Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ1996 21 Ómar Benediktsson kemur víða við í ferdaþjónustufyrirtækjum, rekur: Island Tours í samstarfi við Flugleidir, íslandsf lug í sam- keppni við Flugleiðir, Safaríferð- ir og Fosshótel með leigu á Hótel Lind í samstarfi við Guð- mund Jónasson og Úrval-Útsýn. City Hótel á eigin vegum. undanskildar. „Árið 1991 stofnuðum við Gunnar Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri og Höldur á Akureyri íslandsflug, en það er fyrirtæki sem hefur tekið miklum breytingum síð- an það var stofnað. Við keyptum Arnarflug innanlands. Fengum þannig áætlunarleyfi og byggðum á því. Við endurskipulögðum rekstur- inn, höfum skorið niður ákveðna áætlunarstaði og bætt við nýjum. Einnig allan annan rekstur, svo sem viðhaldsaðstöðuna og í framhaldi af því flugvélaflotann. Um leið höfum við endurskoðað áætlunarflugið og stóraukið leigu- flugið. Að síðustu bættist fragtflugið við. Við fljúgum nú til 9 staða á íslandi og mikið leiguflug innan- lands, til Grænlands og til útlanda með varahluti og skipshafnir við áhafnaskipti, sem hefur stóraukist að undaförnu, þegar íslenski fiski- skipaflotinn er farinn að sækja á fjarlægari mið. Fyrir tveimur árum hófum við fraktflug og stílum þá fyrst og fremst inn á hraðflutningamarkað. Það byggist fyrst og fremst á hrað- flutningum fyrir DHL, sem sérhæfir sig í póst- og fragtflutningum á einni nóttu. Gífurleg aukning hefur orðið á þessum flutningum á hveiju ári að undanförnu. Þótt þessi þjónusta sé ekkert ódýr finna menn þegar þeir hafa kynnst henni að hún er svo örugg og þeir fá vöruna strax daginn eftir. Við byijuðum með litla flugvél, en komumst fljótt að raun um að við þyrftum stærri vél. Tókum því á leigu flugvél af gerðinni ATR 42 í 18 mánuði með framleigurétti eða kauprétti. Við viljum kanna hvort þetta sé rétta stærðin fyrir okkur. íslandsflug velti fyrsta árið 200 milljónum, en þar hefur orðið gjör- bylting og nú er veltan 500 milljón- ir. Það er nóg að gera og stöðugur vöxtur í starfseminni. Félagið hefur aflað sér góðs orðstírs og það skipt- ir sköpum. Veikasti hlekkurinn er áætlunarflugið. En leiguflugið og fragtflugið er það jákvæða. Jafn- framt því rekum við viðhaldsþjón- ustu. Erum með fullgilda vottaða Morgunblaðið/Sverrir STARFSFÓLK á skrifstofum Island Tours erlendis og hér á landi. Fulltrúa Hollendinga vantar á myndina. viðhaldsstöð. Loks má geta þess að við rekum stærsta flugskólann á landinu, Flugtak, sem hefur 10 vélar í kennslunni á Reykjavíkurflugvelli.“ Ferðamarkað- urinn vex Ómar Benediktsson kveðst ekki vera í neinum vafa um að ferðamark- aðurinn muni halda áfram að vaxa eins og hingað til. „Þá þurfum við að halda vel á spöðunum. Svo margir hafa fyllst bjartsýni og sumir gert sér of miklar væntingar. Það er að verða offram- boð af ferðum frá ferðaskrifstofum. Þá verða færri farþegar í hverri ferð, sem leiðir til þess að ferðin verður dýrari. í hveija ferð þarf bílstjóra og leiðsögumann, og sá kostnaður deilist kannski á 10 farþega í stað 25, auk þess sem lítil rúta er hlut- fallslega dýrari en stór. Þetta er fljótt að vega. Ferðirnar eru nógu dýrar fyrir, þótt það bætist ekki ofan á. Þetta er að verða sjálfhelda, sem við þurfum að komast úr. Það er of mikið af samskonar ferðum," seg- ir Ómar. Hvernig lítur hann sjálfur til frmtíðarinnar með sín fyrirtæki? „Hjá okkur hefur verið vöxtur á öllum mörkuðum. Við höfum sterka stöðu í Þýskalandi og Hollandi. Þótt ákveðin stöðnun sé í bili á þýska markaðnum, höfum við áfram trölla- trú á honum. Þetta er stærsti ferða- mannamarkaður í Evrópu. Við erum leiðandi fyrirtæki í sölu íslandsferða erlendis og við ætlum að færa út kvíarnar á fleiri markaði. Við sjáum fram á að ekki verði nema 1-2 sér- hæfðir söluaðilar íslandsferða í hveiju landi og við ætlum auðvitað að vera annar þeirra." r F j ö I b r a u t a s k ó I i n n við A r m ú I a • danska • enska • franska • íslenska • þýska • stærðfræði • rekstrarhagfræði • þjóðhagfræði • verslunarréttur • bókfærsla • tölvufræði • verslunarreikningur • jarðfræði • iíffræði Nú í sumar mun Fjölbrautaskólinn við Ármúla bjóða upp á sérstakan sumarskóla ætlaðan framhald- skólanemum, bæði þeim sem eru að byrja og þeim sem komnir eru áleiðis. Allir áfangar em matshæfir. Kennsla hefst kl. 17.20 og hverjum áfanga lýkur með prófi í júnílok. Hægt er að velja tvo áfanga, en hverjum og einum er þó heimilt að taka einungis einn. Lágmarksfjöldi í hóp er 12. Tveir áfangar kosta 20.500 kr. Einn áfangi kostar 14.000 kr. • líffæra- og lífeðlisfræði • sjúkdómafræði heilbrigðisf ræði • næringarf ræði • iyfhrifafræði • sálfræði • saga • efnafræði • iþróttafræði • eðlisfræði • ritvinnsla • tölvubókhaid Kennsla samkvæmt viðurkenndum námsvísi með samþykki Menntamálaráðuneytis. Innritun verður á skrifstofu skólans 20. - 24. og síðan þriðjudaginn 28. maí. Kennslugjald skal greiða við innritun (Visa-Euro-reiðufé). Kennsla hefst fóstudaginn 31. maí. Greídar *>amgóngur úr öllutn ðitú.m Fjölbrautaskólinn við Ármúla - sumarskóli í hjarta borgarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.