Morgunblaðið - 21.03.1996, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Tugir manna fórust í jarðskjálfta í Kína
Ótti við fleiri
stóra skjálfta
Peking. Reuter.
OFLUGUR jarðskjálfti varð í Norð-
vestur-Kína á þriðjudag og er vitað
til, að 24 hafi farist, aðallega böm,
og 78 manns slasast. Mikið hefur
verið um eftirskjálfta og margir ótt-
ast fleiri stóra skjálfta.
Skjálftinn, sem var 6,9 á Richter-
kvarða, varð í Xinjiang-héraði um
nónbil á þriðjudag og í gær var vitað
um 24 menn látna og 78 slasaða.
Búist var við, að fleiri fyndust látn-
ir. Símasambandslaust er við mesta
jarðskjálftasvæðið en það er rétt við
landamærin að Kírgístan og Ka-
sakstan í Mið-Asíu.
10.000 heimilislaus
Mælst hafa fjórir eftirskjálftar
meira en 4 á Richter og átta meira
en 3 og óttast er, að fleiri og jafnvel
öflugri skjálftar eigi eftir að verða á
svæðinu.
Að sögn embættismanna hrundu
meira en 15.000 íbúðarhús og aðrar
byggingar í stærsta skjálftanum og
um 10.000 manns eru heimilislaus.
Upptök skjálftans voru 60 km norð-
austur af hinni fornu markaðsborg
Kashgar en á þessu svæði býr Uig-
hur-þjóðin og aðalatvinnuvegurinn
er sauðfjárrækt. Urðu margir fyrir
fjármissi þegar útihús hrundu.
í skjálftanum opnaðist einnig 600
metra löng sprunga í stíflu við eitt
helsta vatnsbólið á þessu'm slóðum
en unnið er að því að loka henni.
Skjálftinn á þriðjudag er þriðji
stóri skjálftinn á þessu svæði á 10
árum og fannst vel í nágrannaríkj-
unum. Vísindamenn segja, að jarð-
skjálftavirkni í Kína sé nú með mesta
móti. Mesti skjálftinn á síðustu árum
var 7,7 í Yunnan-héraði 1988 en þá
fórust 939 manns.
Reuter
Yfirlýsing heilbrigðisráðherra Breta um riðu
Menn gætu smitast
London. Reuter.
BRESKA ríkisstjórnin lýsti yfir því
fyrsta sinni í gær að menn gætu
smitast af riðu í nautgripum.
Stephen Dorrell heilbrigðisráð-
herra sagði á þingi að ráðgjafar-
nefnd vísindamanna hefðu komið
auga á ákveðið mynstur sjúkdóms-
ins, sem áður hefði ekki verið vitað
um, í tíu manns, sem voru með
Creutzfeldt-Jakob-veiki. Hún er
einnig banvæn.
Dorrell sagði að enn fyndust ekki
vísindalegar sannanir fyrir því að
riða smitaðist til manna með nauta-
kjöti, en nefndin hefði komist að
þeirri niðurstöðu að það væri senni-
legasta skýringin.
Að sögn ráðherrans komst nefnd-
in að þeirri niðurstöðu að því fylgdi
mjög lítil áhætta að borða nauta-
kjöt.
Yfirlýsing hans gæti hins vegar
komið sér illa fyrir nautgripabænd-
ur. Sala á nautakjöti á Bretlandi
minnkaði um fjórðung frá því í des-
ember 1994 til desember 1995
vegna umræðu um þessi mál.
Smitandi prótein,
en ekki veira
Ástríður Pálsdóttir lífefnafræð-
ingur hefur unnið að rannsóknum á
riðu í sauðfé. Að hennar sögn er
Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn
arfgengur í 10% til 15% tilfella, en
annars er um að ræða stök tilfelli.
Riðuvaldurinn sé smitandi prótein,
en ekki veira. Talið er að riða hafi
upprunalega borist úr sauðfé í kýr.
Ástríður sagði að sjúkdómar smituð-
ust misvel milli tegunda. Margt
væri svipað milli kúa og sauðQár
og aðeins örfá prótein, sem ekki
væru sameiginleg, og því gæti sjúk-
dómur á borð við riðu hæglega smit-
ast milli þeirra. Hinn svokallaði teg-
undaþröskuldur væri hins vegar
sýnu hærri milli manna og naut-
gripa.
Ástríður sagði að á árum áður
hefðu menn lagt sér riðufé til munns
ef kjötið var enn í lagi. Á Islandi
hefðu hins vegar aðeins greinst tvö
tilfelli af Kreutzfeldt-Jakob-veiki.
Solana
í Moskvu
JAVIER Solana (t.h.), fram-
kvæindastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO, sést hér með Pa-
vel Gratsjov, varnarmálaráðherra
Rússlands, í Moskvu í gær. Á vegg
ráðuneytis Gratjsovs er, eins og
sjá má, enn sovéskur fáni og mynd
af Lenín. Solana er í tveggja daga
heimsókn í Rússlandi og ræðir við
Borís Jeltsín forseta í dag. Mun
framkvæmdastjórinn reyna að fá
Rússa til að sætta sig við að fyrr-
verandi, sovésk leppríki í Mið- og
Austur-Evrópu fái aðild að banda-
laginu. Warren Christopher, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
flutti ræðu í Prag í gær. „NATO
hefur lofað að taka inn ný ríki og
mun ekki láta nýju lýðræðisþjóð-
irnar halda sig í biðstofunni um
alla framtíð," sagði ráðherrann.
Vilja endur-
skoða
«
ákvörðun
FIDE
HOLLENSKA skáksambandið hefur
farið fram á það að haldinn verði
sérstakur fundur innan Evrópudeild-
ar Alþjóðaskáksambandsins (FIDE)
um þá ákvörðun að halda heims-
meistaraeinvígi Anatólís Karpovs
heimsmeistara og Gatas Kamskís
áskoranda í Bagdad í júní. Guðmund-
ur G. Þórarinsson, forseti Skáksam-
bands íslands, sagði í gær að hann
hefði átt von á þessum viðbrögðum
og mál þetta gæti leitt til klofnings
FIDE.
í bréfí til Kurts Jungwirths, for-
seta Evrópudeildar FIDE, dagsettu
18. mars sagði G.A.M. Loewenthal,
fulltrúi Hollenska skáksambandsins
hjá FIDE, að ákvörðunin um að halda
einvígið í írak hefði „vakið reiði í
hollenskum skákheimi“ og svo virðist
sem menn séu sama sinnis annars
staðar í Evrópu.
„Við mótmæltum í upphafi, en
biðum átekta til að sjá hver viðbrögð
annarra þjóða yrðu,“ sagði Guð-
mundur. „Þetta eru þau viðbrögð,
sem ég hef átt von á, að Evrópurík-
in reyni að hittast og ræða framvind-
una.“
Tvær leiðir
„Mér hefur þótt mjög ólíklegt að
Evrópuríkin geti sætt sig við þessa
ákvörðun," sagði Guðmundur. „Eg
þori ekki að segja til hvers þetta
getur leitt, en óttast að það geti orð-
ið til að kljúfa FIDE. Um er að ræða
tvær leiðir. Þjóðir, sem ekki geta
sætt sig við ákvörðunina, geta reynt
að breyta FIDE innan frá, eða tekið
sig saman og myndað sérsamband."
Nefndi hann að Evrópuríki og
Bandaríkjamenn gætu þá bundist
samtökum. Það er hins vegar ekki
gefíð að Evrópuríki standi saman í
þessu máli.
Að sögn Guðmundar samþykktu
Frakkar að halda mótið í írak og
kvaðst hann ekki vita betur en að
Norðmenn og Grikkir væru sömuleið-
is fylgjandi því. Danir mótmæltu um
svipað leyti og íslendingar og Banda-
ríkjamenn og ísraelar sigldu í kjölfar-
ið.
Refsiaðgerðir gegn Kúbu ræddar í Heimsviðskiptastofnuninni
ESB og Kanada deila
á Bandarí kj astj óm
Genf. Reuter.
EVROPUSAMBANDIÐ og Kanada
hafa gagnrýnt Bandaríkjastjórn
harðlega á vettvangi Heimsvið-
skiptastofnunarinnar (WTO) í Genf
vegna ákvörðunar Bandaríkjaþings
um að herða- refsiaðgerðir gegn
Kúbu. Er það mat ESB og Kanada
að með þessu séu Bandaríkjamenn
að reyna að skipa öðrum ríkjum
fyrir um hvaða ríki sé leyfilegt að
eiga viðskipti við.
Kúbustjórn, með stuðningi ríkja
í Rómönsku Ámeríku, hefur sömu-
leiðis gagnrýnt Bandaríkin hjá
WTO og sakað þau um að bijóta
alþjóðlegar viðskiptareglur.
Mexíkó og Kúba létu einnig ljós
áhyggjur á WTO-fundinum um að
með nýjum lögum um refsiaðgerðir
gegn Kúbu, sem Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti undirritaði í síðustu
viku, sé Bandaríkjastjórna að reyna
að yfírfæra bandarísk lög á önnur
ríki.
Heimild til refsiaðgerða
Samkvæmt lögunum verður grip-
ið til refsiaðgerða gegn fyrirtækjum
sem eiga nota eignir er voru gerðar
upptækar af kommúnistastjórninni
eftir byltingu, leigja slíkar eignir
eða hafa hag af þeim á einhvern
hátt. Voru lögin sett í kjölfar þess
að Kúbustjórn skaut niður tvær
óvopnaðar bandarískar flugvélar í
síðasta mánuði.
Andrew Stoler, sendifulltrúi
Bandaríkjanna hjá WTO, vísaði
þessari gagnrýni á bug og sagði
fyrirtæki og einstaklinga, sem þessi
lög (sem Clinton Bandaríkjaforseti
var upphaflega sjálfur andsnúinn)
myndu bitna á, væru að grafa und-
an hagsmunum Bandaríkjanna.
Jean-Pierre Leng, sendiherra
Evrópusambandsins hjá Heimsvið-
skiptastofnuninni, sagði það vera
„sérlega óásættanlegt að þriðja ríki
gæfi okkur skipanir varðandi við-
skipti".
John Weekes, sendiherra
Kanada, sagði Kanada ekki geta
sætt sig við að Bandaríkjastjórn
vildi ákveða við hvern Kanadamenn
ættu viðskipti eða hvar þeir fjár-
festu.
Vísað til þjóðaröryggis
í fyrstu éftir að lögin voru sett
voru gefnar út yfirlýsingar um að
þau brytu í bága við reglur WTO.
Sérfróðir lögfræðingar og stjórnar-
erindrekar virðast nú flestir vera
orðnir sammála um að Bandaríkin
geti réttlætt lögin með því að vísa
til sérstaks ákvæðis um „þjóðarör-
yggi“:
Samkvæmt 21. grein GATT-sátt-
málans er ríki heimilt að grípa til
áðgerða, er bitna á öðrum aðildar-
ríkjum sáttmálann, ef ríkið ákveður
einhliða að þjóðaröryggis sitt sé í
húfi.
Það hversu óljóst ákvæðið er
gæti torveldað málsókn gegn
Bandaríkjastjórn.
ESB, Kanada og Mexíkó for-
dæmdu lögin og sögðu að þau
myndu fylgjast grannt með því
hvernig þeim yrði beitt. Þau gáfu
hins vegar ekki til kynna að þau
myndu kæra Bandaríkin.
Einungis Kúbustjórn lýsti því
yfir að hún áskildi sér rétt til að
skjóta málinu til úrskurðaraðila.
EVRÓPUDÓMSTÓLLINN á ekki upp á pallborðið í Bretlandi.
Major vill takmarka
völd dómstólsins
London. Reuter.
JOHN Major, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í þingræðu á
þriðjudag að stjórn hans myndi
beita sér fyrir því á ríkjaráðstefnu
Evrópusambandsins að völd Evr-
ópudómstólsins í Lúxemborg yrðu
takmörkuð.
Þetta er í samræmi við yfirlýsing-
arnar í „hvítbók" ríkisstjórnarinnar,
þar sem stefna hennar fyrir ríkja-
ráðstefnuna er útskýrð. Þar kemur
fram að Bretland muni beita sér
fyrir því að dómstóllinn geti ekki
kveðið upp afturvirka dóma, að tek-
ið verði upp áfrýjunarkerfi og að
dómstóllinn geti ekki dæmt aðildar-
ríki ESB til að greiða skaðabætur
vegna brots á lögum sambandsins,
hafi brotið verið af misgáningi eða
stjórnvöld verið „í góðri trú“.
Dómstóllinn hefur dæmt Bret-
landi í óhag í ýmsum málum undan-
farið. Dómur um skaðabótaskyldu
ríkja getur til dæmis haft í för með
sér að brezk stjórnvöld verði að
greiða spænskum eigendum útgerð-
arfyrirtækja skaðabætur fyrir að
lagðar voru hömlur á starfsemi
þeirra í Bretlandi. Þá hefur dóm-
stóllinn ekki viljað taka rök Breta,
um að vinnutímatilskipun ESB sé
ógild, til greina.
Gengið lengra en ætlunin var
„Ég hef miklar áhyggjur af að
túlkun Evrópudómstólsins virðist
of oft ganga miklu lengra en ríkis-
stjórnirnar gerðu ráð fyrir, þegar
þær samþykktu lögin,“ sagði Maj-
or. Hann bætti við að Bretland
gæti ekki stutt „evrópskt sam-
bandsríki, þar sem Evrópudómstóll-
inn verður smátt og smátt evrópsk-
ur hæstiréttur."