Morgunblaðið - 21.03.1996, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.03.1996, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 27 TÓNLIST Safnaðarhcimili Akurcyrarkirkju VfÓLA OG PÍANÓ Tónleikar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju laugardaginn 9. mars kl. 17.00. Flyljendur Guðrún Þórar- insdóttir víóluleikari og Helga Bryn- dís Magnúsdóttir píanóleikari. A efn- isskránni voru verk eftir J.S. Bach, R. Schumann og J. Brahms. GUÐRÚN Þórarinsdóttir nam víóluleik við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskólann í Reykjavík, en þaðan útskrifaðist hún sem einleikari árið 1984. Hún stundaði síðan framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Aachen í ÞÝSKI myndlistarmaðurinn Nana Petzet heldur fyrirlestur í Nýlistasafninu á fimmtudag. „Gildi hlutanna“ ÞÝSKI myndlistarmaðurinn Nana Petzet heldur fyrirlestur í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3b, fimmtudag- inn 21. mars kl. 20.30. Fyrirlesturinn kallar hún „Gildi hlutanna/Vom Wert der Dinge“. Viðfangsefni hennar eru vangavelt- ur um gildi hlutanna, hvernig venju- legir brúkshlutir hafa gildi, öðlast gildi, ógildast og verða ónýtir og í sumum tilfellum fá aftur varanlegra gildi en fyrr. Máli sínu til suðnings mun Nana sýna skýringarmyndir, teikningar og skissur. Fyrirlesturinn fer fram á þýsku en Olafur S. Gíslason mynd- listarmaður mun íslenska jöfnum höndum. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. hljómtækjasamstæða MHC 801 Glæsileg samstæða með geislaspilara, kassettutæki, 160W. surround magnara, Karaoke, tónjafnara, útvarpi, hátölurum og fjarstýringu. JAPIS3 BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI VÍÓLA OG PÍANÓ Þýskalandi. Frá námslokum árið 1987 hefur hún stundað kennslu og tónlistarstörf á Akureyri og er m.a. einn af máttarstólpum Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands. Guðrún hefur hins vegar ekki fyrr komið fram í aðalhlutverki á heilum tónleikum frá því að námi lauk. An þess að orðlengja það neitt frekar þá sýndi hún og sann- aði að hún er góður hljóðfæraleik- ari sem spennandi verður að fylgj- ast með í framtíðinni. Samleikari Guðrúnar á þessum tónleikum, Helga Bryndís Magnúsdóttir, hef- ur hins vegar verið dugleg við að halda tónleika, ein og með öðrum, og velþekkt að vönduðum vinnu- brögðum. Tónleikarnir hófust á „tríósón- ötu“ nr. 2 (af þremur) í D-dúr, sem Johann Sebastian Bach skrifaði fyrir viola da gamba og sembal á árunum 1717-1723, er hann starfaði í Cöthen. Sónatan er byggð upp eins og kirkjusónata, í fjórum þáttum þar sem skiptast á hægir og hraðir kaflar. Hún byijar á yndislega fallegu adagjói sem gefur sónötunni sterkan svip. Hér var líka vel leikið, hægu kaflarnir voru fluttir af ró og innileik og þeir hröðu fullir snerpu og örygg- is. Márchenbilder op. 113 eftir Robert Schumann voru næstar á dagskrá. Fjórar ævintýramyndir frá árinu 1851, rómantískar og fallegar tónsmíðar og vel skrifaðar fyrir hljóðfærin. Hægu kaflarnir voru fallega fluttir en í þá hröðu vantaði meiri kraft og hita, var eins og öryggið væri sett á oddinn á kostnað ástríðunnar. Meðal síðustu verka Johannesar Brahms eru víðfrægar sónötur fyrir klarinett og píanó sem hann samdi fyrir Richard Múhlfeld, einn mesta klarinettista síns tíma. Brahms skrifaði sjálfur sónöturnar fyrir víólu og píanó með lítilshátt- ar breytingum. Fyrri sónatan í f-moll er klass- ísk í byggingu en þrunginn tilfinn- ingu og sterkum andstæðum. Leikur Guðrúnar og Helgu Bryndísar var vel mótaður og unn- inn, eins og í öðrum verkum þess- ara tónleika, sérstaklega voru fyrstu þrír þættirnir vel heppnað- ir, en ekki var laust við að gætti örlítillar þreytu í tóni víólunnar í síðasta kaflanum. í heild voru þetta góðir tónleik- ar þar sem upp úr stóð sérstakiega vandaður samleikur á öllum svið- um og er vonandi að þetta sé að- eins upphafið að farsælu sam- starfi. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson „Við gerðum miklar kröfur - og Ármannsfell uppfyllti þær íbúð afhent fullbúin Einbýli í fjölbýli - sérinngangur Þvottahús í íbúð Fjölbreytt útfærsla eftir eigin höfði STOFNAÐ 1965 Armannsfell ht. Funahöfða 19 • simi 587 3599 http://nm.is/armfell Opið sunnudaga frá kl. 12.00 til 15.00 Hörður Felix Harðarson, 26 ára lögfræðingur, Guðrún Valdimarsdóttir, 25 ára skrifstofumaður og Daníel litli 4 ára, fluttu inn í Permaform íbúð frá Ármannsfelli þann 15. desember 1995 „Við höfðum mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig okkar húsnæði ætti að vera. Við vorum orðin þreytt á fjölbýli og vildum fá íbúð með sérinngangi. Fjárfestingin varð að vera hagkvæm, húsið fallegt og frágangur snyrtilegur. Við vildum ennfremur traustan og öruggan frágang sem viðurkenndur væri af réttum aðilum. Ármannsfell stóðst þessar kröfur og meira til. Þótt við værum að kaupa tilbúið húsnæði gátum við ráðið öllu sem okkur fannst skipta máli. Við völdum okkur annað gólfefni, breyttum milliveggjum, völdum okkur innréttingar á bað og í eldhús og fataskáparnir voru einnig eftir okkar smekk en ekki annarra. Þegar við fluttum inn var tilfinningin góð. Þetta var okkar íbúð í hólf og gólf með

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.