Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri Morgunblaðið/Margrét Þóra Aldreijafn- margir nemendur í skólanum BRAUTSKRÁNING var frá Verk- menntaskólanum á Akureyri á annan dag hvítasunnu. Alls voru brautskráðir 74 stúdentar og 15 af öðrum sviðum, þar af fjórir sjúkraliðar, fjórir kjötiðnaðar- menn, tveir stálskipasmiðir, þrír með þriðja stigs vélstjórnarrétt- indi, einn húsasmiður og einn húsasmíðameistari. Þá voru 48 útskrifaðir í gærkvöld, en þar er um að ræða fólk með almennt verslunarpróf, fólk með tveggja ára nám á íþróttabraut, með fyrsta og annað stig vélstjórnar- réttinda, sjókokkar, ogfyrri hluta rafeindavirkjunar. Við upphaf tólfta skólaárs VMA voru 1.029 nemendur skráðir í dagskóla, 60 fleiri en var árið á undan og hafa nemendur aldrei verið jafnmargir. I máli Bern- harðs Haraldssonar skólameistara kom fram að nemendur koma úr öllum landshlutum, en Akur- eyringar eru fjölmennastir. Flest- ir nemendur eru á uppeldissviði, EIRÍKUR S. Jóhannsson, hagfræð- ingur hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbanka íslands á Akureyri og svæðisstjóri á Norðurlandi. Hann tekur við stöðunni þann 1. júlí af Helga Jónssyni, sem verið hefur úti- bússtjóri þessa stærsta útibús Landsbankans sl. 11 ár. Helgi hefur starfað hjá Lands- banka íslands í 50 ár og lætur af störfum fyrir aldurs_ sakir. Hann var áður útibússtjóri á ísafirði og Akra- nesi. Helgi segir að þessi tími á Akureyri hafi verið góður en erfiður og að á ýmsu hafi gengið. „Það hefur verið töluverð lægð í efnahags- lífinu undanfarin ár en nú er þetta heldur að lagast. Stór fyrirtæki hafa þá tæknisviði, heilbrigðissviði, hússtjórnarsviði og loks viðskipta- sviði. í öldungadeild voru 156 nem- endur við upphaf skólaárs en fækkaði lítillega um annaskipti. Nemendur í fjarnámi voru 84 á haustönn og fjölgaði í 100 á vo- rönn. Þá voru 40 nemendur á út- vegssviði skólans á Dalvík. Loks átt í erfíðleikum og lent í gjaldþrot- um en endurreisn þeirra hefur geng- ið vel.“ Aðeins 28 ára gamall Eiríkur Jóhannsson er aðeins 28 ára gamall, borinn og barnfæddur Akureyringur. „Það leggst vel í mig að taka við stöðu útibússtjóra. Eg þekki svæðið vel, enda búinn að vinna lengi hjá bankanum og hef verið í góðu sambandi við fjölmörg fyrirtæki og einstaklinga hér,“ segir Eiríkur. Hann er stjórnarformaður Foldu hf. en mun láta af því starfi innan tíðar. Hann er í sambúð með Friðriku Tómasdóttur, leikskóla- kennara og eiga þau eina dóttur. má nefna að skólinn bauð ýmis námskeið, m.a. í tölvufræðum og erlendum tungum. „Nú er svo búið að fjárveiting- um til framhaldsskólans að liggur við svelti, nema menn ákveði að minnka menntunina, stytta námið eða draga úr kröfunum. Menn verða nú einfaldlega að setjast niður o g taka ákvörðun um skóla FORSVARSMENN Tölvutækja - Bókvals hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn Kaupfélags Eyfirð- inga um leigu á húsnæði Vöruhúss KEA í Hafnarstræti og um kaup á tveimur deildum Vöruhússins, hljómdeild og sportvörudeild. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur KEA ákveðið að leggja niður starfsemi Vöruhússins í núverandi mynd og nýlega var öllu starfs- fólki sagt upp störfum. Bókabúðin í Vöruhúsið Jón Ellert Lárusson, fram- kvæmdastjóri Tölvutækja - Bókv- als, segir að viðræður þessara aðila hafi staðið yfir í nokkurn ALLS stöðvuðu lögreglumenn á Norðurlandi og höfðu tal af 399 öku- mönnum um hvítasunnuhelgina, en þá hófst formlega svonefnt Norð- lenskt umferðarátak, sem standa mun í sumar. Af þessum 399 öku- mönnum voru 188 kærðir fyrir ýmis umferðarlagabrot, flestir eða 160 voru kærðir fyrir of hraðan akstur og einn var sviptur ökuleyfí fyrir að aka á yfir 140 kilómetra hraða. Þá framtíðarinnar, það gengur ekki lengur að skera nær árlega af ráðstöfunarfé skólanna og þá er ég ekki aðeins að tala um laun kennara og annars starfsfólks, sem er til hreinnar skammar og blygðunarsemi út af fyrir sig. Eg sé meira eftir mörgu en því fé, sem varið er til skólahalds í þessu landi,“ sagði Bernharð. tíma og hann er bjartsýnn á að samningar takist. Gangi það eftir eigi starfsfólk hljómdeildar og sportvörudeildar þess kost að starfa áfram við deildirnar. Einnig eru uppi hugmyndir um að flytja bókabúðina Bókval frá Kaup- vangsstræti 4 og í húsnæði Vöru- hússins. Tölvutæki - Bókval er í eigu Jóns Ellert Lárussonar og tveggja stórra fyrirtækja í Reykjavík, Tæknivals og Nýheija. Auk þess að reka bókabúðina Bókval í Kaupavangsstræti er fyrirtækið með tölvudeildina Tölvutæki á Furuvöllum 5. voru 15 ökumenn ekki með bílbelti spennt og þrír voru grunaðir um ölv- un við akstur. Öryggisbúnaður fyrir börn var í Iagi hjá öllum, sem lög- reglumenn telja ánægjulegt. Niðurstöðurnar virðast benda til þess, að mati lögreglumanna, að ástæða sé til að fylgjast áfram grannt með hraðaakstri og bílbeltanotkun mætti vera meiri, en öryggisbúnaður fyrir böm virðist í góðu lagi. Tjaldstæð- inu lokað vegna óláta um helgina LOKA varð tjaldstæðinu á Akureyri að morgni hvítasunou- dags vegna óláta og gestir rekn- ir á brott, en að sögn varðstjóra var mikill erill um hvítasunnuna hjá lögreglumönnum á Akur- eyri. Að sögn varðstjóra var illa gengið um tjaldstæðið, ljósker mölvuð og hurðir brotnar. Þá var girðing að Sundlaug Akur- eyrar rifin sundur og farið inn í sundlaugargarðinn og í laug- ina. Ofan í hana var hent ýmsu lauslegu. Þá var kveikt í rusli á svæðinu, en lögreglumönnum tókst að slökkva áður en skemmdir hlutust af. Sagði varðstjóri að þarna hefði verið á ferðinni fámennur hópur, nokkrir svartir sauðir sem hefðu eyðilagt fyrir hinum, því ekki hefði verið hægt að grípa til annarra ráða en loka svæðinu. Þá gistu 20 manns fanga- geymslur lögreglunnar um helg- ina og varla var hægt að koma öllum fyrir í litlu plássi sem til umráða er, menn hafi þurft að vera á göngum og hvar sem hægt var að koma þeim fyrir. Fundur um öryggismál sjómanna SJÓMANNADAGSRÁÐ Ak- ureyrar hefur tekið upp þá ný- breytni að velja hveijum sjó- mannadegi ákveðna yfirskrift og að þessu sinni er kjörorð sjó- mannadagsins „Heilir í höfn“ þar sem kastljósinu er beint að öryggismálum sjómanna. Af því tilefni verður efnt til kynningarfundar um öryggis- mál sjómanna næstkomandi miðvikudagskvöld, 29. maí, á Hótel KEA kl. 20.30. Þar munu Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, Magnús Magnússon, formaður Útvegsmannafélags Norður- lands, Óskar Vigfússon frá Sjó- mannasambandinu og fulltrúar frá rannsóknarnefnd sjóslysa flytja stutt framsöguerindi, en að þeim loknum verða umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn. Arsfundur FSA ÁRSFUNDUR Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri verður haldinn á Hótel KEA í dag, miðvikudaginn 29. maí, og hefst hann kl. 14. Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra flytur ávarp og síðan verður flutt skýrsla formanns stjórnar og framkvæmdastjóra. Þá verða þeim starfsmönnum sem unnið hafa í 25 hjá sjúkrahúsinu veitt- ar viðurkenningar. Að lokum flytur Vilhjálmur Árnason heim- spekingur fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Hvað er réttlát heilbrigðisstefna?". Morgunblaðið/Kristján FRÁFARANDI og viðtakandi útibússtjóri Landsbankans á Akur- eyri, Helgi Jónsson og Eiríkur Jóhannsson. Útibú Landsbanka íslands á Akureyri Eiríkur tekur við af Helga Tölvutæki - Bókval vill leigja hús- næði Vöruhúss KEA Ahugi á að kaupa hljóm- og sportdeild Norðlenskt umferðarátak Kærðir fyrir hraðakstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.