Morgunblaðið - 15.03.1996, Page 16

Morgunblaðið - 15.03.1996, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Markaðshlutdeild Qlíufélagsins minnkaði um tæp 3% Hagnaður síð- asta árs nam 263 milljónum HAGNAÐUR Olíufélagsins hf. á síð- asta ári nam 263 milljónum króna samanborið við 240 milljónir árið 1994. Rekstrartekjur félagsins námu rúmum 8,4 milljörðum og hækkuðu lítillega. Rekstrargjöld lækkuðu hins vegar um 18 milljónir og námu 8.048 milijónum króna. Heildarsala Olíufélagsins á gasolíu, flotaolíu, bílabensíni, svartolíu og þotueidsneyti nam 274 þúsund tonn- um á síðasta ári og hafði dregist sam- an um 6 þúsund tonn frá 1994. Þá var markaðshlutdeild félagsins í olíu- vörum 42% á síðasta ári og hafði dregist saman um tæp 3% frá árinu 1994. Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, segir að þessi samdráttur stafi að stærstum hluta af því að fé- lagið hafí misst samninga sína við Útgerðarfélag Akureyringa á síðasta ári yfir til Olís. „Við erum hins vegar aðeins að auka markaðshlutdeild okk- ar í bensíni, sem hefur verið mjög stöðug í gegnum árin, og við teljum það vera góðan árangur. Það hefur verið mikið tekist á í bensínsölunni, með kortum frá okkur og íblöndunar- efnum frá samkeppnisaðilum okkar, og við teljum okkur hafa haft nokk- um ávinning í þeirri samkeppni," seg- ir Geir. Starfsemi Orkunnar ekki gætt að neinu marki enn Geir segir að starfsemi Orkunnar virðist ekki hafa haft mikil áhrif á markaðinn enn sem komið er. Ekki sé þó ljóst hversu mikil bensínsaia fyrirtækisins sé, en hins vegar sé fyrirtækið mjög smár aðili á markað- inum. „Málið er ósköp einfalt," segir Geir. „Þetta er hugmynd sem þeir hafa ekkert einkaleyfi á og ef þetta er það sem að viðskiptavinimir myndu vilja almennt í framhaldinu hjá okkur, að standa úti í hvaða veðri sem er, þá er einfalt fyrir okkur að bjóða upp á þessa þjónustu. Við höfum hins vegar verið að byggja okkur upp með því að auka verslunarrými, vöruframboð og þjónustu." Sem kunnugt er keypti Olíufélagið 35% hlut í Olíuverslun íslands á síð- astliðnu ári og í kjölfarið stofnuðu þessi félög Olíudreifíngu hf. sem á að annast alla flutninga á olíuvörum, sem og geymslu og dreifingu á landi og sjó. Nýja fyrirtækið tók til starfa 1. janúar síðastliðinn og segist Geir reikna með því að starfsemi þess muni ná um allt iand í maí á þessu ári. Hann segir jafnframt að dreifíng- arkostnaður félagsins muni lækka verulega á næstu ámm vegna hins sameiginlega dréifíngarkerfís. Geir segir að miklar endurbætur hafí verið gerðar á nokkrum bensín- stöðvum félagsins á árinu og aðstöðu til sjálfsafgreiðslu komíð upp víða. Þá hafí þættir sem snúi að þjónustu við viðskiptavini félagsins verið teknir til gagngerrar endurskoðunar og auk- in áhersla hafí verið lögð á hlutverk bensínstöðva félagsins á höfuðborgar- svæðinu sem hverfaverslana. Hann segir að reikna megi með frekari aðgerðum á þessu sviði þar sem þess- ar breytingar hafí hlotið góðar viðtök- Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Viðræður hafnar * um sölu á Islands- bankabréfunum EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðu- bankinn hf. hyggst taka yfir rekstur félagsins og hefur þjónustusamningi við lögfræðiskrifstofu Guðjóns Ár- manns Jónssonar verið sagt upp frá og með 1. júlí næstkomandi. Þá standa yfír viðræður við innlenda og erlenda aðila um sölu hlutabréfa fé- lagsins í íslandsbanka. Þetta kom fram í máli Jóhannesar Siggeirsson- ar, stjórnarformanns Eignarhaldsfé- lagsins, á aðalfundi félagsins í gær. Jóhannes sagði þetta alls ekki vera merki um neina óánægju með störf lögfræðistofu Guðjóns Ármanns, þvert á móti væru bundnar vonir við það að félagið nyti starfskrafta henn- ar áfram við ýmis lögfræðistörf. Hann sagði að ráðgert væri að ráða fram- kvæmdastjóra til félagsins frá og með 1. júlí næstkomandi auk þess starfs- fólks sem nauðsynlegt teldist að ráða. Sem kunnugt er markaði hluthafa- fundur Eignarhaldsfólagsins þá stefnu í nóvember sl. að selja skyldi hlutabréf þess í íslandsbanka, en fé- lagið á tæpar 500 milljónir að nafn- • virði, sem svara til rúmlega 12% heild- arhlutafjár í bankanum. Jóhannes sagði að nú stæðu yfir viðræður við innlenda og erlenda aðila um milligöngu við sölu bréfanna og vel kæmi til greina að selja þau erlend- is. Hann sagðist vonast til þess að með vorinu yrði tekin ákvörðun um hvernig staðið yrði að sölu bréfanna. Á aðalfundimjm var samþykkt að greiða hluthöfum 7% arð. SfARFSFÓlK VÍITIN6AHÚSA ATHU6I&:[- Olíufélagið hf. (£sso) \sfss? fíekstrarreikningur Miiiiónir króna 1995 1994 Brevt. Rekstrartekjur 8.424 8.395 +0,3% Rekstrargjöld 8.048 8.066 -0,2% Rekstrarhagnaður Fjármunatekjur og (fjármunagjöld) 376 22 329 +14,3% 55 -60,0% Hagnaður fyrir reiknaða skatta 398 384 +3,6% Hagnaður 263 240 +9,6% Efnahaqsreikningur 31. desember • l Eignir: | Milljónir króna Veltufjármunir 2.492 2.538 -1,8% Fastafjármunir 5.393 4.391 +22,8% Eignir samtals 7.885 6.929 +13,8% I Skuldir og eigið fé: \ Skammtímaskuldir 2.260 1.910 +18,3% Langtímaskuldir 1.796 1.466 +22,5% Eigið fé 3.829 3.553 +7,8% Skuldir og eigið fé samtals 7.885 6.929 +13,8% Sióðstrevmi Milljónir króna Handbært fé frá rekstri 589 384 +0,8% Fjárhagslegar kennitölur Eiginfjárhlutfall 49% 51% Arðsemi eigin fjár 7,4% 7,2% Markaðshlutdeild - olíuvörur: 42,0% 44,8% Frestur Fokkers rennur út Amsterdam. Reuter. FRESTUR til að bjarga hollenzku Fokker flugvélaverksmiðjunum rann út á fimmtudag án þess að bjarg- vættur gæfi sig fram. Fokker vonaði til hins síðasta að annað hvort Samsung fiugiðnaðar- fyrirtækið í Suður-Kóreu eða kín- verska flugiðnaðarfyrirtækið AVIC kæmi til bjargar, en fresturinn rann út an þess að tilboð bærist. í yfirlýsingu frá Fokker sagði að- „viðræður færu enn fram á ýmsum vígstöðvum" og að tilkynning yrði birt á föstudag um ákvörðun stjórnar fyrirtækisins og skiptaráðenda í málinu. Fokker hefur verið haldið gang- andi með hjálp frá hollenzka ríkinu meðan leitað hefur verið að kaup- anda síðan þýzka móðurfyrirtækið Daimler-Benz hætti fjárhagsstuðn- ingi sínum 22. janúar. Hans Wijers efnahagsráðher ra hefur gefið í skyn að tekið verði til athugunar að halda áfram ríkisst- uðningi, ef „áþreifanlegar og alvar- legar vísbendingar" komi fram um hugsanlegan bjóðanda. Stuðningur- inn hefur þegar verið framlengdur einu sinni. 14 milljóna króna hagnaður af rekstri Sementsverksmiðjunnar árið 1995 Sementssala ekki verið minni í 35 ár HAGNAÐUR Sementsverksmiðjunn- ar hf. á síðasta ári nam 14 milljónum króna en það er nokkuð lakari afkoma en varð á verksmiðjunni árið 1994 er hagnaðurinn nam 22 milljónum króna. Ástæða þessa samdráttar er 8% minni sementssala árið 1995 sam- anborið við árið þar á undan, að því er fram kemur í frétt frá Sements- verksmiðjunni. Sementssala á síðasta ári var rúm 76 þúsund tonn og hefur hún ekki verið minni frá því árið 1961. Gert er ráð fyrir um 10-11% aukningu á þessu ári vegna nýrra stórfram- kvæmda en ekki er reiknað með aukn- ingu vegna almennra byggingafram- kvæmda. Þá kemur fram að rekstur fyrir- tækisins hafi gengið þokkalega und- anfarin tvö ár, sérstaklega ef mið'sé tekið af ofangreindum samdrætti í sementssölu auk þess sem verð á sementi var óbreytt frá fyrra ári en byggingarvísitala hækkaði um 3,21% á sama tíma. Á árunum 1993 og 1994 var gripið til margháttaðra að- haldsaðgerða sem skiluðu sér greini- lega í bættum rekstri á síðasta ári. Rekstrartekjur drógust saman um 10% Rekstrartekjur Sementsverksmiðj- unnar á síðasta ári námu rúmum 613 milljónum á síðasta ári og höfðu dreg- ist saman um rúmar 65 milljónir, eða tæp 10%, frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu hins vegar tæpum 473 milljón- um króna og lækkuðu um rúmlega 21 milljón frá 1994. Hagnaður fyrir afskriftir lækkaði því um röskar 33 milljónir króna en á móti kemur tæp- lega 20 milljón króna lækkun á ljár- magnsgjöldum verksmiðjunnar. Árið 1995 var annað árið sem Sem- entsverksmiðjan hf. er í rekstri, en fyrirtækið tók við rekstri Sements- verksmiðju ríkisins þann 1. janúar 1994. Ríkissjóður er enn eini hluthafi fyrirtækisins. Ráðinn til Am- brosio Shipping •GYLFI Sigfússon hefur verið ráð- inn sölu- og markaðsstjóri hjá Am- brosio Shipping í Norfolk í Banda- ríkjunum. Hann lauk námi frá við- skiptadeild Háskóla Islands árið 1990. Hann starf- aði áður sem fram- kvæmdastjóri markaðs- og rekstrarsviðs Tollvörugeymsl- unnar hf. Hann hefur störf hjá Ambrosio Shipping 15. apríl nk. og mun sinna sölu- og markaðsmálum Ambrosio Shipping á íslandi til 1. ágúst en þá flytur hann til Norfolk. Ambrosio Shipping hefur í rúm 30 ár verið leiðandi í flutningsmiðlun og tengdri þjónustu við íslenska inn- flytjendur bæði í sjó- og flugfraktar- flutningum. Fyrirtækið rekur einnig tollvörugeymslu og almenna vöru- geymslu, veitir ráðgjöf í inn- og út- flutningi og „door-to-door“ þjónustu. Ambrosio Shipping sér um inn- og útflutning til og frá Bandaríkjunum vegna markaða í Asíu, Evrópu og víðar. Eiginkona Gylfa er Hildur Hauksdóttir, auglýsingaverktaki og flugfreyja, og eiga þau tvo syni, Gylfa Áron 10 ára og Alexander Aron 6 ára. Ný reglugerð um veitingu virðisaukaskattsnúmera Hertar reglur eiga að draga úr innskattssvikum RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefíð út reglugerð þar sem skilyrði fyrir veitingu virðisaukaskattsnúmers eru hert nokkuð. Þá er einnig tiltekið í reglugerðinni í hvaða tilfellum aðilar skuli teknir af skrá. Samkvæmt upp- lýsingum frá ijármálaráðuneytinu er tilgangurinn með hertum reglum á þessu sviði m.a. að draga úr inn- skattssvikum. í reglugerðinni er gert ráð fyrir því að aðilar komist á virðisaukaskrá með tvennum hætti. Meginreglan verði sú að aðilum sé gert skylt að tilkynna starfsemi sína til skattstjóra 8 dögum áður en hún hefjist en aðil- ar verði þó aldrei teknir á skrá fyrr en sala þeirra hafí náð yfir 200 þús- und krónur á 12 mánaða tímabili. Verði aðilar hins vegar sökum eðl- is starfsemi sinnar að fjárfesta veni- lega í varanlegum rekstrarijármunum áður en starfsemin fari að skila tekj- um, geta þeir sótt um sérstaka skrán- ingu að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum. Slík skráning gildir í eitt ár og er gert ráð fyrir því að viðkom- andi verði tekinn af skrá að þeim tíma liðnum. Þó verður ætíð hægt að fá skráningu með þessum hætti ef lögð er fram trygging fyrir innskatti. Eftirlit hert Þá verða samkvæmt reglugerðinni gerðar meiri kröfur um upplýsingar um starfsemi viðkomandi en áður sem og tryggingar. Er talið líklegt að aðil- um á skrá muni fækka eitthvað með gildistöku þessarar reglugerðar. Þann- ig muni skattyfírvöldum einnig gefast meiri tími til eftirlits og fyrirbyggjandi ráðstafana gegn innskattssvikum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.