Morgunblaðið - 15.03.1996, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.03.1996, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 33 MINNINGAR . skilaði miklu ævistarfi af því hann trúði á mátt moldarinnar sem brást honum aldrei. Eg kveð hann því með þessu erindi Davíðs Stefáns- sonar. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvislar sitt ljúfasta Ijóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð. Daníel Agústínusson. Hann afi Doddi er farinn. Eftir sitjum við og getum ekki annað en verið sorgmædd. Kannski er það eigingjarnt, honum líður örugglega vel þar sem hann er núna og ekki efa ég að vel hafi verið tekið á móti honum. En sorgin er gríma gleðinnar. Við erum sorgmædd því við sjáum á eftir manni sem okkur þótti vænt um og góðar minningar tengjast. Eg man snemma eftir mér sitj- andi í fanginu á afa við eldhúsborð- ið í sveitinni, hann var stór og sterkur og traustur. Þegar ég var orðin of stór til að sitja þar vildi ég helst sitja næst honum við borð- ið og þurfti stundum að heyja bar- áttu um það sæti því það var okk- ur frændsystkinunum kappsmál að fá að sitja hjá afa. Afi var barngóður og vinsæll hjá barnabörnunum. Við sóttum stíft að fá að fara inn í sveit, hjól- uðum eða fórum af stað gangandi ef ekki vildi betur til. Og ekki var nú alltaf fengið leyfi hjá foreldrum fyrir þessum ferðalögum. I sveit- inni var alltaf nóg fyrir okkur að gera, við hömuðumst i heyinu, átt- um bú og fundum upp á ýmsu sem ekki allir hefðu orðið hrifnir af. Oft var eins og sprengja hefði fall- ið þar sem við höfðum verið að leika okkur, sérstaklega á hátíðum þegar allur krakkaskarinn kom saman. Afi tók þessum ólátum með miklu jafnaðargeði, hafði jafnvel gaman af. Hann var þeirrar skoð- unar að krakkar þyrftu að fá að ólmast, yrðu bara bældir ef alltaf væri verið að skamma þá. Afi hvatti okkur til verka og vildi ekki hafa nein vettlingatök. Ekki amaðist hann við okkur þótt við værum að þvælast fyrir honum við bústörfin. Hann tók okkur með sér og fékk okkur viðráðanleg verkefni. Sjálfur var hann harð- duglegur og féll ekki verk úr hendi. Hann hélt áfram að sinna sínu þótt hann væri þrotinn að kröftum. Flestir hefðu sennilega löngu verið búnir að gefast upp í hans sporum. Amma og afi voru mikið gefin fyrir hesta og áttu stórt hrossa- stóð. Þó að þau færu ekki lengur á bak sjálf fylgdust þau með því sem var að gerast, komu í heim sókn í hesthúsið til okkar og voru með þegar hestamenn hittust. Ég man sérstaklega eftir því hvað ég varð glöð þegar þau komu í stúd- entsveisluna mína og sögðu mér að ég ætti nú hest sem biði eftir mér inni á Kúlu. Þetta fannst mér stór og góð gjöf. Þótt heimsóknum í sveitina fækkaði með árunum var alltaf gott og gaman að koma þangað. Afi var alltaf með á nótunum og hafði ákveðnar skoðanir. Hann fylgdist vel með afkomendum sín- um, alveg fram undir það síðasta. Hann var stoltur þegar vel gekk og umhyggjusamur um að öllum liði vel og hefðu nóg að bíta og brenna. Og alltaf kættist hann þegar barnabörnin og langafa- börnin komu í heimsókn. Það er erfitt að hugsa til baka, vitandi að sá sem hefur verið svo sjálfsagður og stór hluti af lífi manns skuli vera farinn. Ég á afa svo margt að þakka og hann hefur kennt mér mikið, sjálfsagt meira en ég geri mér sjálf grein fyrir. En þótt hann sé horfinn sjónum er hann ekki horfínn úr huga mér eða hjarta. Eftir lifir minningin um einstakan mann. Edda Kristrún. BERTA BJÖRNSDÓTTIR + Berta Björns- dóttir var fædd í Göngustaðakoti í Svarfaðardal 23. apríl 1911. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Björnsson, f. 1. maí 1873 á Atlastöðum, d. 2. mars 1964, og Sigríður Jónsdóttir, f. á Kóngsstöðum 25. nóv. 1870, d. 23. jan. 1947. Systkini Bertu voru eftir aldursröð: Sigrún Eggertína, f. 28. feb. 1899 (látin); Fanney, f. 17. febr. 1904 (látin); Björn, f. 17. jan. 1906; Jón, f. 16. okt. 1907 (látinn); Anna Rósa, f. 6. okt. 1914. Tveir synir Björns og Sigríðar dóu í bemsku. Berta giftist Ólafi Jónssyni á hlaupársdag, 29. febrúar 1936. Þau hófu búskap í Stapadal í Arnarfirði, í Auðkúluhreppi. Eignuðust þau sex böm; Rakel er .þeirra elst og fædd- ist í Stapadal. Síðan fluttust þau tii Pat- reksfjarðar og byggðu sér hús þar. Þar fæddust Sigríð- ur Edda og Gunn- hildur. Síðan fluttust þau til Reykjavíkur og keyptu sér hús og bú á Kringlumýr- arbletti með kýr og hænsni á stríðsámn- um. Þar fæddust Sjöfn og Ólöf. Árið 1951 keyptu þau Álfsnes á Kjalarnesi sem má teljast stór- býli, enda vom margir vinnu- menn þar. Kjartan Öm sonur þeirra fæddist þar. Árið 1960 skildu Berta og Ólafur. Barna- böra þeirra em 20 og bama- barnaböm 29. Útför Bertu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég kynntist Bertu þegar hún bjó hjá dóttur sinni Gunnhildi á Kirkju- teig 29 í sama húsi og ég bjó. Hún var ekki lengi þar því hún var að kaupa sér sína eigin íbúð í Karfa- vogi 11 í Vogunum í Reykjavík. Þar hefur hún búið allt sitt líf síð- an. Ég kom inn í fjölskylduna fyrst sem fíölskylduvinur og slðar giftist ég dóttur hennar Ólöfu. Átt hef ég margar ánægjulegar stundir og margs er að minnast frá samveru- stundum þar. Oft fyrstu árin var margt um manninn á heimili henn- ar og hef ég undrast það I dag að það var alveg sama hversu margir voru, alltaf var nóg pláss. Þegar árin liðu og fækka fór á heimilinu þá sá maður hvað Berta var dug- leg, komin vel yfír miðjan aldur. Tók hún sig til og ferðaðist til út- landa til að heimsækja dætur sínar sem bjuggu erlendis. Edda bjó í Kanada og Rakel I Svíþjóð. Hún hafði yndi af því að umgangast barnabörnin sín. Fermingarveislur og barnaafmæli voru stórveislur í hennar huga, enda voru barnabörn- in hennar bestu vinir. Flestir í fjöl- skyldunni eiga eitthvað eftir hana, handavinnan var létt verk í hennar höndum. Því bera vitni allar prjóna- peysurnar, vettlingarnir, útsaumað- ar myndir og fleira má endalaust til taka. Mín persónulegu kynni af Bertu verða mér alltaf minnisstæð. Ég hafði mjög gaman af því að heim- sækja hana einn, mér til fróðleiks og skemmtunar, taka jafnvel lagið ef svo bar undir og ræða við hana um þjóðfélagsmál samtímans, og ekki má gleyma pólitíkinni. Tók ég þann kostinn að vera henni sam- mála, það fór best á því. Það gat heyrst hvasst „hvurslags er þetta eiginlega maður?“ og fleira í þeim dúr. Þá kom sér best að segja: „Já, já, Berta mín, þetta er alveg rétt hjá þér“. Hún hafði ákveðnar skoð- anir, en ég hef látið stjórnmál mér í léttu rúmi liggja. Núna síðari árin þegar heilsan fór að bresta sást best hvað hún var dugleg og leyndi veikindum sín- um. Hún kvartaði aldrei. Um síð- ustu áramót fór henni að hraka dag frá degi og ljóst var I hvað stefndi, kallið var að koma. Án þess að á nokkurn sé hallað vil ég þakka dótt- ur minni, Önnu Báru, sérstaklega fyrir hvað hún var dugleg að ann- ast ömmu sína og létta undir með henni í hennar þjáningum síðustu dagana. Nú er stundin runnin upp og leið- ir skilja að sinni. Ég veit, Berta mín, að þú líður nú áfram veginn til framandi landa I guðsfriði. Guð blessi minningu hennar og vaki yfír fjölskyldu hennar, sem nú kveður hana. Ólafur Benediktsson. Móðir mín var stolt kona og mjög hörð af sér, vann mikið, það var sama hvort það var við húsverkin, að elda mat, hafa stór boð, sem hún gerði betur en flestir. Mamma var mikil saumakona. Það var sama hvað hún gerði, það var eins og allt léki I höndum henn- ar. Eins og sagt er: Hún var þús- und þjala smiður. Hún var alltaf sérstaklega gestrisin, hjálpsöm, gjafmikil, skilningsgóð, sérstaklega við ungt fólk. Ég man að Anna Berta dóttir mín sagði oft: „Það er svo gott að tala við ömmu, hún skilur mig svo vel.“ Það sama sagði ég, það var eins og hún skildi ung- linga svo vel. Mamma elskaði að gefa. Ég man þá daga ef einhver í fjölskyldunni eignaðist barn eða bara einhver í nágrenninu, þó hún þekkti þau sama og ekkert þurfti hún að sauma eða pijóna eitthvað og færa þeim. Mikið þótti henni gaman að syngja, hún söng oft við verkin sín og mikið kunni hún af ljóðum. Við systurnar lærðum mikið af henni. Elsku mamma mín, mikið hefur oft verið erfitt að búa svona langt í burtu, en samt sem áður er ég þakklát fyrir þær stundir sem við höfum átt saman þessi ár þegar ég hef komið heim og sérstaklega er ég þakklát fyrir að hafa getað ver- ið hjá þér þessa daga í febrúar. Ég þakka þér svo innilega fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og mín börn og barnabörn og sérstaklega fyrir son minn Ólaf Þór, sem þú ^ólst upp að mestu. Ég elska þig, elsku mamma. Nú þegar þú hefur fengið eilífa hvíld þá kveðjum við þig með sökn- uði. Veit henni, Drottinn, þína eilífu hvíld og lát þitt eilífa ljós lýsa henni. Hún hvílir í þínum friði. Amen. Bless, elsku mamma. Þín dóttir Edda. í dag kveð ég ömmu mína Bertu Bjömsdóttur. Eg átti aldrei von á að hún mundi skilja svo fljótt við okkur þó veik væri orðin. Það sem mér er minnisstæðast um ömmu mína er hversu vel lesin hún var. Það virtust ekki vera tak- mörk fyrir því sem hún hafði lesið sér til um. Hún vissi svo mikið um sögu landsins og man ég hvað mér þótti stundum gaman að hlusta á hana tala um liðna tíma. Hún var einnig mjög listræn og kom það oft fram á myndum sem hún teiknaði stundum til að sýna barnabörnum sínum hvernig við ættum að teikna. Oftast teiknaði hún landslagsmynd- ir og sýndu þær oftast hversu mik- ið náttúrubarn hún var. Einnig komu listahæfileikar hennar fram í pijónaskap hennar. Ég held að hún hafi verið frægust fyrir prjóna- skap sinn og eru þær ófáar peysurn- ~ ar sem við eigum eftir hana, enda vildi hún að allir ættu að minnsta kosti eina lopapeysu. Hún amma mín var mjög kristin og hafði hún styrkt málefni Lang- holtskirkju í mörg ár og vildi gera sem mest fyrir þann söfnuð sem var þar. Þegar ég fór að hugsa um þær stundir sem við áttum saman þá er ein mér minnisstæðust og það er sú stund þegar ég var að láta ferma mig. Þá man ég hvað það gladdi þig mikið. Þeirri stund mun ég aldrei gleyma. Ég veit að á síðustu árunum voru samverustundir okkar færri en þær hefðu getað verið. En þau ár voru mér svolítið erfið. Ég var að hugsa um námið og hvaða fram- tíð biði mín en það var mér alltaf einhvers konar huggun að vita af þér og að ef eitthvað kæmi fýrir þá'gæti ég leitað til þín. Ég vona bara að þú hafír farið frá þessum heimi sátt. Guð geymi þig og varðveiti, elsku amma. Sævar Þór Jónsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskiinaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stnð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Róbert, Lilja Huld, Albert Marel og Eyþór Darri. KATRIN GUÐJÓNSDÓTTIR Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í jan- úar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaða- pappír um allan heim á undan- förnum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við mikl- um verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningar- greinum og almennum aðsend- um greinum. Ritstjórn Morgun- blaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. + Katrín Guðjónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 27. mars 1935. Hún lést í Reykjavík 2. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 11. mars. Veðrið var svo yndislegt þennan dag sem ég frétti af andláti þínu. Stór fuglahópur flaug hjá glugganum mínum og settist á grasið augnablik; en svo flugu þeir allir aftur. Eg hafði saknað þess að hafa enga fugla séð frá því fyrir jól. Elsku Dadý, við töluð- um saman í síma nokkrum dögum fyrir andlát þitt, og fréttin kom á óvart. Ég sakna þín og þess að hitta þig ekki oftar, þú varst svo jákvæð, hlý og umhyggjusöm og gafst þér tíma til að hlusta og gefa góð ráð. Þú varst líka hugsuð- ur, Dadý, þú hugsaðir svo jákvætt og hvað við gætum sjálfar gert til að okkur liði betur. Þú lifðir vel þrátt fyrir veikindi þín, það var hægt að taka þig til fyrirmyndar í jákvæðu hugarfari. Við skemmtum okkur líka, fórum í leikhús og á tískusýningar sem ég fékk boðsmiða að fyrir tvo, og við hlógum saman og það var gott. Elsku Dadý, ég þakka þér vin- áttuna við mig, ég sakna þín mik- ið, en farðu í friði, Dadý mín, minn- ingin um þig lifir í huga og hjarta mínu. Ég beið eftir vori en frétti af andláti þínu. Vina nú ertu farin áður en vorið kom með sinn hlýja væng, dögg á grasi og vonina um mildi daganna sem framundan eru með sól, regn og ilm af öllu í endalausri birtu daga og nátta um stund. Þú ert farin þangað sem birtan varir að eilífu. (B. Eir.) Snert hörpu mína himinboma dís svo hlusti englar guðs í paradís, , , við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. (D. Stef.) Kæru þið öll, Friðrika, Guðjón, Friðrik, Bertha, Hannes Þór, Knút- ur Þór, Friðrik Þór, Heimir, Harpa og Brynja, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Björg Eiríksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.