Morgunblaðið - 15.03.1996, Page 6

Morgunblaðið - 15.03.1996, Page 6
 6 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borg-arstjóri segir of snemmt að ræða lækkað framlag tíl LR Engin afskipti að svo stöddu BORGARSTJÓRI kveðst líta svo á að á Leikfélagi Reykjavíkir hvíli að fínna leið út úr þeim stjórnunar- vanda sem það glímir nú við, og borgin muni ekki hafa afskipti af ráðningu nýs leikhússtjóra, á meðan núverandi ástand ríkir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnti Sigurði Karlssyni formanni Leikfélags Reykjavíkur þessa af- stöðu á fundi þeirra í gær. Ingibjörg Sólrún segir rök hafa verið færð fyrir því að leikhúsráð sé bundið samkvæmt lögum LR af samþykktum félagsfundar, svo að afstaða leikhúsráðs til brott- reksturs Viðars Eggertssonar úr stöðu leikhússtjóra muni vart breytast nema með breytingum á viðhorfi félagsfundar. Fulltrúi borgarstjóra muni ekki taka þátt í að velja eftirmann hins burtrekna leikhússtjóra. Styðja Viðar Eggertsson „Meðan menn hafa ekkert ákveð- ið upp á Viðar að klaga, standa borgarstjóri og fulltrúi hans í leik- húsráði við bakið á honum. Hvað okkur varðar hafa engar forsendur breyst frá því hann var ráðinn. Ég bendi hins vegar á að samþykktir Leikfélags Reykjavíkur gera ákvarðanir leikhúsráðs í þessum efnum kannski fremur marklitlar,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún segir framlag borgarinnar til LR verða óbreytt í ár frá ákvörð- un samþykktrar fjárhagsáætlunar, eða um 140 milljónir króna. Of snemmt sé að segja til um hvort til greina komi að lækka þetta framlag á næsta ári. Ingibjörg Sólrún segir að formaður LR hafi ekki komið fram með aðrar skýr- ingar á brottrekstri Viðars en kom- ið hafa fram opinberlega. Hún kveðst hafa gert Sigurði grein fyrir þeirri skoðun sinni að brottreksturinn væri mistök og að borgarstjóra beri að hafa afskipti af þessari ákvörðun, þar sem full- trúi borgarstjóra í leikhúsráði tók þátt í ráðningu Viðars og hljóti því að taka afstöðu til uppsagnarinn- ar. Tíminn verði að leiða í Ijós hvernig þeim afskiptum verður háttað. „Við verðum að bíða eftir því hvað LR gerir og ég lít svo á að félagið eigi næsta leik,“ segir hún. Vonast eftir óbreyttum samskiptum Sigurður segir að fundur þeirra borgarstjóra hafí verið góður og gagnlegur, en hann hafi m.a. snúist um ýmis samskipti Reykjavíkur- borgar og LR. „Ég held að okkur hafi tekist á þessum fundi að eyða hugsanlegum misskilningi vegna ummæla sem ýmsir hafa sett fram á opinberum vettvangi. Niðurstaða mín eftir fundinn er að ég á ekki von á öðru en að samskipti LR og borgar haldi áfranl méð þeim ágæt- um sem verið hefur,“ segir hann. Sigurður segir að ekki hafi verið rætt um hvað yfirstandandi éndur- skoðun á samstarfssamningi borgar og leikfélags feli í sér, en borgar- stjóri hefur lýst því yfir að brott- rekstur Viðars geti haft áhrif á þá endurskoðun. Hann kveðst telja viðbrögð borg- arstjóra vera í samræmi við við- brögð fulltrúa borgarstjóra í leik- húsráði, þannig að þau hafí ekki átt að þurfa að koma á óvart og hann telji ekki að nein hótun hafi falist í þeim. Sljórn LR taki ákvörðun Leikhúsráð fundaði í gærmorgun um stöðu mála og ræddi næstu skref varðandi áfamhaldandi starf LR og hvernig standa á að ráðningu leikhússtjóra í framtíðinni. Hins vegar hafa engar ákvarðanir verið teknar í því efni að sögn Sigurðar. „Fulltrúi borgarstjóra í ráðinu lýsti því yfir að hann teldi að bolt- inn væri hjá stjórn LR í því efni, og hann myndi ekki hafa afskipti af því að sinni,“ segir Sigurður. Stjórn LR mun að hans sögn koma saman í dag til fundar og verður þá ákveðið hvort staða leikhússtjóra verður auglýst eða aðrar leiðir farn- ar. Sigurður Hróarsson er starfandi leikhússtjóri til 1. september nk. samkvæmt samningi, og neitar Sig- urður Karlsson því að til hans hafi verið leitað um að sitja lengur. Hann útiloki þó ekki að svo verði gert. Uppsagnir standa í bili Sigurður kveðst þeirrar skoðunar að LR hljóti að standa við uppsagn- ir og ráðningar þær sem Viðar beitti sér fyrir í umboði leikhúsráðs ásamt öðrum skuldbindingum, þangað til annað verði ákveðið. Leikhúsráð hafí hins vegar ekki rætt þau mál til enda á fundinum í gær. Fundar- gerð leikhúsráðs í gær verður ekki afhent fjölmiðlum, að sögn Sigurð- ar. Kristján Franklín Magnús, ritari LR og einn leikhúsráðsmanna, seg- ir að klofningur sé í leikhúsráði varðandi uppsögn Viðars, en þrátt fyrir skoðanaágreining vilji menn vinna að þvf að koma málum í rétt horf. Hann segir að fundur leikhús- ráðs hafi verið átakafundur, erida sé brýnt að svara stórum spurning- um og setja niður deilur áður en tekið verði á þeim málum sem nauð- synlegt er, í nánustu framtíð. Ritari LR óttast að uppsögn leikhússtjóra stefni starfsemi LR í voða Allar röksemdir fyrir uppsögn eru hæpnar Viðar Eggertsson vísar fullyrð- ingum leikhúsráðsmanna á bug Tilboð var um um- ræðugrundvöll „ALLAR röksemdir fyrir uppsögn Viðars [Eggertssonar] eru hæpnar og hefur ekki tekist að koma fram með nein þau rök fyrir henni sem réttlæta hana,“ segir Kristján Franklín Magnús, ritari Leikfélags Reykjavíkur og einn þeirra leikhús- ráðsmanna sem samþykktu tillögu um að segja Viðari upp störfum sem leikhússtjóra Borgarleikhúss, í yfir- lýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Kristján segir að nokkrar umræð- ur hafi orðið um tillöguna og hafi hann mælt henni í mót og getið þess í lok einnar ræðu sinnar að hann gæti ekki goldið henni jáyrði. „Þegar tillagan var borin undir atkvæði var hún samþykkt með riokkrum atkvæðamun. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn henni var undirritaður," segir Kristján Frankl- ín en þar sem hann sé stjómarmaður í LR í umboði félagsmanna og beri að starfa eftir lögum félagsins, sé ljóst að hann geti ekki vikist undan því að fara eftir samþykki félags- fundar. Og þar sem umbjóðendur hans höfðu samþykkt ofangreinda tillögu á félagsfundi fór hann að þeirra vilja og greiddi atkvæði sitt með öðrum stjórnarmönnum þegar kosið var um það í leikhúsráði hvort víkja bæri Viðári Eggertssyni frá störfum. „Allar röksemdir fyrir uppsögn Viðars eru hæpnar og hefur ekki tekist að koma fram með nein þau rök fyrir henni sem réttlæta hana. Viðar hefur í sínu undirbúnings- starfi farið að lögum félagsins og öðrum þeim fyrirmælum sem honum ber að fara eftir. Hann tók sér þau völd sem hann hafði samkvæmt lög- um og öðrum gögnum sem honum voru tiltæk.“ Kristján minnir á að stefnan hjá Leikfélagi Reykjavíkur undanfarið hafí verið sú að styrkja stöðu leikhús- stjóra. „En þegar fundarmenn á fé- lagsfundi sætta sig ekki við störf, undirbúning og aðgerðir leikhússtjór- ans, þrátt fyrir víkkað valdsvið hans, ákveða fundarmenn að reka bara leikhússtjórann! Sú ákvörðun er því miður með endemum.“ Leiðir til ófremdarástands „Því miður er ástæða til að óttast að þessar aðgerðir stefni allri starf- semi Leikfélags Reykjavíkur í voða og þar með afmælishaldi félagsins á næsta ári. Víst er að gríðarlegt starf bíður þeirra sem þurfa að mæta af- leiðingum uppsagnarinnar og byggja félagið upp að nýju,“ segir Kristján. Hann kveðst hafa verið spurður að því hvers vegna hann sagði ekki af sér þegar hann varð undir á fé- lagsfundi. „Þrátt fyrir þá afsögn hefði Viðar Eggertsson verið rekinn og stjóm félagsins þar á ofan skilin eftir mönnuð tveimur samþykkjend- um tillögunnar og enginn eftir i stjórn til að færa fram andstæðar skoðanir - skoðanir sem margir hjá Leikfélagi Reykjavíkur hafa, bæði félagsmenn og fólk sem hefur at- vinnu sína af starfsemi leikhússins." VIÐAR Eggertsson fráfarandi leik- hússtjóri Borgarleikhúss segir það með öllu rangt sem tveir leikhús- ráðsmenn hafa haldið fram, að hann hafi farið út fyrir umboð sitt og gert tilboð um að skuldbinda leikhúsið fyi-ir milljónatugi í 7-12 ár með starfslokasamningum. „Þetta eru afar veik rök, auðsýni- lega sett fram til að feía raunveru- legar átyllur fyrir brottvikningu minni," segir Viðar. Hann segir að eftir að hann fékk umboð ráðsins til að losa samninga við leikara eðá ráða nýja, hafi ver- ið samþykkt sú tillaga hans að þeim leikurum sem hefðu starfað lengur en 15 ár fengi hann heimild til að bjóða starfslokasamninga. Vildi halda skuldbindingum í hófi „Hugmyndir mínar um þá samn- inga þóttu rausnarlegar, þó að þær hafi ekki þótt neitt kostaboð ef marka má yfírlýsingar Sigurðar Karlssonar og Þorsteiris Gunnars- sonar. Þeir leikarar sem um ræðir virtu það tilboð ekki viðlits og svör- uðu því engu, en það fól í sér beiðni um að íhuga það og ræða við mig frekar. Hins vegar urðu mjög skýr viðbrögð innan félagsins um að yfirleitt mætti ekki hrófla við þess- um hópi leikara. Þá var augljóst að vilji margra félagsmanna var að skuldbinda félagið 7-10 ár fram í tímann og hafa sömu leikara á fullum launum og leikhússtjóri taldi ekki séð að hann hefði full not fyr- ir, en þetta þýðir gífurlegar fjár- skuldbindingar. Mér bar að halda slíkum skuld- bindingum í hófi og þegar ég fékk engin viðbrögð frá þeim, sem boðn- ir höfðu verið starfslokasamningar, sendi ég þeim hugmynd sem var tillaga að umræðugrundvelli. Þetta var ekki tilboð, því að ég hafði ekki umboð til að binda félagið fjár- hagslega og allt slíkt hefði þurft að bera undir leikhúsráð. Ég mátti hins vegar ræða við fólk um hvað sem er og sendi þessar tillögur að umræðugrundvelli til að fá fram viðbrögð. En ekkert slíkt gerðist, sem er miður, því að viðbrögð umræddra leikara hefðu kannski leitt til hugmynda sem ég hel’ði þá lagt fyrir leikhúsráð, ogrþáðrsíðán hafnað eða samþykkt. Þegar heim- ild mín til að ráða eða losa um samninga fólks var afturkölluð, tók ég þá ákvörðun að draga þessar tillögur að umræðugrundvelli til baka,“ segir Viðar. Fráleitar sögusagnir Meðal þess sem heyrst hefur þegar tilteknar eru ástæður fyrir uppsögn Viðars, er að hann hafi haft í hyggju að efna til átta klukkustunda langrar sýningar á grískum harmleikjum og að kostn- aður hefði átt að nema um 30 millj- ónum króna. Viðar vísar þessum sögusögnum á bug sem fráleitum. „Sýning vegna 100 ára afmælis LR er stórviðburður og sú sýning sem þar var fyrirhuguð eftir mikla umhugsun, var samsett úr grísku harmleikjunum Ödipusi, Ödipusi í Kólonus og Antígónu eftir Sófók- les og Sjö g-egn Þebu eftir Æský- los. Harmleikina átti að stytta og setja í nútímaform og var sýning- artími áætlaður 4-5 klukkustundir í heilu lagi. Þarna átti að vera leik- listarviðburður kryddaður matar- hléum og fleira slíku, sýning sem væri hægt að sýna í einu lagi um helgi eða í tvennu lagi ef fólk kysi heldur. Umbúnaður hennar og framsetning átti að vera þann- ig að hún væri viðburður sem eng- inn mætti missa af, í samræmi við tilefnið. Aætlaður kostnaður var um 15 milljónir króna eða minna, eða svip- að og Hið ljósa man sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu án þess tilefnis j sem þarna um ræðir. Ég lagði hug- myndir mínar um verkefni ársins fram um miðjan janúar, en leikhús- ráð hefur verið upptekið við annað en að ræða þessi verkefni og þóttu þau mál brýnni en að ákveða efnis-' skrá næsta leikárs,“ segir Viðar. i- I ) i I i i l

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.