Morgunblaðið - 21.03.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.03.1996, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Uókosmjöi y möndlur möndtur ajhyddar möndlur hakkaöar ia»inetukjamar i Gleðilega \ páska! > ^_________ VELJUM Í8LENSKT! LAIMDIÐ Félag um jarðgöng milli Siglufjarðar og Olafsfjarðar Morgunblaðið/Egill Egilsson íþróttahúsið til sýnis Flateyri - íbúum Flateyrarhrepps hefur verið boðið að kynna sér nýja íþróttahúsið, en þess er skammt að bíða að húsið verði tekið í notkun. Það var mikið líf og fjör í nýja íþróttasalnum þegar háir sem lágir annaðhvort léku badminton, tróðu í körfur, eða svifu sem verðandi fimleika- stjörnur. ------♦ ♦ ♦ Nýráðinn bæj- arverkfræð- ingur á Húsavík Húsavík - Hreinn Hjartarson, verk- fræðingur, hefur nú tekið við starfi bæjarverkfræðings á Húsavík en um síðustu áramót voru gerðar miklar breyt- ingar á skipulagi bæjarfyrirtækja til hagræðis að talið er. Rafveita, vatn- sveita og hitaveita voru sameinaðar í eitt orkufyrirtæki sem Hreinn á að stjóma auk þess að hafa yfirstjórn verklegra fram- kvæmda hjá bænum. Hreinn lauk rafvirkjaprófi 1979, raungreinadeildarprófi frá Tækni- skóla íslands 1983 og meistaraprófi í rafmagnsverkfræði frá AUC í Dan- mörku 1988. Að loknu námi réðst hann sem rafmagnsverkfræðingur til Hitaveitu Reykjavíkur en sl. tvö ár hefur hann verið staðarverkfræðing- ur Nesjavallavirkjunar. Siglufirði - Á aðalfundi Sam- gangs, félags áhugafólks um bættar samgöngur á Tröllaskaga, var samþykkt að óska eftir því við Byggðastofnun á Akureyri og Sauðárkróki að gerð verði félags- fræðileg úttekt á áhrifum veg- tengingar milli Sigiufjarðar og Ólafsfjarðar með jarðgöngum um Héðinsfjörð. Einnig samþykkti fundurinn að óska eftir því við bæjarstjórnir Siglufjarðar og Ól- afsfjarðar að þær beiti sér fyrir því við endurskoðun vegaáætl- unar á vorþingi 1996 að veitt. verði fé til frekari rannsókna á vegtengingu milli kaupstaðanna með jarðgöngum um Héðinsfjörð. Félagið Samgangur var form- lega stofnað sl. helgi og skipa þrír Siglfirðingar og tveir Ólafs- firðingar stjórn félagsins. Mark- mið þess er að vera vettvangur umræðna um samgöngur á Tröllaskaga. Samgangur er nýbú- inn að gefa út blað sem dreift var í hvert hús á Siglufirði og Ólafs- firði. í leiðara sem Kjartan Heið- berg ábyrgðarmaður blaðsins skrifar segir m.a.: „Það er ótti okkar áhugafólks um bættar sam- göngur á Tröllaskaga að komist Siglufjörður ekki í tryggt veg- samband við Eyjafjarðarsvæðið muni atvinnufyrirtækjum þar lítt fjölga og fólksflótti þaðan fara vaxandi. Vegur um Lágheiði verði ekki til að snúa þeirri þróun við. Hann verði ótraustur á vetrum og stytti vegalengdina ekki nóg til að hafa afgerandi áhrif. Það eitt getur orðið Siglufirði til fram- dráttar að umrædd jarðgöng verði að veruleika sem um leið mundi verða mikil lyftistöng fyrir Ólafs- fjörð og reyndar alla byggð á Tröllaskaga." Vegurinn milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar liggur um Lágheiði í um 400 metra hæð yfir sjávar- máli og sökum snjóþunga á þessu svæði er hann ekki ruddur á vet- urna. Þessi vegur er um 62 km langur. Yfir veturinn þarf þá oft- ast að aka um Öxnadalsheiði er fara á milli þessara bæja og þarf þá að aka um 234 km langan veg, en með tilkomu jarðganga og vegar gegnum Héðinsfjörð er leiðin ekki nema um 18 km löng. Að sögn Þorsteins Jóhannes- sonar, verkfræðings á Siglufirði, eru það oftast þrír þættir sem ráðandi eru um niðurstöður við samanburð á hagkvæmni val- kosta við vegagerð, þ.e. mismun- ur á stofnkostnaði, vegalengd og umferð, og miðað við þær grófu áætlanir sem til eru kostar vegur yfir Lágheiði um 650 milljónir og jarðgöng um þrisvar sinnum meira eða um 1.950 milljónir. En samkvæmt þei-m samanburði sem Þorsteinn hefur gert virðist jarð- gangagerðin vera mun álitlegri kostur frá þjóðhagslegu sjónar- miði en gerð vegar yfir Lágheiði. Að sögn Sverris Sveinssonar, sem er í stjórn Samgangs, hefur verið gert lauslegt snjóflóðamat í dölunum sem vegurinn frá jarð- göngunum liggur um. Þá hafi einnig verið gerð athugun á berg- lögum í fjöllum og rannsókn þeirra standi yfir. Skýrsla um nið- urstöður muni liggja fyrir í næsta mánuði. Þegar þau gögn liggi fyrir verði gerðir nýir kostnaðar- útreikningar á fyrirhugaðri jarð- gangaleið um Héðinsfjörð og nýj- um vegi um Lágheiði. Gert er ráð fyrir að samstarfshópur um jarð- gangaverkefnið innan Vegagerð- arinnar muni síðan funda á Siglu- firði í vor. HÓTEL ISLAXD HYXXtR EIXA BESTU TÓXLISTARDAGSKRÁ ALLRA TÍMA 'BO '70 EB KYIMSLÚÐIIM SKEMMTIR SÉR BESTU LÖB ÁRATUBARIXS I FRÁBÆRUM FLUTXIIMEI SÖXEVARA, DAXSARA OG W MAXXA HUÓMSVFITAR BUXXARS ÞÓRBARSOXAR ffte Searehers Matseðill ^ Forrftlun Kóng»yepp»úpi Aflalréttur: Eldsteiktut lambavöívi meí gljá&u gr*nmíti ofnstelktum jarðeplum og sólberjasösu. Eftinéttur: , , Fetsájuii i brauákötfu meí heitri^r \ kíremellusóju. Opið í Asbyrgi öll kvöld. Næstu sýningar: mars: 23., 29. og 30. apríl: 13., 20. og 27. »11 kvöld Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Gabriel Garcia San Salvador HLJ0MSVEIT CEIRMUNDAR í syngjandi sveiflu Verð krónur 4.800, Sýningarverð kr. 2.200,- Vinsamlegast hafið samband, sími: 568 7111 Sértilboð á hótelgistingu, sími 568 8999 Salir, með og án veilinga við öll tækifæri! ATH: Enginn aðgangseyrir a dansleik! Morgunblaðið/Árni Helgason AÐALKENNARI vélstjóranámsins í Stykkishólmi, Ólafur Eiríks- son, fyrir framan kennslutækið í kælitækni sem fengið var að láni frá Háskóla Islands, ásamt einum nemenda sinna. Vélstjóranám í Stykkis- hólmi í samvinnu við Háskóla Islands Stykkishólmi - Eins og áður hefur komið fram er boðið upp á vélstjóra- nám í Stykkishólmi á vegum Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Kennd er eðlisfræði, rafmagnsfræði, renni- smíði, kælitækni og áframhaldandi vélgæsla og vélstjórn. Kennt er þrjú kvöld í viku og á iaugar'dögum. Þessa dagana er verið að kenna kælitækni. Þá var leitað til verk- fræðideildar Háskóla íslands og ósk- að eftir að fá lánuð tæki til kennsl- unnar. Var það auðsótt mál og tæk- in send vestur. Margir telja að svo mikið þurfí af tækjum og búnaði sem aðeins eru til í stærri verkmennta- skóium landsins að ekki sé mögulegt að halda uppi kennslu á þessum greinum á landsbyggðinni. Þetta sýnir að svo er ekki. Hægt er að koma með kennslu og tæki sem til þarf til nemendanna út á land ef vilji og áhugi er fyrir hendi. Gott skipulag hefur einkennt þetta nám og allir erfiðleikar sem upp hafa komið verið yfirstignir og er ánægja hjá nemendum með að geta stundað þetta nám í heimabyggð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.