Morgunblaðið - 14.04.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 17
MIKIÐ uppnám varð í bók-
menntaheiminum vestan
hafs fyrir skömmu þegar
það spurðist út, að forlagið St.
Martin’s Press hefði ákveðið að
gefa út ævisögu Josephs Goebbels,
áróðursmálaráðherra Hitlers, eftir
enska sagnfræðinginn David Irv-
ing. Irving er kunnur víða um lönd
fyrir að vera einna fremstur í flokki
þeirra, sem segja helförina gegn
gyðingum vera tómt bull og vit-
leysu, en Thomas Dunne, forstjóri
forlagsins, kvaðst ekkert hafa um
það vitað. Hélt hann því einnig
fram, að einkaskoðanir höfundar-
ins skiptu engu máli, heldur aðeins
bókin sjálf sem sagnfræðirit.
Dunne hafði þó ekki fyrr lýst
þessu yfir en hann lét undan há-
værri gagnrýninni og tilkynnti, að
hætt hefði verið við útgáfu bókar-
innar. Forlagið verður þó eftir sem
áður að standa við samninginn við
Irving, sem mun fá sín höfundar-
laun með skilum.
Sumir sagnfræðingar og aðrir
útgefendur segjast leggja lítinn
trúnað á, að bókmenntafræðing-
arnir hjá St. Martin’s, sem gefur
árlega út 650 bækur um margvís-
leg efni, hafi ekkert vitað um póli-
tískar skoðanir David Irvings.
Hann er stóra hetjan í augum
nýnasista víða um heim og ræður
hans hrinda ósjaldan af stað fjöl-
mennum mótmælafundum.
Dæmdur í Þýskalandi
Irving hefur verið úthýst í
Þýskalandi, Ástralíu og Kanada
og í Þýskalandi hefur hann auk
þess verið dæmdur fyrir að hvetja
til kynþáttahaturs og fyrir að
óvirða minningu hinna látnu. Er
það samkvæmt lögum, sem banna
mönnum að afneita Helförinni. í
Bretlandi hefur hann formælt
þátttöku svartra manna í krikket-
Tekist á um
ævisögu Goebbels
St. Martin’s-forlagið boðaði fyrir skömmu útgáfu á ævisögu Jos-
ephs Goebbels, áróðursmálaráðherra Hitlers, en eftir mjög harða
gagnrýni á bókina og höfund hennar, hinn „hófsama fasista“ David
Irving, var ákveðið að hætta við allt saman
keppni og hvatt til „eyðingar ísra-
elsríkis".
Irving, sem lýsir sjálfum sér
sem „hófsömum fasista“, er litinn
hornauga af öðrum sagnfræðing-
um en eins og áður segir er hann
uppáhald þeirra, sem afneita Hel-
förinni. Við þau tækifæri fer hann
hamförum gegn gyðingum, kallar
helförina „blóðuga lygi“ og heldur
því fram, að í Auschwitz hafi aldr-
ei verið neinir gasklefar. Segir
hann fullum fetum, að Pólveijar
hafi komið þeim upp eftir stríð til
að draga að ferðamenn.
Harðir dómar
Um þetta allt saman vissu þeir
hjá St. Martin’s Press ekki neitt
að sögn og það virðist líka hafa
farið framhjá þeim hvaða dóma
ævisagan hans Goebbels fékk hjá
gagnrýnendum, sem voru sérstak-
lega fengnir til að meta hana fyr-
ir forlagið. Yfirleitt eru þessir fyr-
irframdómar fremur vinsamlegir
en í Kirkus Reviews sagði, að bók-
in væri „svívirðilega villandi“ og
Publishers Weekiy
sagði hana „viðbjóðs-
lega“.
Samtök gyðinga í
Bandaríkjunum
brugðust að sjálf-
sögðu hart við fyrir-
hugaðri útgáfu á
„Goebbels“ og sök-
uðu Irving um að
sverta minningu allra
þeirra, sem látið
hefðu lífið fyrir hendi
harðstjóra.
Ed Novak, um-
boðsmaður Irvings,
segir, að St. Martin’s
hafi ákveðið að gefa
„Goebbels" út eftir
að mörg önnur forlög höfðu hafn-
að bókinni og yfirleitt án þess hún
væri lesin.
„Þeir sögðust bara ekki hafa
neinn áhuga á einhveiju eftir
þennan mann en hjá St. Martin’s
sáu þeir, að hér var um að ræða
góða bók, sem þeir gætu hagnast
á,“ sagði Novak en vildi ekki upp-
lýsa hvað forlagið hefði greitt. Ir-
ving. Sagði aðeins, að hann fengi
meira fyrir sínar bækur en flestir
sagnfræðingar.
Þegar Thomas Dunne útskýrði
þá ákvörðun sína að gefa ævisögu
Goebbels út sagði hann, að útgef-
endur ættu ekki að velta fyrir sér
einkaskoðunum rithöfunda og
sagði, að það væri líka rétt mátu-
legt á Goebbels sjálfan, sem hefði
ekki haft unun af neinu meir en
bókabrennum og skoðanakúgun.
Um þetta eru þó margir sagn-
fræðingar á öðru máli og segja,
að vissulega skipti höfundurinn
máli. Halda þeir því fram, að eng-
inn ærlegur maður geti tekið rit-
verk Irvings alvarlega.
Samúð með nasistum
Dunne segir, að það sé langt í
frá, að Irving hefji Goebbels upp
til skýjanna í bók sinni, þvert á
móti lýsi hann honum sem
„skrímsli í mannsmynd“. Undir
það hafa raunar aðrir gagnrýnend-
ur tekið en segja, að samt leyni
sér ekki samúð höfundarins með
málstað nasista. í bókinni sé hatur
Goebbels á gyðingum og grimmd
notuð til að leggja áherslu á þá
skoðun Irvings á Hitler, að hann
hafi verið duglaus leiðtogi, sem
hafi verið dreginn nauðugur vilj-
ugur út í blóðbað og grimmdar-
verk síðari heimsstyijaldar.
„Hvorki þýska þjóðin né Foringi
hennar voru haldin hinu djöfullega
gyðingahatri Goebbels,“ segir Irv-
ing í bókinni og þann boðskap
hefur hann verið að flytja síðustu
tvo áratugina.
Bók Irvings byggir mikið á dag-
bókum Goebbels sjálfs, 75.000
blaðsíðum, sem lágu flestum
gleymdar í skjalasafni Rauða hers-
ins í Moskvu þar til kommúnisminn
hrundi. Var Irving fyrsti rithöfund-
urinn, sem fékk aðgang að þeim.
Eins og áður segir gafst St.
Martin’s upp fyrir gagnrýninni og
hætti við að gefa út bókina um
Goebbels. Ekki eru þó allir á einu
máli um þá ákvörðun frekar en
þá fyrri og finnst sem lítið hafi
lagst fyrir forlagið eftir öll hreysti-
yrðin.
Sendist til: GÖTEBORGS-KEX, Pósthólf 4132, 124 Reykjavík
Ég sendi hér með 6 strikamerki og 399 krónur.
Innan 3ja vikna fæ ég sent kort frá Casa þar sem mér verður boðið að koma
í verslunina og velja mér glas, eða að láta senda mér, að kostnaðarlausu.
Nafn: -------------------------------------------Sími: --------------
Hcimilisfang:____________________________________ Pósthólf: ---------
iystaukandi
glös
íyrir lítið?
Þú kaupir uppáhaldstegundirnar þínar
afljúfFengu Göteborgs-kexi,
sendir Q strikamerki af þeim ásamt
399 krónum - og glasið er þitt.
Þú getur valið úr íjölmörgum gerðum af
Ritzenhoff glösum með myndskreytingum
eftir heimsfræga listamenn þ.á.m. Erró.
Fáðu þér bækling í næstu matvöruverslun.
Njóttu vell