Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR t Faðir okkar, PÉTURPÉTURSSON stórkaupmaður, Hraunteig 11, Reykjavík, lést í Landspítalanum föstudaginn 17. maí. Einar Pétursson, Pétur Pétursson, Steindór Pétursson. LAUGAVEGUR Vorum að fá í einkasölu húseignirnar Laugaveg 21 sem er kjallari, hæð og ris og Klapparstíg 30 sem er hæð og ris. Húsin standa á tveimur samliggjandi lóðum sem eru samtals um 536 fm. Eignirnar eru í góðri útleigu í dag. Góður valkostur fyrir fjárfesta eða byggingaraðila vegna mikilla byggingarmöguleika á lóðunum. Teikningar og nánari upplýsingar hjá: Opið virka daga kl. 9.00-18.00 if S. 511 3030 FAX 511 3535 Fílag Fasteicnasala FASTEIGNASALA • AUSTURSTRÆTI • EYMUNDSSON HÚSINU + Sigríður Þórð- ardóttir fæddist að Hjöllum í Þor- skafirði 9. desem- ber 1905. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 8. maí síðast- liðinn. Sigríður var dóttir hjónanna Þórðar Jónssonar og Ingibjargar Pálmadóttur. Þau áttu starfsævina á fjórum bæjum við Þorskafjörð: Hjöll- um, Gröf, Hall- steinsnesi og Hiíð. Þórður átti ætt sína að mestu í Gufudalssveit. Ingibjörg var fædd að Hraundal á Langadals- strönd og átti ætt sína við Djúp. Börn Þórðar og Ingibjargar, voru i aldursröð: Arnfinnur, f. 1903, Valgerður, f. 1904, Sig- ríður, f. 1905, Jón, f. 1911, þau eru látin. Eftir lifa: Ari, f. 1916, Gunnar, f. 1918, Haíldór, f. 1924, og Gísli, f. 1927. Sigríður ólst upp í foreldra- húsum til fermingaraldurs. Þaðan fór hún í Hvallátur, trú- lega til einhverra mennta og vinnumennsku eins og þá tíðk- aðist og óx þar upp síðan. Þar kynntist hún mannsefni sinu, Sveinbirni Daníelssyni frá Skál- eyjum. Þau giftu sig 25. júlí 1931. Sveinbjörn dó 12. febrúar 1986. Þau hófu búskap sinn á Maðurinn einn er ei nema hálfur með öðrum er hann meira en hann sjálfur. (E.B) Kannski hefur skáldið sem svo kvað hugsað til meiriháttar sam- kvæmismanna er lifa vildu í glaumi og gleði. Ég veit varla hvers vegna þessar ljóðlínur koma mér í hug þegar ég minnist Siggu í Svefneyj- um. Kannski einmitt vegna þess að hún var hreint ekki allra í lund, að hún þáði ekki félagsskap hvers sem hálfum Skáleyjum 1932. Síðan var bú- skapur þeirra í Svefneyjum frá 1939, Ögri í Stykkishólms- hreppi 1958, Staðarbakka í Helgafellssveit 1959 og þar lauk búskaparsögu þeirra 1964. Þá fluttu þau suður og áttu heima á nokkr- um stöðum á höfuð- borgarsvæðinu til 1984, er þau eign- uðust íbúð í Hrafnistu í Hafnar- firði og áttu þar heima til dauðadags. Börn þeirra urðu þrír synir. 1) Daníel Guðmundur, f. 4. ág- úst 1933, d. 24. ágúst 1979. Maki Guðrún Jóna Sigurjóns- dóttir. 2) Birgir, f. 23. maí 1937. Maki Elín Siguijónsdóttir. 3) Þórður Ingvi, f. 1. ágúst 1941. Maki Lilja Magnúsdóttir. Barnabörn Sigríðar og Svein- bjarnar urðu 11 og lifa 10 þeirra. Mörg eru þau orðin fjöl- skyldufólk og afkomendahóp- urinn vænn. Fósturbörn áttu Sigríður og Sveinbjörn tvö: Maríu Gestsdóttur og Baldur Ármann Gestsson. Þau voru systkin og eru bæði látin. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey. var, þó hún væri stundum einmana og döpur. Og víst hafði hún ánægju af hæfilegri glaðværð í kringum sig þó hún væri aldrei sá þátttakandinn sem hæst lét. Þá lét hún heldur ekki hátt, þegar umræður voru og skoðanaskipti milli manna, sem oft urðu hvassyrt innan hennar veggja. Þó hafði hún sínar skoðanir á mál- um og lét þær í ljós. Ég hélt góðum kunningsskap við þau hjón eftir að þau hættu búskap og fluttu suður. Við Bjössi ræddum margt um búskap og framtíð bú- setu í eyjum og vorum ekki sam- mála að jafnaði. Einhverntíma þeg- ar Siggu þótt nóg, sagði hún okkur hvössum orðum að nú væri nóg rif- ist og að við værum ekkert of góð- ir til að vera svolítið skemmtilegri stundarkorn. Blómann úr starfsævinni var hlutskipti hennar húsmóðurstarfið á eyjaheimili þar sem umsvif eru jafnan talsverð, í mörg horn að líta afkomunnar vegna, heimilið oft fjöl- mennt. Oft kom í hlut húsfreyju ábyrgð og verkstjórn utanhúss jafnt sem innan vegna fjarveru bónda. Aðdrættir allir, störf og afkoma byggðust á sjóferðum. Ferðast þurfti þó aðstæður væru ekki alltaf þær ákjósanlegustu. Bjössi annaðist um langt árabil póstferðir frá Flatey um inneyjar. I þeim ferðum lenti hann oft í vond- um veðrum og náttmyrkrum eða hvorutveggja í senn á litla bátnum sínum, Þokka. Sketjaleiðir inneyja eru vandfarnar í myrkri. Sjávarföll og ís geta breytt öllum fyrirætlun- um. Fjarskipti þess tíma voru að- eins svipur hjá sjón þess sem nú er. Hægt var að láta vita um tal- stöðvar milli eyja um brottfarartíma (ef þær talstöðvar voru þá í lagi). Ferðamaðurinn gat hins vegar ekk- ert látið um sig vita eða þær tafir sem á leið hans urðu. Þeir sem heima biðu máttu því búa við kvíð- ann og vonina. Þetta hlutskipti þekkti Sigríður í Svefneyjum vel. Fáir lifa nú eftir af fólkinu sem með mannaforráð fór í inneyjum á uppvaxtarárum mínum. Fordæmi þessa fólks og fyrirmynd var það veganesti sem ég hefi búið að. Sigríður Þórðardóttir í Svefneyj- um var fríð sýnum, í lægra meðal- lagi á vöxt, þéttholda og bar það vel. Hún var að jafnaði fálát, en alúð og vingjarnleiki við okkur sem yngri vorum er það, sem mér býr í minni öðru fremur. Guð blessi minningu hennar. Fjölskyldu hennar sendi ég kveðju mína. Jóhannes Geir Gíslason. SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR SkrAnlng Skráning fer fram í síma 562 6722 virka daga kl. 8.00-16.00. Þátttakendur á hverju námskeiði verða 16-18. Þátttökugjald er 9.000 krónur og innifalið í því eru fæði, húsnæði og allar ferðir sem farið er í á meðan á námskeiðinu stendur. :tarfsaðilar: Landgræðsla rikisins, Skógrækt rikisins. Ferdafélag íslands og Útivist. Umhverfisnámskeið Rauða kross íslands verða haldin á þremur stöðum í sumar; í Þórsmörk, á Húsavík og að Staðarborg við Breiðdalsvík. Þátttakendur sameina þar starf, nám og leik. Fyrir 13-1S ára Þórsmörk 3.-7. júní 10.-14. júní 18.-22. júní 24.-28. júní Húsavík 10.-14. júní 18.-22. júní Staðarborg 24.-28. júní 1.-5. júlí 16-18 ára Þórsmörk 1.-5. júlí (norrænt) 8.-12. júlí RAUÐI KROSS ISLANDS t Móðursystir okkar, LAUFEY SVAVA BRANDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. maí kl. 13.30. Haukur Haraldsson, Þóra Haraldsdóttir, Rebekka Haraldsdóttir, Jóhanna Haraldsdóttir. t Ástkær sonur minn, bróðir og sonar- sonur, FRIÐRIK GÍSLASON, Selvogsgötu 11, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 21. maí kl. 15.00. Guðlaug Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson, Jónína Gísladóttir. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, FJÓLA STEINÞÓRSDÓTTIR, Æsufelli 2, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. maí næstkomandi kl. 13.30. Ragnar Þorsteinsson, Þóra Vignisdóttir, ÞorsteinnTh. Ragnarsson, Valgeir Örn Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.