Morgunblaðið - 21.03.1996, Side 19

Morgunblaðið - 21.03.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 19 Harðir bardagar rússneskra hermanna við uppreisnarmenn í Tsjetsjníju ERLENT Þúsundir flýja frá Samashkí DEMPARAR Bílavörubúöin FJÖDRIN. Skeifunni 2 — Sími 588 2550 Moskvu. Reuter. BLAÐAFULLTRÚI stjórnarinnar í Grosní, Rúslan Martagov, full- yrti á þriðjudag að rússneskar hersveitir hefðu náð smábænum Samashkí í Tsjetsjníju á sitt vald eftir fjögurra daga bardaga við sveitir uppreisnarmanna. Svo virðist hins vegar sem Martagov hafi tekið full djúpt í árinni í samtali við Ítar-Tass fréttastofuna og útvarpsstöðina Echo Moskví sem hafði eftir hon- um að „afvopnun ólöglegra vop- naðra sveita í Samashkí“ væri lokið. Fréttastofan Interfax skýrði síðar um daginn frá því og bar fyrir sig ónafngreindan heim- ildarmann úr röðum háttsettra embættismanna í Grosní, að upp- reisnarmenn hefðu Samashkí enn á valdi sínu, ennfremur að rúss- neskar sveitir héldu enn uppi stór- skotaliðshríð á bæinn. Samashkí er í vesturhluta Tsjetsjníju, 30 km vestur af höfuðborginni Grosní. Vegna átakanna hafa flestallir íbúanna 16.000 flúið borgina. Rússneskar hersveitir gerðu áhlaup á Samashkí í fyrra og voru sakaðar um að hafa brytjað niður óbreytta borgara. Stjórn- völd í Moskvu vísuðu ásökunum um að fjöldamorð hafi verið fram- ið þar á bug. Að sögn Tass-fréttastofunnar á þriðjudag börðust rússneskar sveitir við uppreisnarmenn víða í Tsjetsjníju, m.a. við Bamút. Inter- fax sagði að tveir rússneskir her- menn hefðu fallið og 22 særst í bardögum í sjálfsstjórnarhéraðinu á mánudag. GÆÐAFIMRÁGÓDUVEHH :í V 5 É rti.kJ1** Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Helmut Kohl kansl- ari Þýskalands Mikill nið- urskurður á næsta ári Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði á þriðjudag að „mikill" niðurskurður í ríkisútgjöldum væri óhjákvæmilegur á næsta ári ef koma ætti í veg fýrir, að íjárlaga- hallinn færi úr böndunum. „Við komumst ekki hjá miklum niðurskurði á ár- inu 1997. Það verður að gera allt, sem unnt er, til að draga úr aukningu fjárlaga- hallans," sagði Kohl á frétta- mannafundi. Lítill hagvöxtur í Þýskalandi hefur valdið því, að skatttekjur ríkisins hafa minnkað en útgjöld vegna atvinnu- leysisins aukist. Vegna þess er hætta á, að fjárlagahallinn á þessu ári verði meiri en þeir 2.700 millj- arðar ísl. kr., sem áætlað hafði ver- ið. Erfið umræða Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, setti þak á ýmsa stóra útgjaldaliði sl. föstudag en Kohl sagði, að umræðan um það hvar ætti að skera yrði „mjög erfið“. Hann virtist hins vegar útiloka skattahækkanir og sagði, að þær myndu aðeins gera illt verra. Kohl lagði áherslu á, að baráttan gegn atvinnuleysinu væri forgangs- mál hjá stjórninni en í Þýskalandi nær það nú til 4,3 milljóna manna. Sagði hann, að þótt búist væri við auknum hagvexti í landinu síðar á árinu, myndi það ekki lækka þessa tölu mikið. Panasonic Ferðatæki RXDS1S Ferðatæki með geislaspilara, 40W magnara, kassettutæki, og útvarpi. Unglingar vilja gott START út í lífið því að þeirra er framtíðin. 76 r.kr. A íþróttaleikjum Grikkja í Olympiu Var úrstitaatriði að ná góðu STARTI. w WIB Henry Ford fekk gott START þegar hann kynnti Ford T-módelið. 1969 Geimferðir fengu fljúgandi START þegar Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið. 0- £ Internettilboð START er kröftug fjármátaþjónusta fyrir 12-16 ára unglinga. Fétagar í START fá START-kort sem gildir í alla hraðbanka og er um Leið persónuskitriki. Þeir fá jafnframt 5,2% vexti á sparifé sitt - gerið vaxtasamanburð! Félögum í START byðst Internettenging hjá Margmiðlun fyrir aðeins 1.350 kr. á mánuði - ótakmörkuð notkun. Nýir felagar eiga von á góðu! n SPARISJÓÐURINN -fyrir þig og þína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.