Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Vaxtaverkir HÁIR vextir á íslenskum fjár- magnsmarkaði hafa orðið tilefni nokkurra deilna að undanförnu, deilna sem um of hafa snúist um verðbólguspá Seðlabankans og mat- aræði einstakra bankastjóra. Þó slíku beri að gefa gaum. mega menn ekki missa sjónar á kjarna_ vandans. Vandinn er sá að vextir á íslandi eru nú hærri en efnahagsaðstæður gefa tilefni til. Háir vextir ógna þeirri uppsveiflu sem hafin er og draga vígtennurnar úr fjölda íslenskra fyr- irtækja sem sótt hafa fram með krafti og þori á mörkuðum innan- lands sem utan á undanförnum miss- erum. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu kynnt sjónarmið sín fyrir Seðlabanka og ríkisviðskiptabönkunum. Þetta hefur borið nokkurn árangur því bankavextir sem og vextir á verð- bréfa- og peningamörkuðum hafa lækkað nokkuð. En betur má ef duga skal. Rök ríkisstjórnarinnar fyrir frekari lækkun vaxta eru skýr. í fyrsta lagi hafa vextir lækkað erlend- is og horfur eru á frekari lækkun. í öðru lagi hefur lánsíjáreftirspurn rík- is og sveitarfélaga minnkað. í þriðja lagi hefur dregið úr þeirri spennu sem myndaðist í þjóðarbúskapnum í lok síðasta árs. Allt þetta stuðlar að iægri vöxtum. Eins og sakir standa er ekkert í farvatninu sem bendir til mikillar aukningar lánsijáreftir- spurnar heimila og fyrirtækja. Ég mun í grein þessari §alla um afleiðingar hávaxta fyrir þjóðarbú- skapinn og umbætur á fjármagns- markaði. Afleiðingar hávaxta Alþjóðlegur vaxtasamanburður er erfiður því flóra inn- og útlána er rpikil. Upplýsingar um vexti til heim- Mikilvægt er að vaxta- myndun á fjármagns- markaði sé eðlileg, segir Finnur Ingólfsson í þessari grein. ila og fyrirtækja liggja ekki á glám- bekk í þeirri samkeppni sem ríkir erlendis á milli ijármálastofnana. í alþjóðlegum hagtölum er gjarnan farin sú leið að bera saman ávöxtun á þekktum og sambærilegum form- um, yfirleitt ávöxtun á ríkisskulda- bréfum. Slíkur samanburður leiðir í ljós að íslenska ríkið greiðir mun hærri vexti af ríkisskuidabréfum en ríkissjóðir víðast hvar í kringum okk- ur. Kjörvextir banka eru annar sam- anburðarhæfur mælikvarði á vexti milli landa. Kjörvextir óverðtryggðra bankalána hér á landi eru með því hæsta sem þekkist. Alþjóðlegur sam- anburður gefur því sterklega til kynna að vextir á Islandi séu mjög háir um þessar mundir. Hærri vextir hér á landi heldur en í löndunum í kringum okkur leiða til lakari samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Háir vextir draga úr fjár- festingu. Fjárfesting var á-síðasta ári um 16% af landsframleiðslu, sem er um 5 prósentustigum lægra hlut- fall en í iðnríkjunum að meðaltali. Lágt fjárfestingarhlutfall er áhyggjuefni því það bendir til þess að þjóðin vanræki að treysta þann grunn sem hagvöxtur framtíðarinnar byggist að hluta til á. Það er því afar brýnt að auka ijárfestingu hér á landi. Háir vextir verka þannig sem dragbítur á atvinnustarfsemi. Þeir draga úr hagvexti, auka atvinnuleysi og leiða aftur til efnahagslegrar stöðnunar. Þess vegna er svo brýnt að lækka vexti hér á landi. Öll rök hníga að því að vextir hér á landi séu hærri um þessar mundir en aðstæður í þjóðarbú- skapnum gefa tilefni til. Hinn gullni meðalvegur vaxtanna er þó vandrat- aður því að fjárfestar eru fljótir að bregða sér bæjarleið ef ávöxtun reynist betri erlendis. Þegar efnahagslífið þenur sig hækka vextir, að öðru óbreyttu, og gegna mikilvægu að- haldshlutverki. Slíkar aðstæður eru nú ekki fyrir hendi. Um þessar mundir er góður gangur í efnahagslífinu en þensluhætta ekki sjáanleg. Þjóðhagsstofnun bendir á í þjóðhagsspá fyrir yfirstandandi ár að rétt sé að vera á varðbergi gagn- vart þenslu en gæta þurfi þess að kæfa ekki vöxtinn í þjóðarbúskapn- um. Þetta er kjami málsins. Umbætur á fjármagnsmarkaði íslenskur fjármagnsmarkaður hef- ur tekið örum breytingum á undan- förnum áratug. Vextir hafa veríð gefnir frjálsir, samkeppni aukist, ný lánsfjárform fest rætur, viðskipti margfaldast og hindrunum rutt úr vegi fyrir fjármagnsflutningum á milli landa. Hlutverk peningamálayf- irvalda hefur gjörbreyst. í stað þess að handstýra vöxtum beitir Seðla- bankinn nú markaðsaðgerðum til stýringar á vöxtum á peningamark- aði. Ríkisstjórnin ákveður ekki vexti en getur beitt fortölum til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Rík- issjóður er auk þess stór þátttakandi á markaðnum og hefur sem slíkur áhrif á vexti. Þrátt fyrir miklar framfarir er ís- lenskur fjármagnsmarkaður enn að slíta bamsskónum og má þar margt betur fara. Hreyfingar hans eru ekki jafn þroskaðar og hjá fullorðnum bræðrum hans í löndunum í kringum okkur. Verð- myndun er byggð á litl- um viðskiptum og við- skiptavakt er enn ófull- komin þótt stöðugt sé unnið að endurbótum á því sviði. Einnig þykir markaðurinn vera held- ur seinn í snúningum við að laga sig að breyttum aðstæðum. Hér er hægt að benda á nærtækt dæmi. Vaxtamunur hérlendis og erlendis I nær öllum iðnríkjum lækkuðu vextir í fyrra og hefur sú þróun hald- ið áfram nú í byijun þessa árs. Á sama tíma hafa vextir hér á landi heldur hneigst til hækkunar. Slíkt þarf þó ekki að benda til óskilvirkni markaðarins því vera kann að ís- lenska hagkerfið sé á öðrum stað í hagsveiflunni. Hins vegar er óeðlilegt hvað vaxtamunur hérlendis og erlend- is er mikill og hefur farið vaxandi. Nú er svo komið að raunþáttur vaxta af ríkisskuldabréfum er hér um 3 prósentustigum hærrí en almennt gerist í hinum vestræna heimi. Hið sama á við um peningamarkaðinn. Slíkur munur bendir til óskilvirkni á ijármagnsmarkaði við skilyrði fijálsra flármagnshreyfinga á milli landa. Skilvirkur markaður á að draga úr þessu misræmi. Vaxtamunur landa á milli eyðist þó ekki að fullu enda margir þættir sem spila þar inn í. Vera kann að einangrun íslenska markaðarins sé hluti af skýringunni. Erlendir ijárfestar þekkja lítt til ís- lenska markaðarins og setja smæð hans fyrir sig. Tilraunir til að selja erlendum ijárfestum íslensk bréf hafa lítinn árangur borið þrátt fyrir góða ávöxtun bréfanna. Hitt kann og að vera að skipulagsbrestir á markaðn- um hindri eðlilega verðmyndun. Finnur Ingólfsson Stofnun félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni Bergsteinn Snorri Jónsson Sigurðarson fyrsti formaður FEB. Á ÞESSU ári, 15. mars, eru liðin 10 ár frá stofnun Félags eldri þorg- ara í Reykjavík og nágrenni. í tilefni af því langar mig að geta aðdraganda að stofnun þess sem einn þátttakenda. Að hluta byggi ég á minni, því gögn yfir undirbúning að stofnúninni eru fá, önnur en fram koma i fundargerð stofnfundar á Hótel Sögu, svo og á nokkrum minnisblöðum. Tildrög þess að ég fór að leiða hugann að einhvers konar samtökum aldraðra voru eftirfarandi: Góður kunningi minn, Jón Hjálm- arsson, sem nú er látinn, en var starfsmaður Reykjavíkurborgar eins og ég, kom oft að máli við mig og ræddum við gjarnan um þau þáttaskil sem verða í lífi fólks við starfslok. Við Jón vorum báðir virkir þátt- takendur í félagsstörfum og leidd- um hugann að þörf þeirra, sem lok- ið höfðu störfum fyrir aldurs sakir, á að sameinast um hagsmunamál sín með tilstyrk viðkomandi stétt- arfélaga og eigin afls. Jón var mikill eldhugi og áhlaupamaður; hann hófst þegar handa um könnun á slíkum mögu- leika. Ræddi hann við ýmsa forystu- menn stéttarfélaga og einstaklinga sem hugsanlega hefðu áhuga. Eg ræddi við Harald Hannesson, form- ann Starfsmannafélags Reykjavík- ur, og Guðjón Baldvinsson hjá BSRB, sem báðir sýndu málinu áhuga. Jón hafði fregnir af því að ínnan ASI væri starfandi nefnd, undir forystu Snorra Jónssonar, fyrrverandi forseta þess, sem sinnti málefnum aldraðra innan þeirra samtaka. Við Jón fengum fund með Snorra, sem þegar sýndi málinu áhuga og segja má að á þessum fundi væri í raun lagður grunnur að stofnun félags aldraðra. Snorri hafði víðtæka þekkingu og reynslu í félagsmálum, meðal annars sem forseti Alþýðusam- bands Islands, enda varð hann burðarásinn í undirbúningsstarfinu. Undirbúningsnefnd Fyrstu skrefin voru þau að Snorri boðaði fund með fyrrnefndri nefnd ASÍ og okkur Jóni Hjálmarssyni. Á þessum fundi var einhugur um stofnun félags aldraðra, og kjörin nefnd til að annast undirbúning stofnunar. Einnig voru þá þegar rædd og samþykkt höfuðmarkmið. Undirbúningsnefndin hélt allmarga fundi og naut ómetanlejgs stuðnings þáverandi forseta ASI, Ásmundar Stefánssonar, og annarra forystu- manna ásamt lagni Snorra og kunn- ugleika innan ASI. Meðal annars bauðst ASÍ til að ganga í ábyrgð fyrir stofnkostnaði væntanlegs fé- lags. Nefndin fékk og ókeypis af- not af húsnæði sambandsins til fundarhalda o.fl. Formaður undir- búningsnefndarinnar var Snorri Jónsson. Undirbúningsnefndin var sam- mála um markmið hins nýja félags og koma þau skýrt fram í 1. kafla þeirra fé- lagslaga sem sam- þykkt voru og hljóða þannig: A. Að vinna að því að skapa efnahags- legt öryggi og gott umhverfi hjá öldruð- um. B. Vinna að úrbót- um í húsnæðismálum. C. Að byggja upp félagsheimili og vinnuaðstöðu fyrir ýmisS konar starfsemi félagsins. D. Að annast um og koma á vinnumiðlun fyrir eldra fólk sem getur og óskar að miðla öðrum af þekkingu sinni og starfs- kröftum. E. Að hlúa að hvers konar áhugamálum þess: skipuleggja námskeið, hópvinnu, tómstunda- vinnu og skemmtanir. F. Að stuðla að líkamsþjálfun. G. Að leitast við að hafa áhrif á lagasetningu og ákvarðanir, sem varða hagsmuni aldraðra, með við- ræðum og samningum við stjórn- völd og stjórnaröfl. H. Félagið verði skipulagslega óháð stjórnmálaflokkum og hlut- laust í afstöðu til trúmála. Mér var kunnugt að á Akureyri starfaði félag aldraðra og bauð formaður þess, Erlingur Davíðs- son, mér að heimsækja sig og kynna mér starfsemi þessa unga félags. Erlingur leyfði mér einnig að hafa lög félagsins til hliðsjónar við gerð þeirra laga, sem væntan- legu félagi yrðu sett. Þau lög sem undirbúningsnefndin samþykkti eru mjög hliðstæð lögum Akur- eyrarfélagsins, enda markmið hin í tilefni af 10 ára afmæli Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir Berg- steinn Sigurðarson hér frá tildrögum að stofnun þess. sömu hjá báðum félögunum. Stofnfundur Nefndin lauk undirbúningsstörfum með stofnfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, hinn 15. mars 1986 á Hótel Sögu, klukkan 13.30. Þegar í upphafi fundar voru fundarsalir yfirfullir af fundarfólki og urðu fjölmargir frá að hverfa. Sátu fundinn að því er talið var um 800 manns, og á þessum degi gengu 800 manns í hið nýja félag. Snorri Jónsson setti fundinn og flutti ítarlega greinargerð, þar sem lýst var aðdraganda að stofnun fé- lagsins og tilgangi. Hann benti á þörfína á félagi eldri borgara; á þessu svæði byggju nú þegar rúm 20.000 manns, sem væru 60 ára og eldri, en 60 ár væri sá aldur sem miðað væri við til inngöngu í félagið. Könn- un sem gerð var á afstöðu 65 ára og eldri sýndi að 40% aðspurðra kviðu starfslokum. Starfslok tákna ekki einungis tekjutap heldur einnig breytt iífsform, svo sem skilnað við vinnu- stað og félaga. I lok ávarps síns bar Snorri fram svohljóðandi tillögu frá undirbúningsnefndinni: Fundurinn samþykkir að stofna Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á grundvelli þeirrar megin- stefnu um markmið, sem fram kem- ur í drögum að lögum fyrir félagið. Bergsteinn Sigurðarson kynnti drög að lögum fyrir væntanlegt fé- lag og gat þess að þau væru að hluta sniðin að lögum Félags aldr- aðra á Akureyri. Stofnun félagsins og lög voru samþykkt einróma. Undirbúningsnefndin hafði tilnefnt menn í stjóm og varastjórn, ásamt formanni og bar fundarstjóri þær Lífeyrissjóðir eru ráðandi á markaðnum Að mínum dómi þarf að gera end- urbætur á markaðnum til að hann þroskist og dafni. í fyrsta lagi þarf að auka samkeppni á milli lífeyris- sjóða. Lífeyrissjóðir eru ráðandi á verðbréfamarkaði. Vextir á verð- bréfamarkaði eru síðan leiðandi fyrir vaxtaákvarðanir bankanna. Samn- ingar manna á milli eru síðan gjarn- an byggðir á bankavöxtum. Ahrif lífeyrissjóðanna eru því mikil. Auk- inni samkeppni á milli sjóðanna má ná fram með því að gefa launþegum frelsi til að velja sér sjóð. Jafnframt þarf að setja löggjöf um þennan risa á íslenskum fjármagnsmarkaði. í öðru lagi • þarf að breyta ríkisvið- skiptabönkunum í hlutafélög. Núver- andi rekstrarform ríkisviðskipta- bankanna útilokar þá framþróun sem er nauðsynleg til að þessar stofnanir geti skilað hlutverki sínu á skilvirkan hátt. I þriðja lagi þarfnast sjóðakerfi atvinnuveganna gagngerrar endur- skoðunar af sömu ástæðum og bank- arnir. í ljórða lagi þarf að greiða fyrir viðskiptum á markaðnum með því að efla viðskiptavakt og koma á fót pappírslausum viðskiptum með verðbréf. Mikilvægt er að vaxtamyndun á íjármagnsmarkaði sé sem eðlilegust. Síðastliðið haust skipaði ég starfshóp til að gera úttekt á skuldabréfamark- aðnum. Starfshópnum er ætlað að draga fram í dagsljósið þær hindran- ir sem kunna að vera í vegi eðlilegr- ar þróunar á markaðnum, svo sem varðandi vexti, sýnileika viðskipta, auðseljanleika og áhættumat skulda- bréfa. Vænti ég mikils af þessari vinnu. Með þessum umbótum á fjár- magnsmarkaði og traustri stjórn opinberra íjármála munu vextir lækka og þróun þeirra verða áþekk- ari því sem gerist í helstu viðskipta- löndum. Höfundur er viðskiptaráðherra. uppástungur fram fyrir fundinn, sem samþykkti með lófataki alla sem stungið var upp á. Ennfremur voru kosnir endurskoðendur og ákveðið var að félagsgjald yrði 500 kr. fyrir yfirstandandi ár. Gestir fundarins fluttu hinu nýstofnaða félagi árnað- aróskir og hinn nýkjörni formaður, Snorri Jónsson, þakkaði fundar- mönnum komuna og brennandi áhuga. Einnig þakkaði hann störf nefndarmanna og aðstoð ASÍ og annarra samtaka. Hin nýkjörna stjórn var skipuð eftirtöldum mönn- um: Formaður: Snorri Jónsson. Aðal- stjórn: Guðríður Elíasdóttir, Adda Bára Sigfúsdóttir, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Árni Jóhannsson, Barði Friðriksson, Bergsteinn Sig- urðarson, Egill Sigurgeirsson, Gísli Gíslason, Hans Jörgensson, Jón Hjálmarsson, Júlíana Inga Eð- valdsdóttir, Pétur Hannesson, Snjólaug Kristjánsdóttir og Úlfar Þórðarson. Varastjórn: María Jó- hannsdóttir, Lóa Þorkelsdóttir, Hólmar Magnússon, Ægir Ólafs- son, Hjálmar Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir og Valdimar Ósk- arsson. Fyrsti stjórnarfundur félagsins var haldinn í húsakynnum ASÍ þann 20. mars 1986. A þeim fundi var kjörinn varaformaður Barði Friðriksson, ritarar Bergsteinn Sigurðarson og Adda Bára Sigfús- dóttir og gjaldkeri Jón Hjálmars- son. Á þessum fundi voru ræddar og markaðar leiðir til að fram- fylgja markmiðum félagsins. Fyrstu sporin í þá átt voru að gera félagsmenn meðvitaða um stöðu sína í samfélaginu eftir starfslok og huga að velferð sinni efnahagslega og líkamlega. Þetta yrði helst gert með inn- byrðis félagsstarfi, þar sem fólk nyti samveru hvert við annað, og samstarfi í ýmiss konar tóm- stundastarfi og fræðslu um málefni sín. Einnig væri brýnt að gæta hagsmuna aldraðra gagnvart stjórnvöldum varðandi lífeyri, heil- sugæslu og fleira. Höfundur cr cinn af frumkvöðlum að stofnun FEB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.