Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 31
JÓNA BJÖRG
* *
SIG URJONSDOTTIR
+ Jóna Björg- Sig-
urjónsdóttir
fæddist í Reykjavík
24. febrúar 1913.
Hún lést á Landa-
kotsspítala 7. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Siguijón Jónsson,
f. 29. október 1875,
d. 28. nóvember
1932, og Ingiríður
Jóhannesdóttir, f.
11. febrúar 1887,
d. 1. júní 1960.
Börn þeirra og
systkin Jónu voru
Oskar, f. 1916, d. 1918; Guðrún
Ósk, f. 23. nóvember 1920,
hennar maki er Ingólfur Ise-
barn, f. 14. október
1915, þau eiga sex
börn; Asgeir, f. 16.
febrúar 1923, hans
maki er Þórunn
Ingvarsdóttir, f. 6.
desember 1923, þau
eiga þrjú börn; Jó-
hannes, f. 1925, d.
1925; og Hanna Ás-
laug, f. 25. október
1927, hún á sex
börn, hennar maki
var Gordon Vander
Laan, þau slitu sam-
vistum.
Útför Jónu Bjarg-
ar fer fram frá Fríkirkjunni á
morgun og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Lát Jónu frænku minnar kom okk-
ur sem með henni fylgdumst ekki á
óvart. Hennar tími var kominn og
hún var sátt við það.
Siguijón faðir Jónu var frá Breið-
holti við Reykjavík, en þar hafði fað-
ir hans, Jón Jónsson, og móðir hans,
Björg Magnúsdóttir, búið. Þau áttu
ættir að rekja víða úr nágrenni borg-
arinnar. Ingiríður móðir Jónu, eða
Inga amma eins og við kölluðum
hana, var fædd á Skáney í Reyk-
holtsdal. Hún átti skyldfólk víða í
Borgarfirði.
Jóna var elst sinna systkina. Það
mæddi því mjög á henni þegar þijú
dauðsföll verða í íjölskyldunni á
stuttum tíma. Oskar bróðir hennar
deyr aðeins tveggja ára gamall úr
mislingum, Jóhannes deyr við fæð-
ingu og síðan deyr faðir hennar þeg-
ar hún er nítján ára gömul. Þessi
ótímabæru dauðsföll settu mark sitt
á Jónu.
Jóna var þekkt fyrir góða greind
og gott minni, en skólaganga hennar
var ekki löng, aðeins bamaskóli sem
lokið var fyrir fermingu. Þrátt fyrir
mikla samviskusemi og handlagni
bjó Jóna ávallt við lægstu laun sem
þekktust í þjóðfélaginu. Með stakri
reglusemi og nýtni tókst henni þó
að vera sjálfri sér nóg og reyndar
aflögufær. Hún kom sér upp fallegu
og góðu heimili í Bólstaðarhlíð í
Reykjavík.
Við fráfall eiginmanns og föður
kom það sér vel hvað amma Inga
og Jóna voru duglegar og samrýnd-
ar. Það verður að teljast mikill sigur
fyrir þær á erfiðum tímum að þeim
tókst að koma í veg fyrir að heimilið
sundraðist og saman bjuggu þær á
meðan báðar lifðu.
Jóna var sérstaklega ættrækin,
þekkti vel skyldfólk sitt og fylgdist
með því, heimsótti það og var ein-
staklega minnug á nöfn og annað
sem því við kom. Jóna frænka giftist
ekki og átti ekki börn en umhyggja
hennar kom vel fram við okkur börn
systkina hennar og bamabörn. Þó
að hópurinn væri stór þá kom hún
alltaf færandi hendi með góðar gjaf-
ir á afmælum og jólum, þegar þörf
var á og tækifæri gáfust.
Jóna hafði yndi af ferðalögum. Á
sínum yngri árum fór hún gangandi
eða hjólandi um nágrannasveitir
borgarinnar. Hún lagði á minnið
nöfn á fjöllum, dölum og bæjum og
síðar þegar við ókum saman um þessi
svæði þá gat hún miðlað af þekkingu
sinni.
Jóna var trúuð kona og oft á pásk-
um var gengið til kirkju. Ég man
vel eftir einum páskadagsmorgni í
glaða sólskini þar sem lagt var af
stað um sjöleytið frá Miðtúni 20.
Amma var í peysufötum með skott-
húfu, Jóna í fallegri kápu með hatt
og síðan var gengið niður Laugaveg-
inn. í hópinn bættust vinkonur í sín-
um fínustu fötum og þegar komið
var í Fríkirkjuna fyrir klukkan átta
samanstóð hópurinn af fimm eða sex
konum og einum strák sjö eða átta
ára gömlum.
Jóna var þakklát fyrir þá góðu
umönnun og aðhlynningu sem hún
fékk í Seljahlíð og á Landakotsspítal-
anum. í mínum huga var sérstaklega
ánægjulegt að fylgjast með störfum
þessa fólks þar sem nærgætni og
umhyggja voru í fyrirrúmi.
Við aðstandendur Jónu þökkum
fyrir það. «
Blessuð sé minning Jónu Bjargar
Siguijónsdóttur.
Örn ísebarn.
Nú að leiðarlokum langar okkur
að minnast Jónu Siguijónsdóttur,
sem lengi hefur átt samleið með
okkur.
Jóna var elst af sínum systkinum.
Þau misstu snemma föður sinn sem
hafði átt við löng veikindi að stríða.
Inga móðir þeirra varð að bjarga sér
ein með heimili sitt og börn. Jóna á
því langan vinnudag að baki. Lengst
af vann hún við saumaskap. Hún
kom sér ávallt vel í vinnu enda dug-
leg og samviskusöm. Jóna hélt heim-
ili með móður sinni á meðan hún lifði,
en bjó ein eftir það.
Jóna var einstaklega ræktarsöm
við skyldfólk sitt. Hún fylgdist með
öllum sínum systkinabörnum og
barnabömum af miklum áhuga. Hún
vissi hvað allir voru að fást við, hrós-
aði bömum og ungu fólki og var
stolt af þeim eins og þau væm henn-
ar eigin börn.
Jóna var ótrúlega fróð og minnug.
Það var lærdómsríkt að fara með
henni í beijamó og ökuferðir. Ekki
síst í Borgarfjörðinn þar sem hún
var vel kunnug.
Við kveðjum Jónu með söknuði
og minnumst góðra stunda með
henni.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jóh. Jónsson.)
Margrét Eiríksdóttir, Eiríkur,
Ingólfur, Örn, Sveinn, Hekla
og Kristín Inga Arnarbörn.
+ Gísli Ragnars-
son fæddist 8.
júlí 1943 í Reykja-
vík. Hann andað-
ist að heimili sínu,
Hverfisgötu 32 í
Reykjavík, 30.
mars sl. Foreldrar
hans voru Esther
Svanlaug Þor-
steinsdóttir, f. 15.
apríl 1926, d. 26.
október 1993, og
Ragnar Halldórs-
son, f. 11. október
1922, d. 20. sept.
1993. Systkini
hans voru: Þórunn Pétursdótt-
ir, f. 29. ágúst 1946, d. 19. júlí
1992, Inga Ragnarsdóttir, f. 14.
des. 1947, María Ragnarsdóttir,
Systursonur minn, Gísli Ragnars-
son, andaðist á heimili sínu hér í bæ
30. mars sl. aðeins 52 ára gamall.
Mig langar til þess að minnast hans
með nokkmm orðum.
Líf hans var ekki dans á rósum
og átti áfengi þar stóran þátt í, en
það var mikill áhrifavaldur i lífi hans
allt frá unglingsámm. Hann stundaði
sjómennsku á fyrri árum og vann
við jámabindingar í nokkur ár. Hann
var hamhleypa til vinnu og vann í
skorpum en það átti best við hann
og þannig lifði hann líka. Hann ók
eigin sendibíl um tíma og gat sér
alls staðar gott orð sem duglegur
og ósérhlífinn verkamaður. Sérstak-
lega voru lofaðar járnabindingar
hans sem báru af fyrir fagmennsku
og gott handbragð. Nú síðustu ár
átti hann við heilsuleysi að stríða,
f. 14. des. 1950, og
María Guðmunds-
dóttir, f. 8. nóv. 1956.
Gísli eignaðist átta
börn og eru þau
þessi: Þorsteinn, f.
27. júní 1961, Esther,
f. 16. des. 1962, Guð-
mundur, f. 9. sept.
1964, Gísli, f. 1. jan-
úar 1966, Einar, f.
21. mars 1967, Jó-
hann, f. 20. mars
1969, Sandra, f. 1.
maí 1972 og Sævar,
f. 5. okt. 1978. Barna-
börnin eru tíu tals-
ins.
Útför hans var gerð í kyrr-
þey frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 12. apríl.
hann gat ekki unnið á sama hátt og
áður og angraði það hann töluvert.
María, systir hans, lýsir honum á
eftirfarandi hátt, en þau ólust upp á
heimili móður þeirra: „Bróðir minn
var einfari á margan hátt og hann
var ekki allra. Hann var bráðvel-
greindur og víðlesinn. Hann hafði
næmar tilfinningar, sem hann var
dulur á. Ekki fengu allir að sjá þær
tilfinningar, þær komu þó vel í ljós
í þeirri umhyggju sem hann sýndi
kisunni sinni, honum herra Tómasi.
Hann var mikill dýravinur. Ég var
litla systir hans, sem honum þótti
ósköp vænt um. Hann vissi að ég
átti erfitt með að þola drykkjuna
hans og meðan ég var yngri vildi ég
ekkert með hann hafa fullan. En
samband okkar var þó á margan
hátt sérstakt, tengsl okkar voru náin
og þó aldrei nánari enn eftir andlát
móður okkar fyrir rúmum 2 árum
síðan. Ég var hætt að reyna að breyta
honum og tók hann eins og hann
var.“
Þessi orð lýsa Gísla mjög vel og
þeirri staðreynd að bak við hijúfa
framkomu bjó fögur sál, sem elskaði
börn sín, þótt lífið leyfði honum ekki
að sýna þeim hans innri mann eins
og hann hefði helst kosið.
Þótt Gísli væri ekki ríkur af ver-
aldarauði átti hann arfleifð sem
margir geta öfundað hann af. Hann
eignaðist átta mannvænleg böm,
sem öll fylgdu honum til grafar og
munu sakna hans, hvert með sínu
móti. Á himninum tekur á móti hon-
um ástrík móðir, sem alla tíð stóð
við hlið drengsins síns á hveiju sem
gekk, og hann fær nú að fagna með
henni á sjötíu ára fæðingardegi
hennar.
Ég þakka frænda mínum góð
kynni og óska honum góðrar heim-
komu í faðm elskulegrar móður og
annarra ættmenna. Litla systir, sem
kom yfir lönd og höf, til þess að
vera við og sjá um útför hans á virðu-
legan hátt þakkar honum samveruna
og allar góðu stundirnar, sem aldrei
gleymast, og hún mun segja ófæddu
barni sínu frá þegar árin líða.
Við öll, ættingjar hans og vinir,
kveðjum hann með kvæði skáldsins
Davíðs Stefánssonar:
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanijóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
Jörundur Þorsteinsson.
GÍSLIRAGNARSSON
GUÐMUNDUR
SIGFÚSSON
+ Guðmundur Sigfússon
fæddist í Egilsstaðakoti í
Flóa 16. maí árið 1913. Hann
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði
28. mars síðastliðinn og fór
útförin fram frá Þorlákskirkju
6. apríl.
Það er óðum að hverfa úr þessum
heimi fullorðna fólkið sem markaði
djúp spor í líf mitt á æskuárunum
og skilur eftir sig minningar sem
eru svo mikils virði. í þeim hópi er
Guðmundur Sigfússon, pabbi henn-
ar Lillu vinkonu minnar, sem lést
28. mars sl.
Ég var fimm ára þegar við flutt-
um að Fljótsdal í Fljótshlíð en þar
vartvíbýli en í hinum bænum, Fljóti,
bjuggu hjónin Guðmundur og Þor-
björg ásamt 6 börnum sínum sem
urðu síðar átta. Bæirnir voru á
sama hlaðinu, mikill samgangur
varð á milli og ekki síst hjá okkur
krökkunum.
Ég minnist þess hve léttur og
kátur í skapi Guðmundur var. Oft
kom hann í kaffisopa til okkar á
morgnana og man ég hvað mér
fannst það skemmtilegt. Hann gat
alltaf sagt svo skemmtilega frá og
hlegið dátt.
Guðmundur var mjög barngóður
og gleymi ég ekki er hann kom einu
sinni af vertíð og gaf mér 50 þorsk-
hausa sem átti að herða. Ég skildi
það seinna að auðvitað var þetta
gjöf til foreldra minna þar sem þau
höfðu eitthvað litið til með fjölskyld-
unni á meðan hann var í hurtu en
þessi gjöf gladdi mig mikið enda
var þetta betra en nokkurt sælgæti.
Hann gaf sér líka tíma til að
tala við okkur bömin og fylgjast
með því sem við vorum að gera.
Guðmundur var laglegur maður
með mikið hrokkið hár sem var
byijað að grána þegar ég fyrst man
eftir honum. Hann var ákaflega
góður og hjálpsamur nágranni og
var alltaf tilbúinn að leggja fram
krafta sína ef með þurfti. Hið létta
skap Guðmundar hefur áreiðanlega
komið sér vel í lífinu. Hann átti líka
trausta konu sem alltaf hélt ró sinni
og annaðist stóra barnahópinn sinn.
Ég minnist hennar oft þar sem hún
sat í horninu sínu við að pijóna eða
gera við föt. Það var líka aðdáunar-
vert hve snyrtileg og vel klædd
börnin voru.
Ég er þakklát fyrir að hafa feng-
ið að njóta samvista við þetta fólk
þessi ár í Fljótsdal sem voru bara
fimm, en fimm ár hjá barni eru
langur tími og þetta var hamingju-
ríkur tími þó að lífsbaráttan hafi
verið hörð.
Eftir að Guðmundur og fjölskylda
fluttu til Þorlákshafnar 1959 hitti
ég þau sjaldnar. Guðmundur kom
þó oft í sveitina sína og þá var
gaman að hitta hann því alltaf var
hann jafn léttur og skemmtilegur.
Ég og fjölskylda mín vottum
Þorbjörgu, systkinunum og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð okk-
ar. Frá foreldrum mínum flyt ég
kveðju og þakklæti til góðs vinar
og nágranna með innilegum samúð-
arkveðjum til fjölskyldunnar.
Hrefna Jónsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
SIGRÍÐUR DANI'ELSDÓTTIR,
Grundargerði 31,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 16. apríl kl 13.30.
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Una Sigurðardóttir, Leifur Eiriksson,
Margrét Sigurðardóttir,
Gunnar Sigurðsson, HuldaVídal
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR SKARPHÉÐINSSON,
Reynimel 54,
Reykjavik,
er lést 8. apríl sl., verður jarðsunginn
frá Neskirkju þriðjudaginn 16. apríl kl.
13.30.
Helga Jónsdóttir,
Hjördís Sigurðardóttir, Hans Þór Jensson,
Gerður Sigurðardottir, Eyjólfur Sæmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til ykkar allra sem
sýnduð virðingu, samúð og hlýhug
vegna fráfalls
JÓHANNS ARNARBOGASONAR
rafvirkjameistara,
Einigrund 22,
Akranesi.
Vigdi's Guðbjarnadóttir,
Vignir Jóhannsson,
Brynja Jóhannsdóttir
og fjölskyldur.