Morgunblaðið - 15.03.1996, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 15.03.1996, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 15yMARZ 1996 35 ANNA SIGRIÐUR BALD URSDÓTTIR + Anna Sigríður Baldursdóttir fæddist í Mjóstræti 8 í Reykjavík 16. febrúar 1921. Hún lést í Héraðssjúkra- húsinu á Blönduósi 4. mars sl. eftir erf- ið veikindi. Foreldr- ar Önnu voru Bald- ur Einarsson sjó- maður, fæddur 11.6.1891 áísafirði, og Guðný Hólm Samúelsdóttir hús- móðir, fædd í Reykjavík 9.5.1899. Foreldrar Baldurs voru Einar Finnbogason verkstjóri, fædd- ur 14.8. 1864 á Strandaseli í Ögursókn, og Ólína Sveinsdótt- ir frá Neðriá í Eyrarsveit, fædd 31.1. 1862. Foreldrar Guðnýjar voru Samúel Guðmundsson járnsmiður, fæddur 12.10. 1860 á Ljúfustöðum í Strandasýslu og Anna Sigríður Guðmunds- dóttir frá Stórakambi í Breiðu- vík, fædd 2.12. 1853. Anna lifði systkini sín, en þau voru bræð- urnir Einar, Samúel og Birgir og systurnar Birna og Ólína, sem báðar dóu í bernsku. Anna giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Valgeiri Matthíasi Páls- syni, fyrrverandi húsverði í Austurbæjarskólanum í Reykjavík, 28. september 1940. Börn Önnu og Valgeirs eru sex: Hrafnhildur, hár- greiðslumeistari, fædd 15.4. 1941, og á hún fjóra syni, Svava, starfsmaður Orkustofnunar, fædd 28.8. 1942, gift Guðjóni Inga Sigurðssyni hljóm- listarmanni og tré- smið og eiga þau Bryn- hildur, búsett í Kanada, fædd 27.9. 1943, gift Ágústi S. Ágústssyni, þau eiga þijár dætur, Baldur, framkvæmdastjóri, fæddur 24.6. 1945, kvæntur Þuríði Hermannsdóttur og eiga þau þrjá syni, Páll, fiskmats- maður, fæddur 22.11. 1949, kvæntur Sigríði Jónsdóttur, þau eiga fjögur börn, og Stef- anía, útvarpsþulur, fædd 1.11. 1956, gift Eiríki Hreini Helga- syni fulltrúa og söngvara og eiga þau þrjú börn. Anna og Valgeir áttu heimili sitt í Reykjavík, á Bergþórugötu 14a, á Skúlagötu 78 og í Austur- bæjarskólanum, en starfi Val- geirs þar fylgdi húsnæði. Hjón- in fluttu búferlum norður á Blönduós haustið 1976, en þar höfðu nokkrir meðlimir fjöl- skyldunnar þegar sest að. Útför Önnu hefur farið fram í kyrrþey. Látill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast tfl, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Kveðja frá, Kristni Geir, Tinnu og Andra. Anna mín - þér hvíldin vær er veitt, ég vil með þökkum flytja kveðju mína til þín sem geymdir ávallt hjarta heitt og helltir blessun yfír vegi þína. Svo Ijúf er hvíldin þeim sem vígja veg sinn vorsins perlum gegnum ástúð sanna. Eg veit að margir mega eins og ég þér muna gæsku og vinsemd - kæra Anna. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinuin fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formá- lanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Ég þakka vil - þú varst mér hlý og góð og veittir styrk með hlýjum sálargæðum. Nú streymir Drottins helga friðarflóð um fijálsan anda þinn á sólskinshæðum. (Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd.) Unnur Einarsdóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast svilkonu minnar Önnu Sig- ríðar Baldursdóttur en hún lést á sjúkrahúsi Blönduóss 4. mars síð- astliðinn. Anna fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1921 og var því nýorð- in 75 ára er hún lést eftir erfið veikindi. Ótal myndir og minningar koma í huga minn er ég minnist Önnu. Fyrstu kynni mín af henni voru er ég kom inn í sömu fjölskyldu og hún, er ég giftist Sigurði bróður Valgeirs. Eg man hvað mér þótti hún lagleg og tíguleg kona. Seinna átti ég eftir að kynnast því að útlit- ið var ekki það eina heldur var hún myndarlegasta húsmóðir hvort heldur var við sauma eða pijóna- skap og þá kunni hún að taka vel á móti gestum. Anna var afskap- lega glaðleg og hress kona, hún var hreinlynd og lét ekkert vaða yfír sig. Þó 15 ára aldursmunur væri á bræðrunum var mjög náið og gott samband milli fjölskyldnanna. Við fórum í ótal ferðir saman, dagsferð- ir og einnig tjaldútilegur, bæði fjög- ur saman og eins með börnin. Allt- af var jafngaman að vera með þeim, því bæði voru afar skemmtileg og Valgeir fróður um alla staði sem farið var á. Ég man eftir einni eftir- minnilegri ferð sem þeir bræður buðu okkur í, en Valgeir kallaði þann stað „Himnariki ájörð“. Anna var nýkomin af sjúkrahúsi eftir uppskurð. Vegurinn var heldur ósléttur, en alla leið komumst við á jeppanum. Síðustu árin bjuggu Anna og Valgeir á Blönduósi og hittumst við sjaldnar. Við heimsótt- um þau reyndar í haust en þá var Anna orðin mikið veik. Aldrei kvart- aði Anna og hélt hún sinni reisn til hins síðasta. Kæri Valgeir, þinn er missirinn mestur, þar sem þú kveður elsku- lega eiginkonu og vin eftir 57 ár. Megi Guð gefa þér og Ijölskyldunni styrk í sorg ykkar. Ég vil þakka Önnu fyrir allt sem hún gaf mér og minni ijölskyldu. Siggi þakkar og kveður mágkonu sína með sökn- uði. BJARNIHALLDÓR HÖSKULDSSON + Bjarni Halldór Höskuldsson fæddist á ísafirði 3. október 1957. Hann lést af slysförum 25. febrúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Stærri- Arskógum 2. mars. Mig langar til að minnast bróður míns, bróður systkina minna, sonar foreldra minna, pabba barna sinna og vinar og ættingja okkar nán- ustu, Bjarna Halldórs, með eftirfar- andi orðum og vona að þau gefí okkur öllum styrk til að afbera þá sorg sem við erum að ganga í gegn- um. Nú kveðjum við líkama bróður míns eftir aðeins rúm 38 ár meðal vor, hér á þessari jörðu sem Guð skapaði fyrir okkur. Eins sár og nístandi þessi missir er verðum við að gleðjast yfir því að við fengum um tíma að njóta samvista við hann, blíðu hans og þeirrar hörku sem hann átti yfír að ráða. Eins flókinn og mannslíkaminn er, þá býr hver maður yfír jafn ólíkum persónu- leika. Og í eins hörðum heimi og við lifum í, í dag, þá munu aldrei allir fá að kynnast innstu tilfínning- um hvers manns, því þakka ég Guði fyrir það að Bjarni var einn af minni fjölskyldu, og að við feng- um öll að kynnast hans ytri hörku, kímni hans og hans innstu huglægu tilfinningum sem bjuggu í hjarta hans og munu alltaf búa með sál hans yfír okkur. Eins mörg ár og eru milli mín og Bjarna þá hef ég aldrei fundið fyrir þeim mun, því hann var mér jafn mikill vinur sem bróðir enda voru fáir atburðir sem gerðust í lífí okkar annars sem framhjá hinu fóru, hvort sem þeir voru góðir eða slæmir. Og hversu illa sem þung- lyndið náði tökum á okkur í erfið- leikum okkar, tókst okkur yfírleitt að sannfærast og viðurkenna það á endanum að slæmu atburðimir vom í rauninni ekki „slæmir", þeir voru erfíðir, oft mjög erfíðir, en viss hluti af lífinu til að þroskast og beijast fyrir, bæði fyrir okkur sjálf en ekki síst fyrir fjölskyldu okkar, vini og þá allra helst fyrir foreldra okkar sem hafa gert miklu, miklu meira heidur en þeim ber skylda til og langt umfram getu, en málið er bara að þau finna alltaf leið til að geta endalaust meira. Það vissum við Bjami og ef ég nefndi kannski eitthvað sem mig langaði að gera fyrir þau, hvert sem tilefnið var, framkvæmdi Bjarni það, oft með góðvilja systkina okk- ar og fjölskyldna þeirra. Bjarni varð líka alltaf mest sár eftir að hann hafði þrætt við foreldra okkar og þá sérstaklega ef hann áttaði sig á því að það var í rauninni hann sem hafði rangt fyrir sér, en oftast var hann of þijóskur til að viðurkenna neitt. Einnig vomm við oft ósammála, en allan þann tíma sem við deildum óánægju og vandamálum rifumst við aldrei, heldur urðu það sárindi sem komu fram og ef hann komst að einhverju sem fyrir mig hafði komið og ég ekki búin að segja honum frá því eða að ég hefði verið í einhveijum vandræðum og ekki leitað hjálpar til hans, varð hann svo sár að það nísti í hjarta mínu. Enda alltaf þegar ég leitaði hjálp- ar til hans, fann hann tíma og leið til að hjálpa mér, hvort sem hann gat það eða ekki, en að því komst ég aldrei fyrr en síðar. Hann var líka vanur að segja við mig: „Ragna mín, þú veist að mér þykir svo vænt um þig.“ Það sem mér þykir lang sárast er að heitasti draumur hans rættist aldrei, sá draumur sem hann átti, að vera með börnum sínum og eiga hlutdeild í þeirra lífi og framtíð. Hann barðist og barðist fyrir þeim en allt mögulegt sem ómögulegt varð í vegi hans, eins mikið og hann elskaði þau og elskar enn. En sársaukinn sem nagar mig vitandi það að í síðasta samtali okkar talaði hann um það.að allur þessi bardagi væri börnunum alltof erfiður, en hann var bara svo hræddur um að ef hann myndi ekki beijast myndu krakkarnir halda að hann vildi ekkert með þau hafa, sem var svo langt frá lagi, síðan sagði hann að hann yrði bara að láta sig hafa það að bíða þess að þau kæmu til sín sjálfviljug og hann efaðist aldrei um það og það gerði ég ekki heldur. Mig langar t.il að minnast aðeins á síðasta samtalið sem ég átti við Bjarna bróður 22. febrúar og varði í næstum tvær klst. Eins og ég minntist á fyrr voru það fyrst og fremst börnin hans og sú ákvörðun sem hann var að reyna að sætta sig við, einnig var augljós um- hyggja hans fyrir fyrrum stjúpdótt- ur sinni. Við ræddum mikið um Jón frænda okkar sem einnig er nýbú- inn að kveðja okkar heim, við töluð- um um allt sem hann gerði fyrir okkur og um hans persónuleika sem við áttum stundum erfitt með að skilja, en söknuðurinn var og er mikill því hann reyndist okkur í rauninni eins og afi sem alltaf var tilbúinn að rétta hjálparhönd ef eitt- hvað bjátaði á. Við samþykktum það bæði að við áttum erfitt með að heimsækja hann eins og hann varð þegar krabbameinið náði tök- um á honum en væntumþykjan var engu minni. Bjami talaði um leiðir til að bæði hann og pabbi hefðu næga vinnu í framtíðinni og sagði mér að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að foreldrar okkar þyrftu að kvíða neinu. Við höfum sennilega öll einhvern tímann fundið fyrir óréttlæti og skammt undan óréttlætinu er oft að finna erfiðleika, og það er sárt að hugsa til þess að oft þurfí eitt- hvað átakamikið til að gera sér fullkomna grein fyrir erfiðleikum annarra, því þó maður hafí oft hugsað og talað mikið um þá, er eins og maður sé alltaf lokaður fyr- ir einhveiju þangað til maður lend- ir í því sjálfur. Enda snýst lífið ekki um að niður- lægja nágrannann eða lýsa van- þóknun sinni á því sem aðrir gera. Þeir gera hluti sem þeir telja að séu réttir og fólk verður sjálft að finna að það sé að gera rangt, það er ekki okkar að dæma misgjörðir annarra, það eina sem við getum gert er að benda á þær en ekki fordæma. Við getum glaðst yfir því að við fengum hlutdeild af hans lífi, af henni getum við lært og geymt minninguna í hjarta okkar og hugs- að til þess að við og Bjarni gátum grátið saman, hlegið saman, strít^ hvert öðru, sært hvert annað, hann gat hjálpað okkur og við gátum hjálpað honum. Samt sem áður urðu mín fyrstu viðbrögð þau, eftir að pabbi hringdi og sagði mér að Bjarni væri dáinn, að verða reið, svo reið yfír því að hann lofaði mér að hann myndi aldr- ei svíkja mig, en mér fannst hann einmitt hafa svikið mig allheiftar- lega núna, því hann fór frá mér fyrirvaralaust, en eftir að ég náði áttum þá uppgötvaði ég að hann fór ekkert frá mér, sál hans lifir endalaust með mér og fjölskyldu okkar og ég veit að ég get enda- laust talað við hann því að ég finn svör hans við spumingum mínum, - Reynsla hans kennir mér og þraut- seigja hans hjálpar mér og ég trúi því að harka og styrkur hans vaki yfír fjölskyldu minni. Þrátt fyrir söknuðinn og þann sársauka sem Bjarni skilur eftir sig við hvarf sitt frá þessum verald- leika, veit ég að hann mun alltaf vera til staðar fyrir mig og alla aðra, til þess að hjálpa okkur við að kljást við erfiðleika okkar og gleðjast yfír framförum okkar. Þessi grein er tileinkuð foreldruns. _ mínum, systkinum og vandamönn- um til hjálpar okkur í gegnum þessa miklu sorg og erfíðu lífsreynslu. Sjáumst Bjami, þín systir, Ragnheiður I. Höskuldsdóttir. t Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, ÞORSTEINN ÁGÚST BRAGASON, Vatnsleysu, Biskupstungum, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 16. mars kl. 13.30. Halla Bjarnadóttir, Bragi Þorsteinsson, Ragnheiður Bragadóttir, Eymundur Sigurðsson, Inga Birna Bragadóttir, Kristrún Bragadóttir. t Ástkær bróðir okkar og mágur, MAGNÚS GÍSLASON frá Hvanneyri, Vestmannaeyjum, sem lést á heimili sínu 9. mars sl., verð- ur jarðsunginn frá Landakirkju laugar- daginn 16. mars kl. 14.00. Ingibjörg K. Gísladóttir, Erling A. Ágústsson, Sveinn Gislason, Guðbjörg Gisladóttir, Ragnar Jónsson, Runólfur Gíslason, Margo J. Renner, Gísli Gíslason. t Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og vináttu við andlát og útför HARALDAR BJÖRNSSONAR málara, Iðavöllum 8, Húsavík. María Aðalbjörnsdóttir, Birkir Fanndal Haraldsson, Sólveig lllugadóttir, Björn St. Haraldsson, Margrét Auður Pálsdóttir, Haraldur A. Haraldsson. 4 Guðrún Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.