Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR TORFÆRA ■ KÖRFUBOLTI Þróaþarf þrautimar Reyndur akstursíþróttamaður JÓN RÚNAR Raf nsson hefur unnið mikið við akstursíþrótta- mót, veriA dómari, skipuleggjandl og dómnefndarmaður. NÝIR auglýsingasamningar keppenda og það að torfæran verður sýnd á Eurosport hefur tvíeflt marga af keppendum íslandsmótsins ítorfæru. ís- landsmótið hefst 24. maí á Akureyri, en fjögur mót gilda til stiga og að auki verða tvö bikarmót. Bikarmótin eiga að vera eins konar óopinber heimsmeistaramót. íslands- meistarar beggja flokka tor- færunnar verða meðal kepp- enda f ár, Gunnar Guðmunds- son íflokki götujeppa og Har- aldur Pétursson íflokki sérút- búinna jeppa. Mörgum þykir reyndar lítill munur orðinn á útbúnaði keppnistækja í flokkunum. í vetur var samþykkt að Gunnlaugur götujeppar yrðu á Rögnvaldsson skofludekkjum, en skrifar vél og drifbúnaður hefur síðustu ár ver- ið mjög svipaður í þessum flokkum. Ekki er nauðsynlegt lengur að götujeppar séu á númerum, þannig að fátt er eftir frá upphaflegu hug- myndinni um götujeppa í keppni. „í raun er enginn munur á jeppun- um, en svona hafa reglurnar þróast og keppendur sjálfír hafa staðið fyrir þessu. Ég myndi vilja sjá nýja tegund íþróttar fyrir götujeppa, þar sem ekki þarf eins strangan örygg- isbúnað og í torfærunni. Erlendis eru alls kyns þrautamót og slíkt mót var reynt hér á landi í lok vetr- ar í snjó á vegum fjallaferðamanna og tókst vel,“ sagði Ólafur Guð- mundsson, formaður Landsam- bands íslenskra akstursíþróttafé- laga, í samtali við Morgunblaðið. Aðeins fjórir jeppar eru í flokki götujeppa í fyrsta móti árins, en þrettán í flokki sérútbúinna. Flokkaskipting ekki raunhæf „Þessi flokkaskipting er ekki lengur raunhæf miðað við búnað ökutækjanna, vandamálið við að hafa tvo aðskilda flokka með ólíkan búnað er að mótin verða of löng. Þau þyrftu að vera 2-3 tímar, ef vel ætti að vera. Menn greinir á um hvaða stefnu á að taka, en flokkarnir verða keyrðir hvor í sínu lagi í sumar, líklega í sömu þrautum í mörgum mótanna. Hugmyndir hafa komið upp um að skipta jepp- unum upp eftir afli eða þyngd, en það er erfitt í framkvæmd. Við sjáum í lok keppnistímabilsins hvernig til tekst í sumar með þessa flokkaskiptingu," segir Ólafur Guð- mundsson. Fyrsta torfærumót ársins er á Akureyri laugardaginn 24. maí og þar ræður Bílaklúbbur Akureyrar ríkjum. Meðal þeirra sem þar hafa starfað hvað mest er Jón Rúnar Rafnsson, sem byrjaði fimmtán ára gamall að vinna í kringum aksturs- íþróttamót. Hann hefur m.a. unnið við götumílu, sandspyrnu og tor- færu. í torfæru hefur hann verið keppnisstjóri, dómari og í dóm- nefnd, sem tekur á kærum ef þær koma upp. Jón hefur því mikla þekkingu af mótshaldi. „Það verður mikill slagur í torfærunni í sumar, en ég held að Einar Gunnlaugsson verði góður á heimavelli. Hann vann þrjú mót hér í röð, þannig að hann verður erfiður viðureignar,“ sagði Jón Rúnar, sem smíðaði yfírbygg- inguna á jeppa Einars. Dómgæslan gagnrýnd „Dómgæslan hefur oft verið gagnrýnd í torfærunni, en ég held að hún hafi að mestu verið eins góð og hugsast getur. Það er reglubók- in sem gildir á staðnum, alveg eins og í handbolta og fótbolta. Einstök myndskeið eða myndir geta ekki ráðið úrslitum að mínu mati, þegar vafaatriði eru skoðuð. Hinsvegar finnst mér refsing fyrir að taka dekk ekki sanngjörn, eins og hún er í reglum í dag,“ sagði Jón Rún- ar. „Menn geta fengið allt að 300 stig fyrir einstakar brautir og eiga svo á hættu að fá 20-100 refsistig fyrir að taka dekk. Það finnst mér alltof hátt. Ég teldi að 40 stig í refsingu ætti að vera algjört há- mark, þannig að menn reyni fremur að komast þrautirnar, en að dóla framhjá einhveijum dekkjum til að sleppa við refsingu. Það vantar betri samskipti og samvinnu milli þeirra sem keppa og keppnishaldara. Þá held ég að þróa þurfi þraut- irnar. Taka fleiri þrautir á tíma, láta skeiðklukkuna ýta á eftir keppendum, skapa tilþrif. Torfær- an hefur staðnað hvað þrautir varðar og vantar meiri fjölbreytni. Ég vona sannarlega að menn skoði þetta í sumar. Ökumenn hafa kvartað yfir því að verðlaunfé sé ekki greitt í minni mótum, en áhorfendaíjöldinn á mótunum er ekki mikill úti á landi. Það kostar mikið að skipuleggja mótin, vinna, tækjaleiga og tryggingar. Það er því lítið eftir, en við gerum okkar besta til að mótin séu okkur til sóma,“ sagði Jón Rúnar. vægt mót í Höllinni ÍSLENSKA landsliðið í körfu- knattleik á erfitt verk fyrir höndum. Á miðvikudaginn hefst í LaugardalshöU forriðiU Evrópukeppninnar og þar leika landslið fimm þjóða auk ísiendinga. MikUvægi þess að komst áfram verður ekki nægUega brýnt fyrir fólki, því komist íslenska Uðið áfram mun það í vetur og næsta vet- ur taka þátt í riðlakeppni Evr- ópumótsins og leika við nokk- uð sterkar þjóðir, heima og að heiman. Slíkt hefur landsliðið í körfuknattleik ekki gert áður heldur tekið þátt í riðlum, svip- uðum og þeim sem hefst hér á landi á miðvikudaginn, ann- að hvert ár. Tvö lið komast áfram úr keppninni hér. Fyrsti leikur íslends verður gegn Lúxemborg á miðviku- daginn og hefst hann klukkan 20 og næsti leikur við Kýpur daginn eftir á sama tíma. Þessar þjóðir eigum við að sigra ágóðum degi, en í fyrra tapaði Island samt fyrir Lúx- emborg á Smáþjóðaleikunum og vann Kýpur á EM í Sviss. Þriðji leikurinn er á föstu- daginn og þá mætir ísland liði íra, sem virðist vera sterkasta liðið i keppninni, en írar hafa verið mjög rokkandi í gegnum árin og styrkleikinn aðallega farið eftir þvi hvort „írar“ i Bandarikjunum hafa fundist og fengist til að koma. írar mæta með sitt sterkasta lið að þessu sinni og ísland á ekki að eiga mikla möguleika. Á laugardaginn er leikið við Albani og um þá er afskaplega lítið vitað. Jón Kr. Gíslason þjálfari segir þó að þeirséu ekki með ósvipað lið og íslend- ingar. Leikmenn séu frekar smávaxnir og reynt sé að leika hratt og nýta skytturnar. Á sunnudaginn verður síðan mikilvægasti leikur íslenska landsliðsins í langan tíma, ef allt fer eins og búist er við. Þá mæta strákarnir Dönum sem koma með sitt sterkasta lið og það verður án efa spennandi leikur. Meistarinn vill meira HALDIÐ fast á meðan vagninn er á ferð. Þessi orð eru vænt- anlega varnaðarorð fyrir Har- ald Pétursson, íslandsmeist- ara ítorfæru íflokki sérútbú- inna jeppa. Allavega er skilti með þessum orðum hjá sæti ökumanns í endurbættum jeppa hans. Hann gerði nýlega samning við Olíufélagið Skelj- ung um auglýsingastyrk og hefur unnið af krafti í jeppa sínum í vetur og er staðráðinn í að verja titilinn í sumar. m Eg held ég eigi ágæta niöguleika á að veija titilinn. Ég á von á því að baráttan verði milli mín, Ein- ars Gunnlaugssonar, Gísla G. Jóns- sonar og Gunnars Egilssonar. Svo hef ég trú á að Jamíl Allansson verði beittur á betra tæki, en hann gerði góða hluti í fyrra,“ sagði Haraldur í samtali við Morgunblað- ið. Hann er kominn með nýja aftur- hásingu undir jeppann og hefur fjarlægt beygjubúnað sem hann prófaði í fyrra, en fannst ekki virka sem skyldi. Nýja hásingin er 9 Viljugir fákar Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson HARALDUR Pétursson kepptl á hestum á sínum yngri árum, en slæst núna vlð 750 hestöfl f vélarsal torfærujeppa síns. Hann varA íslandsmelstari í flokkl sérútbúinna jeppa í fyrra. tommu Ford, með öxlum úr Dana 60 hásingu. „Ég tók allt í gegn. Vél, skiptingu og drifbúnað. Drif- búnaðurinn er sterkur og ég held að vélin, sem er um 600 hestöfl, 750 með nítró innspýtingu, muni skila mér vel áfram. Hún vinnur á lægri snúningi en vélar keppinaut- anna, sem ég held að sé kostur, það sé minni hætta á að bijóta drifhluti. Innst inni vona ég að það auki veg torfærunnar að Eurosport ætlar að sýna frá mótunum, og vonandi verður hægt að líta á þetta sem atvinnu í framtíðinni. En miklu ræður hvernig verður haldið utan um íþróttina hér heima. Bikarmótin eiga að vera óopinber heimsmeist- aramót, þannig að við höfum frum- kvæðið að því að íþróttinni vex fisk- ur um hrygg, hér heima og erlend- is. Það eru keppnistæki í Svíþjóð, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni. En fyrst er að standa sig hér heima. Meist- aratitillinn fer vel heima hjá mér og þar ætla ég að halda honum í lok keppnistímabilsins", sagði Har- aldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.