Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 41 Skaðabótalög númer tvö Psoriasis — hvað er til ráða? Hin þriðju boðuð NÚ HEFUR Alþingi samþykkt ný skaða- bótalög, sem taka gildi 1. júlí 1996. Fyrri lögin giltu frá 1. júlí 1993, svo að þijú ár eru á milli. Jafnframt er nú ráðherra falið að skipa nefnd sérfræðinga er undirbúi þriðju lögin, og verði frumvarp lagt fram eigi síðar en í október 1997. Skaðabótalög eiga helst að standa lengi svo að framkvæmdin nái að festast í sessi. Breyting þeirra með stuttu millibili er hið mesta klúður. Flas er ekki til fagn- aðar. Brugðið var á það ráð til að spara tíma að þýða dönsk lög á ís- lensku. Málið var ekki kannað eða rætt að neinu gagni. Fljótlega þóttust menn sjá agnúa á lögunum, ekki síst þann að síasað- ir fengju of lágar bætur, og upp hófust kröfur um breytingar. Um- ræðan fór í þann farveg að snúast aðallega um efni sem hefði átt að athuga síðar, nefnilega iðgjöld bíla- trygginga. Aftur var tímahrak og því voru samþykktar breytingar á lögunum, en um leið ákveðið að láta vinna að nýjum breytingum. Hér má hafa að leiðar- ljósi, segir Jón Erling’- ur Þorláksson, samn- ing Tryggingastofnunar við Háskóla íslands um rannsókn bótakerfa. Tveimur atriðum var breytt með skaðabótalögum númer tvö. Bóta- þröskuldur í 8. grein færist niður úr 15% í 10% og margföldunarstuð- ull svokallaður hækkar úr 7,5 í 10. Hér verður rætt í stuttu máli um breytingarnar. Fyrst er þess að geta, að í lögun- um er slösuðum skipað í tvo hópa með ólíkum bótareglum. í fyrri hópnum eru börn og unglingar, námsmenn, húsmæður og aðrir þeir sem ekki unnu fyrir tekjum árið fyrir slys. Þessi hópur fær staðlaðar bætur, þar sem eingöngu er farið eftir svokölluðu miskamati. í hinum hópnum eru þeir sem voru í atvinnu- lífinu. Bætur til síðari hópsins byggj- ast bæði á miskamati (miskabætur) og fjárhagslegu örorkumati (bætur fyrir varanlega örorku), þar sem taka á tillit til persónulegra atriða hjá hinum slasaða auk sjálfs áverk- ans. Fyrri breytingin, það er lækkun bótaþröskuldsins úr 15% í 10%, snertir hina tekjulausu. Rétt er að skoða hvernig miski er metinn. Þá tek ég hálsáverka, enda eru þeir algengastir. Við matið er farið eftir töflu um miskastig, sem örorkunefnd gefur út. Þar segir um mat áverka á hálshrygg Eymsli og óveruleg hreyfiskerðing, allt að 5 Miðlungi mikil eymsli, hreyfiskerð- ing og dofatilfinning 6-10 Mikil eymsli, hreyfiskerðing og rót- arverkur 11-14 Algjörlega upphafin hreyfing í háls- hrygg 20-25 Óvenju slæmar afleiðingar mjúk- vefjaráverka +1-5 Taflan er fyrst og fremst leiðbein- andi um mat áverka. Samkvæmt fyrstu skaðabótalög- unum, sem gilda til 1. júlí nk., þarf miskastig að ná 15% til þess að bætur fáist fyrir varanlega örorku. Mikil eymsli, hreyfiskerðing og rót- arverkur dugir ekki til. Ef miskastig- ið er 15% eru bætur kr. 600.000 (miskabætur) + 780.000 (örorkubætur) eða kr. 1.380.000 sam- tals. Sé miskastig 14% eru einungis greiddar miskabætur kr. 560.000. Það veltur því á miklu fyrir hinn slas- aða að matið nái 15%. Nú breytist þetta með skaðabótalögum nr. tvö þannig að markið fær- ist ofan í 10%. Fyrir 10% miska verða bætur nú 400.000 + 480.000 = 880.000, en einungis 360.000 kr. ef miska- stig er 9%. Hér er ekki tekin með í reikriinginn lítiis háttar vísitöluhækkun frá 1. júlí 1993. Þessi lækkun bótamarksins er greinilega til hins betra. En áfram hlýtur það að vekja efasemdir hvort stökk í bótum eigi rétt á sér. Við blasir að mat miskastigs getur ekki verið mjög nákvæmt, og því verður það oft undir hælinn lagt hvoru megin þröskuldar hinn slasaði lend- ir. Um þetta hefur varla nokkuð verið rætt hvað þá að byggt sé á rannsóknum. Breyting margföldunarstuðulsins snertir síðari hópinn. Þar er gert ráð fyrir að fundið sé árlegt tap, í tveim- ur áföngúm. Fyrst metur örorku- nefnd tap í hundraðshlutum af tekj- um (örorkuprósentu), en síðan koma málsaðilar sér saman um viðmiðun- artekjur, nema notaðar verði tekjur árið fyrir slys. Bætur fást svo með því að margfalda árlegt tap með margföldunarstuðlinum. Reyndar kemur aldursstuðull til lækkunar ef hinn slasaði er eldri en 25 ára. Þá er spurningin: Er stuðullinn 10 hæfilegur? Þennan stuðul verður að skoða sem nokkurs konar meðal- tal. Tekjur sem við er miðað eru brúttótekjur, þ.e. tekjur áður en skattur hefur verið dreginn frá. En bætur eru skattfríar. Ekki er tekið tillit til bóta frá öðrum aðilum, t.d. örorkubóta frá lífeyrissjóðum. Það má því ætla að margföldunarstuðull- inn þyrfti að vera mishár eftir að- stæðum, hærri að öðru jöfnu ef tekj- ur eru lágar og skattar litlir. Einn stuðull ætti samkvæmt því að vera hagstæður þeim sem hafa háar tekj- ur. Ég held að ekki hafi verið kann- að nægilega hver meðalstuðullinn ætti að vera. Við endurskoðun lag- anna fór vit og orka í deilur um ið- gjöld bílatrygginganna, eins og fyrr var nefnt, en ekki í leit að reglum er veita þeim sem slasast hæfilegar bætur. Eg hef áður haldið því fram að ekki eigi að beita margföldunarst- uðli, heldur slá hinum tveimur flokk- um saman og nota staðalaðferðina fyrir alla, þó þannig að hægt sé að gera undantekningar. Nú kem ég loks að kjarna þessa máls: í raun og veru veit enginn hvaða áhrif algengir áverkar hafa á tekjur manna. Það hefur ekkert ver- ið rannsakað. Örorkunefnd, sem á að meta tekjutap einstaklinga í hundraðshlutum, er skilin eftir í erf- iðri stöðu, því að hún hefur fá eða engin gögn að byggja á. Hér þarf að spyrna við fótum og hætta flaustrinu. Einfalt er að breyta ákvæði hinna nýju skaðabóta- laga um tímamörk nýrra breytinga. Það sem nú þarf að gera er að rann- saka málið í næði. Kanna hvernig fólki farnast sem orðið hefur fyrir slysum og hvernig helst megi meta tekjutap þess. Þá fæst vonandi um leið vísbending um hvernig bótaregl- ur ættu að vera. Hér má hafa að leiðarljósi samning sem Trygginga- stofnun ríkisins gerði nýlega við Háskóla íslands um rannsókn bóta- kerfa. Þetta mál ætti að fara í sama farveg. Höfundur er tryggingafræðingur. Jón Erlingur Þorláksson PSORIASIS er ólæknandi sjúkdómur sem um 6-8.000 íslend- ingar hafa. Hann kem- ur fram í hinum ýmsu myndum, allt frá því að einstaklingar eru óvinnufærir og öryrkjar yfir í að hafa enga eða örfáa bletti. Psoriasis er oft nefndur sjúkdóm- ur hinna heilbrigðu, því oftast stundar fólk sína vinnu og við erum snill- ingar í að fela sjúkdóm- inn með því að ganga í fötum sem hylja psor- iasisflekkina. Sennilega eru flestir psoriasis- Inga J. Arnardóttir sjúklingar meira og minna í ljósa- og lyfjameðferð, frá því þeir grein- ast með sjúkdóminn. Það er ótrúlega þreytandi að geta aldrei gleymt því að maður er með sjúkdóm, sem víða Ég skora á Trygginga- ráð, segir Inga J. Arnardóttir, að endur- skoða afstöðu sína til meðferða við psoriasis. er varla viðurkenndur sem sjúkdóm- ur. Viðhorf tiyggingayfirlæknis lýsir þessu vel, þar sem hann í grein sinni í Tímanum í sl. mánuði talar um hópferðir til sólarlanda, í stað þess að tala um loftslagsmeðferð (sjá síð- ar). Við eigum sama rétt á meðferð við okkar sjúkdómi og aðrir, þó svo sú meðferð fari fram á heilsustöð í sólarlandi! Draumur hvers psorias- issjúklings er að vera laus við með- ferð og lyf í einhvern tíma. Að vera laus við kláðann og pirringinn í húð- inni og geta gengið áhyggjulaus í stuttbuxum og ermalausum bol í sólinni án þess að glápt sé á mann, er yndisleg tilfinning og svo mikill léttir að ekki er hægt að útskýra það með orðum! En hvaða meðferðarúrræði eru til við psoriasis? Göngudeildir Ljósaböð á göngudeildum er sennilega sú meðferð sem er mest notuð. Þar eru notaðir svokallaðir UVB-geislar (ekki sama og solar- ium) með eða án lyfja (smyrsl/ krem). Algengt er að psoriasissjúkl- ingar séu í þessum ljósum þrisvar í viku í 3-9 mánuði í senn og jafnvel lengur. Mörgum okkar finnst ljósin ágæt, þau hafa vissulega áhrif og ná að halda sjúkdómnun niðri þann- ig að ástandið versni ekki, en það virðist erfitt að fá húðina vel gróna og heila eins og heilbrigðu fólki. Sjúkrahúsdvöl Á Vífilsstöðum er legudeild sem sinnir öllum húðsjúkdómum á land- inu. Á deildinni eru í dag aðeins 9 legurúm og er hún svokölluð 5 daga deild, þ.e. hún er lokuð allar helg- ar, frídaga og stórhátíðir fyrir utan miklar sumarlokanir. Á Vífilsstöð- um eru tjöruböð mikið notuð, ásamt öðrum lyijum og ljósaböðum. Loftslagsmeðferð Frá því 1979 hefur TR greitt fyr- ir 40 psoriasissjúklinga á ári í loft- slagsmeðferð á norræna heilsustöð á Kanaríeyjum. Ég er ein af þeim sem fóru í slíka ferð í mars sl. Nor- ræna heilsustöðin Valle Marina er mjög faglega rekin og þar vinnur læknir, hjúkrunarfræðingar og leik- fimiskennari. Lögð er mikil áhersla á að sólin og sjórinn séu „lyfin“ sem notuð eru í þessari meðferð ásamt góðri hvíld og heilbrigðu líferni. Flestir ef ekki allir psoriasissjúkling- ar sem hafa reynt þessa meðferð eru sammála um að hún sé sú öflugasta sem þeir þekkja. Batinn kemur fyrr, er betri og varir þar af leiðandi í flestum tilfell- um lengur. Bláa lónið Psoriasissjúklingar baða sig í lóninu og fara samhliða í ljósa- meðferð. Þar eru aðal- lega notuð rakakrem til að næra hina þurru húð. Þessi meðferð hef- ur gefist mörgum vel, en þó alls ekki öllum. Gallinn við hana er sá, að flestir eiga um lang- an veg að fara. Þeir sem búa úti á landi gera ekki sótt hana nema með ærnum tilkostnaði. Þeir sem búa nær, en þó í u.þ.b. klukku- stundar akstursfjarlægð (stór- Reykjavíkursvæðið) eiga líka erfitt með að stunda lónið. Til að eitthvert gagn sé af meðferðinni þarf að stunda hana a.m.k. þrisvar í viku. Hver ferð tekur um 3 klst. og með fullri vinnu, fjölskyldu o.fl. vantar einfaldlega fleiri tíma í sólarhring- inn! Þannig fylgir þessu stress og álag, sem er einn versti óvinur psor- iasissjúklinga og veldur oft útbrot- um. Mín skoðun er sú, að ef Bláa lónið á að vera raunhæfur með- ferðarmöguleiki, þarf TR að taka meiri þátt í greiðslum þeirrar með- ferðar. Hægt er að hugsa sér að sjúklingar dveljist á hóteli við Bláa lónið meðan á meðferð stendur svo þeir geti hvílst um leið, eða að hægt væri að sjúkraskrifa fólk þrjá eft- irmiðdaga í viku til að stunda lónið. í dag er meðferð í Bláa lóninu ekki aðgengileg nema fyrir örfáa og í raun varla meira en göngudeildar- meðferð fyrir Suðurnesjamenn. Hvað verður í framtíðinni? Tryggingaráð tók þá ákvörðun í vetur að hópurinn sem fór í loftslags- meðferð í mars sl. sé sá síðasti sem TR muni greiða fyrir. Ef fer sem horfir, eru í raun bara tveir meðferð- armöguleikar fyrir flesta psoriasis- sjúklinga á íslandi, þ.e. göngudeildir með ljósaböðum og lyfjanotkun og sjúkrahúsdvöl. Forsvarsmönnum TR ásamt heilbrigðisráðherra hefur ver- ið tíðrætt um „miklu fleiri og betri meðferðarmöguleika í dag og öflugri lyf,“ þess vegna hafí verið ákveðið að hætta að greiða fyrir loftslags- meðferðir. Hvað hefur bæst við á síðustu árum? Jú, Bláa lónið og nýtt lyf, Daivonex, er komið á markað. Daivonex virkar mjög vel á marga, en það eru líka margir sem ekki geta notað það vegna aukaverkana. Það eru engar rannsóknir til sem Beatrix Potter prjónafígúrur! Hœð 38 cm. Pakkinn inniheldur prjónagamib og leiðbeiningar á ensku og íslensku. Verð aðeins 1.190 kr. Sendum í póstkröfu. MIÐBÆ VIÐ HAALEITISBRAUT SÍMI 553 7010 Opið í sumar frá kl. 13-18, virka daga. bera saman áðurnefndar meðferðir, þess vegna finnst psoriasissjúkling- um ófaglegt að tala bara um meiri og betri meðferðir. Kristján Guðjóns- son deildarstjóri hjá TR segist „geta veitt fleiri manns lausn fýrir sama fé, en þeir örfáu sem voru sendir utan“. Þetta er fullyrðing sem eng- inn psoriasissjúklingur skilur. Hvað vita þeir sem við vitum ekki? Þessir. örfáu sem hann talar um eru þó 40 manns á ári, sem í flestum tilfellum eru mjög slæmir og/eða hafa ekki fengið lausn með þeim meðferðum sem bjóðast. Ég get t.d. nefnt að í síðustu ferð voru tveir sjúklingar sem voru búnir að vera í ljósum nær samfleytt í 2 ár, án verulegs bata. Á þremur vikum náðu þeir mjög góðum bata, aðrir tveir höfðu stund- að Bláa lónið í nokkra mánuði, með litlum árangri, þeir fengu líka mjög góðan bata í ferðinni. Á þessu sést hvað þessi sjúkdómur er einstakl- ingsbundinn og dyntóttur. Ég skora á Tryggingaráð að end- urskoða afstöðu sína til meðferða við psoriasis. Hvernig getur pólitískty skipuð nefnd tekið ákvörðun um hvaða meðferð er best við tilteknum sjúkdómi, án þess að leita álits við- komandi sérfræðinga? Það var ekki leitað álits húðsjúkdómalækna þegar þessi ákvörðun var tekin! Það er nauðsynlegt að skoða allar meðferð- ir sem í boði eru við psoriasis, þ.m.t. loftslagmeðferð og meta hvernig þær nýtast best, sjúklingum og þjóð- félaginu í heild. Inn í það dæmi ætti að sjálfsögðu að reikna lyfja- kostnað, sjúkrahúsdvöl, örorku, frá- veru frá vinnu, kostnað vegná göngudeilda og lífsgæði sjúklinga, svo eitthvað sé nefnt. Þar sem sjúkdómurinn er mjög einstaklingsbundinn og dyntóttur er þörf á sem flestum meðferðarmögu- leikum. Hvernig ætli standi á því að á Norðurlöndum, í Þýskalandi, Bandaríkjunum og víðar er loftslag- meðferð álitin nauðsynlegur og ódýr valmöguleiki í meðferð? Þetta er „heilbrigðasta" meðferðin sem völ er á og það er skrítið að hún sé lögð niður án þess að málið sé metið á faglegan hátt áður. Það má geta þess í lokin, vegna ummæla í blöðum um að margir sjúklingahópar vilji fara til sólarlanda í meðferð. Það er rétt að mörgum sjúklingahópum líður mun betur í sól og hita og má þar t.d. nefna gigtarsjúklinga, en það er nú samt svo að psoriasis er eini sjúkdómurinn þar sem sólin og sjórinn eru beinlínis lyfin við sjúk- dómnum. Höfundur er lyfjafræðingur með psoriasis. POR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavik: Ármúla 11 -Simi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.