Morgunblaðið - 14.04.1996, Page 1

Morgunblaðið - 14.04.1996, Page 1
88 SÍÐUR B/C/D 85. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 14. APRIL 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Starf tesmakk- ara lagt niður ROBERT Dick, æðsti opinberi tesmakk- arinn i Bandaríkjunum, hefur orðið fyrir barðinu á baráttu ráðamanna í Washington gegn fjárlagahallanum og misst starfið eftir að hafa gegnt því í tæpa hálfa öld. Samkvæmt lögum, sem Bandaríkjaþing setti fyrir 99 árum, þurfti sérstök nefnd tesérfræðinga að leggja biessun sína yfir allan teinnflutn- ing til Bandaríkjanna og bragða á vör- unni til að ganga úr skugga um að hún uppfyllti gæðakröfur. Meirihluti repú- blikana setti ákvæði um afnám nefnd- arinnar í Iög, sem Bill Ciinton forseti staðfesti í vikunni sem Ieið. Robert Dick, sem er áttræður, var formaður nefndarinnar og mátti sín því mikils í teiðnaðinum. Hann hafði vald til að hafna innflutningi á tei sem hann taldi bragðast illa, en hann viður- kenndi að hann hefði ef til viil mátt vera kröfuharðari í starfinu. „Við leyfðum margoft innflutning á tei sem Englendingar myndu aldrei drekka.“ Brunalið roðnar í viðurvist konu 59 slökkviliðsmönnum í Worcester í Englandi er nú heitt í hamsi vegna ákvörðunar yfirmanna þeirra um að Ieyfa fyrstu konu slökkviliðsins að nota sama búningsherbergi og þeir. Menn- irnir segjast ánægðir með að starfa við hlið konunnar, en þeir fari hjá sér þeg- ar hún sé í búningsherberginu meðan þeir skipta um föt og afklæðast áður en þeir fara í sturtu. „Þetta gengur í berhögg við alla heilbrigða skynsemi og velsæmi," sagði einn slökkviliðs- mannanna. „Mennirnir hafa þurft að skýla sér á bak við hurðir skápanna og sumum eiginkvennanna er illa við þetta. Við erum engar teprur en ætlum ekki að vera með nektarsýningar." Indverskar ekkj- ur í hefndarhug EKKJUR 23 landeigenda í Indlandi, sem talið er að indverska konan Phool- an Devi hafi myrt, hafa ákveðið að beita sér gegn henni í þingkosningun- um i landinu 27. apríl. Konurnar eru frá Uttar Pradesh, þar sem menn þeirra voru myrtir fyrir 15 árum, og ætla að ferðast um kjördæmi Devi í rútu, sem þær nefna „Hefnd ekkn- anna“. Devi er þar í framboði og hefur verið nefnd „Blómagyðjan". Um hana hafa verið skrifaðar nokkrar bækur, auk þess sem kvikmyndin „Drottning stigamannanna" fjallar um líf hennar. Hún er talin hafa myrt landeigendurna í hefndarskyni eftir að henni var nauðgað og ástmaður hennar myrtur. ísraelar halda áfram hernaðaraðgerðum í suðurhluta Líbanons 200.000 manns flýja mannskæðar árásir Beirút, Jerúsaiem. Reuter, The Daily Telegraph. ÍSRAELAR héldu í gær áfram loft- og stór- skotaliðsárásum á suðurhluta Líbanons til að hefna flugskeytaárása Hizbollah-samtak- anna á norðurhluta ísraels. Að minnsta kosti 25 manns höfðu fallið í gær og 53 særst í árásum ísraela og talið var að um 200.000 manns hefðu flúið heimili sín. Með- al fórnarlambanna voru fjögur börn og tvær konur, sem biðu bana þegar ísraelskar her- þyrlur skutu flugskeyti á sjúkrabíl nálægt hafnarborginni Týros í gær. Hizbollah (Flokkur guðs), sem nýtur stuðnings stjórnvalda í Iran, hélt áfram að skjóta flugskeytum á norðurhluta ísraels og um 40 manns hafa særst í árásum sam- takanna síðustu daga. Faris Bouez, utanríkisráðherra Líbanons, kvaðst ætla að mótmæla árásum ísraela á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Sýrlending- ar hvöttu Bandaríkin og Evrópuríki til að knýja ísraela sem fyrst til að hætta árásun- um og hefja friðarviðræður að nýju. Sýrlend- ingar eru með 35.000 hermenn í Líbanon, og einn þeirra beið bana og sjö særðust þegar ísraelskar herþyrlur gerðu árás á herstöð í úthverfi í Beirút á föstudag. Bandaríkjastjórn hvatti hins vegar Sýr- lendinga og írani til að fá Hizbollah til að láta af árásum sínum. Hún varði hefndarað- gerðir Israela og sagði nauðsynlegt að refsa samtökunum. Herve de Charette, utanríkisráðherra Frakklands, hvatti ísraela og stjórn Líban- ons til að sýna stillingu og sagði að frekari hernaðaraðgerðir myndu stofna friðarferlinu í Miðausturlöndum í mikla hættu. ísraelsher hafði varað við því að ráðist yrði á 49 þorp og bæi í suðurhluta Líban- ons og embættismenn í Beirút sögðu að um 200.000 manns hefðu flúið heimili sín á svæðinu. Hermdarverkum hótað utan Israels Embættismenn í Jerúsalem sögðu að hernaðaraðgerðir ísraela gætu staðið í tvær vikur. Talið er að Shimon Peres, forsætisráð- herra ísraels, vilji með aðgerðunum treysta stöðu sína fyrir þingkosningarnar í landinu eftir tvo mánuði og sýna kjósendum fram á að þeir geti treyst honum til að tryggja öryggi þeirra. Hizbollah segist ætla að halda áfram að ráðast á ísraelska bæi og svara hernaðarað- gerðum ísraela með árásum utan Líbanons. Ottast er að samtökin undirbúi hermdarverk gegn ísraelum á Vesturlöndum. Reuter FLÓTTAMENN á vörubíl nálægt hafnarborginni Týros í suðurhluta Líbanons. Talið var að 200.000 manns hefðu flúið heimili sín á svæðinu vegna árása ísraela á tugi þorpa og bæja. Brusscl. Reuter. TVEGGJA daga ráðstefnu 55 ríkja um Bosníu lauk í gær eftir að náðst hafði það takmark að safna 1,2 milljörðum dala, jafn- virði tæpra 80 milljarða króna, til uppbygg- ingarstarfsins í landinu á þessu ári. Lawrence Summers, aðstoðarfjármála- ráðherra Bandaríkjanna, staðfesti að ríkin hefðu lofað alls 1,28 milljörðum dala til uppbyggingarinnar. „Þessi ráðstefna var mjög árangursrík og framlag okkar átti m. Arangnrsríkur Bosníufundur stóran þátt í því,“ sagði Summers. Bandaríkjastjórn lofaði 219 milljónum dala, sem svarar 14,5 milljörðum króna, til viðbótar 62 milljónum dala sem hún lofaði á samskonar ráðstefnu um aðstoð við Bosníu í desember. Alþjóðabankinn og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stóðu fyrir ráðstefn- unni og áætla að safna þurfi 5,1 milljarði dala, jafnvirði 336 milljarða króna, á næstu fjórum árum til uppbyggingarinnar. Talið er að tjónið af völdum stríðsins í Bosníu nemi 50 milljörðum dala, sem svarar 3.300 milljörðum króna. 10 FORSEmmm ek íEBLISÍH0 PÓLIMT Tifandi tímasprengja 20 VIDSKIPn AIVINNUIÍF Á SUNNUDEGI HUGVITIÐ ÍASKANA LÁTIÐ 11 B s * FRJALS I FJALLASAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.