Morgunblaðið - 21.03.1996, Side 40

Morgunblaðið - 21.03.1996, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + t GUÐRÚN ÞÓRÓLFSDÓTTIR frá Eskifirði, lést í Landspítalanum 14. mars. Jarðarförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 23. mars 'kl. 14.00. Börnin. t Elskuleg móðir okkar, ÞURÍÐUR DALRÓS HALLBJÖRNSDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, 19. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Jóhannsson, Ingvar Jóhannsson, Ásthildur Jóhannsdóttir. t Ástkærfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR SÆBERG BJÖRNSSON skipstjóri, Suðurgötu 75, Hafnarfirði, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 15. mars. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 22. mars kl. 13.30. Björg Sæberg, Roberto Garza, Júlían Hilmar Garza, Victoria Gyða Garza, Antonio Björn Garza, Adrian Þór Garza, Elizabeth Garza og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, BJÖRÚLFUR RÚNAR ÓLAFSSON, Grundarási 1, sem lést þann 12. mars, verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 22. mars kl. 15.00. Marfa Jónsdóttir, Halldóra Elínborg Björgúlfsdóttir. Ólafur Rúnar Björgúlfsson, Elisabet Ólafsdóttir, Erna Björk Jónsdóttir, Inga Helga Jónsdóttir, Guðbjörg Maria Jónsdóttir, Ingólfur Kári Ólafsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁRNÝ SIGURLAUG JÓH AN NSDÓTTIR, - Hlíðarvegi 45, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 23. mars kl. 14.00. Guðmundur Antonsson, Gunnar Guðmundsson, Skarphéðinn Guðmundsson, Stefanía Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra fjöl- mörgu, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd við andlát og útför ástkærs bróður okkar og mágs, MAGNÚSAR GÍSLASONAR frá Hvanneyri, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg K. Gísladóttir, Erling A. Ágústsson, Sveinn Gislason, Guðbjörg Gísladóttir, Ragnar Jónsson, Runólfur Gíslason, Margo J. Renner, Gísli Gíslason. BJÖRG GUÐNADÓTTIR + Björg Guðna- dóttir fæddist að Ferjubakka í Axarfirði 17. apríl 1903. Hún lést á Sólvangi í Hafnar- firði að kvöldi 4. mars síðastliðins. Foreldrar hennar voru: Sigurveig Vigfúsdóttir Hjör- leifssonar, prests að Ijörn og Völlum í Svarfaðardal og á Skinnastað í Axar- firði. Faðir Bjargar var Guðni Þor- steinsson, kennari og múrari, ættaður úr Árnessýslu. Þau Sigurveig og Guðni fluttu síðar til Reykjavíkur meðan Björg var á æskualdri. Þar fæddist bróðir hennar, Guttormur, er lést 22. ágúst 1992. Björg giftist Ásbirni Stefáns- syni, lækni, 22. ágúst 1930, þau skildu að lögum 1936. Þau eign- uðust son, Stefán Guðna. Hinn 26. júlí 1941 giftist Björg eftirlifandi maka sinum, Eiríki Pálssyni, lögfræð- ingi. Þau bjuggu í Reykjavík til ársins 1945 en þá var Ei- ríkur ráðinn bæjar- stjóri í Hafnarfirði og frá þeim tíma áttu þau heima þar í bæ, lengst af á Suðurgötu 51. Björg og Eiríkur áttu þrjú börn: Pál, geðlækni, nú búsettan í Svíþjóð, kvæntan Jónu Bjarkan; Sigur- veigu Hönnu, lögfræðing; og Önnu Margréti, kennara, gifta Ólafi Eyjólfssyni, lækni. Barna- börn og barnabarnabörn henn- ar eru fjölmennur hópur. Útför Bjargar fór fram í kyrrþey í Fossvogskapellu 12. mars. Björg Guðnadóttir var af góðu bergi brotin. Tónelskt fólk stóð að henni í báðar ættir enda hóf hún sjálf snemma nám í píanóleik og söng og var fyrsti söngkennari hennar Sigurður Birkis. Hún var ekki orðin tvítug þegar hún fór til Kaupmannahafnar og stundaði þar nám við Frk. Zalhe skole sem var þekktur húsmæðraskóli. Hún lærði einnig hárgreiðslu og hélt áfram söngnáminu. Björg dvaldist erlendis í 5-6 ár en heimkomin til Reykjavík- ur opnaði hún og rak hárgreiðslu- stofu um skeið. Arið 1929 tók hún sig þó aftur upp og hélt til Berlínar til frekara söngnáms hjá kunnum söngkennara. Vegna fjárskorts varð hún að hverfa frá náminu og þótti kennara hennar það mjög miður farið. Björg tók alla tíð mikinn þátt í söng og söngstarfi og vakti söngur hennar löngum athygli. Hún var í kór Tónlistarfélagsins í Reykjavík, sem flutti mörg stórverk á sviði tónlistar, söng oft í ríkisútvarpinu og var einsöngvari í ýmsum verkum svo sem kantötunni „Friður á jörðu“ eftir Björgvin Guðmundsson. Einnig lék hún m.a. og söng í óperettunni „Nitouche" en síðast söng hún við útför Guðmundar Ámasonar, hrepp- stjóra í Múla í Landsveit, á árinu 1950. Eftir það lagði hún sönginn á hilluna en fékkst nokkuð við söng- + RAGNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR RÓSKA, er látin og verður kvödd í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. mars kl. 15.00. Manrico Pavolettoni, Höskuldur Harri Gylfason, Sigurbjörg Emilsdóttir, Óskar B. Bjarnason, Borghildur og Guðrún Óskarsdætur. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, EYRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hamrahlfð 27, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. mars kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, eru beðnir um að láta líknar- stofnanir njóta þess. - Guðmundur Jónsson, Fríða Halldórsdóttir, Jón Guðmundsson, Kristfn Björk Gunnarsdóttir, Halldór Guðmundsson, Valrós Sigurbjörnsdóttir, Árni Guðmundsson, Guðrún Hannesardóttir, Einar Rúnar Guðmundsson og barnabarnabörn. + Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, TÓMAS BJARNASON, áðurtil heimilis í Breiðumörk 5, Hveragerði, er andaðist á Ljósheimum, Selfossi, miðvikudaginn 13. mars sl., verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 23. mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Styrktarfélag van- gefinna. Guðrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Steinunn Bjarnadóttir, Hafsteinn Bjarnason, Birgir Bjarnason, Hildur Bjarnadóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Björk Bjarnadóttir, Kolbrún Ðjarnadóttir, og frændsystkin. Hallfríður Baldursdóttir, Ingi Sæmundsson, Valdís Steingrímsdóttir, Jónas Helgason, Sigurjón Björnsson, Morten Ottesen, kennslu og stjórnaði um tíma kór Hraunprýði, Slysavamaféiags ís- lands í Hafnarfirði. Björg fékkst einnig smávegis við lagasmíði og voru gefin út 12 smálög eftir hana undir heitinu „Leikur að tónum“. Henni var það sérstakt ánægjuefni að nokkur bamabarna hennar hafa getið sér gott orð á vettvangi söngs- ins. Björg hafði alltaf mikinn áhuga á félagsmálum og var virkur þátt- takandi í ýmsum félögum. Var einn af stofnendum Kvenfélags Alþýðu- flokksins í Reykjavík, starfaði um tíma í Góðtemplarareglunni og söng oft á hennar vegum, vann að slysa- varnamálum og var félagi í Guð- spekifélagi íslands. Hún átti oft frumkvæði að ýmsum málum svo sem að reist var bijóstlíkneski af Þórði Edílonssyni til minningar um læknisstörf hans í Hafnarfirði. Björgu var létt um að skrifa. Bréf hennar til bama og vina greindu frá atburðum líðandi stund- ar. Dregin fram í fáum dráttum, oftlega í gamantón, ásamt hollum ráðleggingum um viðbrögð í að- steðjandi vandamálum. Frásagnir hennar um ferðir og sérstaka lífs- reynslu birtust stundum í blöðum og sumt lesið í útvarpinu af dóttur hennar eða öðrum. Björg var vel farin að yfírbragði og vakti gjarnan athygli. Hún var mikil húsmóðir og dugleg og hélt heimili sínu vel til haga meðan orka leyfði. Gestrisin, glaðvær og við- ræðugóð. Til hennar var mikið leitað um góð ráð og fyrirgreiðslu og var slíkt fúslega í té látið. Hún var umhyggjusöm móðir en þar reyndi oft á í veikindum barna og vissum erfiðum vandamálum sem stundum voru henni lítt yfírstígandi en þar naut hún góðs stuðnings eftirlifandi maka síns. Á sextugsaldri tók heilsu að hnigna og þurfti hún því öðru hvoru á hjúkrunarvist að halda. Frá árs- byrjun 1984 var þróttur mjög þrot- inn og hún þjáð af sykursýki. Dvaldi hún á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi frá 19. jan. það ár til loka- dags og naut þar góðrar umhyggju. Átti þess þó kost að skreppa stund- um heim til sín á Suðurgötu 51 og um hver jól til dóttur sinnar að Öldu- túni 3 og líka um jólin 1995. Síð- ustu tvö árin var heilsa hennar í góðu jafnvægi en orkan gekk til þurrðar. Hún hélt andlegri reisn sinni til síðustu stundar en skamm: tímaminni hafði hrakað nokkuð. í lok febrúar hallaði smátt og smátt undan fæti og á ellefta tímanum að kveldi 4. mars sofnaði hún rólega ' og hvarf á vit hins ókunna. Vanda- mál og erfíðleikar mannlegs lífs voru þar með að baki. Hún hefði orðið 93 ára 17. apríl nk. Hennar er sárt saknað af fjöl- skyldu og vinum. Þeir hafa mikið misst. Þeir þakka henni hjartanlega góða samfylgd og árna henni farar- heilla inn á svið nýrrar tilveru. Fjölskyldan. i c « C i i Elsku amma mín. Það er á stundum sem þessari, sem maður efast um að það sé þess virði að láta ævintýramennsku og útþrá ráða förinni. Ef ég hefði ekki | flust af landi brott, hefðu samveru- 4 stundirnar getað orðið fleiri, elsku Erfidrykkjur Glæsileg kaífi- hlaöborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR nim tmmtiR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.