Morgunblaðið - 20.03.1996, Page 17

Morgunblaðið - 20.03.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 17 40 undir snjó- skriðu 40 MANNS grófust undir snjó- skriðu í Kasmír í gær. Snjó- skriðan féll á sjö hús í þorpinu Dhokran Chak í Pakistan, skammt frá landamærum Ind- lands. Þetta er í annað skipti á fimm dögum, sem snjóskriða fellur á þessum slóðum. A föstudag fórust 35. Hvatt til til- raunabanns BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði í gær á samn- ingamenn frá 38 ríkjum að ljúka gerð sáttmála um bann við tilraunum með kjarnorku- sprengjur fyrir 30. júní. Stjórnarerindrekar sögðu að Boutros-Ghali hefði verið að beina orðum sínum til Kínveija og Rússa. Kínveijar vilja leyfa kjarnorkutilraunir í vísinda- skyni, en Rússar eiga erfitt með að sætta sig við bann jafnvel minnstu tilrauna. Gamall marx- isti á sigur- braut í Benín MATHIEU Kerekou, sem hrifs- aði völd í Benín krafti hervalds árið 1972 og stjórnaði með marxisma að leiðarljósi til árs- ins 1990, virtist í gær ætla að komast til valda að nýju og bera sigur úr býtum í forseta- kosningum í landinu. Að sögn ríkisútvarpsins í Benín, sem er í vesturhluta Afríku, virtist Kerekou ætla að fá 59% atkvæða, en andstæð- ingur hans, Nicephore Soglo, núverandi forseti, 41%. Jackson og al-Waleed Samstarf prins og poppsljörnu MICHAEL Jackson tónlistar- maður og al-Waleed bin Talal bin Abdulaziz al-Saud, auðkýf- ingur og barnabarn Ibns Sauds, stofnanda Saudi-Arabíu, lýstu yfir því í gær að þeir hefðu stofn- að fyrirtæki, Kingdom Enterta- inment, til að fara ótroðnar slóð- ir í skemmtanaiðnaði í fréttatilkynningu sagði að fyrirtækið mundi njóta góðs af fjölhæfni skemmtikraftsins Jacksons og viðskiptaviti al- Waleeds prins, sem á sunnudag var kjörinn kaupsýslumaður ársins við Persaflóa. Grappelli á sjúkrahúsi STEPHANE Grappelli fiðluleik- ari hefur verið lagður á sjúkra- hús í London eftir að hafa feng- ið hjartaáfall í síðustu viku. Jazzleikarinn er með lungna- bólgu, en ekki er vitað hve al- varlegt ástand hans er. Grapp- elli er 88 ára gamall. 150 ungmenni fórust í elds- voða á diskóteki í Manila Mannskæðasti bruni í sögu Filippseyja Manila. Reuter. ELDSVOÐI-í troðfullu diskóteki í Manila á mánudag kostaði 150 manns lífið og flest fórnarlambanna voru námsmenn á tvítugsaldri sem voru að fagna námslokum. Þetta er mannskæðasti eldsvoðinn í sögu Filippseyja. Eldurinn breiddist mjög hratt út og enginn neyðarútgangur var í húsinu. Rúmlega 300 manns voru á diskótekinu og reyndu í örvænt- ingu að troða sér út um einu dyrn- ar á diskótekinu. Mörg fórnarlamb- anna tróðust undir. Eldurinn blossaði upp laust eftir miðnætti að staðartíma, klukkan 16.00 að íslenskum tíma á mánu- dag. Diskótekið naut mikilla vin- sælda meðal ungs fólks úr fremur vel stæðum fjölskyldum í Manila. Óvenju margir voru á diskótekinu þetta kvöld þar sem skólaárinu er nýlokið í mörgum af skólum lands- ins. Fidel Ramos, forseti Filippseyja, var miður sín þegar hann skoðaði rústir diskóteksins í gær. Hann fyr- irskipaði ítarlega rannsókn á elds- voðanum og hótaði að láta hand- taka eigendur skemmtistaðarins ef þeir yrðu ekki samvinnuþýðir við rannsóknina. Stjórn landsins hafði nefnt marsmánuð „eldvarnamánuð" og hafið herferð fyrir bættum vörn- um gegn eldsvoðum. 149 lík fundust í rústunum og einn til viðbótar lést á sjúkrahúsi. Átta gestir skemmtistaðarins voru enn í lífshættu í gær. Sá eld í raflögnum Mervyn Reyes, plötusnúður diskóteksins, kvaðst hafa séð eld í raflögnum í lofti hússins og hrópað: „eldur, eldur“. Gestir og starfsmenn skemmtistaðarins urðu skelfingu lostnir og hlupu allir að þröngum útganginum. Slökkviliðsmenn börð- ust við eldinn í hálfa aðra klukku- stund áður en þeir komust inn í bygginguna og komu að líkum sem lágu hvert ofan á öðru við útgang- inn. Mörg fórnarlambanna voru svo illa brunnin að ógjörningur er að bera kennsl á þau. „Núna vitum við ekki fyrir víst hvort hún er lífs eða liðin þar sem engin leið er að bera kennsl á lík- in,“ sagði móðir 17 ára stúlku sem fór á diskótekið ásamt vinkonu sinni. Lorna Paredes, 19 ára viðskipta- ELDSVOÐINN Á FILIPPSEYJUM 150 manns biðu bana á mánudag þegar eldur blossaði upp á diskóteki í Quezon-borg, útborg Manila, þar sem ungir námsmenn voru að fagna því að skólaárinu á Filippseyjum er lokið. Minningar- hringtorgið (þróttaleikvangur FILIPPSEYJAR REUTERS FILIPPSEYJAR Ráðhús Ozone-diskótekið Rúmlega 300 manns voru á skemmti- staðnum þegar eldurinn blossaði upp. Mörg fórnarlambanna tróðust undir við eina útgang diskóteksins. fræðinemi, var ein af 80 gestum tónlist. Skyndilega slokknuðu ljósin skemmtistaðarins sem voru fluttir og ég hélt að það væri brella til á sjúkrahús. „Við vorum að dansa,“ að bæta stemninguna. En í einni sagði hún. „Þetta var falleg popp- svipan varð loftið að eldhafi." Mugabe endurkjörinn forseti Zimbabwe Oánægjan birtist í lít- illi kjörsókn Sarajevo aftur samein- uð undir einni stjórn Sarajevo. Reuter. SARAJEVO kom undir eina stjórn í gær eftir að hafa verið skipt upp í víghreiður stríðandi fylkinga í bar- dögunum í Bosníu. Tók stjórn sam- bandsríkis múslima og Króata við yfirráðum í Serbahverfinu Grbavica, síðast fimm hverfa borgarinnar sem Serbar hafa látið af hendi í sam- ræmi við ákvæði Dayton-samkomu- lagsins. Gífurleg eyðilegging blasti við í Grbavica en sömu sögu er að segja um hverfið Ilidza. 1 þeim báðum gengu Serbar skipulega til verks áður en þeir lögðu á flótta úr borg- inni og eyðilögðu sem mest þeir máttu. í Grbavica voru aðeins eftir milli eitt og tvö þúsund gamalmenni sem kusu að leggja ekki á flótta og í hverfunum fimm hafa aðeins um 10.000 Serbar kosið að halda kyrru fyrir af mörg hundruð þúsund íbúa. Flótti Serba frá Sarajevo er áfall fyrir tilraunir til þess að endurreisa það ljölþjóðlega samfélag sem var fyrir í borginni áður en Bosníustríð- ið braust út fyrir hálfu fjórða ári. „Haldi einhver að sameiningin sé árangursrík þá er það kjánaskap- ur,“ sagði Kris Janowski, fulltníi hjálparstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) í Sarajevo í gær. „Þeir sem hvöttu Serbana til að yfirgefa borgina hafa fengið sínu framgengt að mestu." Á morgun eiga 4.500 hermenn Bosníustjórnar að vera á bak og burt úr miðborg Sarajevo, sam- kvæmt ákvæðum Dayton-sam- komulagsins. Fulltrúar friðargæslu- sveita Atlantshafsbandalagsins (NATO) sögðust hins vegar ekki sjá nein þess merki í gær, að fararsnið væri á sveitunum. Leiðtogar Serbíu, Bosníu og Kró- atíu hétu því eftir viðræður í Genf í fyrradag, að gera allt til þess að telja mörg hundruð þúsund flótta- menn trú umvað þeim væri óhætt að snúa til fyrri heimkynna. Vegna þjóðemishaturs sem stríðið ól á er lítil von um að árangur verði af því starfí fyrst um sinn. Jafnframt samþykktu leiðtogarnir að sýna meiri samstarfsvilja varð- andi framgang stríðsgiæparéttar- haldanna í Haag. Tveir Bosníumenn, sem grunaðir eru um stríðsglæpi gagnvart Serbum, vom teknir fastir í Þýskalandi og Austurríki í gær. Flokksræði Stjórnmálaskýrendur í Zimbabwe segja, að kjörsóknin sé ekki til marks um vinsældir Mugabes, síður en svo, enda virð- ist hann ekki hafa áttað sig á, að almenningur sé andvigur flokksræðinu, sem ríki í raun í landinu. í fyrstu frjálsu kosningunum í Zimbabwe 1980 var kjörsóknin um 90% en þá var Mugabe fyrst kjörinn forseti. í kosningunum 1990 var hún 54% en í sveitar- stjórnarkosningum að undan- förnu hefur hún verið um 20% að meðaltali. Áhugasamur utanlands Gagnrýnendur Mugabes, sem er marxisti og var einn af leiðtog- um sjálfstæðisbaráttunnar á sín- um tíma, segja, að hann hafi meiri áhuga á að láta á sér bera utan- lands og á alþjóðavettvangi en að sinna nauðsynjamálunum heima fyrir. Efnahagsmálin séu í ólestri, mannljölgun mikil og atvinnuleys- ið mikið og vaxandi. Reuter FILIPPSEYINGAR leita að ættingjum meðal fórnarlamba eldsvoðans á diskóteki í Manila sem kostaði 150 manns lífið. Harare. Reuter. ROBERT Mugabe, forseti Zimbabwe, var endurkjörinn í for- setakosningunum um helgina en hins vegar er kjörsóknin mikið áfall fyrir en hún náði ekki 32%. Var hann einn í kjöri og lýsti yfir fyrir kosningar, að mikil kjörsókn myndi sýna traust almennings á ríkisstjórninni. Kjörsóknin var sú minnsta í nokkrum kosningum frá því Zimbabwe varð sjálfstætt ríki 1980 en keppinautar hans tveir, Ndabaningi Sithole og Abel Muz- orewa biskup, hættu við framboð á síðustu stundu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.