Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 mmmmmmi o 1 I ö ! & ‘DaCta Dara Síómabúdj Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fáfiafeni 11, sím/ 568 9120 MINIMINGAR § I 5 1 I I S ANNA ÁRNADÓTTIR + Anna Árnadóttir var fædd á Ytri-Rauðamel í Hnappa- dalssýslu 26. júlí 1901. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. febrúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Fossvogs- kirlgu 8. mars. Þar sem Norðurmýrin var svakki og svað svona rétt fyrir þá stór- styrjöld, sem við munum eftir og Scetir sófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - simi 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14. stendur okkur í ljósu loga minni, þar komu feður okkar niður og reistu sér hús. Þar voru hús svo- kallaðra millistétta, bjargálna fólks, sem gat kojnið yfir sig þaki, iðnaðarmenn og iðnaðarfólk, skip- stjórar og stýrimenn, háskólamenn og haldnir höfðingjar, kennarar og kristnir menn að öðru jöfnu. Þar stunduðu menn sín störf án umbrota, og þar uxum við krakk- arnir úr grasi í foreldraskjóli, strákarnir og stelpurnar og radíus- inn ekki mjög stór. Síðan líður langur tími, allt er afstætt, og allt flýtur með straumi tímans, fólk flytur og fólk deyr, fólk giftist út og suður og allt fer flakk. Nema frú Anna, sem alltaf situr í sama húsi á Mánagötu 16 og heldur þannig öllu saman, að tengslin við Norðurmýrina slitna aldrei. Trén, sem foreldrar okkar gróðursettu þá sprota eru orðin að villigróðri, þeim sem ekki að gæta en unaðsreit hinum og húsin nær horfin í heimi sem var. Og sofnuð er nú vor orms arms tróða. Hún var orðlögð fyrir kven- kosti, fríðleik og forstand. Af þessu þrennu var forstandið best, hún hélt jafnaðargeði öll sín ár á tíunda tug, gat glaðbeitt rætt alla hluti, flestum velviljuð, sá kómikina í öllum hlutum, vildi þó drága sterk- ar línur hins betra og hins verra. En það var ekki öllum gefið að vita, hvar þær skárust. Eg reyndi hin síðari árin, þegar ég var heima yfir hásumarið, að rækja þessa móður mína. Hljóðlega gekk ég upp teppalagða efri hæð- ina, sem ég hafði troðið síðan á unglingsaldri. Allar dyr voru opnar að venju, og ég stóð við hlið henn- ar, hvar hún var að glugga í Mogg- ann. En svo verður hún mín vör. Hva, ég hélt þú værir dauður. Nei, ekki alveg, svara ég, kannske bráðum. Æ, hvað allt er orðið gam- alt, þú og Árni minn líka. Ætli við förum bara ekki öll á elliheimilið saman. Það er svo einkennilegt að vera svona gömul, sagði ég við 'Sigurbjörn biskup, sem kom á ní- ræðisafmæli mínu. Þetta er svo einkennilegt, mér finnst þið sem eruð áttræð bara börn - og svo er þetta alltaf að deyja kringum mann eða orðnir aumingjar á elli- heimilum. Og ævin líður sem allra í glöðum og íjölmennum systkinahópi frá Stóra Hrauni vestra, En það er stutt í sorgina og sorgin hlífir hvergi, hún mátti horfa á eftir góðri dóttur og dóttur- barni langt fyrir aldur fram og síðan þeim ágæta maka, sem brosti við henni, en var hvellur við okkur strákana, Páli sem var svo ólík- indalegur en aðlaðandi, að enginn vissi hvaðan kom. Nú kveðjum við þetta góða fólk og nú erum við næstu kandidatar. Guð gefi oss ráð og rænu að vera þar alltaf heima. Hreggviður Stefánsson. RADA UGL YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Flakarar Óskum eftir að ráða fólk í steinbítsflökun. Upplýsingar í síma 456 2553. Slökkvilið Hafnarfjarðar Sumarafleysingar Okkur vantar starfsmenn til að leysa af vegna sumarfría í Slökkviliði Hafnarfjarðar sumar- leyfistímabilið 1996. Umsækjendur um störf slökkviliðsmanna skulu fullnægja eftirtöldum skilyrðum, sbr. reglugerð um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna nr. 195/1994: 1. Vera á aldrinum 20-28 ára, reglusamir og háttvísir. 2 Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd. 3. Hafa aukin ökuréttindi til að stjórna a) vörubifreið og b) leigubifreið. 4. Hafa iðnmenntun, sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. Upplýsingar eru gefnar á varðstofu slökkvi- liðsins v/Flatahraun, þar sem liggja frammi umsóknareyðublöð. Umsóknir berist undirrit- uðum fyrir 15. apríl nk. Slökkviliðsstjóri. LIS TMUNAUPPBOÐ Málverkauppboð Vantar máiverk í sölu. Höfum hafið móttöku á verkum fyrir næsta listmunauppboð. Opið virka daga frá kl. 12 til 18. BQRG v/ingóifstorg, sími 552 4211. Bakarasveinafélag íslands Bakarasveinar Félagsfundur verður haldinn hjá Bakara- sveinafélagi íslands í Þarabakka 3, laugar- daginn 23. mars nk. kl. 15.00. Dagskrá: 1. Lagabreytingar. 2. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur fimmtudaginn 28. mars 1996 kl. 17 í veitinga- sal félagsins á Bárugötu 8-10, Akranesi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um 10% hækkun hlutafjár með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um heimild til að auka hlutafé um allt að 150 milljónir kr. með útboði. Heimildin gildi til tveggja ára. 4. Önnur mál. Stjórnin. Kvennaskólinn f Reykjavík Opið hús Laugardaginn 23. mars, milli kl. 13.00 og 15.00, verður skólinn opinn til kynningar fyr- ir 10. bekkinga grunnskóla og aðra þá, sem vildu kynna sér starfsemi skólans. Skólameistari. C Landsvirkjun Útboð Einkasímstöðvar Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í tvær ISDN-einkasímstöðvar í samræmi við útboðsgögn RKS-01. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 25. mars 1996, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1.000 með vsk. fyrir hvert eintak. Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Landsvirkjunar á Háaleitisbraut 68, Reykja- vík, til opnunar mánudaginn 15. apríl 1996 kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. I.O.O.F. 5 = 1773218 = Sk I.O.O.F. 11 = 1770321872 =Kk □ HLÍN 5996032119 VI - 1 KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Aðalfundur KFUM og sumar- starfsins í Vatnaskógi kl. 20.00. Austurvegur^ ehf. Námskeið í Reiki heilun Næsta námskeið í Reiki heilun I fer fram helgina 23. og 24. mars milli kl. 10 til 17. Reiki heilun 2 fer fram að kvöldi 25., 26. og 27. mars frá kl. 20. Kennsla fer fram á Sjávargötu 28, Bessa- staðahreppi, 10 mín. akstur frá Reykjavík, í fallegu umhverfi við sjóinn. Kennari er Rafn Sigurbjörnsson, viðurkenndur Reikimeistari af Reikisamtökum íslands, The Reiki Association, The Reiki Outreach International. Upplýsingar og skráning fer fram í síma 565 2309 eftir kl. 13 alla daga. singor Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Tónlistarvaka: „Kaffihús með lifandi tónlist". Maríanna Másdóttir syngur. Allir velkomnir. Ath.: Munið útsöluna í Flóamark- aðsbúðinni, Garðastræti 6. Opið í dag og á morgun kl. 13-18. Dagsferðir sunnud. 24. mars kl. 10.30: Afmælisganga á Keili. Telemarknámskeið 23. og 24. mars. Auglýst nánar í föstu- dagsblaðinu. Jeppaferð 22.-23. mars íshellirinn í Breiðamerkurjökli. Farið til Kirkjubæjarklausturs á föstudagskvöld. Gist þar i svefn- pokaplássi á Hótel Eddu. Farið að Breiðamerkurjökli um morg- uninn. Ekið og gengið að ný- fundna hellinum. Stórkostleg náttúra undir leiðsögn fróðra heimamanna. Verð kr. 2.200. Aðalfundur Útivistar verður haldinn í Fóstbræðraheimilinu fimmtud. 21. mars kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.