Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginkona mín og móðir okkar, ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR, Selfossi, lést þann 17. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eirikur Björnsson, Jón Gunnar Eiríksson, Björn Þór Eiríksson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRIM S. ÍVARSSON, Kárastíg 8, Hofsósi, lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðár- króki, sunnudaginn 26. maí sl. Sigrún S. ívarsdóttir, Kristin S. Björnsdóttir, Skúli Skúlason, Aðalbjörg J. Björnsdóttir, Valur Júlíusson, Hafdís Hrönn Björnsdóttir, Valdimar Júlíusson, Björn Emil Jónsson, Kolbrún Sif Skúladóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG G. JAKOBSDÓTTIR frá Súðavík, lést í Landspítalanum að kvöldi 25. maí. Jakob Þorsteinsson, Hanna Sigmannsdóttir, Grétar Kristjánsson, Lára Þorsteinsdóttir, Kristján Kristjánsson, Helga Sveinbjarnardóttir, Sveinbjörn Kristjánsson, Sesselja Ingjaldsdóttir, Samúel Kristjánsson, Rannveig Ragnarsdóttir, Hálfdán Kristjánsson, Helga Guðjónsdóttir, Sigurborg Kristjánsdóttir, Sveinn Pétursson, Ásdís Kristjánsdóttir, Svandís Kristjánsdóttir, barnabörn óg barnabarnabörn. t Hjartkær sonur minn, faðir okkar og bróðir, HANNES ÞÓRIR HÁVARÐARSON, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Dagbjört Hannesdóttir, Hilmar Þór Hannesson, Ragnar Þorkell Hannesson, Hulda Hávarðardóttir, Agnar Hávarðarson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KNUD SALLING VILHJÁLMSSON, Mávahlíð 40, andaðist í Landspítalanum sunnudag- inn 26. maí. Steinunn S. Jónsdóttir, Anita Knútsdóttir, Helen Knútsdóttir, Þór Steinarsson, Guðni Sigurðsson, Sonja Steinsson Þórsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Stefán Þór Þórsson, Ómar Guðnason, Óttar Guðnason. t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR SKÚLASON trésmíðameistari, Túngötu 14, Keflavík, andaðist á hjúkrunardeild aldraðra, Víðihlíð, Grindavík, mánudag- inn 27. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Elfn Skúladóttir, Sigríður Skúladóttir. ÓLAFUR ÁRNASON + Ólafur Árnason fæddist í Odd- geirshólum í Flóa 23. maí 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Selfoss 19. maí síð- astliðinn. Ólafur var sonur hjónanna Árna Árnasonar frá Hörgsholti í Hruna- mannahreppi og Elínar Steindórs- dóttur Briem frá Hruna í sömu sveit, dóttur prestslyón- anna þar, sr. Stein- dórs Jóhannssonar Briem og konu hans Kamillu. Ólafur ólst upp í stórum systk- inahópi, börnin voru sjö sem upp komust, fjórir bræður og þrjár systur. Elstur bræðranna var Steindór, en hann dó rúm- lega þrítugur og hafði verið heilsuveill frá barnæsku. Næst- elstur var svo Ólafur en ári yngri Guðmundur og Jóhann þremur árum yngri. Systurnar þijár giftust allar, Sigríður, sem er elst, giftist Guð- mundi Kristjáns- syni bónda í Arnar- bæli í Grímsnesi, Katrín giftist Stein- ari Pálssyni bónda í Hlíð í Gnúpveija- hreppi og Ólöf Jóni Ólafssyni banka- sljóra Samvinnu- bankans í Vík og síðar á Selfossi. Ólafur giftist árið 1960 Guðmundu Jóhanns- dóttur, sem var ekkja með tvo litla drengi, og eignuðust þau siðan eina dóttur, Kristínu, sem er gift Kristjáni Jónssyni garð- yrkjubónda í Hveragerði. Utför Ólafs Árnasonar verð- ur gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ólafur ákvað að bregða búi í Oddgeirshólum árið 1985, þar sem heilsan var ekki nægilega traust og einkadóttirin, Kristín, kærði sig ekki um að taka við jörð og búi. Ólafur fékk þá bróðurson sinn, Steinþór Guðmundsson, til þess að hafa makaskipti við sig, Steinþór fengi jörð og bú í Oddgeirshólum, en Olafur nýlegt íbúðarhús við Suð- urengi 14 á Selfossi. Þetta reyndist öllum hið besta heillaráð, búið í Oddgeirshólum fékk endurnýjaða öfluga forystu, en Ólafur kær- komna hvíld eftir 50 ára linnulítið starf við stórt bú og þau bæði hjón- ip hvfld eftir þrotlaust starf við stórt og mannmargt rausnarheimili. Þessi rúmlega 10 ár, sem þau hjónin hafa búið á Selfossi, hafa veitt þeim verðskuldaða hvíld, þó að þau hafi unnið ýmis tímabundin störf þegar slíkt bauðst eða hentaði. Síðastliðið vor, þegar Ólafur átti áttræðisafmæli, skrifaði sá sem þetta ritar nokkuð ýtarlega afmæl- isgrein um Ólaf, um hans víðtæka bóndastarf, bæði hans merku afrek sem íýrirmyndarbónda og ræktun- armanns og hans merka heimili, sem var alla tíð eitt hið glaðasta og hollasta menningarheimili sem hefur verið starfrækt á þessari öld hér um slóðir og sennilega er nú ekkert í þjóðlífinu sem brýnna er að varðveita en slík heimili. Það sem lengst af einkenndi Oddgeirshóla- heimilið var hve þar var jafnan mikið af börnum og unglingum og þar átti einnig margt gamalt vinnu- fólk, ættingjar og venslafólk skjól eða athvarf í lengri eða skemmri tíma. Þessi stóri hópur fólks, sem átti ekki heimtingu á neinu en var þakklátt öllu sem fyrir það var gert, vann oft heimilinu verulegt gagn og fann þá minna fyrir þeirri þakk- lætisskuld, sem oft gat verið erfitt að eiga en geta aldrei goldið. Ég veit að alla búskapartíð Ólafs í Oddgeirshólum voru mörg börn og unglingar tii hjálpar í Oddgeirs- hólum, einkum á sumrin, og hollari kennslu var vart að fá en ganga með Ólafi við verkin í fjósi og við heyskapinn og ég veit að Ólafur tók engan félagsskap fram yfir þeirra fylgd við bústörfin. Enginn vafi er á því, að bóndastarfið verður þeim sem stunda það af alúð og kærleika við skepnurnar og gróður jarðarinn- ar einstaklega gjöfult og þrosk- andi. Þeim bræðrunum í Oddgeirs- hólum tókst að ná óvenjulegum árangri í ræktun búfjárins og sér- stæðast var að áhöld voru um það hvar ræktunarárangurinn var mest- ur, í fjárhjörðinni, í fjósinu eða hjá reiðhestunum. Hér mun hafa stutt mest að hinum mikla ræktunar- árangri hve bræðurnir allir og svo yngri kynslóðin, synir Guðmundar, sem nú hafa tekið við búsforráðum í Oddgeirshólum, voru allir sam- hentir í ræktunarmálunum. Þó að Ólafur starfaði mest við nautgrip- ina, þá var hann harðglöggur og hafði bæði gott vit á kindum og mikinn áhuga á ræktun sauðfjár. Það er skemmtilegt að fá það staðfest nú, þegar nýjar hendur eru að taka við þústörfunum, að marg- t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Víðihlíð, Grindavík, (áður Vallarbraut 2, Ytri-Njarðvík), andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Víðihlíð sunnudaginn 26. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR SVEINSDÓTTIR (Stella) áðurtil heimilis á Réttarholtsvegi 79, lést á Spáni á hvítasunnudag. Kristín Eyþórsdóttir, Hartmann Guðmundsson, Lilja Dóra Eyþórsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Margrét Óskarsdóttir, Björn H. Einarsson, Hrafnhildur Eyþórsdóttir, Sævar Ástráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ir telja að í Oddgeirshólum sé nú einhver best ræktaði sauðfjárstofn í landinu, bæði með tilliti til afurða- semi og kjötgæða. Það var erfið ákvörðun á sinni tíð fyrir foreldra Ólafs, þau Árna og Elínu, að flytja úr Hrunamanna- hreppi að Oddgeirshólum í Flóa, sem þá var langt í burtu og fólki í nýju sveitinni í fyrstu allt ókunn- ugt. En fljótt lærðist fjölskyldunni að meta landkostina í Óddgeirshól- um og margt af því góða í átthögun- um tóku þau með sér. Enginn vafi er á því að í Hruna, í tíð þeirra sr. Jóhanns og sr. Steindórs Briem, var eitt merkasta menningarheimili héraðsins og þar var skáldafákinum óspart hleypt og vitað er að börn sr. Jóhanns Briem, bæði frú Ólöf, kona sr. Valdimars Briem á Stóra- Núpi, og sr. Steindór í Hruna, voru fljúgandi hagmælt. Ekki veit ég hvort Elín í Oddgeirshólum gerði vísur eða kvæði, en flest börnin hennar og systkini Ólafs Árnasonar eru_ ágætlega hagmælt. Ólafur gaf sér ekki tíma til að fara í skóla, en hann gat lært mik- ið af foreldrum sínum, því að þau voru bæði _vel að sér á þeirra tíma vísu. En Ólafur var eins og áður er getið í nokkur ár til sjós og jók hann verulega víðsýni sitt í hinum ýmsu verstöðvum sem hann reri frá. Ólafur var bókelskur og ein- staklega minnugur og honum tókst að menntast mjög vel í íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum með lestri fornbókmenntanna, sem eru einstakur fróðleiksbrunnur, sem lengi má ausa úr og aldrei þrýtur. Ólafur var einnig mjög Ijóðelskur og las öll ljóð, sem gefin voru út og voru í stuðluðu formi, og þau voru honum ómetanlegur fjársjóð- ur, sem hann hafði mjög mörg jafn- an á takteinum, því að hans minni var með afbrigðum traust. Hann las oft þær bækur, sem hann hafði mætur á, og ég hygg að hann hafi kunnað orðrétt ýmsa kafla í forn- bókmenntunum og bók eins og Sturlungu hafði hann kynnt sér svo vel að hið flókna orsakasamhengi og átök höfðingjaættanna voru hon- um jafnljós og eijur heima fyrir í sveitarmálum og frárekstrum. Ólaf- ur var einstaklega skemmtilegur maður og hann var vitur maður, enda hafði hann drukkið í sig jafnt fróðleik úr fornbókmenntum okkar og þá sérstaklega Eddunum og einnig úr Biblíunni, sem hann var vel kunnugur og vitnaði oft í. Hann var ekki mikill kirkjunnar maður en hann var gegnsýrður af hinni kristilegu mannúðarstefnu, að lifa í sátt við sína granna og styðja þá sem standa höllum fæti í lífsbarátt- unni. Ólafur lét aldrei dragast að vinna þau verk, sem hann taldi brýnt að vinna, heldur gekk strax til verks og unni sér ekki hvíldar fyrr en verkinu var að fullu lokið. Nú þegar Ólafur kveður sína kæru byggð, samstarfsmenn og fjölskyldu, þá er ljóst að hér verður skarð fyrir skildi og allir sem hann þekktu hafa misst mikið. Mönnum er því mörgum þungt um andar- dráttinn, þegar Ijóst verður að Ólaf- ur er horfinn sjónum okkar og nú gefst ekki lengur kostur á að blanda geði við hann og margir því haldn- ir sárum trega og vildu nú fá að bera fram einhver kveðju- og þakk- arorð. Ég og fjölskylda mín eigum Ól- afi mikið að þakka, fyrst fyrir dygga vináttu, sem aldrei hefur kulnað síðan við kynntumst fyrst fyrir rúmum fimmtíu árum. Ég vil þakka honum hans bóndastarf og samstarf að ræktunarmálum allan þennan tíma og við þau störf veiga- mikla aðstoð og aðvaranir, þegar tæpt var stigið. Ég votta sveitinni hans samúð, nú þegar einn helsti afreksmaður óyggðarlagsins kveður og sá sem hefur borið hróður þess víðast fyrir búskaparafrek og rausnarbúskap á einu mesta höfuðbóli sveitarinnar. Ég votta eftirlifandi eiginkonu og dóttur og bróðurnum Jóhanni og öðrum systkinum hans og fjölskyldu allri innilega samúð við brottför
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.