Morgunblaðið - 06.03.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 23
Eðlileg- undirverktaka og
óeðlileg gerviverktaka
Árni Guðni N.
Jóhannsson Aðalsteinsson
UNDANFARIÐ hef-
ur nokkur umræða átt
sér stað um undirverk-
töku í byggingariðnaði.
Þar hefur á stundum
verið vikið frá stað-
reyndum og jafnframt
hefur gætt hugtaka-
ruglings. Hér verður
leitast við að skýra
hvað felst í undirverk-
töku og hvers vegna
hún er stunduð.
Hvenær á
undirverktaka við?
Atvinnugreinar hér
á landi búa við mjög
ólíkar aðstæður. Sum-
ar greinar hafa stöðug verkefni
allt árið meðan í öðrum greinum
eru tarnir. í stuttan tíma, en þess
á milli er starfsemin í lágmarki.
Það á ekki síst við um byggingar-
iðnað þar sem undirverktaka á sér
langa hefð en algengt er að fyrir-
tæki í þessum greinum afli mestra
hluta verkefna sinna á útboðs-
markaði. Á síðari árum hefur verk-
efnastaða fyrirtækja í byggingar-
iðnaði verið afar sveiflukennd og
hafa þau ekki haft verkefni nema
til mjög skamms tíma. Við þessu
hafa verktakafyrirtæki brugðist
með því að kalla til undirverktaka
til að leysa afmörkuð og tímabund-
in verkefni. Undirverktaka er því
samkvæmt venju og eðli máls í
senn eðlileg og nauðsynleg. Sjálf-
gefin krafa til þeirra sem stunda
verktöku eða undirverktöku er að
vera með skráðan rekstur og
standa skil á opinberum gjöldum.
Ákvæði kjarasamninga bygging-
armanna hafa einnig beinlínis hvatt
til undirverktöku. Þegar verkefni
eru af skornum skammti og jafnvel
tímabundin, veigra fyrirtæki sig við
að fastráða starfsfólk, vegna
ákvæða kjarasamninga á borð við
þriggja mánaða uppsagnarfrest og
rétt frá fyrsta degi í vinnu til allt
að sex mánaða launa í slysatilfell-
um. Áhættan sem fyrirtækin taka
með slíkum ráðningum er hreinlega
of miki! til þess að starfsmenn séu
fastráðnir og vex hún í réttu hlut-
falli við smæð fyrirtækjanna. Þessu
verður ekki breytt með því að banna
undirverktöku héldur með sveigjan-
legum ráðningarsamningum sem
taka mið af rekstrarumhverfi fyrir-
tækja.
í samningum byggingarmanna
eru ákvæði sem heimila tíma-
bundna ráðningu til allt að eins
mánaðar án sérstaks uppsagnar-
frests. Þetta tímabil hefur reynst
of stutt, þar sem tímabundin verk
geta oft staðið í lengri tíma og því
hafa fyrirtækin leyst skammvinn
verkefni með aðkeyptri þjónustu
undii’verktaka.
í síðustu samningum komst '
Vinnuveitendasambandið að sam-
komulagi við félög byggingar-
manna sem standa utan Samiðnar
um að lertgja heimildina fyrir tíma-
bundnum ráðningum úr einum
mánuði í þrjá. Samiðn hafnaði þess-
um breytingum sem sannanlega
hefðu aukið hlut launamanna og
unnið gegn undirvertöku. Það skýt-
ur því skökku við að Þorbjörn Guð-
mundsson, starfsmaður Samiðnar,
skuli í blaðagrein 31. janúar sl.
saka samtök atvinnurekenda fyrir
áhuga- og aðgerðarleysi í þessum
málum.
Verktaka, segjaþeir
Arni Jóhannsson og
Guðni N. Aðalsteins-
son, hefur í för með sér
aðrar skyidur en launa-
mennska.
Svört atvinnustarfsemi og
gerviverktaka
Á síðustu misserum hefur borið
verulega á svokallaðri svartri at-
vinnustarfsemi og gerviverktöku
henni samfara. Þessi starfsemi skil-
ur oftar en ekki eftir sig sviðna
jörð; lögboðnum sköttum og gjöld-
um er skotið undan og starfsmenn
jafnvel ráðnir sem undirverktakar
á lægri launum en taxtar segja til
um. Verkefni eru hrifsuð frá sam-
keppnisaðilum með undirboðum
sem grundvallast á því að virða
engar skyldur, hvorki við starfs-
menn né hið opinbera. Samtök at-
vinnurekenda hafa lengi haft þung-
ar áhyggjur af þessum ójafna leik
sem grefur undan heiðvirðum at-
vinnurekstri.
Nefnd á vegum Reykjavíkur-
borgar um svarta atvinnustarfsemi
skilaði nýverið niðurstöðum sínum.
Vinnuveitendasambandið átti
ásamt öðrum hagsmunaaðilum full-
trúa í nefndinni. Samstaða ríkti um
að vinna yrði skjótan bug á svartri
atvinnustarfsemi og fylgifiskum
hennar eins og gerviverktöku og
voru nefndarmenn sammála um að
vera andvígir undirverktöku, þar
sem ráðningarsamband ætti við
samkvæmt eðli og venju starfsins.
Hvað hafa samtök atvinnu-
rekenda aðhafst?
Heildarsýn í
heilbrigðisþj ónustu
starfsfólks. Heilbrigð starfsemi á í
vök að veijast þegar upp spretta
fyrirtæki sem gengið hafa í end-
urnýjun lífdaga með nýja kennitölu,
strimillausar kassavélar og starfs-
fólk sem hvergi sést á launaskrám.
Samtök atvinnurekenda hafa
leitast við að útskýra fyrir verktök-
um hver réttindi þeirra eru. Engan
greinir á um að verktaka er um
margt frábrugðin ráðningarsam-
bandi og staða verktaka og réttindi
allt önnur. Verktaka hefur í för
með sér aðrar skyldur en launa-
mennska. Meðal annars verður
verktakinn sjálfur að standa skil á
gjöldum sem atvinnurekendur gera
fyrir launþega sína. VSÍ hefur gef-
ið út upplýsingabækling sem fjallar
um verktöku. Þar er gerð grein
fyrir eðli hennar og þeim atriðum
sem verktaki verður að standa skil
á sjálfur. Það er því rangt og ber-
sýnilega ósanngjarnt þegar Þor-
björn Guðmundsson vænir samtök
atvinnurekenda um áhugaleysi í
málinu.
Verkalýðsfélögin viðhalda
núverandi ástandi
Samtök atvinnurekenda og laun-
þega geta haft veruleg áhrif á þró-
un undirverktöku. Kjarasamning-
um er hægt að breyta þannig að
þeir letji ekki atvinnurekendur til
að ráða fólk til vinnu. Hefði verið
farið að tillögum atvinnurekenda í
síðustu samningum um auknar
heimildir til tímabundinna ráðn-
inga, væri staðan allt önnur í dag
og dregið hefði stórlega úr áhuga
fyrirtækja á að kaupa þjónustu
undirverktaka í stað þess að ráða
launamenn. Það stendur því upp á
verkalýðsfélögin að sýna viljann í
verki, vilji þau auka hlut launa-
manna. Hvað varðar baráttu gegn
gerviverktöku og svartri atvinnu-
starfsemi munu Samtök iðnaðarins
og Vinnuveitendasamband íslands
halda áfram baráttu fyrir bættri
skipan þeirra mála og lýsa sig reiðu-
búin til samvinnu um það efni.
Árni er viðskiptafræðingur hjá
Samtökum iðnaðarins. Guðni er
hagfræðingur VSÍ.
SÉRKENNILEG
grein um heilbrigðis-
þjónustu birtist í
Morgunblaðinu 20.
janúar eftir fyrrver-
andi heilsugæslulækni.
Sá heitir Guðmundur
Helgi Þórðarson.
Greinin átti að vera
svar við greinarkorni
er ég ritaði í blaðið 20.
desember. Ekki skildi
Guðmundur merking-
una í mínu máli. Ennþá
síður vottaði fyrir
skilningi í grein sem
hann ritaði 22. febr-
úar, né heldur að vilji
væri til þess að nálgast sjálft mál-
efnið. Nú vil ég freista þess að rita
skýrar enda þótt hann virðist í rík-
um mæli beita þeirri aðferð að
„troða upp í eyrun, taka fyrir nefið
og loka augunum“ svo notuð séu
orð hans um stjórnmálamenn.
í ræðu og riti hef ég hvatt til
umhugsunar og málefnalegrar um-
ræðu um heilbrigðisþjónustu í land-
inu, markmið hennar og fram-
kvæmd. Hátækniþjónusta verður
sífellt dýrari um leið og valkostum
fjölgar. Meðferðarkostirnir verða
sífellt fleiri og tæknin gerir það að
verkum að mögulegt væri án nokk-
urra erfiðismuna að leggja marg-
falt meira fé til heilbrigðismála hér
á landi en gert er. Sömu sögu er
að segja um margar þjóðir. Velferð-
arkerfi þjóðanna er í endurskoðun,
vegna þess að þær vilja tryggja
virkni þess fyrir alla. Það er hluti
af trú, skoðunum og viðhorfum al-
mennings á Vesturlöndum. Ég
vænti þess að hugarfar miskunn-
sama Samverjans eigi sterk ítök og
fari ekki rýrnandi. Miskunnsamur
Samveiji einskorðar síg varla við
það eitt að koma þeim á hótel sem
liggja dauðvona við veginn eftir að
þeir hafa orðið - fyrir
árás. Mér þykir líklegt
að miskunnsami Sam-
verjinn hafi áttað sig á
því að bæta þyrfti lög-
gæsluna svo að óaldar-
flokkar réðust ekki á
saklausa vegfarendur,
laga þyrfti vegakerfið,
samgöngurnar og
götulýsinguna, auka
menntun og ýmsa fé-
lagslega þjónustu.
Á allt þetta þarf að
líta í hverju samfélagi
- og margt fleira. Þess
vegna er þörf á heiídar-
sýn og hana verða
stjórnmálamenn að hafa þegar þeir
taka ákvarðanir um almannahag
og deila út takmörkuðum fjármun-
um. Með heildarsýn minnkar hætt-
an á því að á nokkru sviði mann-
legs samfélags „gæti vaxandi
skeytingarleysis".
Mótun heildarstefnu í heilbrigðis-
málum er pólitískt og félagslegt
verkefni. Afar brýnt er að mælistik-
um læknisfræði, siðfræði og heim-
speki sé beitt við þá stefnumótun.
Heilbrigðiskerfið þarf líka að ræða
í samhengi við allt velferðarkerfið.
Þegar talað er um aukið vægi sið-
fræði í umræðunni þá er það ekki
til marks um „vaxandi skeytingar-
leysi um hag hinna fátækari“ eins
og téður Guðmundur heldur. Við
getum ekki leyft okkur að loka
skilningarvitunum fyrir öðrum þátt-
um almennrar velferðar en lseknis-
þjónustunni. Ekki heldur þótt mað-
ur sé fyrrverandi heilsugæslulæknir
og hafi vafalítið unnið gott verk á
því sviði. Það þjónar ekki góðum
málstað að hártoga orð annarra og
slíta úr samhengi. Það liggur ljóst
fyrir að ákveðið hlutfall tekna ríkis-
sjóðs er unnt að leggja til heilbrigð-
isþjónustúnnar. Þeim fjármunum
Þeim fjármunum sem
úthlutað er til heilbrigð-
isþjónustu, segir Hjálm-
ar Arnason, ber að
veija til þess að tryggja
góða heilbrigðisþjón-
ustu öllum landsmönn-
um til handa. Öllum
jafnt.
ber að verja til þess að tryggja
góða heilbrigðisþjónustu öllum
landsmönnum til handa. Ollum
jafnt. Eðlilegt er að leita einnig leiða
til fjármögnunar umfram mögu-
leika ríkissjóðs. Engum dyrum má
loka fyrir því að stytta biðlistana.
12. janúar skipaði heilbrigðisráð-
herra nefnd til þess að móta tillög-
ur um forgangsröðun í heilbrigðis-
málum hér á landi. Nefndin er skip-
uð stjórnmálamönnum, fulltrúum
heilbrigðisstétta, dósent í siðfræði
og fleirum. Nefndin á að athuga
það m.a. hvaða sjúkdómstilvik skuli
hafa forgang og hvort setja skuli
reglur um hámarksbið eftir þjón-
ustu. Hún á að skila áliti sínu fyrir
1. nóvember n.k. Þá er einnig að
störfum nefnd sem gera skal tillög-
ur um nýja heilbrigðisáætlun. Vafa-
laust taka þessar nefndir eftir mál-
efnalegri umræðu eigi hún sér stað
í fjölmiðlum og nýta sér hana í
störfum sínum. Það gera þeir aðrir
sem koma að málunum með opnum
huga og taka skulu ákvarðanir í
viðkvæmum og vandasömum efn-
um.
Höfundur er alþingismaður.
Hjálmar Árnason
I grein sinni átelur starfsmaður
Samiðnar samtök atvinnurekenda
fyrir áhugaleysi á þessum málum.
Þar fer hann með rangt mál, því
gerviverktaka og svört atvinnu-
starfsemi bitnar bæði á atvinnurek-
endum og launþegum. Samtök at-
vinnurekenda eru samtök þeirra
sem stunda atvinnurekstur með
heiðvirðum hætti og greiða það sem
þeim ber jafnt til samfélagsins og
- kjarni málsins!
e a b
ITSALA
aísi. ai öHum siikiuáKialiuuh o<>
metravöru tll laugard. 9. itiars
n kí i i 1a I
I I 1 llj! II 111%. |
Vnnriaö silki n ghvsilesí nádiii ugi'isomi.
tihaliu oíí liagnyt gjiil sið öll ta kifa ri.
IlÍslSðliíi
\itaslí<; 10 • Síini á(»2 H434