Morgunblaðið - 14.04.1996, Page 16

Morgunblaðið - 14.04.1996, Page 16
16 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ekkju- veldið í Asíu Þótt virðing fyrír réttindum kvenna sé ekki einkennandi fyrir ríkin á Indlandsskaga eru það konur sem fara þar víða með völdin. BANGLADESH hafa tvær konur tekist á um völdin, forsætisráð- herrann og leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, og stríðið á milli þeirra hefur haft í för með sér hálf- gert upplausnarástand í öllu iandinu. Nú í augnabiikinu ríkir þó nokkurs konar friður en þessi staða minnir á þá sérkenniiegu hefð, sem ríkir í Suðaustur-Asíu þar sem viljasterkar konur hafa gerst merkisberar eftir að eiginmenn þeirra eða feður voru ráðnir af dögum. Þegar Khaleda Zia sagði af sér sem forsætisráðherra Bangladesh og boðaði til kosninga í næsta mán- uði ákvað Hasina Wazed, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, að hætta mótmælunum gegn stjórnvöldum en þau hafa einkennst af miklu ofbeldi og nánast lamað landið. Raunar voru þingkosningar í Bangladesh í febr- úar sl. en þá neitaði stjómarandstað- an að taka þátt í þeim. Barátta milli fjölskyldna í þessum heimshluta þar sem byssukúla eða sprengja eru jafn líkleg til að binda enda á feril stjómmála- manna og sjálfur kjörklefinn, eru það ekkjur og dætur myrtra leiðtoga, sem beijast um æðstu embættin. Astæðan fyrir þessu er ekki virð- ing fyrir réttindum kvenna, síður en svo, heldur sú gamla venja, að stjórnmálabaráttan, oft bíóði drifin, stendur gjarna á milli valdamikilla fjölskyldna eða ætta: Þannig er þessu háttað í Pakistan og Sri Lanka, þar eru konur við völd að mönnum sínum eða feðmm látnum, og búist er við, að Sonja Gandhi, ekkja Rajivs Gandhis, fyrr- verandi forsætisráðherra, muni láta til sín taka í væntanlegum þingkosn- ingum á Indlandi þótt hún gegni engu embætti. Þessi undarlega þróun í löndum þar sem karlveldið ríkir annars á öllum sviðum kann að stafa að nokkru leyti af samúð og þeirri trú, að eiginleikar karlmannanna geti að einhverju leyti færst yfír á eiginkon- ur þeirra og dætur. Þessar konur hafa hins vegar sýnt það og sannað, að þær eru engir veifískatar. í Bangladesh hefur kvennastríðið staðið í tvo áratugi eða síðan fjöl- skylda Hasinu, þar á meðal faðir hennar, Mujibur Rahman, var myrt í valdaráni hersins. Sex árum síðar var Ziaur Rahman hershöfðingi, for- seti Bangiadesh og eiginmaður , Reuter KONUR í Bangladesh krefjast jafnréttis í höfuðborginni Dhaka. Þótt konur séu áhrifamiklar í stjórnmálum landsins ríkir mis- rétti á mörgum sviðum. KHALEDA Zia, forsætisráðherra Bangladesh, greiðir atkvæði í kosningunum í febrúar. Hasina Wazed, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, nýtir sér nútímatækni til að ráðgast við stuðnings- menn sína. Khaledu Zia, einnig myrtur. Báðar konurnar trúa því, að ætt- ingjar og stuðningsmenn hinnar hafi staðið að morðunum og eru ekkert að fela hatrið hvor á annarri. Dreymdi um föðurhefnd í Pakistan, öðru múslimaríki sem ekki er frægt fyrir virðingu fyrir réttindum kvenna, er Benazir Bhutto forsætisráðherra. Faðir hennar, Zulfikar Ali Bhutto, var hengdur 1979, tveimur árum eftir að honum var steypt af stóli í valdaráni. Árum saman átti dóttir hans sér þann eina draum að hefna hans. Á Sri Lanka eru það mæðgur og ekkjur, sem fara með völdin. Chand- rika Kumaratunga er forseti og móðir hennar, Sirimavo Bandaraina- ike, er forsætisráðherra. Bandara- inaike, frú B eins og hún er oft kölluð, er 79 ára gömul og varð fyrsta kona í heimi til að gegna for- sætisráðherraembætti árið 1960. Tók hún við því eftir að sinhalískir munkar höfðu drepið Solomon, eig- inmann hennar og forsætisráðherra. Chandrika, dóttir hennar, sem er menntuð frá Sorbonne í París, missti einnig manninn sinn en hann var skotinn 1988 þegar hann var fram- bjóðandi í forsetakosningum. Kum- aratunga nýtur nú þess vafasama heiðurs að vera efst á dauðalista uppreisnarliðs Tamílsku tígranna en stjórnarherinn á Sri Lanka náði Jaffna, helstu borg tamíla, á sitt vald fyrir nokkrum mánuðum. Þótt stjórnmálabaráttan á Ind- landsskaga sé oft mjög blóðug hefur samt aðeins ein kona í leiðtogaemb- ætti verið myrt. Það er Indira Gand- hi en einn lífvarða hennar af trú- flokki sikha skaut hana til bana 1984. Hvað gerir Sonja? Á Indlandi beijast nú margir um hylli Sonju, tengdadóttur hennar, sem er ítölsk að ætt, endá þykir það eftirsóknarvert að vera í náðinni hjá fjölskyidunni, sem alið hefur af sér þrjár kynslóðir forsætisráðherra. Fyrstur var Jawaharlal Nehru, sem dó eðlilegum dauðdaga, síðan Indira og svo Rajiv, eiginmaður Sonju, sem lést í sjálfsmorðsárás tamílsku tí- granna 1991. Eins og Bhutto og Bandarainaike hefur Nehru-Gandhi-fjölskyldan orðið að greiða ásóknina í völdin dýru verði og pólitískum afskiptum hennar er ekki lokið. Á Indlandi sjá nú margir vænlegt Ieiðtogaefni í Priyanka, 23 ára gamalli dóttur þeirra Sonju og Rajivs. Flestar þessara kvenna komu inn í pólitíkina mjög skyndilega og við erfiðar aðstæður. Indverska kven- réttindakonan Urvashi Butalia segir þó, að það hafi ekki bara verið ættar- nafnið og samúðin, sem hafi ýtt þeim á toppinn. Áður hafi til dæmis þær Bhutto og Kumaratunga orðið að bera sigurorð af bræðrum sínum í baráttu innan fjölskyldunnar. „Fyrir konur er fjölskyldan oft eini farvegurinn fyrir pólitísk af- skipti þeirra," sagði Butalia, „en þessar konur urðu að hafa meira til að bera. Þær hafa sýnt, að konur geta náð alla leið á toppinn.“ Eiginkona Colins Powell í viðtali Fékk hatursfull bréf og óttaðist um líf eiginmannsins Alma, eiginkona Colins Powell, hefur nú skýrt frá því að hún hafi ein- dregið lagst gegn fram- boði hans í forsetakosn- ingunum í Banda- ríkjunum. ¥T YNÞÁTT AH AT ARAR ■V sendu Colin Powell hers- höfðingja íjandsamleg bréf er hann velti því fyrir sér hvort hann ætti að gefa kost á sér í forsetakosningunum í Bandaríkj- unum í haust. Þau urðu meðal annars til þess að eiginkona hans, Alma, tók að óttast meira en áður um að Powell yrði sýnt banatilræði hygðist hann hasla sér völl á vett- vangi stjórnmála vestra. Lagði hún hart að manni sínum að hafna framboði. Alma Powell, sem er 58 ára, hefur ekki tjáð sig um mál þetta frá því að eiginmaður hennar kunngjörði að hann hygðist ekki gefa kost á sér í forsetakosningun- um. Vitað var að hún hefði lagst gegn framboði hans enda er henni lítt um fjölmiðlaljósið gefið og þá athygli alla sem fylgir stjómmála- lífinu í Bandaríkjunum. Hms'vegar Reuter COLIN Powell og Alma eiginkona hans er hershöfðinginn skýrði frá því að hann yrði ekki í framboði í forsetakosningunum í Bandarikjunum í haust. er þetta í fyrsta skipti sem hún lætur uppi þann ótta sem hreiðrað hafði um sig í bijósti hennar og þá andstyggð sem hún hefur á stjórnmálum. Virt stríðshetja Colin Powell, hershöfðingi og stríðshetja, var að margra mati sá frambjóðandi Repúblíkanaflokks- ins sem mesta möguleika átti á að velta Bill Clinton forseta úr sessi í komandi kosningum. Pow- ell, sem var forseti herráðs Banda- ríkjanna og þar með æðsti yfirmað- ur heraflans að forsetanum frá- töldum er hann settist í helgan stein, nýtur mikillar virðingar enda hefur enginn blökkumaður náð svo langt áður innan Bandaríkjahers. Repúblíkanar urðu því margir fyrir miklum vonbrigðum er hann skýrði frá því að hann yrði ekki í fram- boði en sýnilega voru þó einhverjir fullsáttir við þá niðurstöðu, ef marka má-orð eiginkonunnar. „Ég vildi alls ekki að hann færi fram,“ segir Alma Powell. Ég sagði honum það strax.“ Hún kveðst hafa hafnað þeirri kenningu að kynþáttahatur myndi hverfa eins og dögg fyrir sólu í Bandaríkjunum ef eiginmaður hennar yrði forseti. „Blökkumaður sem ákveður að vera í framboði í forsetakosningum verður jafnan í mikilli hættu. Ég vil ekki segja frá þeim ógeðfelidu og hatursfullu bréfum sem okkur bárust. Menn halda að allir kunni vel við Colin Powelljég get upplýst að það er ekki svo að allir kunni vel við Colin Powell." Frúin rifjar upp atvik frá því í fyrra er maður einn barði dyra á heimili þeirra í úthverfi Washing- ton. Hann hafði keyrt til höfuð- borgarinnar alla leið frá Florída og spurst fyrir um það í hverfinu hvar Powell-hjónin ættu heima. í ljós kom að þetta var ákafur stuðn- ingsmaður Powells sem vildi með þessum hætti hvetja hann til að gefa kost á sér. Þetta varð hins vegar til þess að fylla Ölmu Pow- ell skelfingu. „Ég gerði mér ljóst að hver sem er gæti gert þetta. Það var sérlega ónotaleg tilhugs- un.“ Niðrandi skrif um þunglyndi Frú Powell segir fréttir blaða sem birtust í fyrra þess efnis að hún þjáðist af þunglyndi hafa ver- ið ákaflega niðrandi skrif. Komust þessir erfiðleikar frúarinnar í há- mæli í fjölmiðlum um það leyti sem einna ákafast var þrýst á eigin- mann hennar um að fara fram fyrir flokk repúblíkana. „Þarna var um að ræða algjört einkamál mitt og ég reiddist heiftarlega. Þetta var þvílíkur yfirgangur." í viðtalinu sem birtast mun í næsta hefti tímaritsins Ladies’ Home Journal, rifjar Alma Powell einnig upp æsku sína en hún ólst upp í hverfi blökkumanna í Birm- ingham í Alabama þar sem mikið bar á kynþáttahatri. Faðir hennar var skólastjóri og reyndi hann hvað hann gat til að hlífa bömum sínum við því og þeirri baráttu sem fram fór um mannréttindi blökkumanna vestur í Bandaríkjunum á þessum tíma. Hún segir að hún og vinir hennar hafi oftlega óttast um öryggi sitt þegar hópar hvítra öfgamanna fóru um suðurríkin og börðu á blökkumönnum. Hafnar hugmynd Dole Robert Dole, öldungadeildar- þingmaður sem allt bendir til að verði frambjóðandi repúblíkana í kosningunum í nóvember, hefur látið að því liggja að hann gæti vel hugsað sér að fá Powell hers- höfðingja með sér í framboð og þá sem varaforsetaefni. í viðtalinu kemur fram að Alma Powell er því aigjörlega andvíg. Hún kveðst telja að eiginmaður hennar sé leitandi og að hann sé sjálfur ekki algjörlega viss um hvað hann vilji taka sér fyrir hend- ur- „Ég tel að menn geti látið til sín taka með mun áhrifameiri og jákvæðri hætti sem óbreyttir borg- arar frekar en embættismenn. Þótt margir kunni að neita að trúa því hef ég aldrei heyrt manninn minn segja: Ég vil verða forseti Banda- ríkjanna." ......u ... ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.