Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 10
1Ö SUNNUDÁGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Atök um forsetakjör og barátta gegn stéttarfélagsfrumvarpinu setja svip sinn á 38. þing ASI MIKIL óvissa og ráðaleysi ríkir innan Alþýðusam- bandsins um kjör for-; seta á 38. þingi ASÍ nú þegar aðeins einn sólarhringur er til þingsetningar en þingið hefst kl. 9.30 á morgun og stendur fram á föstudag. Hervar Gunnarsson, 2. varafor- seti ASÍ og formaður Verkalýðsfé- lags Akraness, hefur einn lýst yfir framboði sínu til forseta. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, hefur enn engin svör gefið um það hvort hann gefur kost á sér til endur- kjörs og sætir sú afstaða hans tölu- verðri gagnrýni viðmælenda innan hreyfingarinnar, sem halda því fram að óvissan um forsetakjörið muni raska allri annarri vinnu þingsins fyrstu dagana. „Menn eru tvístígandi þegar forsetinn gefur ekki þessa mikilvægu yfirlýsingu," sagði heimildarmaður í innsta hring verkalýðshreyfingarinnar. Á seinasta fundi miðstjómar var þeirri spurningu beint að Benedikt hvað hann hygðist gera en hann vék sér undan að svara því. Benedikt ítrekar í samtali við Morgunblaðið fyrri afstöðu sína að ef samstaða næðist um þessi mál og hann yrði hvattur til að gegna forsetastarfinu áfram væri hann reiðubúinn til að skoða það. „Ég held að þingið fari í gang með Alilegum hætti. Fyrstu tveir dag- amir fara í málefnaumræðuna. Það er ekki gert ráð fyrir að kjör- nefndarmálin komi til umfjöllunar fyrr en á þriðja degi, þannig að hún hefur góðan tíma,“ sagði Benedikt. Hann kvað mjög mikilvægt að forystan endurspeglaði helstu sam- böndin sem mynda Alþýðusam- bandið. „Mér finnst aðalatriði að búa til stefnumörkunina því hitt, að finna fólk til að framfylgja stefnu sem við emm orðin einhuga um, getur ekki verið stórt vanda- mál. Stefnumörkunin er aðalatrið- ið,“ sagði Benedikt. Margt getur breyst þegar þing kemur saman Hervar Gunnarsson telur ekki að hugsanlegar kosningar muni snúast um mismunandi stefnuá- herslur. Hann segir að áherslur ASÍ hafi fremur breyst í tímans rás en við breytingar í forystusveit- inni. „Ég á von á að þær verði með svipuðum hætti og verið hef- ur,“ segir hann. Flestir em þeirrar skoðunar að vemlegar líkur séu á því eins og málum er komið í dag að Benedikt muni gefa kost á sér og að kosið verði milli hans og Hervars en einn- ig er fullyrt að margt geti átt eft- ir að breytast á fyrstu dögum þingsins. Mjög skiptar skoðanir eru um hvor færi með sigur af hólmi ef til kosninga kæmi á milli þeirra tveggja. Rætt hefur verið um Hansínu Stefánsdóttur, formann Verslunarmannafélags Árnes- sýslu, sem 1. varaforseta verði Hervar kjörinn en talið er að þótt Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, nú- verandi 1. varaforseti og formaður Landssambands verslunarmanna, væri þess reiðubúin að gefa kost á sér áfram sé hún þess ekki mjög fýsandi að gegna áfram starfi varaforseta ef Hervar nær kosn- ingu. Þrátt fyrir að ýmsir fleiri hafi verið nefndir í tengslum við kjör forseta og varaforseta hefur eng- um nýjum nöfnum skotið upp á seinustu dögum. Nafn Grétars Þorsteinssonar, formanns Samiðn- ar, ber þó oftar á góma í umræð- unni en annarra og einn viðmæ- lenda sagði það skoðun sína að aðeins framboð Grétars gæti orðið til þess að Benedikt drægi sig í hlé. Sagan endurtekur sig frá Akureyri 1992 Bent er á að sagan sé að nokkru leyti að endurtaka sig frá síðasta ASÍ-þingi á Akureyri 1992. Þá voru forystumálin óleyst þegar fulltrúar komu til þings. Mikil Ráðaleysi vegna fory stukreppu Að öllu óbreyttu virðist stefna í kosningaslag um forsetaembætti ---------------------------------------2------ Alþýðusambandsins á þingi þess sem hefst á morgun. I samtölum við Ómar Friðriksson lýstu nokkrir forystumenn miklum áhyggj- — um af stöðu mála, segja þeir ASI eiga við forystukreppu að stríða og kosningaátök kunni að sundra aðildarsamböndunum. Ýmsir áhrifamenn eru sagðir gera tilraunir til að ná samkomulagi milli stærstu landssambandanna um val forseta og beggja varaforseta, en enn hefur engin samstaða náðst. ÓVISSAN fyrir forsetakjörið á ASÍ-þinginu nú er engu minni en fyrir seinasta þing sem haldið var á Akureyri 1992. Þá líkt og nú lá ekkert samkomulag fyrir um forsetaframbjóðendur. Lagt var hart að ýmsum forystumönnum að gefa kost á sér en fresta þurfti kosningu. Meirihluti kjörnefnd- ar náði að lokum samkomulagi um Benedikt Davíðsson sem bar sigurorð af Pétri Sigurðssyni, forseta ASV, í forsetakjörinu. Myndin er af þingi ASÍ á Akureyri í nóvember 1992. óvissa var um kosningarnar og mörg nöfn nefnd í því sambandi. Náðist engin sátt um að Pétur Sig- urðsson, forseti Alþýðusambands Vestíjarða, sem hafði einn lýsti yfir framboði fyrir þingið, yrði sjálfkjörinn og snerist þingið að stórum hluta um þreifingar milli fylkinga við leit að öðrum fram- bjóðanda. Nafn Bendikts kom þó ekki upp í umræðunni fyrr en á seinustu dögum fyrir kjörið en Benedikt bar sigurorð af Pétri með rúmlega 61% atkvæða gegn rúm- lega 37%. Á Akureyrarþinginu tókst ekki samstaða í kjörnefnd um eina til- lögu um forseta. Alþýðubandalags- og framsóknarmenn stóðu að til- lögunni um Benedikt en alþýðu- flokksmenn vildu tilnefna Pétur Sigurðsson. Sjálfstæðismenn sátu hjá við afgreiðsluna og mæltu með hvorugum frambjóðandanum. Kjörnefnd stóð hins vegar samein- uð að tillögu um Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur og Hervar Gunn- arsson í embætti 1. og 2. varafor- seta. Nú líkt og árið 1992 þarf að gæta jafnvægis milli stærstu landssambanda hreyfingarinnar við val í embættiforseta og tveggja varaforseta ASÍ, þannig að um „samstætt tríó verði að ræða“, eins og einn viðmælandi orðaði það. Inn í þá fléttu blandast togstreita milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggð- ar en þó er flokkapólitíkin enn þýðingarmeiri í þessu sambandi, en hún setur meiri svip á kjörið eftir því sem nær dregur, líkt og átti sér stað 1992. Hafa áhyggjur af yfirvofandi kosningaátökum Þing Alþýðusambandsins verður haldið í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Yfirskrift þingsins er „Til framtíðar" og ber þingið upp á 80 ára afmæli sambandsins. Óvenju mikil áhersla hefur verið lögð á málefnavinnu fyrir þingið en stefnt er að. því að þar verði mótuð samstæð stefna og starfs- áætlun fyrir ASÍ til aidamóta. Um eða yfir 500 þingfulltrúar sitja þingið en að baki þeim eru um 68.450 atkvæði félagsmanna í verkalýðshreyfingunni. Verkamannasambandið er Iang- stærst aðildarsambanda ASI með um 43% félagsmanna en Lands- samband verslunarmanna er tæp- lega fjórðungur Alþýðusambands- ins. Ríflega 10% þingfulltrúa eru á vegum iðnaðarmannasamband- anna, Samiðnar, og Rafiðnaðar- sambandsins og er því ljóst að at- kvæði fulltrúa þessara stærstu sambanda innan ASÍ skipta sköp- um við afgreiðslu mála og kosning- ar á ASÍ-þinginu. Kjör forseta og miðstjórnar er á dagskrá á miðvikudag, á þriðja degi þingsins, en skv. heimildum mínum eru menn viðbúnir því að fresta þurfi kosningum, líkt og árið 1992, ef mikil óeining verður á þinginu um kjörið. VMSÍ vill auka sinn hlut en mætir ekki óskipt til leiks Á undanförnum mánuðum hafa forystumenn innan Verkamanna- sambandsins lagt á það ofurkapp að styrkja hlut VMSÍ innan forystu Alþýðusambandsins og að næsti forseti ASÍ komi úr þeirra röðum. Enn gætir óánægju meðal margra félaga vegna niðurstöðu launa- nefndar um endurskoðun launalið- ar kjarasamninga í vetur en þá höfðu ýmsir forystumenn uppi þung orð um ASÍ-forystuná og sögðu að velta þyrfti „tvíhöfða þurs verslunar- og iðnaðarmanna úr sessi ASÍ“, eins og það var orð- að. Öldurnar hefur lægt nokkuð að undanförnu. Kristján Gunnars- son, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, segist bera þá von í btjósti að þétt sam- staða náist um kjör forystunnar. Samþykkt var innan VMSÍ á fundi í vetur að reyna að fá Kára Arnór Kárason, framkvæmda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.