Morgunblaðið - 14.04.1996, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 29
Ennfremur verður að hafa í huga
að mikil háhitaorka fer til spillis ef
eingöngu er unnin raforka úr háhit-
anum. í grófum dráttum er nýtni
háhita til raforkuvinnslu um 10%
og til varmaorkuvinnslu 60-70%.
Nýtni til varmavinnslu er miðuð við
það sem orkuverið lætur frá sér, en
af því nýtist aðeins um helmingur
til húshitunar (30-40%). Raforka
skilar hins vegar 100% nýtni í hús-
hitun. í seinasta fréttabréfí Sam-
orku, sem eru samtök raforku-, hita
og vatnsveitna, ritar Jóhannes
Zoega grein þar sem hann ræðir
um mikilvægi þess að fara vel með
þau háhitasvæði sem liggja næst
megin þéttbýlinu. Ennfremur bendir
hann á að með því að nota hringrás-
arkerfi fyrir hitaveituvatn í stað
þess að hita sífelld upp nýtt kalt
grunnvatn megi auka nýtni háhita-
svæða til varmavinnslu fyrir hita-
veitur um fjórðung.
Til mótvægis við litla nýtni í raf-
orkuframleiðslu er hægt að skila
jarðhitageyminum aftur nokkru af
þeim varma sem ekki nýtist, mis-
munandi eftir aðstæðum. Sú aðgerð
er ennfremur virkasta mótvægisað-
gerðin gagnvart mengun af efna-
samsetningu jarðhitavökvans. Þótt
mengun vegna háhitaorkuvera sé
lítil samanborið við samsvarandi
orkuver sem nýta jarðefnaeldsneyti,
þá er hún talsverð einkum ef borið
er saman við vatnsorku, en vinnslu
henni fylgir engin mengun.
Það er alkunna að mannvirki
vatnasaflsvirkjunar endast mun
lengur en sem nemur afskriftartíma
fjárfestingarinnar. Það er einnig
alkunna að mannvirki og tæki há-
hitavirkjana endast mun skemur en
mannvirki vatnsaflsvirkjana. Fjár-
festing í vatnsorkuveri gefur því arð
mun lengur en samsvarandi fjárfest-
ing í jarðhitaorkuveri. Þetta eru allt
saman þættir sem þarf að taka mið
af í umræðum um nýtingu orkuauð-
linda landsins.
Samantekt
Þær heildstæðu áætlanir sem
gerðar eru um nýtingu íslenskra
auðlinda verða að taka tillit til eigin-
leika þeirra og sjálfbærrar nýtingar.
Við mat á ávinningi verður að nota
sambærilegar aðferðir, sem endur-
spegla þetta hvort tveggja, og taka
auk þess mið af viðurkenndum nið-
urstöðum í auðlindahagfræði. Ef við
stefnum að sjálfbærri þróun, sem
hefur í för með sér að stefna skuli
að hámarksnýtni orkulindanna, þá
stenst ekki að einstakir handhafar
orkuvinnsluréttinda geti nýtt þáu
að vild óháð heildarhagsmunum
þjóðarinnar þegar til lengri tíma er
litið.
Það liggur t.d. í augum uppi að
ef val stendur milli tveggja að því
er virðist sambærilegra kosta til að
uppfylla þörf fyrir raforku, þar sem
annar er endurnýjanlegur (vatns-
orka) en hinn er námavinnsla (há-
hiti), þá er náman geymd til síðari
nota. Annað væri óskynsamlegt af
sjónarhóli sjálfbærrar þróunar.
Spurningin er hvenær þessir kostir
eru sambærilegir. Er það þegar
framleiðslukostnaður orku er sá
sami, eða þarf að taka tillit til ann-
arra þátta, og þá hverra?
Þau viðhorf til nýtinga orkuauð-
linda sem hér eru til umræðu kalla
á meiri áherslu á nýtingarrannsókn-
ir, svo sem þróun aðferða til að
meta stærð og vinnslueiginleika
háhitasvæða og allt sem lýtur að
því að bæta nýtni í orkuvinnslu.
Eins og glöggt má sjá af meðfylgj-
andi línuritum er nákvæmni í mati
á vatnsorku háð vitneskju um vatns-
rennsli og langtímabreytileika þess.
Kanna þarf gaumgæfilega kosti
þess að samnýta háhita- og vatns-
orku þannig að heildarnýtni orkunn-
ar verði sem best á hveijum tíma.
Þar sem framburður jökulánna
er líklegur til að geta takmarkað
þann eiginleika vatnsorkunnar að
vera endurnýjanleg, þ.e. það tíma-
bil sem hægt er að ná hámarks-
nýtni úr vatnsorku er augljóst að
rannsóknir á aurburði eru mikilvæg-
ur liður í mati á vatnsorku.
Höfundar cru sérfrœðingar hjá
Orkustofnun.
GERÐUR HÓLM
+ Gerður Hólm
fæddist í
Reykjavík 24. nóv-
ember 1943. Hún
lést á Landspítalan-
um í Reykjavík 1.
apríl síðastliðinn og
fór útförin fram frá
Fossvogskapellu
11. apríl.
Gerður Hólm hefur
kvatt þennan heim.
Æðrulaust og með
reisn tók hún þeim
skapadómi fyrir rúmu
ári, að hún væri haldin
svo banvænni veiki, að hún ætti
tæpast meira en eitt ár ólifað og
nú er göngu hennar lokið og hún
aðeins 52 ára.
Frá okkar fyrstu kynnum hefur
Gerður ávallt staðið mér fyrir hug-
skotssjónum sem brosmild og kát
stúlka. Hún var raunsæ og reynd-
ist mesta myndarkona, hjartahlý
og trygglynd.
Það var fyrir nærri 44 árum að
við auglýstum eftir stúlku til að-
stoðar á heimilinu og að gæta
tveggja sona okkar, sem voru á
1. og 3. ári. Nokkrum kvöldum
síðar komu til okkar mæðgurnar
Guðbjörg Einarsdóttir og Gerður,
dóttir hennar á 8. ári.
Guðbjörg vildi ráða
sig.
Nokkur augnablik
var ég í vafa um hvort
við ættum með ráðn-
ingu hennar að taka
þriðja barnið inn á
heimilið. Guðbjörg
horfði á okkur þessum
góðlátlegu augum sín-
um og stundi því upp,
að hana hefði dreymt
Guðrúnu á Ráðningar-
stofu Reykjavíkur um
nóttina og það hlyti
að vera fyrir góðu,
þannig hefði það reynst sér.
Um leið og við heyrðum um
drauminn, var ráðning hennar
ákveðin og að sú litla fylgdi með.
Hvílíkt lán. Það var sannarlega
gæfuspor fyrir okkur öll. Guðbjörg
reyndist okkur vel, þau þijú ár sem
hún var hjá okkur. Hún giftist og
þær mæðgur fluttust til Njarðvík-
ur. Gerður varð litlu bræðrunum
sem stóra systir og varð öllum, sem
kynntust henni, til óblandinnar
ánægju.
Vináttuböndin sem ofist höfðu á
milli okkar slitnuðu ekki og við
fylgdumst með hvernig Gerði vegn-
aði og hún fylgdist af áhuga með
Minningargreinar
og aðrar greinar
FRÁ áramótum til 15. febrúar sl.
birti Morgunblaðið 890 minn-
ingargreinar um 235 einstaklinga.
Ef miðað er við síðufjölda var hér
um að ræða 155 síður í blaðinu á
þessum tíma. í janúar sl. var papp-
írskostnaður Morgunblaðsins
rúmlega 50% hærri en á sama
tíma á árinu 1995. Er þetta í sam-
ræmi við gífurlega hækkun á dag-
blaðapappír um allan heim á und-
anfömum misserum. Dagblöð víða
um lönd hafa brugðizt við miklum
verðhækkunum á pappír með
ýmsu móti, m.a. með því að stytta
texta, minnka spássíur o.fl.
Af þessum sökum og vegna
mikillar fjölgunar aðsendra greina
og minningargreina er óhjá-
kvæmilegt fyrir Morgunblaðið að
takmarka nokkuð það rými í blað-
inu, sem gengur til birtingar bæði
á minningargreinum og almenn-
um aðsendum greinum. Ritstjórn
Morgunblaðsins væntir þess, að
lesendur sýni þessu skilning enda
er um hófsama takmörkun á lengd
greina að ræða.
Framvegis verður við það mið-
að, að um látinn einstakling birt-
ist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd en lengd annarra greina um
sama einstakling er miðuð við
2.200 tölvuslög eða um 25 dálks-
entimetra í blaðinu.
í mörgum tilvikum er samráð
milli aðstandenda um skrif minn-
ingargreina og væntir Morgun-
blaðið þess, að þeir sjái sér fært
að haga því samráði á þann veg,
að blaðinu berist einungis ein
megingrein um hinn látna.
Jafnframt verður hámarks-
lengd almennra aðsendra greina
6.000 tölvuslög en hingað til hefur
verið miðað við 8.000 slög.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faöir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN BJÖRGVINSSON,
Krókahrauni 12,
sem andaöist að kvöldi 8. apríl, verður
jarðsunginn frá GarðakirJcju þriðjudag-
inn 16. apríl kl. 13.30.
Guðbjörg Erlendsdóttir,
Kristinn Sævar Kristinsson, Sigríður Hallgrímsdóttir,
Erla Vigdis Kristinsdóttir, Þorgeir Þorbjörnsson,
Guðfinna Björg Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona, móðir og systir,
SIGURLAUG RAGNHEIÐUR
KARLSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Garðakirkju, Álfta-
nesi, miðvikudaginn 17. apríl, kl. 15.00.
Bióm og kransar eru vinsamlegast af-
þakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hinnar látnu, er bent á Samtök um
byggingu tónlistarhúss í síma
562 9277.
Páll B. Helgason,
Arna Hrönn Pálsdóttir, Snorri Karlsson,
Gunnlaug Dröfn Pálsdóttir, Hörður Karlsson,
Ragnheiður Líney Pálsdóttir, Rósa Björg Karlsdóttir
Snorri Karl Pálsson.
uppvexti „upeldisbræðra“ sinna og
tveggja dætra okkar, er seinna
komu til. Ég minnist þess sérstak-
lega hve ánægjulegt það var að
samgleðjast Gerði í brúðkaup-
sveislu hennar og eftirlifandi eigin-
manns hennar, Valgeirs Rögn-
valdssonar, hjónaband þeirra var
farsælt. Gerður missti móður sína
úr sama banvæna sjúkdómnum
fyrir nokkrum árum.
Þær mæðgur, eða Gerður ein,
komu stundum í heimsókn til okk-
ar í bæjarferðum. Það voru fagn-
aðarfundir þar sem lífsgleðin geisl-
aði. Nú er þessi sólargeisli, sem
Gerður var, horfinn úr húsinu, sem
þau Valgeir reistu saman og mik-
ill hlýtur söknuður hans að vera.
Huggunin er að eiga góðar minn-
ingar um yndislega manneskju,
sem við deilum með honum. Megi
þetta innra ljós, sem einkenndi
Gerði, umvefja hana á nýjum slóð-
um.
Herdís Þorvaldsdóttir.
Svo örstutt er bil milli blíðu og sólar
og brugðist getur lánið frá morpi til kvölds.
Þessar ljóðlínur koma upp í huga
okkar þegar einn af okkar sam-
starfsfélögum, Gerður Hólm, lést
um aldur fram, aðeins 52 ára að
aldri. Við vildum ekki trúa þessu,
hún sem var svo ákveðin í að vinna
þetta stríð.
Það er svo stutt síðan við stóðum
í sömu sporum, þegar önnur vin-
kona okkar var tekin frá okkur allt-
of fljótt, en við getum víst ekki
sagt við hinn óvelkomna gesfc,-^
bíddu, ég er ekki tilbúin.
Vonandi eru þið vinkonurnar
búnar að hittast á fögrum stað og
yljið ykkur við minningarnar sem
við öll áttum saman.
Á lífsvegi okkar allra eru vega-
mót, líka á stórum vinnustað.
Stundum eru á veginum steinar sem
þarf að sneiða hjá. Þá er gott að
eiga vini sem hægt er að treysta.
Þú varst ein af þeim.
Við sem unnum með þér vorum
þínir vinir og ef eitthvað bjátaði á
stóðum við öll saman sem einn
maður, og þær minningar verða
okkur kannski þær dýrmætustu að
leiðarlokum.
Við kveðjum þig nú og kannski
hittumst við öll aftur um síðir.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Eiginmanni hennar sendum við
innilegar samúðarkveðjur og biðjum
Guð að gefa honum styrk í sorg
sinni.
Starfsfólk Samkaupa.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN EGGERTSSON,
Hamraborg 18,
áður Álfhólsvegi 45,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þann 8. apríl, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 15.00.
Guðrún Sveinsdóttir,
Sævar Björnsson, Sigriður V. Guðmundsdóttir,
Eggert P. Björnsson, Ingigerður Björnsdóttir,
Eysteinn Jónsson, Svandís Þóroddsdóttir,
Ómar Ellertsson,
Gunnar Þ. Þórisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Systir okkar,
JÓNA BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR,
vistheimilinu Seljahlíð,
áður Bólstaðarhlíð 40,
er lést í Landakotsspítala að morgni
páskadags, verður jarðsungin frá Frí-
kirkjunni mánudaginn 15. aprfl kl. 13.30.
Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir,
Hanna Áslaug Vander Laan,
Ásgeir Sigurjónsson
og aðrir ástvinir.
t
Elsku bróðir minn,
GÍSLI RAGNARSSON,
Hverfisgötu 32,
Reykjavík,
lést á heimili sínu þann 30. mars sl.
Jarðarförin hefur farið fram.
María Guðmundsdóttir.
t
Móðir okkar,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Mánabraut 6a,
Akranesi,
sem lést í sjúkrahúsi Akraness 8. apríl,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 16. apríl kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu,
er bent á Sjúkrahús Akraness.
Soffía Karlsdóttir,
Ólína Björnsdóttir,
Þórhallur Björnsson.