Morgunblaðið - 15.03.1996, Side 32

Morgunblaðið - 15.03.1996, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ- ÞORGRÍMUR JÓNSSON + Þorgrímur Jónsson var fæddur í Höfn á Akranesi 27. mars 1913. Hann lést 10. mars síðastliðinn. Þorgrímur var son- ur hjónanna Ragn- heiðar Lárettu Guðmundsdóttur frá Belgsholti í Melasveit, f. 5. apríl 1876, d. 6. maí 1961, og Jóns Auð- unssonar, sjómanns og bónda frá Grund í Skorradal, f. 16. september 1867, d. 14. febrúar 1947. Þau eignuðust þijú börn. Elst er Magnhildur Vilborg sem býr nú í hárri elli á dvalarheim- ilinu Höfða á Akranesi, þá Guð- mundur Sigurður, bóndi á Innra-Hólmi, en hann lést síðastliðið haust. Þorgrímur var yngstur. Þorgrímur kvæntist eftirlif- andi konu sinni Margréti Aðal- heiði Kristófersdóttur 8. maí 1945. Hún er fædd 28. október 1920, dóttir hjónanna Guðríðar Emilíu Helgadóttur hjúkrunar- konu frá Litla-Ósi í Miðfirði og Kristófers Péturssonar gull- smiðs og bónda frá Stóru-Borg í Víðidal. Þorgrímur og Mar- grét eignuðust fimm börn og einn fósturson. Þau eru Jón Ragnar, bifvéla- virkjameistari, Akranesi, f. 9. júlí 1945, d. 8. júní 1995, eftirlifandi kona hans er Anna Jóna Gísladóttir. Kristófer Emil, bif- vélavirkjameistari, Keflavík, f. 31. jan- úar 1949, kvæntur Agústu Þorleifs- dóttur. Ragnheiður Jóna, kennari, Akranesi, f. 2. júlí 1950. Auðunn Þor- grímur, vinnuvéla- sljóri, Reykjavík, f. 23. febrúar 1957, sambýliskona hans er Stefanía Ragnarsdóttir. Magn- ús Þorgrímsson leirlistamað- ur, Reykjavík, f. 22. júlí 1959, sambýlismaður hans er Rúnar Lund. Kristófer Pétursson vél- stjóri, Teigarási við Akranes, f. 15. desember 1959, kvæntur Ólafíu Guðrúnu Björnsdóttur. Einnig ólust upp hjá þeim að nokkru leyti Guðmundur og Þórður Guðmundssynir, frændur Margrétar, sem báðir eru nú búsettir í Garði í Gull- bringusýslu. Barnabörnin eru sextán og barnabarnabörnin eru þijú. Útför Þorgríms fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskulegur faðir minn Þorgrím- ur Jónsson var fæddur á Akranesi í litlu húsi við Vesturgötuna sem afi byggði og heitir Höfn. Hann var þriðja barn foreldra sinna og yngstur. Þegar pabbi var að alast upp var Akranes lítið þorp og flest- ir lifðu á því sem sjórinn gaf. Þó vélvæðing væri gengin í garð í útgerðinni fóru flestir stærri bát- arnir til Sandgerðis og reru þaðan á vertíðinni, því voru það mest árabátar og önnur lítil skip sem, reru frá Akranesi. Menn reru á opnum bátum og ekkert víst að allir næðu landi ef veður breyttist skyndilega. Pabbi sagði okkur krökkunum stundum frá uppvaxt- arárum sínum og gaf okkur þann- ig innsýn í líf sjómannsfjölskyld- unnar á þessum tfma. Þar skiptust á gleði og áhyggjur eins og geng- ur. Það hvíldi þungt á ömmu og börnunum þegar afi var að fara á sjóinn og veðurútlit var ótryggt. En svo var líka margt til gamans gert og brallað eins og gengur. Hann gekk í skóla hjá Svövu Þor- leifsdóttur í gamla barnaskólanum og átti mörg fermingarsystkini í bænum. Nafngreindi hann þau oft og talaði hlýlega um þau eins og reyndar allan sinn uppvöxt, enda átti hann rætur sínar hér á Akra- nesi. Afi og amma áttu alltaf dálítinn bústofn. Afi var laginn við hesta og sennilega fyrstur manna á . Akranesi til að taka hesta í tamn- o I I 1 Fersk blóm og & # skreytingar við öll tækifæri I rCfo I Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta w Fákafeni i 1, sími 568 9120 Ó mm&mm g 1 o I o 1 ingu. Þannig kynntist pabbi snemma góðum hestum hjá afa. Svo var líka reynt að sitja um að- komumenn sem komu ríðandi í bæinn, skoða hestana og helst að reyna að fá að fara á bak. Þegar þau afi og amma höfðu búið í nokk- ur ár í Höfn, byggði afi annað hús sem stendur nánast beint á móti Höfn og heitir Ný-Höfn. Þar bjó fjölskyldan þar til pabbi var fjórtán ára að þau fluttu að Innsta-Vogi við Akranes árið 1927. Hugur afa stefndi alltaf til búskapar, en amma var heilsuveil. Þegar hér var komið sögu voru eldri börnin orðin fullorðin og þeir feðgar unnu allir saman að búinu í Innsta-Vogi. Innsti-Vogur sem nú tilheyrir Akranesi skipaði sérstakan sess í huga pabba. Einkum minntist hann kvöldsólarinnar, iðandi fuglalífs á vorin og hins stórkostlega útsýnis vestur á Snæfellsnesið og til fjall- anna í austri og norðri. í Innsta- Vogi átti pabbi góð ár. Hann varð fullorðinn maður, vann við aðgerð og önnur fiskverk og svo við bú- störfin með foreldrum sínum og bróður. Árið 1936 flutti fjölskyldan að Kúludalsá í Innri-Akranes- hreppi. Þar var heimili hans alla tíð síðan. Sumarið 1944 kom í sveitina ung stúlka. Ætlaði hún að vinna sem ráðskona hjá Svanlaugu Sigurbjörnsdóttur á sumardvalar- heimili fyrir börn. Svanlaug kenndi litlum börnum lestur og skrift, ljóð og lög. Þetta var á stríðsárunum og reykvískir foreldrar sóttust eft- ir að koma börnum í sveit af ótta við loftárásir á höfuðborgina. Þarna ráku þær heimilið um sum- arið af miklum dugnaði, ásamt tveimur hjálparstúlkum, í skóla- húsi hreppsins sem nú hefur verið endurbyggt sem félagsheimili og heitir Miðgarður. Pátt var þar um þægindi. Allt drykkjarvatn var sótt á næsta bæ og ekki var nein að- staða til að þvo þvott svo eitthvað sé nefnt. Hér var sem sagt komin móðir mín, Margrét Kristófersdótt- ir. Hún er af húnvetnsku bergi brotin en á einnig ættir að rekja til Borgarfjarðar. Fór hún nú fljót- lega að líta í kringum sig hvort ekki fyndust í sveitinni þokkalegir reiðhestar og svo reyndist vera. Paðir minn átti ágæta hesta, með- al annars gráan háreistan töltara sem hann lánaði henni. Upp frá því tókust nánari kynni með þeim. Hennar fyrsta tilfinning gagnvart honum var sú að þar færi afar traustvekjandi maður. Þau giftu sig 8. maí 1945 og svo vel entist þeirra samband að þau héldu upp á gullbrúðkaupið sitt fyrir tæpu ári. Jörðina Kúludalsá keyptu þau svo 1945. Guðmundur föðurbróðir og Jónína Gunnarsdóttir kona hans keyptu Innra-Hólm. Afi Jón og amma Ragnheiður fluttu þangað með þeim. Árið 1946 fluttu amma Emilía og afi Kristófer frá Litlu-Borg í Víðidal til dóttur sinnar og tengda- sonar að Kúludalsá. Á Kúludalsá voru næg verkefni fyrir vinnufúsar hendur. Nú vill svo til að starfsævi pabba spannar mestu umbrotatíma í sögu íslensks landbúnaðar. Þegar þau pabbi og mamma hófu búskap var til dæmis tæpast akfær vegur um sveitina. Tvær óbrúaðar ár voru fyrir innan bæinn. Mjólkin var flutt á bíl út á Akranes en í slæmri færð á vetrum þurfti að reiða hana á hestum út að Innra- Hólmi til að koma henni í veg fyr- ir mjólkurbílinn. Eftir stríðið jókst áherslan á markaðsframleiðslu og í kjölfarið kom áhersla á ræktun túna. Pabbi lét ekki sitt eftir liggja og landið sem var mjög grýtt og erfitt til ræktunar, breyttist smám saman í tún. Mikið óskaplega var það nú þreytandi vinna að tína gijót úr flagi, en við krakkarnir fögnuðum hverri nýrri túnspildu sem bættist við og þó vinnan væri ekki skemmtileg fórum við ævinlega til verksins með góðu, því pabbi var einstakur verkstjóri. Hann gætti þess alltaf að umbuna okkur fyrir vel unnið verk og gerði árangurinn að sameiginlegum sigri okkar. í sínum daglegu störfum sást pabbi sjaldan flýta sér, en hann var fyrir- hyggjusamur og honum vannst ákaflega vel. Svo höfðu þau bæði áhuga á félagsmálum. Pabbi var einn af stofnendum skógræktarfélagsins sem stofnað var í Innra-Hólms- kirkju vorið 1938. Félagið starfaði í allmörg ár og lét ýmis málefni til sín taka svo sem skógrækt, skemmtanahald og ferðalög. Fyrsta ferðalagið var þriggja daga hópferð austur í Múlakot í Fljóts- hlíð. Þar hafði þá verið ræktaður einn fegursti tijágarður í sveit á íslandi. Farartækið var vörubíll með farþegaskýli úr tré, óupphit- uðu, og trébekkjum til að sitja á. Skoðaðir voru allir merkustu sögu- staðir á leiðinni. Nokkru seinna eða 1956 var svo bændafélag Innri- Akraneshrepps stofnað. Var faðir minn einn af stofnendum og lengst af formaður. Bændafélagið beitti sér meðal annars fyrir samhjálp ef veikindi eða óhöpp hentu félags- menn, bættri umgengni á bæjum, dýravernd og sameiginlegri upp- skeruhátíð að heyskap loknum, svo eitthvað sé nefnt. Mamma tók virk- an þátt í starfsemi kvenfélagsins. Því er stundum haldið fram að félagslíf þrífist illa í sveitum sem liggja nærri kaupstöðum. Ekki sannaðist það í Innri-Akranes- hreppi, en mikið held ég að mann- lífið í sveitinni hefði orðið fátæk- legra án þessara félaga. Ýmis framfaramál voru pabba ofarlega í huga. Var hann lengi í stjórn Ræktunarsambands Hval- fjarðar. Formaður sóknarnefndar Innra-Hólmskirkju var hann um skeið og hafði forystu um endur- byggingu hennar sem hann vann við af dugnaði og með vandvirkni, meðal annars fékk hann þekkta listamenn, þau Grétu og Jón Björns- son, til að skreyta kirkjuna að inn- an. Hann fylgdist líka vel með þjóð- félagsmálum og umræða um þau var honum mjög kærkomin. Honum var mjög annt um að rétta hlut hinna vinnandi stétta, taldi fram- leiðslustörf til sjávar og sveita þau mikilvægustu sem unnin væru í landinu og fólkinu sem ynni þau seint fulllaunað. Einnig taldi hann það til vansa að etja stéttum saman til átaka, í stað þess ættu allir að vinna að sameiginlegum þjóðarhag. Ég tel hann hafa gert sér glögga grein fyrir því að í okkar litla, harð- býla landi þyrftum við að leggja okkar lóð á vogarskálina öll saman og það væri veruleg hætta á ferðum ef yfirbyggingin í þjóðfélaginu losn- aði úr tengslum við lífæðina, hið vinnandi fólk. Pabbi var alla tíð trúr samvinnuhugsjóninni og hefur án efa verið talinn talsvert róttækur sem ungur maður enda var sú hug- sjón byltingarkennd í þá daga. Éflaust hefur hann á stundum mætt mótbyr ráðandi manna vegna skoðana sinna, sem hann lét óhikað í ljós og var ævinlega tilbúinn að rökræða. Alla tíð bar hann hags- muni sveitarinnar sinnar fyrir bijósti og velti ýmsu fyrir sér sem til framfara mætti verða, svo sem lagningu hitaveitu um allan hrepp- inn, betri samgöngum og skilvirk- ari stjórnun. Pabbi var afar bamgóður maður. Það höfum við bömin og bama- börnin reynt hvert af öðru. Þegar hann var inni við sátu gjarnan eitt til tvö kríli í fanginu á honum, jafn- vel þijú. Og meira að segja þegar börnin fóm að stálpast þótti þeim gott að tylla sér á hnéð á afa enda var ekki stuggað við þeim þar. Árið 1973 byggðu pabbi og mamma nýtt og stórt íbúðarhús. Oft var það fullt af börnum, ekki bara þeirra eigin afkomendum, heldur vora öll böm velkomin. Reyndar held ég að fáir hafi farið um hlaðið á Kúlu- dalsá án þess að vera boðið í bæinn til að þiggja góðgjörðir. Strax sem lítill krakki sóttist ég eftir að vera í návist pabba. Ég reyndi að elta hann í útiverkin eins og ég mögu- lega gat og hef þá sjálfsagt ekki alltaf flýtt fyrir. Skemmtilegast var að sinna hrossunum. Handtökin hans við hrossin voru svo róleg og öragg. „Þetta vora allt vinir mínir“ sagði hann seinna þegar hann tal- aði um reiðhestana sína. En þó að pabbi væri mjög hesthneigður mað- ur þá lét hann ævinlega skyldu- störfin við búið ganga fyrir útreið- um eða öðram skemmtunum. Heim- ilið var stórt og það þurfti að nýta kraftana vel til að hlutirnir gengju upp. Samt gætti hann þess að eiga alltaf tamda hesta og efnilegt ung- viði. Við kölluðum þetta okkar á milli „blómin í haganum". Og vissu- lega eru þessi yndislegu dýr gleði- gjafi þó heilsunnar vegna gætu hvorki pabbi né mamma lengur stigið á bak síðustu árin. Það er mikil gæfa að fá að sinna sínu ævistarfi allt til þess er yfir lýkur. Þegar veikindin fóra að gera vart við sig og þrekið minnkaði, þá fækkaði hann í bústofninum. Æðraleysið var alltaf hið sama. Hann var reiðubúinn að fara þegar kallið kæmi, en þangað til var hann líka tilbúinn að takast á við þau verkefni sem lífið færði honum, framsækinn og duglegur. Síðasta verk pabba í þessu lífi var að fara í fjárhúsin og sinna kindunum sín- um. Eftir stutta legu á sjúkrahúsi Akraness kvaddi hann og ég er innilega þakklát fyrir að hafa auðn- ast að, vera hjá honum á þeirri stundu. Við fjölskyldan viljum færa starfsfólkinu á Sjúkrahúsi Akra- ness okkar bestu þakkir fyrir þá góðu aðhlynningu og hlýju sem hann naut þar. Pabbi var alla tíð minn besti vin- ur. Hann gaf mér eins og öllum sínum bömum og barnabörnum dýrmætt vegamesti sem við mun- um öll búa að og vonandi takast að miðla áfram. Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt og Guð blessi minn- ingu þína. Þín dóttir, Ragnheiður. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel. (Jónas Hallgrímsson.) Þorgn'mur Jónsson var bóndi af lífi og sál í meir en 50 ár. Hann unni moldinni og þekkti mátt henn- ar. Hann ræktaði, sáði og uppsk- ar. Hann átti arðsaman búpening. Fóðraði vel og byggði vönduð hús yfir hann. Umhirða öll var eins og best gerist. Ekki hafði Þorgrímur á sér neitt stórbændasnið, en gætti þess vel að ekkert skorti, svo hver skepna gæfi af sér sem mestan arð. Gilti þar einu hvort um var að ræða kýr, sauðfé eða hænsni. Snyrtimennska og hreinlæti sat í fyrirrúmi og allt unnið af fyrir- hyggju. Hann var í stuttu máli sagt: Myndarbóndi, hagsýnn og útsjónarsamur. Þorgrímur kvæntist 8. maí 1945 Margréti Kristófersdóttur, bónda og silfursmiðs Péturssonar á Stóru-Borg í Víðidal - mikilli ágæ- tiskonu - sem verið hefur honum dýrmætur lífsförunautur. Gifting- ardagur þeirra er einn af merkustu dögum mannkynssögunnar - frið- ardagurinn - þegar heiminum var tilkynnt að mannskæðustu styijöld veraldarinnar væri lokið. Heimili þeirra hefur alla tíð verið mikið rausnar- og myndarheimili og margir hafa átt þar ánægjulegar stundir. Afkomendur þeirra eru orðnir margir og ævistarfið árang- ursríkt. Ekkert fór það milli mála að Þorgrímur var mikill heimilis- faðir. Studdi börn sín til-menntun- ar og starfa eftir þörfum og bar mikla umhyggju fyrir hag þeirra og framtíð. Það var þeim hjónum mikið áfall er Jón - elsti sonur þeirra - mikill mannkosta- og at- gei’vismaður - lést 8. júní á sl. ári - fjölskyldumaður tæplega fimm- tugur að aldri. Það bára þau af sönnum hetjuskap. Heima í sveitinni sinnti Þorgrím- ur ýmsum félagsmálum. Hann var í forustu fyrir Ræktunarsambandi Hvalfjarðar er það var stofnað. Hann var alla tíð mikill áhugamað- ur um skógrækt og í forustu fyrir stofnun Skógræktarfélags Innri- Akraneshrepþs er það var stofnað á sinni tíð og kom upp tijálundi í landi Innra-Hólms. Þá gekkst hann fyrir stofnun Bændafélags Innri- Ákraneshrepps 1956, ásamttveim- ur öðrum bændum í hreppnum. Það starfaði í 16 ár er önnur félög voru tilbúin að taka verkefnið að sér. í Borgfirðingi þann 28. febr- úar sl. ritar Þorgrímur ítarlega og fróðlega grein um félag þetta. Markmiðin voru einkum þessi: efla kynningu meðal fólksins í sveitinni með skemmtisamkomum, eins og töðugjöldum að afloknum slætti, þorrablótum, álfabrennum og ferðalögum í fjarlæg héruð. Þá var markmið félagsins að stuðla að betri umgengni á bæjum, þar sem þess var þörf. Efla dýravernd og menningarlíf almennt. Þorgrímur átti það til að beita sér persónulega fyrir ýmsum mál- um, sem hann taldi miklu skipta, og lagði í það ómælda vinnu svo árangur næðist. Þar vil ég nefna byggingu Höfða II. Byggingar- nefnd Höfða lét fara fram almenna fjársöfnun á Akranesi og í hreppunum sunnan Skarðsheiðar í nóv. 1989 til stuðnings fram- kvæmdunum. Þorgrímur gerðist þar mikill áhugamaður og að beiðni okkar í byggingarnefndinni tók hann að sér að fara á alla bæi í sinni sveit og safna fé. Þetta gerði Þorgrímur á örfáum dögum af miklum myndarbrag og náði frá- bærum árangri. Við í byggingar- nefndinni dáðumst af framtaki hans og vorum honum afar þakkl- átir. Þrátt fyrir veikindi og ólækn- andi sjúkdóm, sem Þorgrímur gekk með undanfarin 3 ár, lét hann a'dr- ei deigan síga. Hann hélt sinni andlegu reisn sem áður. Hann lifði lífinu til hinstu stundar. Samt held ég að hann hafi verið viðbúinn dauða sínum. Ég flyt honum þakkir fyrir sam- starf og vináttu í áratugi. Sendi jafnframt Margréti, börnunum, mökum þeirra og barnabörnum samúðarkveðjur á sorgarstund. Og að lokum: í huga mínum var Þorgrímur á Kúludalsá fyrst og síðast sannur íslenskur bóndi, sem íí 1 L < I ( ( ( ( ( i ( < I I I I I I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.