Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jón Steinar Gunnlaugsson segir af sér sem formaður yfirkjörstjórnar Oft fjallað opinberlega um ávirðingar Olafs Ragnars Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. sagði í gær af sér sem formaður yfírkjörstjómar Reykja- víkur. Hér birtist í heild greinargerð sem hann sendi frá sér vegna málsins. FRAMBOÐSFRESTUR vegna kjörs forseta íslands þann 29. júní nk. er nú útrunninn. Liggur form- lega fyrir, að meðal frambjóðenda er Ólafur Ragnar Grímsson al- þingismaður og fyrrverandi fjár- málaráðherra. Hef ég undirritaður, formaður yfírkjörstjómar Reykja- víkur, við svo búið, ákveðið að víkja úr sæti mínu í yfírkjörstjóminni við forsetakosningamar. Hef ég til- kynnt samnefndarmönnum mínum þetta bréflega og óskað eftir að Hjörleifur Kvaran hæstaréttarlög- maður boði til næsta fundar nefnd- arinnar. Verði varamaður þá kall- aður til starfa í stað mín. Þar sem málefnið varðar opin- bera sýslan sem mér var falin af Alþingi, þykir mér rétt og skylt að gera í stuttu máli grein fyrir ástæðum þessarar ákvörðunar og þeim lagagrunni sem hún byggir á. Á undanförnum ámm hefur nokkram sinnum komið fyrir að ég hafí í starfi mínu sem málflutn- ingsmaður annast rekstur mála, þar sem ofangreindur forseta- frambjóðandi hefur komið við sögu sem alþingismaður eða ráðherra með þeim hætti að ég hef talið bæði siðlaust og á köflum löglaust og orðið um að Qalla á þeim grund- velli. Ber þar hæst eftirtalin þijú tilvik. 1. í máli ákæravaldsins gegn nokkrum fyrrverandi fyrirsvars- mönnum og endurskoðanda Haf- skips hf. var ég meðal skipaðra veijenda. Meðal verkefna okkar veijendanna í því máli var að kanna og fjalla um fyrir dómi umræður á Alþingi í kringum gjaldþrotið síðla árs 1985. Urðu þær fremur en allt annað til þess að farið var fram gegn fyrirsvars- mönnum Hafskips hf. með þeim dæmalausa hætti sem raun bar vitni. í þessum umræðum fór Ólaf- ur Ragnar Grímsson alþingismað- ur hamförum. Auk annars sakaði hann í skjóli þinghelgi sinnar for- svarsmenn Hafskips _ hf. um að hafa svikið fé út úr Útvegsbanka íslands í gegnum Hafskip hf. í þágu sjálfra sín. Hef ég ekki í annan tíma kynnst annarri eins framgöngu alþingismanns, þar sem úr ræðustóli á Alþingi var veist að varnarlausum einstakling- um utan þings, með ósönnum áburði um glæpsamlegt athæfi. Kom í hlut okkar veijendanna að fjalla um þetta framferði fyrir dómi á viðeigandi hátt. 2. Ég var lögmaður Magnúsar Thoroddsen, fyrrverandi forseta Hæstaréttar, í málaferlum vegna brottvikningar hans úr embætti í desember 1988. Þar kom í minn hlut að ijalla fyrir dómi um fram- komu Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra fyrst eftir að málið kom upp, er hann kom dag eftir dag fram í fjölmiðlum með fullyrðingar um brot Magnúsar á reglum, sem engar voru til. Áttu þessar röngu staðhæfíngar ráð- herrans þá ríkan þátt í að kalla yfír skjólstæðing minn almenna fordæmingu sem miklu réð um framhaldið. Taldi ég þessa fram- komu ekki sæmandi fyrir embætt- ið, sem Ólafur gegndi. Þurfti ég að sjálfsögðu að fjalla um þetta fyrir dómi. Þegar Ölafur kom fyr- ir dóm í málinu og bar vitni ákvað ég að krefjast þess að hann stað- festi framburð sinn með eiði eða drengskaparheiti. Var hann þá af dómsformanni samkvæmt fyrir- mælum laga inntur eftir því, hvort hann tryði á guð. Synjaði hann fyrir það og fékk því að staðfesta framburð sinn með drengskapar- heiti. Skal tekið fram, að sam- kvæmt lögum fengu menn því aðeins að „velja“ drengskaparheit, að þeir væra ekki í viðurkenndu trúfélagi eða lýstu því fyrir dóm- ara að þeir tryðu ekki á guð. Við þetta væri ekkert að athuga, þar sem Ólafi er að sjálfsögðu fijálst að hafa þær trúarskoðanir sem hann kýs, ef ekki væri nú komið í Ijós opinberlega af hálfu Ólafs, að hann hafi sagt dómaranum ósatt um trúarskoðanir sínar. Vís- ast í því efni til viðtals við hann í Alþýðublaðinu 22. maí sl. Liggur því fyrir nú, að krafa mín um að Ólafur staðfesti framburð sinn, leiddi til þess að hann skýrði rangt frá fyrir dómi um atriði sem hafði beina jiýðingu að lögum. 3. Eg annaðist mál fyrir Þýsk- íslenska hf. sem varðaði ágreining um skattgreiðslur félagsins, þ.m.t. ágreining um skyldu þess til greiðslu á söluskatti, sem félagið hafði ekki innheimt en ríkisskatt- stjóri talið að því hefði borið að innheimta. Hafði í maí 1989 náðst samkomulag við embætti tollstjóra um að krafan yrði borin undir fóg- etarétt með lögtaksbeiðni, svo fyr- irtækinu gæfist kostur á að bera varnir sínar upp fyrir dómi. Þvert ofan í samkomulagið lét Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra loka fyrirtækinu fyrirvara- laust með lögregluvaldi árla dags þann 19. júní 1989. Neitaði ráðu- neyti hans síðan að taka við tékka, útgefnum af banka, fyrir allri hinni meintu skuld sem tryggingu, meðan fjallað væri um lögmæti lokunarinnar fyrir dómi. Varð því að inna greiðsluna af hendi til að fá fyrirtækið opnað. Með dómi Hæstaréttar á árinu 1994 í máli sem ég annaðist, var ríkissjóður dæmdur til greiðslu skaðabóta vegna ólögmætrar lokunar fyrir- tækisins. Við málflutninginn kom það í minn hlut að fjalla um þessa stjórnsýslu ráðherrans, m.a. með því að gera samanburð við af- greiðslu hans nokkrum mánuðum áður á söluskattsskuld fyrirtækis- ins Svarts á hvítu hf., þar sem fyrrverandi kosningastjóri hans í Álþýðubandalaginu var við stjórn- völinn. Hafði hann heimilað því fyrirtæki að greiða söluskatt og álag, sem nam tugum milljóna króna, með veðskuldabréfi til átta ára, þar sem veðið var í þokkabót ónýtt. Reyndist skuldabréfið þegar til átti að taka einskis virði og tapaði ríkissjóður kröfu sinni. I ofangreindum málum hef ég ítrekað þurft að fjalla um óforsvar- anlega framkomu Ólafs Ragnars Grímssonar í þeim opinberu stöð- um sem hann hefur gegnt. Þess vegna hefur orðið nauðsynlegt að ég nú, þegar hann hefur bpðið sig fram til embættis forseta íslands, skoðaði hug minn um, hvort ég geti talist hlutlaus gagnvart hon- um, þannig að ég teljist hæfur til að starfa í yfirkjörstjórn Reykja- víkur við kosningarnar. Svo mikið er víst að ég tel það nálgast hneisu fyrir þjóðina að kjósa hann í emb- ættið, þar sem störf hans á opin- beram vettvangi undanfarin ár sýni að hann sé fjarri því að upp- fylla þau skilyrði sem ég tel sæma þessu virðulegasta embætti þjóðarinnar. Ég fæ ekkert flúið frá þessari skoðun. Nú er málinu svo háttað að yfírkjörstjórnin er kosin pólitískri kosningu af Alþingi og því ekki nauðsynlegt að einstakir nefndarmenn séu hlutlausir gagn- vart pólitískum flokkum sem bjóða fram til Alþingis. Hlutleysi yfir- kjörstjórna er þá tryggt með því að allir flokkar sem fulltrúa eiga á Alþingi taka þátt í vali nefndar- manna. Engu slíku er hins vegar til að dreifa með forsetaframbjóð- endur. Þeir hafa ekki átt nokkurn hlut að því vali. Tel ég engan vafa ieika á, að almennar vanhæfisregl- ur komi til athugunar við forseta- kosningar. Er t.d. ljóst að úr kjör- stjórn yrði að víkja náinn vensla- maður forsetaframbjóðanda sbr. 2. tl. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ekki er síður ástæða til að raunveruleg vildarafstaða kjörstjórnarmanna gagnvart for- setaframbjóðendum með eða móti geti valdið vanhæfi. Eru slíkar ástæður raunar oft þyngri á met- unum heldur en formleg tengsl sem auðveldara er að festa hendur á. Er þetta í samræmi við kenning- ar fræðimanna á þessu sviði. Skal og minnt á túlkun Hæstaréttar í dómi 19. mars 1993 (H. 1993.603) að það sé nóg til vanhæfis að þeir sem hagsmuna eiga að gæta af opinberri stjórnsýslu hafi ekki réttmæta ástæðu til að efast um hlutleysi stjórnsýsluhafa. Byggist þetta á því viðhorfi að trúnaðar- traust þurfi að ríkja til stjórnsýslu- hafans. Niðurstaða mín er sú að ég hafi á undanförnum árum svo oft fjallað opinþerlega og fyrir dómi um ávirðingar Ólafs Ragnars Grímssonar forsetaframbjóðanda í opinberum störfum hans að honum væri óréttur gerður ef hann þyrfti að una því að ég starfaði í yfirkjör- stjórn Reykjavíkur í forsetakosn- ingum þeim sem í hönd fara. Vík ég því úr sæti mínu í kjörstjórn- inni. Samkeppnisráð Landsbjörg má kalla sig lands- samband SAMKEPPNISRÁÐ hefur úr- skurðað að ekkert mæli gegn því í samkeppnislögum að Landsbjörg titli sig landssam- band björgunarsveita. í erindi Berserkja er þess krafist að Landsbjörg verði ekki kennd með þessum hætti á þeirri forsendu að Slysavarnafélag íslands hafi á því einkarétt. Einnig geti það valdið mis- skilningi hjá almenningi. Óskað var eftir áliti Sam- keppnisstofnunar með sím- bréfí í framhaldi af auglýs- ingu Landsbjargar vegna sölu á plástri þar sem talað er um að hagnaður renni til björgun- arsveita um land allt. Meðal annars er tekið fram að 30 hjálparsveitir skipi Lands: björg en innan vébanda SVFÍ séu 90 björgunarsveitir. í svari Landsbjargar segir að Landsbjörg, landssamband björgunarsveita, sé skrásett vörumerki og að til samtak- anna teljist björgunarsveitir úr öllum landsfjórðungum. Það sé auk þess misskilningur að auglýsingin gefi til kynna að þeir sem styrkja Lands- björg séu þar með að styrkja allar björgunarsveitir lands- ins. Styrkur til Landsbjargar renni til eflingar á björgunar- starfi. Nöfn beggja skráð Ekki er vísað í lagagreinar í erindi Berserkja og taldi Samkeppnisstofnun koma til álita greinar um notkun firmanafna og verslunar- merkja og rangar, ófullnægj- andi eða villandi upplýsingar í auglýsingum. Athugun leiddi í ljós að Slysavarnafélag Is- lands og Landsbjörg hafa bæði skráð nöfn sín og undir- titla á lögmætan hátt og að hvort um sig hefur einkarétt á notkun síns merkis ásamt nefndum undirtitlum. Ekki sé hætta á því að almenningur villist á merkjum þeirra. Loks segir að þar sem bæði sam- tökin séu landssambönd ýmissa björgunarsveita sé ekki hætta á að undirtitill Landsbjargar, landssamband björgunarsveita, sé villandi eða valdi misskilningi ef hann er notaður með nafni félags- ins. A _ Sigurður G. Guðjónsson hrl., umboðsmaður Olafs Ragnars Grímssonar gagnvart yfirkjörstjórn Ummælin á mörk- um þess löglega ÓLAFUR Ragnar Grímsson vildi ekki tjá sig í gær um ákvörðun Jóns Steinars Gunn- laugssonar hæstaréttarlögmanns, að víkja sæti úr yfírkjörstjóm Reykjavíkur eða um þá gagnrýni sem Jón Steinar setur fram í greinargerð sinni. Vísaði Ólafur Ragnar á Sigurð G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmann, sem er umboðsmaður Ólafs Ragnars gag- vart yfírkjörstjórn. Sigurður furðar sig á ákvörðun Jóns Steinars og sagði að Jón Steinar hefði aldr- ei gert neinar athugasemdir vegna framboðs Ólafs Ragnars í samskiptum sem hann hafí átt við yfirkjörstjórn að undanförnu vegna undirbúnings framboðsins. „Yfirkjörstjóm hefur vitað að Ólafur Ragnar yrði meðal frambjóðenda í hátt í tvo mánuði. Ég er búinn að fara á fund Jóns Steinars og afhenda honum meðmælenda- lista vegna framboðsins og það hefur aldrei komið fram í neinu samtali við mig að hann kynni að vera vanhæfur, enda er hann það ekki í mínum huga,“ sagði Sigurður. Sigurður sagðist m.a. hafa átt fund með yfírkjörstjórn Reykjavíkur í Ráðhúsinu í síð- ustu viku vegna meðmælendalista og Jón Steinar hefði ásamt öðram yfirkjörstjórn- mönnum gefíð út vottorð um nöfnin á listan- um. „Þess vegna hlýtur það að skjóta skökku við, að þegar hinn formlegi undirbúningur að kosningunum er að baki og síðari hlutinn er eftir, það er að segja framkvæmd kosn- inganna og talning atkvæða, þá skuli for- maður yfírkjörstjórnar í Reykjavík, finna það upp hjá sér, að hann vilji víkja sæti, vegna þess að í gegnum tíðina hafi hann orðið sem lögmaður að fjalla um málefni þar sem umbjóðandi minn hafi haft einhverj- ar athugasemdir fram að færa eða gengið fram með einhveijum sérstökum hætti. Þetta var allt til staðar þegar ég afhenti honum listann og af hverju tjáði hann mér ekki frá því þá? Af hveiju kallaði hann ekki til vara- mann þá? Þessu þarf lögmaðurinn að svara,“ sagði Sigurður. Kýs að víkja sæti til að beita sér í þágu frambjóðanda „Niðurstaða mín af öllu þessu er sú, að núna þegar það liggur fyrir hveijir eru fram- bjóðendur og það liggur líka fyrir að Ólafur Ragnar hefur haft ákveðið forskot á keppi- nautana í skoðanakönnunum, þá kjósi Jón Steinar að víkja úr sæti yfirkjörstjórnar til þess að geta beitt sér í þágu einhvers fram- bjóðanda, sem ég veit ekki hver er,“ sagði Sigurður. „Ef hann er að tala um þetta út frá stjórn- sýslulögum, þá er það ekki í anda stjórnsýsl- unnar að sá embættismaður sem kýs að víkja sæti, skuli nota tækifærið og svívirða og lítillækka þann sem hann telur sig vera vanhæfan gagnvart. Þetta er ekki mjög fagmannlega unnið hjá lögmanninum Jóni Steinari, eins og hann segir á lokablaðsíðu þessarar dæmalausu greinargerðar, að hann telji það nánast hneisu fyrir þjóðina að kjósa Ólaf Ragnar í embætti. Þetta er á mörkum þess að vera löglegt," sagði Sigurður. Hann kvaðst ekki eiga von á að þetta mál ætti eftir að hafa áhrif á framboð Ól- afs Ragnars til forseta. „Ég held að þessi framganga Jóns Steinars hljóti að dæma sig sjálf,“ sagði hann. i I > I > í \ \ I I-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.