöldum norður í Snartartungu. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga ömmu og afa í sveit og við vor- um alltaf velkomnar í sveitina til að dvelja þar í lengri eða skemmri tíma. Mikil gestakoma er ævinlega þar á bæ yfir sumartímann og kom það mikið í hlut húsmóðurinnar að sjá um fæði og aðra þjónustu og alltaf voru allir velkomnir og ekki séð eftir sporunum né handverkinu sem af hlaust. Ailt sem hún tók sér fyrir hendur lét henni vel, hvort heldur var í matargerð, við sauma, pijónaskap eða annað. Hún amma okkar bar mikinn þokka og það breyttist ekki þó árin liðu. Okkur fannst hún alltaf svo glæsileg þegar hún skartaði upp- hlut sínum við mörg hátíðleg tæki- færi. Um haustið 1967 brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur og bjuggu í Álftamýri 8. Samt dvöldu þau áfram í Snartartungu mörg sumur eftir það eða alveg þar til afi lést 1. septem- ber 1980. Hún á sjö uppkomin börn, tuttugu og fimm barnabörn og þijátíu og tvö barnabamabörn. I Snartartungu bjuggu heiðurshjón háttvís og prúð. Það er enginn vafi að hjónin voru amma okkar og afi. Með kveðju, Steingrímsdætur. Elsku besta amma, nú hefur þú kvatt þetta líf eftir langa ævi og hitt hann afa sem þú saknaðir svo sárt. Við viljum þakka fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Amma og afi áttu heima norður í Snartartungu en fluttust til Reykja- víkur árið 1967. Á sumrin eyddu þau miklum tíma í sveitinni og þangað fengum við systurnar oft að koma. Hún amma trúði á álfa og huldu- fólk og gekk oft með okkur upp á Húsatún og sýndi okkur híbýli þeirra. Þá gengum við alltaf mjög varlega til að traðka ekki á fallegu blómunum þeirra. Svo settumst við í huldulaut- ina og amma sagði okkur sögur á meðan við nutum fegurðar fjallana í kringum okkur. Alltaf fannst okkur líka gott að koma í Álftamýrina þar sem hún amma tók alltaf vel á móti öllum. Hún vissi svo margt og kenndi okkur mikla lífsspeki. Hún hvatti okkur til bókalestrar og kenndi okk- ur að pijóna, sem var þolinmæðis- vinna þegar puttamir á okkur vildu ekki gera rétt. Hún kenndi okkur líka uppáhaldsspilið okkar, marías, sem við spiluðum svo oft. Þá var nú oft glatt á hjalla því amma var svo létt í lund. Hún var líka svo góð og mátti aldrei sjá eða heyra neitt illt um aðra. Elsku amma, minning þín lifír í huga okkar. Við kveðjum þig með bæninni sem þú kenndir okkur: Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Ásgerður Gissurardóttir, Gunnlaug Gissurardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.