Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 47 SKOÐUIM HYÍTI LÆKNA- SLOPPURINN MIKIÐ og margt hefur verið rit- að og rætt um heilbrigðiskerfið hér á landi og þær öru breytingar sem þar hafa orðið á síðustu árum. Enn er ekki séð fyrir endann á þeim skipulagsbreytingum sem verið er að gera í því skyni að draga úr til- kostnaði. Það dylst engum að heil- brigðisþjónusta landsmanna er mjög dýr þjóðarbúinu og nú er svo komið, að sögn sérfræðinga á stóru sjúkrahúsunum, að ekki er hægt að skera meira niður. Meiri niður- skurður myndi leiða til lokana og lítillar eða ónógrar þjónustu á mörgum deildum sjúkrastofnana. A sama tíma og kerfisbreytingar hafa orðið á heilbrigðissviðinu hefur við- horf almennings til þeirra sem þar starfa einnig breyst samfara öðrum félagslegum breytingum. Staða lækna í heilbrigðiskerfinu liefur t.d. breyst. Þeim hefur fjölgað ört og atvinnuleysis er jafnvel farið að gæta í stéttinni. Almenningur gerir jafnframt meiri kröfur en áður til lækna og þeirrar þjónustu sem þeir eiga að veita í samfélaginu. Sjúk- lingar eru nú einnig betur upplýstir um rétt sinn gagnvart læknum og i kerfinu í heild. Það er því ekki úr i vegi að fjalla um lækna á eilítið annan hátt en oft hefur verið gert I áður eða út frá þeim táknum sem umvefja þá og starf þeirra, einkum og sér í lagi hina táknrænu merk- ingu sem lögð er í hvíta læknaslopp- inn. I I I I I í öllum samfélögum eru menn og konur sem stunda lækningar, ýmist með viðurkenndum eða óhefðbundnum lækningaaðferðum. Samskipti læknis og sjúklings byggjast meðal annars á tákn- rænni framsetningu sem gefur oft til kynna hugmyndafræðina að baki lækningum í tilteknu samfé- lagi. Þegar breytingar eiga sér stað á hinum félagslega veruleika sem tengist lækningum breytast einnig þau tákn sem notuð eru til að koma þessum hugmyndum til skila. Mannfræðingar hafa haldið því fram að tákn séu oft notuð til að túlka og leggja áherslu á grund- vallarhugmyndafræði þjóðfélaga. Þetta kemur meðal annars oft fram í helgiathöfnum. Hægt er að líta á menningartákn sem samskipta- form er líkja má við orð í tungu- máli. Á sama hátt og skipst er á orðum er hægt að nota tákn við félagslegar aðstæður til að skil- greina tiltekna atburðarás, til að beina hegðun fólks inn á tilteknar brautir og til að túlka valdasam- spil milli aðila sem eiga samskipti sín á milli, til dæmis læknis og sjúklings. Það eru einkum fjór- ir þættir sem skapa ytri ímynd læknisins: hvíti sloppurinn, hlust- unarpípan, ennisspeg- illinn og svarta lækna- taskan. Kemur þetta berlega í Ijós þegar skoðaðar eru myndir af læknum, jafnt í fræðitímaritum sem teiknimyndasögum. Meginímynd læknisins er þó hvíti sloppurinn og að jafnaði birtist læknir klæddur hvítum sloppi ef hann þarf að tjá sig um tiltekið læknisfræðilegt efni í fjölmiðlum. Samskipti læknis og sjúklings eru ekki háð neinum tilviljunum heldur velur sjúklingur að hitta lækni til að ræða um heilsufar sitt eða aðra þætti sem tengjast því. Margir fyllast kvíða og ótta við heimsóknir til læknis jafnvel þótt kvillinn eða sjúkdómurinn sé létt- vægur í augum læknisins. Hinn hvíti sloppur læknisins gegnir þá hugsanlega því hlutverki að skapa öryggi, draga úr áhyggjum kvíða- fullra sjúklinga og tryggja að fyllsta trúnaðar verði gætt. Hvíti sloppur- inn er aðeins táknrænt fyrirbæri alls þessa en þar að auki er auð- Hvíti sloppurinn, segir Dagný Björk Þór- gnýsdóttir, er aðeins táknrænt fyrirbæri. velt að greina hann frá öðrum klæðnaði, hann þolir vel þvott og auðvelt er að skipta um slopp ef hann óhreinkast af einhverjum ástæðum. Að sama skapi ætti óhefðbundinn klæðnaður læknis að valda óöryggi hjá sjúklingi, draga úr trúverðugleika samtalsins og valda því að hann fylgir ekki ráð- lagðri meðferð læknisins. Áður en sjúkrahús urðu þær stofnanir sem þær eru í dag, þ.e. staður þar sem Íækningu er að fá en ekki staður þar sem undirmálsfólk þjóðfélags- ins dó drottni sínum, fór aðhlynning sjúkra fram á heimilunum og gilti. þá einu hverju læknar klæddust. Með tilkomu sjúkrahúsa urðu hvítir sioppar ein- kennandi fyrir lækna. En hvers vegna hvíti liturinn? Hví ekki ein- hver annar litur? Hvíti liturinn er m.a. talinn tákn lífsins á sama hátt og svarti liturinn er tákn dauðans. Hvíti liturinn tengist einnig hreinleika, sakleysi, réttsýni og öllu hinu góða í heiminum. Hviti brúðarkjóllinn undirstrikar til að mynda skírlífi hinnar óspilltu meyj- ar. Enginn skuggi grimmdar má falla á hvíta slopp læknisins og því er sjúklingurinn öruggur í höndum þessarar valdamiklu manneskju. Það þætti líka saga til næsta bæjar ef læknir á stofugangi birtist einn góðan veðurdag í svörtum sloppi. I stuttu máli þætti það alls ekki við hæfi. í mörgum þjóðfélögum eru mikil- vægustu táknkerfin að finna við aðstæður sem snerta áhrifamikil félagsleg gildi. Likami sérhvers ein- staklings er friðhelgur. Ef hann er svo mikið sem snertur í óþökk við- komandi kann það að varða við lög. Tilteknar reglur gilda um líkamlega snertingu í öllum samfélögum. Þessar reglur eru þó aðstæðu- bundnar og sá aðgangur sem lækn- ar hafa að líkama sjúklings er að mörgu leyti einstakur i vestrænu samfélagi. Líkamleg rannsókn get- ur meðal annars falið í sér rannsókn á kynfærum sem engum öðrum en maka er leyfilegt að snerta. Til að draga úr þeirri hættu sem tengist líkamlegri snertingu lækna varð að finna leið til að endurskilgreina það bann sem tengdist snertingunni og breyta henni í félagslega viðurkennt athæfi og jafnvel æskilegt fram- ferði. Finna þurfti tákn sem vernd- uðu bæði sjúklinginn og lækninn við þessar aðstæður. Hvíti sloppur- inn sem stendur fyrir hið hreina, saklausa og kynlausa var hentugur í þessum tilgangi. Læknirinn klæð- ist ekki einungis hvítum sloppi held- ur er sjúklingum einnig heimilt að klæðast þar til gerðum hvítum serk til að skýla nekt sinni við líkamlega rannsókn. Dagný Björk Þórgnýsdóttir Áður en nútímasjúkrahús komu til sögunnar hittust sjúklingur og læknir í svefnherbergi sjúklings sem var og er verndað afdrep ein- staklinga á heimiiinu. Með tilkomu sjúkrahúsa var þörf á táknum til að vernda sjúklinga gegn ágangi sem þeir yrðu fyrir og lögleiða þannig afar persónulega hegðun á opinberum stað. Hvíti sloppur lækn- isins og hvíti serkur sjúklingsins uppfylltu þessar þarfir að öllu leyti. Þetta þegjandi samkomulag sem varð þannig til á milli læknis og sjúklings stýrir samskiptum þeirra inn á tiltekna braut þar sem læknir- inn er virkur vísindamaður, sjúkl- ingurinn hlutlaus líkami; læknirinn mælir fyrir um, sjúklingurinn hlýð- ir; læknirinn heldur sínu lífi leyndu en sjúklingurinn opinberar sitt líf. Eins lengi og þessi félagslega skil- greining á lækningarferlinu er við lýði er það læknirinn sem verður ráðandi aðilinn við þessar aðstæður. Læknar hafa í tímans rás verið álitnir hálfguðir sem ekki mætti mótmæla. Þetta viðhorf hefur tekið miklum breytingum á allra síðustu árum. í hnotskurn er hlutverk lækna að vernda og lækna sjúkl- inga. í dag er þó víða sótt að þeim og þeir m.a. gagnrýndir fyrir að lengja líf dauðvona sjúklinga og ýmisleg mistök lækna eru einnig æ oftar dregin fram í dagsljósið. Þá virðist bannhelgi tengd líkamlegri snertingu ekki vera eins afgerandi og áður. Þessar félagslegu breyt- ingar vega að því táknkerfi sem tengist hvíta sloppnum og fjallað hefur verið um hér að framan. Enda þótt það táknkerfi sem umvefur læknastarfið sé nú á und- anhaldi hafa menn ekki komist að samkomulagi um nýja skilgrein- ingu á eðli lækninga og samskipt- um læknis og sjúklings. Þetta sýn- ir sig í breyttum viðhorfum til hvíta slopps læknisins og hvíta serks sjúklingsins. Þannig hafa verið uppi raddir meðal læknanema í Bandaríkjunum að hætta að klæð- ast hvíta sloppnum vegna þeirra neikvæðu umfjöllunar sem hann hefur fengið. Sumir femínistar hafa einnig hvatt konur til að af- klæðast hvíta sjúklingaserknum fyrir framan lækninn sem hefði þá í för með sér táknræna athöfn og afneitun á hinu hefðbundna sam- bandi milli læknis og sjúklings. Með því að afneita þeim táknum sem tengjast rótgrónum samskipt- um læknis og sjúklings er þörf á nýjum reglum sem segja til um það hvernig sambandi sjúklings og læknis sé háttað. Á hvetju ári eru gerðar mikil- vægar uppgötvanir á sérhæfðum sviðum læknisfræðinnar sem miða að því að sigrast á fjölmörgum banvænum sjúkdómum. Velliðan sjúklings og batahorfur hans byggjast ekki eingöngu á hátækni- búnaði heldur einnig á heilbrigðu og eðlilegu sambandi við þá lækna sem stunda hann og taka ákvörðun um tiltekna sjúkdómsmeðferð. Sambandið byggist því meira en áður á samvinnu þar sem sjúkling- ur hefur og vill hafa áhrif á það hvers konar meðferð hann fær. Sjúklingurinn er því neytandi í stað þess að vera óvirkur aðili. Það er einkum aukin menntun fólks og aukin krafa um gæði læknisþjón- ustunnar sem knýr fram þessar breytingar. Læknar eru ekki heldur lengur einráðir um að upplýsa sjúklinga sína um sjúkdóma og heilsufar því allar upplýsingar eru nú mun aðgengilegri. Fyrirbæri eins og alnetið, sem mjög hefur verið til umræðu að undanförnu, gerir fólki kleift að nálgast ótrú- legt magn upplýsinga um hvers kyns sjúkdóma, sjúkdómsgreining- ar, spurningar og svör, batahorfur o.fl. Sjúklingar geta nú sent fyrir- spurnir með tölvupósti til virtra læknamiðstöðva víða um heim um hvers kyns sjúkdóma og fengið leiðbeiningar um frekari meðferð og ítarefni. Heyrst hefur að læknar megi stundum gæta að því sem þeir láta hafa eftir sér því oft hafa sjúklingar sem ekki eru endilega menntaðir á heilbrigðissviðinu afl- að sér nákvæmra upplýsinga um þann kvilia eða sjúkdóm sem hijá- ir þá eða þeirra nánustu. Samfara örum félagslegum breytingum sem samfélag okkar gengur í gegnum megum við ef til vill búast við því í framtíðinni að sú merking sem lögð er í hvíta læknasloppinn taki gagngerum breytingum og að sama skapi sam- band læknis og sjúklings. Vonandi verða þær breytingar til hagsbóta fyrir heilbriðgðikerfið í heild. Höfundur er heilsumannfrteðingur og þýðandi. DANMÖRK KAUPMANNAHÖFN TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI 91900 hvora leiö með flugvallarskatti Nú selt á íslandi Wihlborg Rejser, Sími: 567 8999 /1* 1 stefnt að útrýmingu gæiudyranalds i eða er strangt aðnald nauðsynle^ a Dýraverndunarfélag Reykjavíkur gengst tyrir borgarafundi um gÆLUDÝRAHALD f ÞÉTTBÝLI Sunnudaginn 19. maí nk. kl. 14.00 á Hótel Borg • Stutt framsöguerindi flytja: Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður, höfundur frumvarps um gæludýrahald. Sigurður H. Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, höfúndtu fjöleignahúsalaganna. • Auk þeirra sitja fyrir svörum: Sigurður Sigurðsson, dýralæknir að Keldum. Halldór Runólfsson, heilbrigðisfúlltrúi í Mosfellsbæ. Sturla Þórðarson, fúlltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Kristbjörg Steffensen, lögfræðingur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Sigurborg Daðadóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Umræðum stjórnar Þorgeir Ástvaldsson, fréttamaður, en fúndurinn er öllum opinn og eru menn hvattir til að koma og spyrja ofangreinda aðila. Stjórn Dýraverndunarfélags Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.