Morgunblaðið - 21.03.1996, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Svavar Gestsson um
vinnulöggjöf
Friði sagt í
sundur
FRUMVARP félagsmálaráðherra um
stéttarfélög og vinnudeilur hefur
sagt í s.undur friðinn á Alþingi að
mati Svavars Gestssonar, þingmanns
Alþýðubandalagsins. Svavar sagðist
óttast að ríkisstjórnin hefði einnig
sagt í sundur friðinn í landinu með
því að leggja frumvarpið fram.
Svavar sagði að frumvarpið mark-
aði kaflaskil í samskiptum ríkisvalds-
ins og verkalýðshreyfingarinnar.
Innri málum félagssamtaka væri
skipað með lögum sem væru í and-
stöðu við anda stjómarskrárinnar.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
sagði að þvert á móti stefndi frum-
varpið í átt til aukins lýðræðis og
ekki væri verið að umtuma vinnu-
umhverfí verkalýðssamtaka. Þá væri
alrangt, sem haldið hefði verið fram,
að verkfallsréttur væri skertur.
Margft jákvætt
Þessi orðaskipti voru í umræðu
um störf þingsins í gær. Þeir Svavar
og Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðu-
bandalagi, gagnrýndu frumvarpið
einnig harðlega á þriðjudag, líktu því
við sprengju og sögðu að stefndi í
víðtækari átök við verkalýðshreyf-
inguna en verið hefði um árabil ef
breytingamar yrðu þvingaðar fram.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði á Alþingi í gær að þingmenn
ættu að varast að tala ógætilega um
stríðsyfirlýsingar og styijaldar-
ástand í tengslum við frumvörp um
vinnudeilur og stéttarfélög og rétt-
indi og skyldur opinberra starfs-
manna, enda hefði komið fram í
umræðum um síðara málið á þriðju-
dagskvöld að stjórnarandstæðingar
hefðu fundið ýmislegt jákvætt við
það. Eins væri um frumvarpið um
stéttarfélög og vinnudeilur en þar
væri verið að afnema þrælalögin
ógurlegu, sem svo vom kölluð.
_____________FRÉTTIR ____________________. I
Ríkisstjórnin samþykkir breytingar á fiskveiðislj órnunarkerfi fyrir krókabáta í
§]
Samkomulag um krókabáta1
lagt fram á þingi fyrir helgi *
SAMKOMULAG sjávarútvegs-
ráðuneytisins og Landssambands
smábátaeigenda um breytingar á
fískveiðistjómunarkerfi fyrir
krókabáta var lagt fyrir þingflokka
ríkisstjómarinnar í gær eftir að
ríkisstjómin hafði samþykkt málið
á þriðjudag. Þingflokkarnir féllust
á samkomulagið og er stefnt að
því að leggja það fram á þinginu
fyrir helgi, að sögn Þorsteins Páls-
sonar sjávarútvegsráðherra.
Hann segist telja það mjög
mikilvægt atriði að samkomulag
hafi tekist við viðræðunefnd
Landssambands smábátaeigenda.
Það hafí ekki gerst fyrr að slíkt
samkomulag hafi tekist við smá-
bátaeigendur um málefni sem lúta
að veiðum krókabáta.
„Þetta markar ákveðin tímamót
og á líka að auðvelda mönnum að
takast á við viðfangsefni í framtíð-
inni þegar búið er að leggja grunn
Risnukostnaður einstakra
ráðuneyta 1992
Upphæðir í þús. kr.
á verðlagi hvers árs.
Utanríkisráðuneyti 12.635 7.243 16.899 21.730 58.507
Menntamálaráðuneyti 9.006 10.386 8.442 7.935 35.769
Forsætisráðuneyti 4.000 8.031 3.930 8.666 24.627
Heilbrigðis- og tiyggingar. 3.683 6.745 6.864 6.280 23.572
Fjármálaráðuneyti 5.095 4.615 3.374 4.429 17.513
Samgönguráðuneyti 4.834 1.896 5.697 4.353 16.780
Sjávarútvegsráðuneyti 4.303 3.809 3.032 4.840 15.984
Landbúnaðarráðuneyti 2.962 3.736 4.327 4.628 15.653
Dóms- og kirkjumálar. 2.282 2.712 4.111 4.467 13.572
Viðskiptaráðuneyti 3.568 2.564 3.072 2.326 11.530
Félagsmálaráðuneyti 1.129 1.604 4.747 3.073 10.553
Iðnaðarráðuneyti 2.218 2.407 1.623 2.460 8.708
Umhverfisráðuneyti 950 1.765 2.460 2.583 7.758
Hagstofa íslands 466 289 1.080 401 2.236
Samtals 57.131 57.802 69.658 78.171 262.762
að samskiptum af þessu tagi,“ seg-
ir hann. „Í niðurstöðunni felst
ákveðin málamiðlun. Hún felur í
sér rýmri aflaheimildir með því að
aflamark er núna hlutfallstengt við
heildarafla. Veiðireglurnar eru
gerðar einfaldari og skýrari í fram-
kvæmd. Það eru síðan settar við-
bótartakmarkanir varðandi af-
kastamestu bátana að því er róðr-
ardagafjölda snertir.“
Þorsteinn segir að kerfið eigi
Risna ráðu-
neyta 7 8
millj. 1995
RISNUKOSTNAÐUR ráðuneyta
var samtals 78,2 miHjónir króna á
síðasta ári og hækkaði um 8,5 millj-
ónir frá fyrra ári.
Mestur risnukostnaður var hjá
utanríkisráðuneyti, 21,7 milljónir
en var 16,9 milljónir árið 1994.
Lægstur var kostnaðurinn hjá
Hagstofu íslands, 401 þúsund
krónur.
Þetta kemur fram í svari forsæt-
isráðherra á Alþingi við fyrirspum
Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur
þingmanns Þjóðvaka. Samkvæmt
svarinu var risnukostnaður ráðu-
neytanna 57,1 milljón árið 1992,
57,8 miHjónir árið 1993, 69,7 millj-
ónir árið 1994 og 78,2 milljónir á
síðasta ári. Þessar tölur eru á verð-
lagi hvers árs.
ekki að geta sprangið eftir breyt-
ingamar því gert sé ráð fyrir því
að dagafjöldinn ráðist af veiðinni.
Fari veiðin yfír ákveðin mörk fækki
dögunum. Einnig sé róðrardaga-
kerfinu skipt upp í tvo hluta. Þeir -
sem séu á handfærum séu reiknað-
ir sérstaklega, þannig að það bitni
ekki á þeim ef línubátar veiði
meira.
Hann segist vera bjartsýnn á
að ná breýtingunum í gegn á þing-
inu: „Nú getur maður ekki sagt
neitt um það fyrirfram, en ég
vænti þess að þegar að fyrir liggur
samkomulag milli viðræðunefndar
Landssambands smábátaeigenda
og sjávarútvegsráðuneytisins eigi
að geta tekist um það sæmileg
sátt í þinginu."
Tímabundið úreldingarátak
Það er hluti af þessum tillögum
að gert er ráð fyrir að borguð verði
allt að 80% í úreldingarstyrki til
þeirra sem vilja úrelda smábáta.
Hlutfallið er 60% fyrir þá smábáta J
sem era með þorskaflahámark.
„Þetta er í samræmi við að við
teljum nauðsynlegt að bátunum
fækkiý' segir Þorsteinn.
„Það verður að gefa mönnum|
kost á að fara út úr þessum veiðum j
með skaplegum hætti þannig að
meira svigrúm skapist fyrir þá sem
eftir eru. Það er mikilvæg forsenda
- fyrir því að það svigrúm verði fyr-
ir hendi að umtalsverð fækkun
verði í flotanum.“ Hann segir að
þetta sé sérstakt tímabundið átak
sem gildi fram á haust.
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, um frumvarp um stéttarfélög og vinnudeilur
Málið er allt
komið í uppnám
Það verður bitið á móti, segir formaður VMSÍ
Morgunblaðið/Kristinn
FORYSTA Alþýðusambandsins bregst hart við frumvarpi félagsmálaráðherra um
breytingar á vinnulöggjöfinni. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Ari Skúlason,
framkvæmdastjóri ASI, Ragna Bergmann formaður Framsóknar og Björn Grétar
Sveinsson, formaður VMSÍ, við upphaf miðstjórnarfundar ASÍ í gær.
BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, og
Björn Grétar Sveinsson, formaður Verka-
mannasambandsins, gagnrýna harðlega
málatilbúnað félagsmálaráðherra og efni
frumvarps ráðherrans um breytingar á
vinnulöggjöfinni.
Benedikt segir að ráðherra hafi slitið
viðræðum sem voru í gangi milli aðila
vinnumarkaðarins um samskiptareglur á
vinnumarkaði. „Þegar þessi vinna var sett
í gang var það meginatriðið að reynt yrði
að koma saman einhveiju regluverki sem
leiddi til samkomulags á milli aðila um
framvindu mála við lausn kjaradeilna. Við
í Alþýðusambandinu töldum að miklar lík-
ur væru á að það mætti koma á einhverju
samkomulagi og ekki væri útiiokað að eitt-
hvað af því sem við næðum samkomulagi
um yrði fest í lög. Nú þegar búið er að
kippa okkur út úr málinu og setja fram
frumvarp á allt öðrum grunni er málið
allt komið i uppnám,“ segir Benedikt.
Óskiljanleg árás samvinnumanns
Björn Grétar segir að hér sé um stílbrot
á áratugalangri hefð um samkomulag milli
aðila að ræða. Hann segir að félagsmála-
ráðherra hafi kosið að keyra málið fram
með offorsi. Efni frumvarpsins gangi ein-
göngu út á að gera launþegum erfiðara
fyrir að sækja rétt sinn og það bindi hend-
ur verkalýðsfélaga.
Björn Grétar gagnrýnir alla þætti frum-
varpsins og segir það óskiljanlega árás
samvinnumanns á verkalýðshreyfinguna.
„Það er alveg fullvíst að það verður bitið
þarna á móti,“ segir Björn Grétar.
Myndi tefja verulega næstu
samningsgerð
Aðspurður hver yrðu viðbrögð verkalýðs-
hreyfingarinnar ef frumvarpið yrði óbreytt
áð lögum á vorþinginu, sagði Benedikt:
„Áhrifin verða fyrst og fremst þegar kemur
að næstu samningalotu. Ef þetta fer fram
eins og það er í dag er mjög líklegt að
verulegur hluti vinnunnar við kjarasamn-
ingsgerðina fari í að beija í brestina og ná
einhveiju til baka. Það er líklegt að þetta
tefji verulega fyrir næstu samningsgerð,“
segir hann.
Frumvarp félagsmálaráðherra var rætt
á löngum fundi miðstjórnar ASI í gær. I
ályktun sem miðstjórnin sendi frá sér er
fordæmt að stjórnvöld skuli einhliða hafa
lagt fram frumvarp til breytinga á vinnu-
löggjöfinni.
„Fyrirliggjandi frumvarp er árás á
verkalýðshreyfinguna," segir í ályktuninni.
Hefur verið ákveðið að kalla saman for-
menn allra aðildarfélaga sambandsins til
fundar á föstudag til að fjalla um frekari
viðbrögð við frumvarpinu.
í ályktun miðstjórnar ASÍ er ríkisstjórn-
in sökuð um að hafa rofið grið á verkalýðs-
hreyfingunni þar sem frumvarpið hafi ver-
ið lagt fram á sama tíma og aðilar vinnu-
markaðarins voru í samningaviðræðum um
samskiptamál sín á milli. „I þeina viðræðum
lágu hugmyndir og tillögur ASÍ að nauð-
synlegum breytingum fyrir. Með kynningu
á væntanlegu lagafrumvarpi sleit félags-
málaráðherra þeim viðræðum.
Með framlagningu frumvarpsins hafa
stjórnvöld gefið yfirlýsingu um að þau
óski ekki lengur eftir hefðbundnu þríhliða
samstarfi um þróun vinnulöggjafarinnar.
Ríkisstjórnin hefur tekið undir málflutning
atvinnurekenda um breytingar á sam-
skiptareglum á vinnumarkaði í stað þess
að hlusta á sjónarmið beggja aðila,“ segir
í ályktuninni.
Eykur ekki réttindi launafólks
Miðstjórn ASÍ staðhæfir að flestar hug-
myndir í frumvarpinu séu til þess fallnar
að rýra sjálfstæði stéttarfélaga. Tillögurnar
minnki völd einstaklinga í verkalýðsfélög-
unum, þvert á það sem tillöguhöfundar
þykist stefna að.
„Ekkert í frumvarpinu er til þess fallið
að auka á nokkurn hátt réttindi launafólks
eða bæta réttarstöðu þess, fyrir þá hliðina
er einungis um hertar reglur og skerðingar
að ræða. Að sama skapi er ekkert í frum-
varpinu sem hefur í för með sér þrenging-
ar á heimildum atvinnureknda, þrátt fyrir
að því sé haldið fram að breytingarnar
eigi að gilda jafnt fyrir alla. í frumvarpinu
er heldur ekkert sem líklegt er til þess að
liðka til eða flýta fyrir vinnu við gerð kjara-
samninga,“ segir í ályktun miðstjórnar
ASI.