Morgunblaðið - 21.03.1996, Síða 34

Morgunblaðið - 21.03.1996, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR OLÍS TJÖRULEYSIR með dælu (vistvænn) Ofríki einkabílismans FÁTT reynir jafn mikið á langlund- argeð sómakærs fólks í Reykjavík hversdagslífsins og tillitsleysi einka- bílista gagnvart vegfarendum. Þetta tillitsieysi birtist einkum og sér í lagi í því að einkabílistunum nægja ekki götumar í borginni heldur þurfa þeir að leggja undir sig gangstéttimar sem ætlaðar em gangandi vegfarend- um. Vitanlega á þessi fullyrðing ekki við um alla þá er aka um á eigin bílum en því miður alltof marga. Samkvæmt umferðarlögum má hjól- reiðafólk nota gangstéttimar svo fremi að þær valdi ekki gangandi fólki óþægindum en þær em alls ekki ætlaðar vélknúnum ökutækjum - nema ef vera kynni í einstaka neyð- artilfellum. Einkabílistamir gefa trúlega ekki gaum að þeirri hættu sem felst í því að leggja bílum uppá gangstéttar enda er hugsun þeirra oftastnær tak- mörkuð við það svæði sem þeir ætla sér og sínum einkabíl. Oftar en ekki þarf gangandi fólk að hrökklast útá götu sakir ofríkis einkabílistanna. Það er fyrst og fremst fólk með bama- vagn og blint fólk sem verður hvað harðast fyrir barðinu á þessum eigin- hagsmunaseggjum. Það er sannar- lega ekki einkabflistunum sjálfum að þakka að ekki skuli vera meira um alvarleg slys í umferðinni en raun ber vitni af völdum einkabíla sem lagt hefur verið uppá gangstéttar. Tilviljun ein virðist ráða því hvort og hvenær einkabílistar em sektaðir fyrir að leggja uppá gangstéttar. Stöðumælaverðir horfa einkum á þá bíla sem hafa staðið alltof lengi við stöðumæla enda er það verksvið þeirra einsog starfsheitið ber með sér. Væri ekki heillaráð fyrir borgar- yfirvöld að búa til nýtt starf - gangstéttarvörð- ur. í slíkt starf væri hægt að ráða flölda manns sem hefði nóg að gera allan sólarhring- inn. Það er reyndar ekki aðeins í þeim tilfellum sem hér að ofan greinir sem einkabílistar virða rétt gangandi fólks að vettugi. Við gatnamót þar sem ljós era notuð og gangandi fólk og ökumenn fá grænt ljós samtímis eiga hinir síð- amefndu skilyrðislaust að víkja. Oftar en ekki er þessi réttur gangandi vegfarenda ekki virtur af stressuðum ökumönnum og því miður eru dæmi þess að gangandi fólk hafi bókstaf- lega verið ekið niður við slíkar kringumstæður. Lokum Laugaveginum fyrir bílaumferð í tíð síðustu borgarstjórnar var illu heilli ákveðið að opna Austurstræti fyrir umferð bíla en í sárabætur fengu gangandi vegfarendur einhveija göngustígsómynd milli Ingólfstorgs og Austurvallar sem er úr leið fyrir flesta. Það er kannski ekki nema von að einkabílistarnir líti á gangandi vegfarendur sem annars flokks þegar viðhorf borgaryfirvalda til þess er þannveg að það sé best geymt í ein- hveijum hliðargötum. Það vantar sárlega göngugötu í Reykjavík þar sem fólk getur geng- ið um í rólegheitum og án þess að eiga á hættu að vera ekið niður af óprúttnum einkabílist- um sem þykjast eiga heiminn. Við Reykvík- ingar ættum að taka okkur Akureyringa til fyrirmyndar en þar er breið og falleg göngu- gata í hjarta bæjarins. Laugavegurinn er kjörinn sem göngugata enda er hann ágætlega staðsettur í kjarna mið- bæjarins. Kaupmenn við götuna mega ekki heyra á slíkt minnst; þeir standa í þeirri bamalegu trú að við slíka breytingu myndi viðskiptavinum fækka. Stað- reyndin er sú að fæstir þeirra sem aka niður Laugaveginn eiga eitthvert erindi í verslun eða þjónustufyrirtæki við þá götu. Meirihluti einkabílista sem aka þessa götu hefur ekkert annað erindi en að menga andrúms- loftið með þeim afleiðingum að þetta er einhver mengaðasta gata borgar- innar; fyrir nú utan að alla jafnan er erfitt að fá bílastæði við hana. I kyrm veðri er allt að því ólíft þar gangandi fólki. Þetta er sérlega áber- andi um helgar þegar lífsleiðir einka- bílistar lognmollast niður Laugaveg- inn í algeru tilgangsleysi, spúandi eitri útí andrúmsloftið. Það er okkar hagur að Laugaveg- VERKALYÐSFORINOJAR ATHUOID: I ; sW\\\\] RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol. Sigurður Jón Ólafsson STÓRTRÍS SÚKKULAOI og 1/21. PEPSI meira en bensín |§I fHorgttid .. .blabib - kjarni málsins! Landsmót vélsleðamanna í Kerlingarfjöllum verður haldið 22. til 24. mars 1996 Ferðir með leiðsögn reyndra vélsteðamanna verða farnar frá Lyngdalsheiði. Föstudagur kl. 17.00 Laugardagur kl. 9.00. Sunnudagur kl. 13.00 frá Kerlingarfjöllum. Æskilegt er að skrá sig í þessar ferðir og panta gistingu í Kerlingarfjöllum í síma: 587 7788 Papco til kl. 15.00 föstudaginn 22. mars. Farsími í Kerlingarfjöllum verður 852 7520 Dagskrá: kl. 10.00 Ferð með leiðsögn umhverfis Kerlingarfjöll. kl. 13.00 Ferð með leiðsögn til Hveravalla. kl. 20.00 - 21.00 Fundur hjá L.Í.V. kl. 21.00 Kvöldvakaundirstjórn Akureyringa. m Landssamband íslenskra Vélsleðamanna og Olís hvetja alla vélsleðamenn að sýna aðgæslu í akstri og stefnum að óhappalausri helgi. Tískusýning.... Sápukúlu „ show ðelmu Ragnarsdóttur oq ðryndísar ðöðvarsdóttur hönnuða íLoftkastalanum kl. 13.13 föstudaginn 22. mars. Söngur: Svala ðjörgvins. Tónlist: HlynurJakohsson. Eldgleypir og óvænt heimsókn úr Hafnarfirði. Drykkur í boði J. ?. Guðjónssonar. Fataefnifrá Virku, Mörkinnið. Módel frá John Casablanca. Förðun: Súsanna, Face, Kringlunni. Hár: Óli ðoggi, HárExpo. Sápukúlusýning, styrktafVirku, Oroblu og Ópal. Afmæli Alþýðuflokks - Vilmundur Gylfason RAUÐA torgið má finna víðar en í Moskvu. A Húsavík í Suður- Þingeyjarsýslu er að finna hið ís- lenska „Rauða torg“ í bæjarhluta þeim sem afmarkast af Búðará, Reykja- heiði, Hólnum og í gamla daga af kotinu er nefnt var Róm. Á hinu húsvíska „Rauða torgi“ bjuggu og búa vonandi enn komm- únistar í einu húsi og kratar í öðru og gneistar gjarnan á milli á kosningaárum. Stöku íhaldsmann mátti eða má einnig finna á „torginu" norður þar. Á Sólvöllum 7 á „torginu" miðju ólst ég upp á sumrin hjá eðalkrötunum Guð- mundi Hákonarsyni, framkvæmdastjóra, og Stefaníu Halldórs- dóttur, lyfjatækni. Á því heimili er pólitík hluti af hinu daglega lífi og ekki dró úr er kratar héldu um bæj- arstjórnartauma. Þarna við hné þessara staðföstu eðalkrata var aðalkennslugrein- in jafnaðarstefnan í sinni tærustu og bestu mynd og henni fylgt eftir með góðu for- dæmi í hinu daglega lífi og starfi. Við strákarnir á „Rauða torginu", ég, frændi minn Hákon Óli, Jóhannes Haukur og Arnar Björnsson svo nokkrir séu nefndir, vorum svona hæfilega uppteknir af stjórnmálum hinna fullorðnu en dunduðum okkur við strákapör og íþróttir allt þar til Vilmundur Gylfason steig fram á sjónarsviðið. Steig? Miklu fremur reis með slíkum krafti og látum að enn finnast þess merki. Heiðar- legur, sterkur, fíngerður, kaldur og hlýr. Maður fólksins. Fyrir fólk- ið í landinu. Stjórnmálamaður eins og þeir eiga að vera. Eldhugi. Hugsjónamaður. Raritet. Að því marki sem pólitík hafði komið við sögu hjá okkur strákunum á „torg- inu“ þá fylgdum við flestir þeirri stjórn- málastefnu sem í gildi var á hverju heimili og slógumst með berum hnefum fyrir málstað sem við skildum ekki til fulls. En við samein- uðumst um Vilmund. Hann var okkar mað- ur. Innkomu Vilmund- ar í okkar vitund og áhrif hans á okkar gerðir og pólitískan þroska verður ekki lýst en flestir urðum við liðsmenn hans með einum eða öðrum hætti. Og erum liðs- menn hans enn. Vilmundur Gylfason er merkasti stjórn- málamaður er fram hefur komið á seinni hluta tuttugustu aldar. Jónas frá Hriflu á hins vegar fyrri hlutann. Það er nöturleg stað- reynd að sé saga þeirra Vilmundar og Jónasar borin saman má finna margt sam- eiginlegt. Báðir voru þeir umdeildir og báðir máttu þeir þola þyngstar árásir ein- staklinga úr eigin flokki. Vilmundur var hins vegar fyrsti ís- lenski stjórnmálamaðurinn til að koma „niður til fólksins“ og gerast raunverulegur talsmaður þess. Hann skóp einnig frumdrög ís- lenskrar rannsóknarblaða- mennsku, skók og muldi „fílabeins- turna“ varðborgar íslenskra emb- ættismanna. Með afskiptum Vil- mundar af stjórnmálum verða al- ger kaflaskipti í íslenskum stjórn- málum og má rekja flest framfara- spor í íslenskri stjórnsýslu og stjórnmálum til hans. Alþýðuflokksmenn, liðsmenn Halldór E. Sigurbjörnsson Vilmundur Gylfason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.