Morgunblaðið - 21.03.1996, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Miðbæjarskólinn
100 ára 1998
VIÐ Tjörnina í
Reykjavík stendur
Miðbæjarskólinn sem í
upphafi var kallaður
Barnaskóli Reykjavík-
ur. Skólahúsið sjálft
hefur markað tímamót
í fræðslumálum íslend-
inga. Glæsilegar bjart-
ar skólastofur, sem
enn þann dag í dag
standast samanburð
við það besta sem
þekkist í skólum,
smíða- og teiknistofur
og sérstakur samko-
musalur svo eitthvað
sé nefnt. Skipulag og
frágangur með þeim
hætti að það ber framsýni höfund-
anna fagurt vitni. Þann 19. oktober
1898 tók skólinn til starfa og voru
aðalnámsgreinar kristindómur, ís-
lenska, reikningur, sagnfræði, nátt-
úrufræði, danska, enska, söng-
fræði, söngur, leikfimi og teiknun.
í skólanum voru upphaflega 270
nemendur.
í dag eru 3000 nemendur í
þessu gamalgróna menntasetri,
sem nú hýsir Námsflokka
Reykjavíkur og var áður barna-
skóli bæjarins.
Það eru tvö ár þar til skólinn
á hundrað ára afmæli og ef vitur-
lega er að staðið getur hann einn-
ig átt tvö hundruð ára afmæli
sem menntastofnun hins al-
menna borgara í henni Reykja-
vík.
Að undanförnu hefur nefnd á
vegum Sigrúnar Magnúsdóttur
borgarfulltrúa unnið rösklega við
að láta útbúa teikningar sem eiga
að liggja til grundvallar breytingum
á innviðum skólans.
Um margt er þessi skóli fræg-
ur og mörgum þykir ákaflega
vænt um þennan skóla sem
reyndar hefur í tímanna rás einn-
ig gegnt öðrum hlutverkum.
Það er mjög vel við hæfi að
starfsemi Námsflokkanna sé í
þessu gamla húsi. Þá fá ailir sem
það vilja tækifæri til þess að
heimsækja menntasetrið og eins
er margbreytileiki starfseminn-
ar mjög í anda sögu hússins.
Upphaf námsflokkanna
Árið 1938 hóf Ágúst Sigurðsson
cand. mag. brautryðjandastarf sitt
að stofnun námsflokka á íslandi,
kvöldskóla sem nýst gæti starfandi
fólki í landinu. Þeir voru stofnaðir
í febrúar 1939 þegar mjög mikil
umskipti áttu sér stað í íslensku
samfélagi. Námsflokkarnir gegndu
mikilvægu hlutverki
fyrir það fólk sem
fluttist úr sveitinni og
hingað á mölina. Fólk
sem hafði skamma
skólagöngu að baki gat
hjá Námsflokkunum
aukið menntun sína,
einmitt þegar það
þurfti á að halda við
allt aðrar lífsaðstæður
en það hafði áður átt
að venjast.
Ágúst Sigurðsson
kynntist námsflokka-
starfi er hann var á
fyrirlestrarferð í Sví-
þjóð, en slík starfsemi
var orðin nokkuð út-
breidd þar. Ágúst hreifst svo af
þessari aðferð við öflun menntunar
að hann gerði námsflokka að sínu
aðalbaráttumáli. Námsflokkar
Reykjavíkur urðu að veruleika og
þar með var iagður grundvöllur að
fullorðinsfræðslu í landinu.
Námsleiðir innan Námsflokk-
anna hafa ætíð verið fjölbreyttar
og strax í upphafi gafst kostur á
námi sem vart þekktist hérlendis á
þeim tíma. Það var s.k. frjálst nám.
Fólk gat komið og bætt við sig ís-
lensku, verslunargreinum, ýmsum
tungumálum og öðru. Námsflokk-
arnir sem nú lúta stjórn Guðrúnar
Halldórsdóttur hafa í mörg ár verið
með námskeið í samstarfi við Sókn
fyrir starfsfólk í umönnunarþjón-
ustu og fjöldi þeirra sem sótt hafa
þessi námskeið skiptir hundruðum
á ári hveiju.
Hvað er kennt í þessu skólahúsi
í dag? Það er næstum því auðveld-
ara að spyija sig hvað er ekki kennt
í þessu skólahúsi í dag. Námsflokk-
ar Reykjavíkur er stofnun sem allir
hafa möguleika á því að bæta kunn-
áttu sína, opna huga sinn fyrir nýj-
um möguleikum og fara í próflaust
nám eða stunda prófáfanga líkt og
í fjölbrautaskólum.
í Námsflokkunum læra íslend-
ingar útlend tungumál og útlend-
ingar íslensku. Meðal þeirra tungu-
mála, sem þar er hægt að nema,
má nefna, rússnesku, ensku, þýsku,
arabísku, ítölsku, norðurlandamálin
og mörg mörg fleiri. Portúgalska
er til að mynda vinsæl um þessar
mundir.
Námsflokkar Reykjavíkur hafa
verkefnisstjórn nýbúafræðslu. Um-
sjónaraðilar sjá hér um hóp um það
bil 600 eintaklinga.
Það er ekki bara bókvitið sem
verður í askana látið. Skokkhópur
Námsflokkanna er einstaklega vin-
sæll. í þeim hópi er ótrúlegur fjöldi
Miðbæjarskólinn er
menningarstofnun, seg-
ir Elísabet Brekkan,
lifandi skóli í eilífri sí-
menntun.
fólks sem aldrei áður hefur hreyft
sig að neinu marki og vegna tengsla
sinna við skokkhópinn stundar það
fólk einnig ýmis önnur námskeið.
Reykjavíkurborg hefur verið
virkilega stolt af Námsflokkum sín-
um í gegnum tíðina, og nú síðast
í haust voru sett á stofn sérstök
námskeið á vegum borgarinnar með
meginmarkmið að þjálfa fólk í upp-
eldistengdum greinum til þess að
öðlast reynslu og hæfni sem aðstoð-
armenn í bekkjardeildum. Hér er
um að ræða sérhæft nám í félags-
fræði, siðfræði og sáiarfræði fyrir
fólk sem áður hafði enga sérstaka
menntun í þessum greinum. Þetta
fólk fær síðan ákveðin réttindi til
þess að vera kennurum til aðstoðar
í allt of stórum bekkjardeildum
borgarinnar.
Þeir sem minna mega sín eru
ekki bara aldraðir og fatlaðir, heldur
einnig þeir sem ekki geta lesið. Það
hlýtur að vera undarlegt að geta
ekki lesið Moggann?
Það eru margir tugir manna í
sérkennslu í lestri hjá Námsflokkum
Reykjavíkur.
Hér er um fullorðið fólk að ræða,
frá unglingum til gamalmenna, sem
einhverra hluta vegna fékk ekki þá
aðstoð sem það þurfti á að halda á
sínum tíma og hefur því lent utan-
veltu í heimi lestrar.
Það er enginn annar skóli á land-
inu sem með slíkri alúð veitir þessa
þjónustu.
Eg vona að þú sem þessi orð lest
gerir þér grein fyrir því að ungir
sem aldnir, ríkir sem fátækir eiga
erindi í Námsflokkana og þess
vegna er mikilvægt að allir standi
saman um að láta þá ekki flosna
upp í bríaríi hroðvirknislegra
ákvarðana misviturra pólitíkusa.
Miðbæjaraskólinn er menningar-
stofnun, lifandi skóli í eilífri sí-
menntun. Með því að breyta þessu
gamla skólahúsi í skrifstofubákn
væri brotið blað í menningarsögu
Reykjavíkur, öllum til skammar sem
nálægt koma. Mennt er máttur,
horfum ekki máttvana á enn eina
eyðileggingu gamalla húsa hér á
landi!
Höfundur er stundakennari í HI
og Námsflokkum Reykjavíkur.
Elísabet
Brekkan
Aðdrekka
sig í hel
ER MÖGULEGT að
drekka sig í hel?
Hvernig er líf of-
drykkjufólks? Þetta
viðfangsefni er tekið
fyrir í kvikmyndinni
„Leaving Las Vegas“
sem verður frumsýnd
nú á föstudag í Regn-
boganum.
Umfjöllun þessarar
kvikmyndar er ná-
tengd daglejgu við-
fangsefni SAÁ, sem
er að hjálpa fólki til
að komast út úr víta-
hring ofdrykkjunnar.
Það er því við hæfi að
Sigurður
Gunnsteinsson
SÁÁ hefur verið boðið
að njóta teknanna af
miðasölu á frumsýn-
ingu myndarinnar.
„Leaving Las Vegas“
segir frá manni sem
hefur misst nánast
allt vegna áfengissýki
sinnar og ákveður að
drekka sig í hel. í Las
Vegas kynnist hann
vændiskonu og fjallar
myndin um ástarsam-
band þeirra og þau
heljartök sem áfengis-
sýkin hefur á mannin-
um. Þetta er mögnuð
mynd og vel gerð,
enda hefur hún verið tilnefnd til
fernra Óskarsverðlauna, meðal
annars fyrir leik og leikstjórn.
Þetta er hins vegar ekki endilega
dæmigerð saga alkóhólista. Fæstir
taka vísvitandi ákvörðun um að
drekka sig í hel og fæstir hafa
jafn mikið þol og aðalpersóna
myndarinnar. En myndin gefur
okkur innsýn í heim þar sem vím-
an hefur öll völd.
Þetta er mögnuð mynd,
segir Sigurður Gunn-
steinsson, og vel gerð.
Starfsemi SÁÁ byggist að stór-
um hluta á því að veita áfengis-
sjúklingum meðferð. Því fer vel á
að tekjur af miðasölu á frumsýn-
ingu „Leaving Las Vegas“ renni
óskiptar til styrktar SÁÁ.
Höfundur er dagskrárstjóri á Vík,
meðferðarheimili SÁÁ á Kjalar-
nesi.
Einkavinavædd
öryggisþj ónusta
ÞAÐ er engin tilviljun
að í flestum siðuðum
ríkjum ríkir sátt um
það að opinberum aðil-
um beri að sjá um og
hafa ábyrgð á lög-
bundinni löggæslu og
gæta öryggis þegn-
anna. Þetta viðhorf
byggir á gömlum
merg. Enski heimspek-
ingurinn John Locke
(1632-1704) er einn
af frumkvöðlum þess-
arar hugmyndafræði. í
bók sinni „Ritgerð um
Ríkisvald" réttlætir
hann stofnun borgara-
legs samfélags (ríkis-
valds) á þá leið að þar sem öllum
mönnum væri náttúrlegt að vera
frjálsir, jafnir hveijum öðrum og
sjálfstæðir, þá mætti ekki svipta
neinn mann þessum réttindum og
setja hann undir lögsögu annarra
án þess að hann veitti til þess sam-
þykki sitt. Hugmyndin er sú að
með því að gera samkomulag við
aðra menn um stofnun samfélags
og að því skuli falið að gæta örygg-
is þegnanna, gefi þegnarnir eftir
hluta frelsis síns og sjálfstæðis,
gegn því að samlíf manna verði
hægara, friðsælla og öruggara.
Þannig fái þeir tryggilegar notið
eigna sinna og stafi síður hætta
af öðrum mönnum. Þetta hlutverk
sitt geti samfélagið ekki framselt
öðrum. Um þetta fyrirkomulag
Hvaða nauðsyn og hag-
ur hverra felst í því,
spyr Guðmundur Arni
Stefánsson, að einka-
væða starfsemi sam-
ræmdrar neyðarsím-
svörunar?
hefur ríkt sátt og á að vera óum-
deilt.
Ákvörðun dómsmálaráðherra
um að einkavæða rekstur sam-
ræmdrar neyðarsímsvörunar,
starfsemi sem hefur það hlutverk
með höndum að að sinna viðtöku
tilkynninga um fólk og eignir í
neyð og beiðnum um aðstoð lög-
reglu, slökkviliðs, björgunarsveita
og sjúkraflutningaliðs, er óumdeil-
anlega brot á þeirri sátt sem ríkt
hefur um að ríki og sveitarfélög
hafi með höndum lögbundna lög-
gæslu og öryggismál þegnanna, og
vekur upp spurningar hvort frekari
einkavæðingarhugmyndir séu uppi
á þessu sviðí og sú sátt sem ríkt
hefur um fyrirkomulag löggæslu
og öryggismála sé fyrir bí.
Öryggið söluvara
Það er eðli einkavæðingar, að
eftir að stjórnvöld hafa fetað sig
inn á þá braut verður ekki svo
auðveldlega aftur snúið. Með öðr-
um orðum er engin leið eftir að
fyrirtæki hafa verið einkavædd að
hafa opinbert eftirlit með því hveij-
ir kunni að eiga eða eignast við-
komandi fyrirtæki síðar meir.
Hlutabréf eða eignarhald þess er
orðið að söluvöru á almennum
markaði og sætir sem slíkt lögmál-
um markaðarins.
Ekki vil ég draga í efa hæfni
og vilja þeirra sem aðild eiga að
Neyðarlínunni hf. til góðra verka.
En eftir að rekstur samræmdrar
neyðarsímsvörunar hefur fyrir
landið allt hefur verið einkavæddur
er engin trygging fyrir því að síðar
meir kunni ekki að koma inn í fyrir-
tækið aðilar sem ekki njóta þess
trausts sem nauðsyn er við rekstur
svona fyrirtækis.
í svari dómsmála-
ráðherra vegna fyrir-
spurnar Lúðvíks Berg-
vinssonar fyrir
skömmu á Aiþingi um
málefni Neyðarlínunn-
ar hf., kom augljóslega
fram að undirbúningur
málsins var gersam-
lega ófullnægjandi af
hálfu ráðherra. Meðal
annars kom fram áð
aðrar leiðir en sú sem
ráðherra ákvað að fara
voru ekki kannaðir að
neinu marki.
Ábyrgð ráðherra
Því virðist einsýnt
að ráðherra hafi veijð ákveðinn i
að fara þessa leið strax í upphafi.
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra hefur varið þessa vafasömu
ákvörðun sína með því, að vísa til
ákvörðunar sem Alþingi hafi tekið
eftir umíjöilun allsheijarnefndar
þingsins. Þetta er alrangt. Ekkert
í lögunum né í umijöllun allsheijar-
nefndar, sem undirritaður sat í
þegar þessi mál voru þar til umfjöll-
unnar vorið 1995, vísar til þess að
ráðherra skyldi ráðstafa þessu
verkefni að stærstum hluta í hend-
ur flokksbræðra sinna og vina.
Þvert á móti tóku ijölmargir þing-
menn skýrt fram í umræðum um
þessi mál innan þings sem utan,
að ekki kæmi til greina að fara
með þetta mikilvæga verkefni á
almennan markað. Allir voru sam-
mála um nauðsyn þess að eitt neyð-
arnúmer gilti landið um kring og
velflestir töldu eðlilegast að þar
yrði um samstarfsverkefni lögreglu
og slökkviliðs að ræða með aðild
hjálparsveitanna í landinu.
Dómsmálaráðherra verður því
að bera sína bagga sjálfur. Hann
verður að svara skattborgurum því
hvað hafi ráðið þeirri ákvörðun
hans að setja þetta verkefni að stór-
um hluta í hendur einkaaðila og
greiða til þeirra verulegar summur.
Ríki og sveitarfélög munu greiða
nálægt 400 milljónum króna til
þessa nýja hlutafélags, þessa gælu-
verkefnis ráðherra, á næstu árum.
í þessu ljósi er eðlilegt að spurt
sé: Hvaða nauðsyn og hagur hverra
felst í því að einkavæða starfsemi
samræmdrar neyðarsímsvörunar,
símsvörunar sem ætlað er að sinna
viðtöku tilkynninga um fólk og
eignir í neyð, beiðnum um aðstoð
lögreglu, slökkviliðs, björgunar-
sveita og sjúkraflutningaliðs og
aðra neyðaraðstoð?
Við þessu hefur ekkert svar bor-
ist frá dómsmálaráðherra, þótt eft-
ir hafi verið gengið. Er því þessi
grundvallarspurning hér ítrekuð.
Samráðherrar lofuðu öðru
Fyrir síðustu þingkosningar
komu þessi mál upp í kosningabar-
áttu. Mér er í því sambandi minnis-
stæður fundur fulltrúa þingflokk-
anna með lögreglumönnum í
Reykjavík sem haldinn var í Rúg-
brauðsgerðinni. Þar komu þessi
mál til umræðu. Allir viðstaddir
fulltrúar stjórnmálaflokkanna
höfnuðu því alfarið, að þessi örygg-
isþáttur yrði einkavinavæddur. Þar
á meðal fulltrúar núverandi stjórn-
arflokka, Finnur Ingólfsson við-
skiptaráðherra og Björn Bjarnason
menntamálaráðherra.
Hvað segja þessir samráðherrar
Þorsteins í dag? Þar talar æpandi
þögnin sínu máli.
En kjósendur, þeir sem öryggis
eiga að njóta og þeir sem borga
brúsann, þegja ekki. Óvönduð með-
ferð dómsmálaráðherra á þessu
mikilvæga máli verður ekki þöguð
í hel.
Höfundur er alþingismaður.
Guðmundur Árni
Stefánsson