Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Þrír efstir
ogjafnir
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HELGI Ólafsson íhugar stöðuna í skák Jóhanns Hjartarsonar og Helga Áss Grétarssonar.
SKAK
Fjölbrautaskólanum
í Garðabæ
SKÁKÞING ÍSLANDS -
LANDSLIÐSFLOKKUR:
Frá 22. maí til 3. júni. Taflið hefst
!, 17 að undanskildum tveimur frí-
dögum 26. mai og 1. júní.
LÍNUR eru teknar að skýrast í
baráttunni um sigur í landsliðs-
flokki á Skákþingi íslands. Að
afloknum fimm umferðum af ellefu
á mótinu eru Hannes Hlífar Stef-
ánsson, Þröstur Þórhallsson og
Margeir Pétursson efstir og jafnir
með 4 vinninga hver, Helgi Áss
Grétarsson og Helgi Ólafsson hafa
báðir þrjá og hálfan vinning og
núverandi íslandsmeistari Jóhann
Hjartarson hefur þrjá vinninga.
Ekkert var teflt í kvennaflokki
um hvítasunnuhelgina. Anna Björg
Þorgrímsdóttir leiðir mótið, hún
hefur unnið báðar skákir sínar. Sig-
rún Sigurðardóttir, Helga G. Eiríks-
dóttir, Harpa Ingólfsdóttir og Ingi-
björg E. Birgisdóttir hafa einn vinn-
ing hver, en Sigrún sat yfir í fyrstu
umferð en hinar hafa teflt tvær
skákir hver.
SJÁ TÖFLU
3. umferð:
Helgi Áss Grétarsson - Margeir Pétursson 0-1
Helgi Ólafsson - Jóhann Hjartarson 'h-'h
Jón G. Viðarsson - Hannes H. Stefánsson 0-1
TorfiLeósson-ÞrösturÞórhallsson 0-1
Jón V. Gunnarsson - Magnús Ö. Úlfarsson 'h-'h
Benedikt Jónasson - Sævar Bjamason 'h-'h
4. umferð:
Hannes H. Stefánsson - Helgi Ólafsson 'h-'h
Jóhann Hjartarson - Benedikt Jónasson 1-0
Margeir Pétursson - Jón V. Gunnarsson 1 -0
Þröstur Þórhallsson - Magnús Ö. Úlfarsson 1-0
SævarBjamason-HelgiÁssGrétarsson 0-1
TorfiLeósson-JónG. Viðarsson 1-0
5. umferð:
Benedikt Jónasson - Hannes H. Stefánsson 'h-'h
HelgiÓlafsson-TorfiLeósson 1-0
Jón G.Viðarsson - ÞrösturÞórhallsson 0-1
Helgi Áss Grétarsson - Jóhann Hjartarson 1 -0
Jón V. Gunnarsson - Sævar Bjamason 1 -0
Magnús Ö. Úlfarsson - Margeir Pétursson 0-1
Þröstur Þórhallsson og Margeir
Pétursson hafa báðir unnið síðustu
fjórar skákir sínar eftir tap í fyrstu
umferð. Þröstur Þórhallsson lagði
Jón Garðar Viðarsson að velli í
fimmtu umferð í fjörugri skák, en
Þröstur þarf nauðsynlega góðan
árangur á skákþinginu til þess að
komast upp í 2.500 skákstig á
næsta lista Alþjóða skáksam-
bandsins FIDE sem miðast við 1.
júlí og hljóta þannig útnefningu
sem stórmeistari í skák. Margeir
Pétursson hefur teflt af öryggi
eftir tapið gegn Helga Ólafssyni í
fyrstu umferð. Margeir lagði Helga
Ass í 3. umferð og sveið Magnús
Örn Úlfarsson í hróksendatafli í
fimmtu umferð. Hannes Hlífar
Stefánsson hefur aðeins hægt á
eftir þrjár vinningsskákir í byijun
mótsins. Hann samdi um jafntefli
við Helga Ólafsson í fjórðu umferð
með hvítu mönnunum eftir rúm-
lega tuttugu leiki og átti í miklum
erfiðleikum í miðtaflinu gegn
Benedikt Jónassyni í fimmtu um-
ferð.
Helgi Ólafsson og Helgi Áss
Grétarsson eru í 4.-5. sæti með
3 V2 vinning. Helgi Ólafsson hefur
teflt mótið af öryggi, en fyrir
áhorfendur hafa skákir Helga Áss
Grétarssonar verið hreint augna-
yndi, þar hafa blandast saman
flækjur, tímahrak og dramatísk
augnabíik í hverri skák! Viðureign
Helga Áss og Jóhanns Hjartarson-
ar í 5. umferð er einmitt dæmi um
kröftuga og skemmtilega tafl-
mennsku Helga Áss í mótinu og
þar sem úrslitin ráðast aðeins á
síðustu sekúndunum.
Hvítt: Helgi Áss Grétarsson
Svart: Jóhann Hjartarson
Drottningarindversk vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 -
b6 4. a3 - Ba6 5. Dc2 - Bb7
6. Rc3 - c5 7. d5 - exd5 8. cxd5
- Rxd5 9. Bg5 - f6 10. Rxd5 -
Bxd5 11. Bf4 - De7 12. 0-0-0 -
Be6 13. e4 - g5 14. Bg3 - Rc6
15. Bb5 - Ra5 16. Dc3 - Bg7
17. Bd6 - Df7 18. Hhel
Peðsfórn hvíts í byrjuninni hefur
ekki notið lýðhylli, algengara er
að leika 7. e4. Færi hvíts fýrir
peðið geta varla talist fullnægj-
andi, svartur á raunar í erfiðleikum
með að hrókera en hefur að öðru
leyti heilsteypta stöðu.
18. - a6 19. Bfl - Rb7 20. h3
- b5 21. Kbl - Hc8 22. a4 -
b4 23. De3 - Hc6 24. e5 - Hg8
Þegar hér var komið sögu átti
Helgi Áss varla meira en þrjár
mínútur af umhugsunartíma sínum
fyrir tímamörkin við fertugasta
leik og fáir hugðu honum líf á
klukkunni auk þess sem staðan er
mjög vantefld. Hér kemur hans
styrkleiki hins vegar vel í ljós,
áframhaldið teflir hann af mikilli
útsjónarsemi og hörku og án þess
að fipast í tímahrakinu.
25. Bb8 - h6 26. exf6 - Bxf6
27. Re5 - Bxe5 28. Bxe5 - Kd8
29. g4! - Ra5 30. Hd6 - Ba2+
31. Kcl - Rb3+ 32. Kdl - Hxd6
33. Bxd6 - Dd5+ 34. Dd3 - Rd4
35. Be7+ - Kc7 36. Kcl - c4
37. Dg3+ - d6
Síðustu leikir voru tefldir á ör-
skammri stundu enda tíminn á
þrotum hjá báðum keppendum.
Nú sér Helgi skemmtilega fléttu.
38. Bxd6+! - Dxd6 39. He7+ -
Kc6 40. Bg2+ - Kc5 41. Hc7+
- Rc6 42. De3+
Svartur gafst upp enda verður
hann mát eftir 42. - Dd4 43. Hxc6
6. umferð í karlaflokki var tefld
í gærkvöldi og 3. umferð í kvenna-
flokki. Næsta umferð verður tefld
í kvöld og hefst kl. 17 í Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ. Þá tefla sam-
an m.a. Helgi Ólafsson og Þröstur
Þórhallsson.
Það er engin hætta á því
að sala ríkisfyrirtækja fari
fram bak við tjöldin
...
’jgaa—ga
firstjórn e.nkavæðingar
ilaráöberra og lönaða g kvæmda„efnd
^6-w,,íÍ!Í^‘-vb
annast undtrbunmg og « ^ rikisfyrirtíekja
yrirtækja, ríktsetgn vegum ríkislns og
”.:r—
Slaráöuneytistns.
, , x ,il bess að fyl'sta samræmis
inkavæöingu skal SJ , hlutafélag.
u, t.d. viö breyttngu ríktsfynrt
starfsmanna og viö solu.
áöuneyti tekur "^"itrumhverf. þess
-ssrrr-i—•—
(fyrirtækiö.
kal roeta lilboö til staögreiösluv
Viö sölu á fyrirtæki aamkvæmt t. spariskírteina. Þ4 skal meta.
miBaB viö ávöstunarkröfu í s as ^ ,a „yggingar gre.ösb
lega þær tryggingar sem ‘"^lumar og hæsta staðgre.ðsh
ska) því tilboöi sem «*» þau eru talin öfullnæg
sbr. þö 8. töiuliö. Hafna s hiutafjárútboð. skal geng.
Viö sölu á fyrirtækjum samk reynist meiri en framboö sk
8. töluliö.
Verklagsrcglur uni útboð á ríkisrckstri og sölu
á hlutabréfum í ríkiseign, tryggja ölhnn
landsinönnum jafnan rétt og .jafnt tækifæri til
þátttöku.
Keglurnar tryggja m.a. aö fyrirtæki, scm stcndur
til að sclja, skulu ávallt auglvst almcnningi
til kaups, þannig að öllnm scm áhuga hala sc
tryggður jafn rcttur til uð bjöða í þau.
Jafn réttur - þitt tækifæri
Kynntu þcr rctt þinn við kaup á hlutabrcfuin
í cigu i íkisins og útlitíð á ríkisrekslri.
Vcrklagsrcglurnar fást hjá fjánnálaráðuncytinii
og vcrðhrcfalyrirtækjuin.
FRAMKVÆMDANEFND
UM EINKAVÆÐINGU
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð
1. Hannes Hlífar X 1 1 'k 54 1 4 1-3
2. Torfi Leósson 0 X 1 0 0 0 1 10-12
3. Jón Garðar 0 0 X 1 54 0 154 8-9
4. Helgi Ólafsson 54 1 X 1 54 54 354 4-5
5. Benedikt Jónass. 54 X 0 0 54 0 1 10-12
6. Helgi Áss X 1 54 0 1 1 354 4-5
7. Jón Viktor 0 X 54 0 1 0 154 8-9
8. Magnús Örn 1 54 54 X 0 0 2 7
9. Margeir Péturss. 0 1 1 1 1 X 4 1-3
10. Sævar Bjarnas. 0 54 54 0 0 X 1 10-12
11. Jóhann Hjartars. 1 54 'h 1 0 X 3 6
12. Þröstur Þórh. 0 1 1 1 1 X 4 1-3