Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ A _ ... . Morgunblaðið/Þorkell Omar Benediktsson FENGU 7 000ÞÝSKA FERÐAMENN TIL ÍSLANDS VIÐSKIPTIAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►ÓMAR Benediktsson er fæddur og uppalinn í Bolungarvík, sonur Benedikts Bjarnasonar og Hildar Einarsdóttur. Hann varð viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1984. Þá hélt hann til Hamborgar til starfa á landkynningarskrifstofu Ferðamálaráðs, Flugleiða o.fl. Þegar skrifstofan var flutt til Frankfurt 1986 stofn- aði Omar, ásamt Skúla Þ.orvaldssyni og Böðvari Valgeirssyni Island Tours ehf. í Hamborg, sem hann veitti forstöðu. Á árinu 1989 flutti hann til Frankfurt er þeir stofnuðu skrifstofu þar. Síðan hefur fyrirtækið opnað skrifstofur og fengið umboðsmenn víða erlendis, nú síðast í Mtinchen. Er Ómar flutti heim 1991 gerðust Flugleiðir hluthafar og síðan hefur hann verið sljórnar- formaður Island Tours. Þá er hann sljórnarformaður íslands- flugs hf., sem hann stofnaði 1991 ásamt Gunnari Þorvaldssyni og Höldi á Akureyri. í vetur keypti Ómar svo City Hótel og tók á leigu Hótel Lind ásamt sínum samstarfsaðilum í Safaríferðum í Borgartúni. Ómar er kvæntur Guðrúnu Þorvaldsdóttur, húsmóð- ur og háskólanema og eiga þau þijú börn. eftir Elínu Pólmadóttur OMAR Benediktsson hittum við á skrifstofu Island Tours í Listhúsinu, þar sem hann var að undirbúa væntanlega móttöku starfsfólks af skrifstofum fyrirtækisins erlendis í tilefni af 10 ára afmæli Island To- urs. Svo sem af meðfylgjandi kynn- ingu má sjá kemur Omar víða við, enda er hann á fullu hjá öllum þess- um fyrirtækjum, sem eru mistengd og sum óskyld. Málið er því nokkuð flókið. En við byijum á að spyija hann um Island Tours, sem hefur á fáum árum náð ótrúlega miklum árangri í að fá þýskumælandi ferða- menn til íslands. Fyrsta íslenska ferðaheildsalan í fyrra komu um 7.000 farþegar á vegum fyrirtækisins til íslands, þar af tveir þriðju frá Þýskalandi. Og ársveltan er orðin 7-800 milljón- ir króna. „Þetta er ferðaheildsölufyrirtæki, fyrsta sinnar tegundar, þar sem Is- lendingar fara sjálfir út í að mark- aðssetja beint til neytandans. Fara alla leið út og sækja viðskiptavinina í stað þess að ná til þeirra í gegn um útlendinga. íslenskar ferðaskrif- stofur höfðu áður komið sínum ferð- um inn á erlenda ferðaheildsala. Við fórum þannig skrefi lengra og rudd- um brautina," útskýrir Omar. „Þeg- ar við vorum að stofna okkar fyrir- tæki höfðu menn litla trú á fyrirtæk- inu. Þeir börðust á móti og vildu ekki fá sínar ferðir í okkar bækl- inga. Töldu að markaðurinn væri ekki nógu stór fyrir svo sérhæfða íslenska aðila. Það mundi eyðileggja markaðsetningu á ferðum til Is- lands. Þetta hefur nú alveg snúist við. Það var skammsýni þess tíma. Þarna bættist nýtt við, markaðurinn hefur stækkað^ hratt og allir eru sáttir við sitt. í sjö ár hafði ferða- mannafjoldinn frá Þýskalandi til ís- lands staðið í stað. En öll árin síðan hefur hann farið hratt vaxandi." Ómar tekur fram að Island Tours sé þýskt fyrirtæki í eigu íslendinga og sé ekki í því að útbúa eða selja íslendingum ferðir til útlanda, heldur eingöngu að skipuleggja ferðir og selja erlendu ferðafólki ferðir til ís- lands, Færeyja og Grænlands. Dreg- ur þannig viðbótarferðafólk til lands- ins. Aðalskrifstofan er í Hamborg í Þýskalandi, en einnig eru skrifstofur í Frankfurt og Miinchen og auk þess í Sviss og Hollandi. í Hamborg eiga sömu aðilar Lundi Tours, sem líka sérhæfir sig á þessu sviði. Og þó þeir hafi ekki sérstakar skrifstofur í Austurríki, Lúxemborg og flæmska hluta Belgíu, þá eru þar umboðsaðil- ar. Nú síðast bættist Ítalía við, þar sem er íslensk kona með aðstöðu á ferðaskrifstofu. Á erlendum skrif- stofum Island Tours starfa um 20 manns, aðallega íslendingar og Þjóð- veijar. Erlenda starfsfólkið verður oftast svo hrifið að það verður ekki síður góðir sölumenn fyrir ísland, eins og Ómar segir. Guðmundur Kjartansson er nú framkvæmda- stjóri í Hamborg. „í Þýskalandi eru 10.000 ferða- skrifstofur," segir Ómar. „Þetta gengur út á að koma bæklingunum, sem við gefum út, inn á þessar ferða- skrifstofur og gera samninga við þær. Ekki er sjálfgefið að ferðaskrif- stofa vilji hafa okkar bækling. Það gengur ekki nema maður hafi gott orðspor, sé með góða vöru og sjald- an sé kvartað. Hins vegar er ekki því að leyna að við eigum í vök að veijast í dag við að koma okkar efni á framfæri. í þessari rniklu sam- keppni vilja ferðaskrifstofur hafa þetta sem einfaldast, bóka í gegnum tölvu og þurfa helst ekki að vita of mikið um ákvörðunarstaðinn, enda er um svo mörg lönd í heiminum að ræða. Þær miða við að ná nægilegri veltu hjá ferðaheildsala til að kom- ast í bónus og fá hærri sölulaun. Vilja ekki fara út í of mikla sérhæf- ingu og fá kannski lítið fyrir. Þessi þróun er vissulega mjög hættulegt fyrir lítinn áfangastað eins og Is- land. Ekki bara fyrir okkur en engu síður fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þetta er að færast meira í þessa átt og einnig að verða meiri keðjumynd- un í ferðaskrifstofunum. Þetta fær- ist því á færri hendur og um léið kemur til innkaupadeild fyrir keðj- una sem kann að ákveða að borgi sig að skipta við aðeins 50 ferða- heildsala og fá meiri umsetningu út úr því. Þeirra bæklingar liggja þá frammi, en skrifstofan er kannski tilbúin til að hafa að auki bæklinga frá 200 ferðaheildsölum og veita upplýsingar um þá. En þar sem eru um 1.600 ferðaheildsalar í Þýska- landi, verður meiri hluti þeirra út undan. Þetta gerir stöðuna nokkuð flóknari og erfiðari." Aukning utan annatíma Samt hefur orðið svona gifurleg aukning þýskra ferðamanna til ís- lands síðan þið byijuðuð? „Mig minnir að 7 árin á undan hafi komið um 14.000 ferðamenn á ári, en núna eru þeir komnir yfir 40.000. í fyrsta sinn í 10 ára sögu Island Tours er aukningin minni í ár en hún hefur ávallt verið frá ári til árs. Það kemur til af því að í Þýskalandi eru nú blikur á lofti. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira síðan um 1950 og aldrei meiri gjald- þrot en sl. ár. Vextir eru svo lágir að jafnvel eftirlaunafólk sem lifir að hluta á vöxtum af sparifé sínu fer líka varlega. Við höfum orðið þessa varir, þótt eftirspurn hafi aðeins tek- ið kipp síðustu daga. Við finnum kannski meira fyrir þessu nú af því að miklir kuldar voru í Þýskalandi í vetur. Ég held að þetta séu tíma- bundin vandamál, sem muni leysast. Við vonumst til að halda okkar hlut. Við höfum líka aukið okkar mark- aðshlutdeild gegnum árin, svo við erum bjartsýnir. Það ánægjulega við aukninguna á farþegafjölda hjá okk- ar fyrirtæki á undanfömum árum er að hún hefur verið lítil yfir há- annatímann en nánast öll utan hans. Það er auðvitað gleðilegt fyrir mig sem íslending, en ekki endilega fyr- ir fyrirtækið, því ferðirnar sem mað- ur selur utan annatíma eru hlutfalls- lega ódýrari. Viðbótarfarþeginn á annatíma hefði því gefið okkur meiri tekjur en hinn,“ segir Ómar og hlær við. Island Tours hefur lagt talsverða áherslu á kynningu á óhefðbundnum ferðatíma. „Það er rétt, við vorum fyrsti ferðaheildsalinn sem gaf út vetr- arbækling árið 1989. Það varð ærinn kostnaður en lítill afrakstur. Þama liggur kannski munurinn á því þegar íslendingar standa að slíku erlendis. Þeir eru tilbúnir til að fórna meiru en útlendingar. Enn rétt stendur þetta undir sér fyrir okkur sem höf- um kynninguna en ekkert meira. Samt þrjóskumst við við og höldum áfram. í rauninni ættu þeir sem eiga fjárfestingarnar að taka virkari þátt í markaðssetningu utan háanna- timans, viðbótartekjur í lágönn skipta þá fyrst og fremst máli. Þama erum við gróflega að tala um haustferðir, áramót á Islandi, páskaferðir, vorferðir og Reykjavík- urpakka allt árið. Um leið er Iíka verið að vinna að því að fá sérhópa, einkum svonefnda hvatahópa fyrir- tækja. Utan háannatímans er ljóst að markaðurinn liggur ekki síst í mán- uðunum mars og apríl, Þá er daginn farið að lengja og veðrið er stöð- ugra. Oft eru þessar miklu stillur og snjór yfír öllu. Það eru mistök að bjóða þá upp á það sama og á sumrin, því það er allt annað. Á þessum tíma má leggja miklu meiri áherslu á þessa miklu víðáttu og snjóinn. Og við eigum að höfða þá til fyrirtækjahópa og fjölskyldna í skólafríum á vorin, því skólafríin eru líka á þessum tíma. Þetta þarf að tengja saman. Mér sýnast mestu möguleikarnir vera í þessum tíma; hef ekki trú á að reyna að selja ferð- ir í október og fram í febrúar." Með stærstu áramótahópana Ekki nema áramótaferðirnar, er Ómar minntur á. „Við höfum verið með stærstu hópana hér um áramót- in, um 250 manns um hver áramót. Mjög mikil ánægja er með þessar ferðir. Og æ fleiri hótel hafa opið um áramótin. En flugið er svolítið erfitt þegar bara eru farþegar aðra leiðina.“ Við spjöllum um sumarferðir á íslandi sem boðið er upp á og Ómar segir ferðir ferðaskrifstofanna líkar. Það séu mislangar ferðir, eftir nokkrum sömu leiðum og mikið til sömu staðanna. í heild séu þær svip- aðar. Síðan sé reynt að koma ein- hveijum séráherslum inn í þær. Ómar segir að Island Tours selji allt sem er á boðstólum fyrir ferða- fólk sem komi til íslands. Hann bætir við; „ísland Tours er sölu- kerfi, fjárfestir ekki. Við veitum þjónustu og sköpum þannig tekjur fyrir íslenskt þjóðfélag og þá sem hafa fjárfest þar.“ Sumarhúsadvöl nýjung Island Tours hefur auglýst eftir sumarhúsum, sem virðist vera nýj- ung. Ómar kveður þá hafa byijað fyrir 6 árum að auglýsa í Morgun- blaðinu eftir sumarhúsum til skammtímadvalar. Honum þótti liggja mikil fjárfesting í sumarbú- stöðum og hafði í Þýskalandi kynnst því að fólk vildi nýta sínar eigur. Engin viðbrögð urðu við auglýsing- unni, en eftir samdráttarár komu 3 árum síðar svör og nú er framboð af sumarhúsum til leigu fyrir erlent ferðafólk. Island Tours eru umboðs- aðilar og leigja út þann tíma sem eigandi vill og ætlar ekki að nota húsið sjálfur. Þá er greitt fyrir hveija notaða viku. Þetta hefur gengið ákaflega vel og umgengni verið til fyrirmyndar. Ómar segir þetta dæ- migert fyrir það hvernig við íslend- ingar getum nýtt betur fjárfestingar okkar. Keypti City Hótel og leigir Hótel Lind Við víkjum talinu að hótelum, en þar hefur Ómar Benediktsson verið umsvifamikill að undanförnu. Þótt það sé óháð fyrirtækinu Island To- urs, hefur hann keypt hótel og leigt annað í samvinnu við aðra. „Það er rétt, ég keypti í vetur City Hótel og við erum að ljúka við að setja það í stand. Höfum tekið það alveg í gegn undir umsjón Hildi- gunnar Johnson innanhússhönnuð- ar. Þetta á að verða heimilislegt og notalegt hótel fyrir erlenda og inn- lenda ferðamenn í hjarta bæjarins. Það á ekki að vera dýrt hótel. Ég hefi ekki hækkað verðið frá því sem var, en fólk fær meira fyrir sama verð. Þarna er 31 herbergi." Ómar segir að nægt framboð sé af hótelum í hærri verðflokki, en hafi vantað hótel í túristaklassa. En hann lætur ekki þar við sitja, og er viðriðinn leigu á öðru hóteli. „Fyrirtækið Fosshótel er nýtt fyr- irtæki sem ætlar að hasla sér völl í hótelrekstri. 1. maí var hótelrekstur- inn á Hótel Lind við Rauðarárstíg tekinn á leigu til 5 ára. Rauði kross- inn hefur verið með skrifstofu á jarð- hæðinni. Næsta vetur verður henni breytt í hótelherbergi og bætast við 12 herbergi. Rauði krossinn hefur rekið sjúkrahótel á efstu hæðinni með 18 herbergjum. Við munum reka sjúkrahótelið áfram, alveg á sama hátt og með sama fólki og í samstarfi við Rauða krossinn." Safaríferðir eru í eigu sömu aðila og Fosshótel, Guðmundar Jónasson- ar hf., Úrvals-Útsýnar og Halldórs Bjarnasonar framkvæmdastjóra. Safaríferðir er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í móttöku ferðamanna í íslandsferðum með áherslu á alls kyns útivistarferðum. Það byggist á grunni svonefndra safaríferða Úlf- ars Jacobsen yfir hálendið. „Island Tours markaðssetur sig til neytand- ans, en Safaríferðir til ferðaheild- sala, eins og aðrar ferðaskrifstofur. Selur gegn um umboðsmannakerfi," segir Omar til skýringar. íslandsflug á hrað- flutningamarkaði Ekkert sem varðar íslandsferðir er Ómari fjarri. Flugsamgöngur ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.