Morgunblaðið - 21.03.1996, Page 12

Morgunblaðið - 21.03.1996, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Grásleppunetin gerð klár GYLFI Gunnarsson í Grímsey var ásamt félögum sínum að gera grásleppunetin klár á þriðjudag, en vertíðin hófst í gær. Fjórir bátar í Grímsey eru á grásleppu, þrír lögðu netin strax á fyrsta degi og verður vitjað um þau í dag. Ekki var Gylfi sannfærður um að mikið væri um grásleppu og þótti grát- legt að þurfa að hætta á þorska- netum, en góður afli hefur verið í net við Grímsey undanfarið. Kvótinn er hins vegar búinn á bátnum og því ekki um annað að ræða en skipta yfir. Margt jákvætt í rekstri AKVA USA þrátt fyrir þungan rekstur Salan að aukast og dreif- ingaraðilum að fjölga Vatnið selt á hæsta verði REKSTUR vatnsútflutningsfyrir- tækisins AKVA USA, dótturfyrir- tækis KEA, hefur verið þungur og á síðasta ári var enn mikið tap á rekstrinufn þótt það hafi minnk- að frá árinu áður. Á síðasta ári var rætt um innan KEA að árið 1995 yrði úrslitaár fyrir framtíð AKVA. Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, segir að þrátt fyrir söluaukningu sé enn taprekstur en hann segir að fyrir- tækið verði rekið áfram á þessu ári, þótt líklega verði ekki sett aukið hlutafé í reksturinn af hálfu KEA. Þórarinn E. Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóri, segir að margt jákvætt sé að gerast í rekstri AKVA USA, salan að aukast, dreifíngaraðilum að fjölga og fjár- festing hvers árs, sem er gjald- færð og gerð upp sem tap, að minnka. „Þetta gengur hins vegar hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir og því koma peningar hægar inn í fyrirtækið. Þar af leiðandi er spurning um hvort við höfum út- hald til að halda áfram,“ segir Þórarinn. Búið að flylja út 5-6 milljónir lítra Fyrirtækið hóf að selja vatn á plastflöskum árið 1993 og það ár voru seldir tæplega 50.000 kassar og þá eingöngu í Boston. Árið eft- ir jókst salan um 100% en þá voru seldir rúmlega 100.000 kassar í gegnum 19 dreifíngaraðila. Á síð- asta ári var salan um 140.000 kassar í gegnum 29 dreifíngarað- ila. Frá árinu 1993 er því að búið að flytja út á milli 5 og 6 milljónir lítra. Markaðssvæðið hefur einnig stækkað gífurlega á þessum tíma. Þórarinn segir að næsta verk sé að koma vörunni vel fyrir í búðunum á markaðssvæðinu. Sá slagur sé ekkert frábrugðinn þeim slag sem tíðkast í verslunum hér- lendis, nema að hann sé kannski heldur harðari í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/Kristján ÞÓRARINN E. Sveinsson mjólkursamlagsstjóri og Logi Ottars- son starfsmaður AKVA við framleiðslulínu fyrirtækisins í kjall- ara Mjólkursamlags KEA á Akureyri. „Við erum að selja vatnið á hæsta verði og á sama verði og stóru frönsku fyrirtækin, sem hafa tugmilljónir dollara í markaðssetn- ingu á sínu vatni.“ Árið 1994 keyptu bandarískir aðilar 30% í AKVA USA fyrir 3 milljónir dollara og segir Þórarinn að þeir aðilar hafi því metið fyrir- tækið á 10-12 milljónir dollara. Hann segir að nú vanti hins vegar meira fjármagn inn í reksturinn, þar sem söluaukningin sé minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Námskeið um líknar- meðferð, samskipti og siðferði NÁMSKEIÐ um samskipti á vegum Endurmenntunarnefndar Háskólans á Akureyri í samvinnu við Heima- hlynningu á Akureyri verður haldið dagana 29. og 30. mars næstkom- andi. Þar munu heimspekingar ræða m.a. um hvað sé líknardráp og hvort beint líknardráp sé alltaf siðferðilega rangt. Rætt verður um dauðann út frá heimspekilegu sjónarmiði í tengslum við hjartadauða og heila- dauða. Prestur fjallar um meginhlut- verk prestsins gagnvart sjúklingum og aðstandendum og hvort óskað sé eftir stuðningi prests of seint. Hjúkr- unarfræðingar halda fyrirlestra um samskipti hjúkrunarfræðinga við mikið veika og deyjandi krabba- meinssjúklinga og fjölskyldur þeirra. Þar verður m.a. stuðst við niðurstöð- ur úr rannsókn á reynslu íslenskra hjúkrunarfræðinga af slíkum sam- skiptum og varpað Ijósi á ýmsa áhrifaþætti. Einnig verður fjallað um samanburð á hjúkrun þessara sjúkl- inga á sjúkrahúsi og í heimahúsi. Elísabet Hjörleifsdóttir, annar umsjónarmaður námskeiðsins og starfsmaður Heimahlynningar á Ak- ureyri, fagnar samvinnu við endur- menntunardeild Háskólans á Akur- eyri og telur það kjörið tækifæri fyr- ir hjúkrunarfræðinga sem áhuga hafa á líknarhjúkrun. Nefndi hún sem dæmi hjúkrunarfræðinga sem stuðla vildu að heimahlynningu mik- ið veikra og deyjandi sjúklinga í sinni heimabyggð. Skráning á námskeiðið stendur yfir á aðalskrifstofu Háskólans á Akureyri. Morgunblaðið/Ásgrímur SIGURVEGARAR í eldri flokki, frá vinstri, ÞÆR kepptu í yngri flokki, Inga Eanney, Rakel, Berglind Rós og Auður Dögg. Halla Dögg og Jósdís Eva. Listhlaup á skautum AKUREYRARMÓT í listhlaupi var haldið á skautasvellinu á Akureyri í vikunni og var keppt í tveimur flokkum, eldri og yngri. Inga Fanney Gunn- arsdóttir fór með sigur af hólmi í yngri flokknum, i öðru sæti varð Halla Dc-gg Jónsdóttir og Jódís Eva Eiríks- dóttir varð í þriðja sæti. í eldri flokki varð Berglind Rós Ein- arsdóttir í fyrsta sæti, Auður - Dögg Pálsdóttir í öðru sæti og Rakel Þorsteinsdóttir í því þriðja. Finnskur þjálfari Auk þeirra tóku þátt í mót- inu, Sigrún María Magnúsdótt- ir og Kristín Hrönn Arnadótt- ir, Ingólfur Þorsteinsdóttir og Hulda Dröfn Jónsdóttir. Áhugi fyrir listhlaupi hefur aukist og hefur Skautafélag Akureyrar haft finnskan þjálf- ara í vetur, Terhi Forsblom og hefur árangur vaxið í kjöl- farið. Krakkarnir eru á leið suður til Reylqavíkur um næstu helgi þar sem þeir taka þátt í ís- landsmóti í listhlaupi á skauta- svellinu í Laugardal. Takmörkuð umferð um göngugötu TILLÖGU Guðmundar Stefánssonar, Framsóknarflokki, um að leyfa tak- markaða umferð um göngugötuna í Hafnarstræti var vísað til skoðunar f skipulagsnefnd. Þrír fulltrúar Framsóknarflokksins voru samþykk- ir tillögunni, þeir Þórarinn E. Sveins- son og Jakob Björnsson bæjarstjóri auk flutningsmanns. Verslunareigendur við götuna ósk- uðu eftir því að takmörkuð umferð yrði leyfð um götuna. Starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri hefur mótmælt því að umferð verði að nýju hleypt á götuna. Fram hefur komið í máli formanns skipulagsnefndar, Gísla Braga Hjart- arsonar, að kostnaður við að hleypa umferð á götuna gæti numið um 8 til 10 milljónum króna því gera þurfí viðeigandi ráðstafanir. Framsóknar- fulltrúarnir þrír vilja hins vegar að tilraunin verði gerð á sem ódýrastan hátt, takist hún ekki sem skyldi verði henni hætt. -----♦ ♦ ♦----- Harmonikkur og lúðrablástur TÓNLEIKAR verða haldnir í Glerár- kirkju næstkomandi laugardag, 23. mars kl. 17. Flytjendur eru hljómsveit og sext- ett Félags harmonikkuunnenda við Eyjafjörð, Lúðrasveit Akureyrar og léttsveit Lúðrasveitar Akureyrar auk einsöngvaranna Bjargar Þórhallsdótt- ur og Oskars Péturssonar. Einleikarar með lúðrasveitinni eru Björn Leifsson á klarinett, Heimir Ingimarsson á túbu, Jón Halldór Finnsson á básúnu og Atli Guðlaugsson, Lárus Zophan- íasson og Vilhjálmur Ingi Sigurðsson á trompett. Stjórnendur eru Atli Guð- laugsson og Ingvi Vaclac Alfreðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.