Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna spennumyndina Executive Decision með Kurt Russell, Steven Seagal og Halle Berry í aðalhlutverkum. Framleiðandi myndarinnar er Joel Silver sem m.a. á að baki Die Hard og Leathal Weapon myndirnar. Á uppleið eftir lægð KURT Russell er hægt og bítandi að skapa sér nafn á nýjan leik eftir að ferill hans sem leikara virtist á hraðri niðurleið. Kurt er fæddur 17. mars 1951 í borginni Springfield í Massa- ehusetts, sonur Bing Russell sem lék aðstoðarlögreglumann í sjónvarps- þáttunum Bonanza um sex ára skeið. Kurt var aðeins 10 ára gamall þegar hann fékk hlutverk í kvikmyndinni It Happened at the World’s Fair, sem Elvis Presley lék aðalhlutverkið í, en árið 1960 gerði Walt Disney tíu ára samning við hinn unga leikara og undirritaði Disney sjálfur samning- inn. Þegar Kurt var 12 ára fór hann með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttaröð sem hét The Travels of Jamie McPhe- eters, en á þessum árum lék hann í fjölda annarra sjónvarpsþátta og mörgum kvikmyndum fyrir Disney. Þegar tími hans sem barnastjörnu var á enda snéri hann sér að hafnaboltaleik og fetaði þar með í fótspor föður síns, sem hafði haft hafnaboltaleik að atvinnu áður en hann hóf að leika í Bonanza. Meiðsli á öxl sem Kurt hlaut urðu hins vegar til þess að hann snéri sér aftur að leiklist- inni ogárið 1979 lék hann í sjónvarpsmynd- inni Elvis, sem John Carpenter leikstýrði, og hlaut hann tilnefningu til Emmy verðlauna fyr- ir frammistöðu sína. I kjölfarið fylgdi hlutverk í kvikmyndinni Used Cars (1980) og ári síðar réð John Carpenter hann til að fara með hlutverk í myndinni Escape from New York, en þeir áttu síðar eftir að vinna saman í mynd- unum The Thing (1982) og Big Trouble in Little China (1986). Árið 1983 lékKurt Russell í Silkwood og hlaut tilnefningu til ^ Golden Globe "" verðlauna fyrir hlutverkið, og ári síðar urðu timamót í lífi hans þegar hann lék á móti Goldie Hawn í myndinni Swing Shift. Þau féllu hvort fyrir öðru og hafa búið saman síðan á búgarðinum Home Run Ranch nálægt Aspen í Colorado. Saman eiga þau einn son, en áður eignaðist Kurt son með leikkonunni BOEING 747 flugvéi á leið til Washington með 400 bandaríska farþega innanborðs er rænt af hryðjuverkamanninum Nagi Hassan (David Suchet) og mönnum hans. Hassan er næst- æðstur foringi hættulegustu hryðjuverkasamtaka í heimi og í fyrstu er búist við að hann muni fara fram á skipti á farþegunum um borð og foringja samtakanna sem er í fangelsi í Bretlandi þar sem hann bíður þess að verða framseldur til Bandaríkjanna. Annað kemur hins vegar í ljós þegar David Grant (Kurt Russ- ell), leyniþjónustumaður sem er sérfræðingur í alþjóðlegum hryðjuverkum, sýnir fram á að fyrir Hassan vaki að gera Wash- ington að skotmarki fyrir farm af DZ-5, banvænasta taugagasi sem til er. Ráðgjafanefnd forseta Bandaríkjanna verður því að velja á milli þess að láta tilgátu Grants sem vind um eyru þjóta og leyfa farþegaþotunni að lenda í Wash- ington og stefna þar með þúsund- um mannslífa í hættu, eða eyði-, leggja þotuna áður en hún kemur inn í bandaríska lofthelgi og fórna þannig farþegunum 400 sem eru um borð. Þá kemur Austin Travis ofursti (Steven Seagal), sem fer fyrir sérsveit sem berst gegn hryðjuverkamönnum, með einu lausnina sem virðist fær. Hún felst í því að nota tilraunaþotu, sem hönnuð hefur verið til að flytja áhafnir til skipta um borð í sprengjuflugvélar í háloftunum, og koma sérsveit sinni með henni um borð í farþegaþotuna. Grant er falið að fara með í þessa glæfraför vegna sérþekkingar hans á atferli hryðjuverkamanna, og einnig fer með hönnunarverk- fræðingurinn Cahill (Oliver Platt), sem gjörþekkir tilrauna- þotuna. Þegar helmingi liðsins hefur verið komið um borð í far- þegaþotuna eyðileggst tilrauna- þotan og er hópurinn sambands- laus við umheiminn. Ráðgjafa- nefnd forsetans ætlar þá að eyða Season Hubley sem hann var kvæntur um skeið. Næstu myndir sem Kurt Russell lék í ollu flestar hveijar miklum von- brigðum, en meðal þeirra eru The Best of Times (1986), Overboard (1987), Tequila Sunrise (1988) og Winter People (1989). Ferill hans virt- ist kominn í öngstræti og áskotnaðist honum hlutverk í Tango and Cash (1989) eftir að Patrick Swayze hafði hafnað því, og sömuleiðis fékk hann hlutverk í Backdraft (1991) eftir að Dennis Quaid hafði hafnað því hlut- verki. Þessar tvær myndir léku þó lykilhlutverk í því að koma ferli leik- arans á réttan kjöl að nýju, og hann var aftur kominn ofarlega á listann yfir stjörnur Hollywood eftir að hann fór með hlutverk Wyatt Earp í Tomb- stone (1993) og hlutverk í ævintýra- myndinni Stargate (1994) sem hlaut miklar vinsældir. Næsta mynd sem væntanleg er með Kurt RusseU er framtíðartryllirinn Escape from L.A. sem John Carpenter leikstýrir og verð- ur hún frumsýnd síðar á þessu ári. farþegaþotunni þar sem talið er að enginn sérsveitarmannanna hafi komist um borð, en áður en endanleg ákvörðun um það er tekin reynir hópurinn um borð allt sem í hans vatdi er til að ná farþegaþotunni á sitt vald og af- tengja sprengju sem er um borð, en eini bandamaður þeirra er hugrökk og ráðagóð flugfreyja (Halle Berry) sem leggur þeim lið. Leikstjóri Executive Decision er Stuart Baird og er þetta frum- raun hans sem leikstjóra. Hann hefur Idns vegar getið sér gott orð sem klippari mynda á borð við Leathal Weapon, Leathal DAVID Grant (Kurt Russell) er sérfræðingur í alþjóðlegum hryðjuverkum og fer hann ásamt sérsveitarmönnum um borð í þotuna sem rænt hefur verið. STEVEN Seagal leikur Austin Travis ofursta, sem fer fyrir sérsveit sem berst gegn hryðjuverkamönnum. EINI bandamaðurinn um borð í farþegaþotunni er hugrökk og ráðagóð flugfreyja (Halle Berry). mynda og var Demolition Man sem hann gerði 1993 tíunda myndin hans sem skilaði meiru en 100 milljónum dollara í kass- ann, en hinar eru Lethal Weapon, Lethal Weapon 2, Lethal Weapon 3 Die Hard, Die Hard 2, Predat- or, Commando, 48 hrs og The Last Boy Scout. Árið 1990 var Silver heiðraður af samtökum kvikmyndahúsaeigenda í Banda- ríkjunum sem útnefndu hann framleiðanda ársins, og þá hlaut hann einnig viðurkenningu fyrir að veita leikurum í minnihluta- hópum hlutverk af ýmsu tagi. Silver fer ekki í launkofa með að fólk kemur að sjá kvikmyndir hans í þeim tilgangi að upplifa spennu, áhrifamiklar tæknibrell- ur, hæfilegan skammt af kímni og yfirleitt hina bestu skemmtan. Weapon 2, Die Hard 2: Die Hard- er, Demolition Man og Superman, en hann var tilnefndur til Óskars- verðlauna fyrir klippinguna á henni. Baird hóf feril sinn sem klippari þegar hann starfaði við mynd Ken Russell, Tommy, en áður hafði hann verið aðstoð- armaður við gerð kvikmynda. Joel Silver, framleiðandi Executive Decision, á að baki kvikmyndir sem samtals hafa skilað rúmlega tveimur milljörðum doll- ara í tekjur og hefur hann notið hvað mestrar velgengni af kvikmynda- framleiðendum samtímans. Sérsvið Silvers f '\ er gerð hasar- Hasar í háloftum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.