Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Kælismiðjan Frost hf. á Akureyri færir út kvíarnar Hefur framleiðslu á plötu- frystum hérlendis á ný Morgunblaðið/Kristján FYRSTU þrír plötufrystar sem Kælismiðjan Frost hf. framleiðir hafa verið settir um borð í Frosta ÞH frá Grenivík. Á myndinni eru Jón Rúnar Þorsteinsson, starfsmaður Slippstöðvarinnar hf. og Guðmundur Hannesson, starfsmaður Frosts að koma einum slíkum niður um lestarlúguna á Frosta. KÆLISMIÐJAN Frost hf. hefur hafið framleiðslu á plötufrystum fyrir landvinnslu og frystiskip. Þessa dagana er verið að setja þijá fyrstu plötufrystana, sem fram- leiddir eru hérlendis, um borð í Frosta ÞH, en skipið er í breyting- um hjá Slippstöðinni hf. Plötufrystar hafa ekki verið framleiddir hérlendis frá því á 6. áratugnum og þá aðeins fyrir land- kerfi. Frost hefur í samvinnu ABB á Ítalíu hannað nýja gerð af plötu- frysti fyrir íslenskan markað, sem mætir auknum kröfum um gæði frystingarinnar, að sögn Elíasar Þorsteinssonar, deildarstjóra Kæli- smiðjunnar Frosts á Akureyri. „Nú eru gerðar kröfur um það í frystingunni að allar pakkningar séu sléttar og betri og við höfum mætt þessum kröfum með sterk- byggðari tækjum. í því sambandi má nefna að flatarþrýstingur á plöt- urnar í hefðbundnum tækjum er 0,25-0,5 kg á cm2 en í þessum tækjum okkar er þrýstingurinn 0,75 kg á cm2,“ segir Elías. Erum samkeppnishæfir við aðra framleiðendur ABB á Ítalíu hefur framleitt plötufrysta fyrir Frost í á annað ár, sem heita Samifi Islandia og voru hannaðir í samvinnu fyrirtækj- anna. „Með samvinnu við svona stórt fyrirtæki eins og ABB höfum við náð lágmarks framleiðsiukostn- aði og erum samkeppnishæfir í verði við aðra framleiðendur, þrátt fyrir að vera með aukinn styrk í okkar frystum og um leið afkasta- meiri tæki. Þessa framleiðslu höfum við nú tekið heim og erum um leið nær markaðnum. Það gefur okkur möguleika á að vera sveigjanlegri í stærðum á tækjunum, til að mæta t.d. mismunandi gerðum pakkn- inga.“ Elías segir að frysting á Islandi byggist að langmestu leyti á plötu- frystingu. Stærstu frystamir hafa verið 16 stöðva en í útfærslu Frosts er hægt að smíða 21 stöðva tæki, fyrir loðnu- og síldarfrystingu og þau tæki afkasta um 20 tonnum á sólarhring. Auk þess sem plötu- frystar eru settir um borð í Frosta ÞH, hefur fyrirtækið selt einn slíkan um borð í Eyborgina EA, sem er í breytingum í Noregi. Kanna möguleika á að nota nýjan kælimiðil „Við erum mjög stoltir yfir þess- ari framleiðslu okkar og teljum að hún hafi tekist ákaflega vel og í raun betur en við þorðum að vona. Það eru þegar famar að berast frek- ari fyrirspurnir um tækið og við emm bjartsýnir á framhaldið. Þetta hefur verið eitt af okkar hugsjóna- verkefnum og með því að færa framleiðsluna til landsins erum við um leið að fjölga störfum og auka framleiðni í landinu. Ef markaður- inn tekur tækinu vel þýðir það enn frekari fjölgun starfa og möguleika á útflutningi. Við tökum þó eitt skref í einu,“ segir Elías. Þá er fyrirtækið einnig að kanna möguleika á að nota nýjan kælimið- il í frystikerfi, sem kæmi þá í stað- inn fyrir ammoníak og aðra hefð- bundna kælimiðla og er alveg skað- laust. Málið er á frumstigi og vildi Elías ekki fara nánar út í þá sálmá á þessari stundu. Um 55 starfsmenn á Akureyri og í Reykjavík Kælismiðjan Frost hf. er með starfsemi bæði á Akureyri og í Reykjavík og hjá fyrirtækinu vinna samtals um 55 manns. Um 20 starfsmenn vinna í framleiðslu og þjónustu á Akureyri og í Reykjavík starfa um 20 manns í þjónustu og um 15 manns á tæknideild og skrif- stofu. Fyrirtækið flutti í eigið hús- næði á Akureyri sl. haust, alls um 500 fm að gólffleti og segir Elías að það hafi reynst of lítið strax daginn eftir flutninginn. Stærð lóð- arinnar gefur möguleika á að byggja við húsnæðið og segir Elías að þegar sé farið að athuga með byggingu á sérhönnuðu fram- leiðsluhúsnæði. Fyrirtækið er hins vegar í leiguhúsnæði í Reykjavík. Kælismiðjan hefur nýlega sett upp frystikerfi hjá rækjuvinnslu Meleyrar hf. á Hvammstanga og er þessa dagana að setja upp frysti- kerfi í nýja frystigeymslu Þormóðs ramma hf. á Siglufirði. Þá hefur fyrirtækið nýlega afhent frystikerfi í togarann Svalbarða SI frá Siglu- firði, sem keyptur var frá Akureyri og hét áður Svalbakur EA. O • ACO • ACO • ACO Kl Umhverlisvæn (jósritun i gæðaflokki aca SKIPHOLTI 17 • 105 REYKJAVIK SÍMI: 562 7333 • FAX: 562 8622 Nýjung í gjaldeyrisviðskiptum íslandsbanka Hægt að panta gjald- eyri gegnum tölvu ÍSLANDSBANKI býður nú fyrir- tækjum með svonefnda Skjálínu, sem er tölvutenging við bankann, að panta erlendan gjaldeyri í gegn- um töivu. Þetta á við um seðla, ferða- tékka, ávísanir, bréflegar greiðslur, símgreiðslur og aðra greiðslumiðla. Jafnframt er hægt að panta greiðsl- ur á innheimtum, ábyrgðum og er- lendum lánum með Skjálínunni, að því er segir í frétt. Þessir möguleikar hafa verið not- aðir í tilraunaskyni hjá völdum fyr- Víð skiptum við 35 Héðinn Stefánsson er stöðvarstjón Sogsstöðva hjá Landsvirkjun. Hann er Vélfrœðingur... Starf hans er fólgið í umsjón með daglegum rekstri þriggja stöðva: Ljósafossstöðvar, írafossstöðvar og Steingrímsstöðvar. Hann stjórnar eftirliti með vélbúnaði, viðhaldi og keyrslu margbrotinna og flókinna tækja. Nán.iri upplýsiii)>íir vcitir: AtvinnureHendur! ^ 1 Islands SPARISJOÐ VELSTJORA Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bæði bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Borgartúni IS, 105 Rcvkjnvík| Sími: 562-9062 irtækjum undanfarna mánuði og gefist vel. Hingað til hafa starfs- menn fyrirtækja þurft annaðhvort að koma í bankann til að panta gjald- eyri eða senda símbréf. Núna þarf aðeins að skrá pöntunina í Skjálín- una og berst hún þá til viðkomandi útibús. Starfsfólk útibúsins afgreiðir síðan pöntunina, sendir greiðsluna eða tekur til seðla og sendir skilaboð með Skjálínunnium að pöntunin hafi verið afgreidd. Ef um seðla er að ræða getur fyrirtækið látið fylgja pöntuninni hver sækir þá og hve- nær. Eins geta notendur geymt eldri pantanir og sent síðar með breyttum upplýsingum, t.d. upphæðum. Þetta fyrirkomulag er til mikils hagræðis fyrir fyrirtækin og jafn- framt eykur það öryggi í viðskiptum, því hægt er að geyma allar upplýs- ingar um gjaldeyrispantanir í tölv- unni, segir ennfremur. -------» ♦ ♦-------- Stórmynd sum- arsins slær met Los Angeles. Reuter. STÓRMYND sumarsins frá Para- mount , Mission: Impossible (Hættu- för), sló met nýlega þegar seldir voru aðgöngumiðar á fyrstu sýningarnar fyrir 11.75 milljónir dollara á tveimur dögum í miðri viku að sögn Viacom. Paramount segir að fyrra metið sé frá 1991 þegar seldir voru að- göngumiðar að sýningum á 2. hluta Tortímandans fyrir 11.66 milljónir dollara á þriðjudagi og miðvikudegi. Minni hag- vexti spáð í Danmörku Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA efnahagsráðið gerir ráð fyrir minni hagvexti á Dan- mörku en áður hefur verið spáð og telur að stjórnin muni ekki ná því markmiði að ná jöfnuði á ríkisfjárlögum 1998. Spáin gerir ráð fyrir að verg landframleiðsla aukist um 0,9% á þessu ári, en fyrri spá gerði ráð fyrir að framleiðslan mundi aukast um 2,4%. Ráðið kennir deyfð sem hafi hafizt í heimin- um 1995 um lítinn vöxt 1996. Einkaneyzla og útflutningur muni því lítið aukast. Ráðið segir að aukin kostn- aður vegna ellilífeyris, barns- burðarleyfa og annarra bóta velferðarkerfisins muni að engu gera það yfirlýsta mark- mið stjórnarinnar að tryggja jöfnuð á rikisfjárlögum 1988. Ríkisfjárhalli verði minnst 1,5% af landstekjum allan þann tíma sem spáin nær til. Of mikil svartsýni? Ráðið telur nú að einka- neyzla aukist um 0,5% 1996 en ekki 2,7% eins og það hafði áður spáð. Hagfræðingur Jyske Bank telur ráðið of svartsýnt þar sem margt bendi til aukinn- ar einkaneyzlu í Danmörku. Hann telur einnig að spá ráðs- ins um landframleiðsluna lýsi of mikilli varkárni, þótt aukn- ingin 1996 verði tæpast 2,4% eins ráðið spáði áður. Skýrslan er ekki neikvæð að öllu leyti. Sagt er að landfram- leiðsla muni aukast á ný í 2,2% 1997 og 2,5% 1998, en neyzla muni aukast um 2,5% 1997 og 3,9% 1998. McDonalcPs o g Walt Disn- ey í bandalag Chicago. Reuter. McDONALD’s og Walt Disney, tvö af þekktustu fyrirtækjum heims, hafa ákveðið að taka höndum saman um gagn- kvæma kynningu um allan heim. Samningur um bandalag til 10 ára tekur gildi í janúar og samkvæmt honum munu 18.700 veitingahús McDonald’s í 93 löndum tengjast kvik- myndum, skemmtigörðum og myndbandsspólum Walt Disney fyrirtækisins. Samningurinn mun hafa mikinn sparnað í för með sér hjá báðum fyrirtækjum, meðal annars vegna vinsælda þeirra beggja meðal barna. Samvinnu McDonald’s við BurgerKing verður hætt. Toyota með verulegan hagnað Tókýó. Reuter. TOYOTA, annar helzti bifreiða- framleiðandi heims, skilaði verulegum hagnaði á síðasta fjárhagsári og telur að veikt jen og frekari ráðstafanir til að draga úr kostnaði og auka sam- keppnishæfni muni stuðla að meiri hagnaði á þessu ári. Nettóhagnaður nam 256.98 milljörðum jena (2.40 milljörð- um dollara) 1995/96 þrátt fyr- ir heldur minni sölu. Hagnaðurinn jókst um 46% miðað við heilt ár. Síðan 1994 hefur fjárhagsári Toyota lokið í marz í stað júní. Á níu mánuðum til 31. marz 1995 skilaði fyrirtækið nettó- hagnaði upp á 131.95 milljarða jena (1.23 milljarða dollara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.