Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 1
128 SÍÐUR B/C/D/E/F 119. TBL. 84.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín í skyndiheimsókn til Grozní eftir vopnahléssamkomulag við Tsjetsjena Segir rúss- neska herinn hafa sigrað Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti fór í gær til Tsjetsjníju í tilefni af undir- ritun vopnahléssamkomulags við Zelimkhan Jandarbíjev, leiðtoga uppreisnarmanna Tsjetsjena. Jelts- ín var fjórar klukkustundir í Tsjetsjníju og undirstrikaði för hans þangað að forsetinn hyggst nýta samkomulagið til hins ýtrasta í kosningabaráttunni. Jandarbíjev beið í Moskvu meðan Jeltsín dvaldist í Grozní og sagði einn fréttaskýrandi að honum hefði verið haldið þar til að tryggja að Jeltsín sneri heill á húfi aftur. Jeltsín flaug með þyrlu til Grozní, höfuðborgar Tsjetsjníju, en fór ekki inn í stríðshijáða borgina. Jeltsín notaði tækifærið til að bera lof á rússneska herinn. „Þið hafið loksins sigrað,“ sagði Jeltsín við hermenn í útjaðri Grozní, að því er fréttastofan Interfax hafði eftir honum. Samkvæmt samkomulaginu, sem gengið var frá í viðræðum Jeltsíns Reuter BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti ræðir við Tsjetsjena í þorpi rétt fyrir utan Grozní í skyndiheimsókn sinni til Tsjetsjníju í gær. og Jandarbíjevs á mánudag, á vopnahlé að hefjast 1. júní og verða allir uppreisnarmenn leystir úr haldi. Talið er að samkomulagið muni auka sigurlíkur Jeltsíns í forseta- kosningunum 16. júní og hækkuðu hlutabréf helstu fyrirtækja landsins um fimmtung á mörkuðum í gær. ■ Bíða með kröfu/22 Yilmaz seg- istekki munu víkja Ankara. Reuter. MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, tilkynnti í gær að hann myndi ekki láta af völdum, nema samstarfsflokkur hans í stjórn, Sannleiksstígur Tansu Ciller, næði samkomulagi um stjórnarmyndun við_ Velferðarflokk heittrúarmanna. í þessari yfirlýsingu eru fólgin skýr skilaboð til Ciller um að láta af árásum á Yilmaz og Föðurlands- flokk hans, hyggist hún ekki ganga til samstarfs við flokk heittrúaðra en það hafa verið óskráð lög meðal annarra flokka í tyrkneskum stjórn- málum að starfa ekki með þeim. Yilmaz átti í gær fund með Suley- man Demirel, forseta landsins, og fyrrverandi leiðtoga Sannleiksstígs- ins. Tók Demirel undir það með Yilmaz, að dagar stjórnarinnar væru ekki taldir nema Yilmaz segði af sér eða samþykkt yrði tillaga um vantraust á hann. ísraelar ganga að kjörborðinu Peres sigurviss en mjótt á munum Jerúsalem, Washington. Reuter. Reuter STUÐNINGSMAÐUR Sósíalistaflokksins í Albaniu eftir átök milli lögreglu og sijórnarandstæðinga i miðborg Tirana í gær. Atök í Albaníu eftir umdeildar kosningar Tirana. Reuter. Whitewater-málið Félagar Clintons sakfelldir Little Rock, Arkansas. Reuter. TVEIR félagar Bills Clintons Banda- ríkjaforseta úr hinum misheppnuðu Whitewater-lóðaviðskiptum, James McDougal og Susan, fyrrverandi kona hans, voru í gær fundnir sekir um svik og samsæri. Kviðdómur í Arkansas komst að þeirri niðurstöðu að hjónin væru sek um flest ákæruatriði sem og Jim Guy Tucker, ríkisstjóri Arkansas, sem sagði í gærkvöldi af sér. Kenneth Starr, sérskipaður sak- sóknari í Whitewater-málinu, sagði að úrskurðurinn væri sér hvatning til að halda rannsókn sinni á hlut Clintons í málinu áfram. Clinton var ekki sóttur til saka í málinu, en hann bar vitni og neitaði að hafa beitt David Hale, bankamann í Arkansas, þrýstingi til að hann veitti Susan McDougal ólöglegt lán árið 1986. McDougal-hjónin voru meðal annars dæmd vegna þessa láns, sem ákæruvaldið hélt fram að notað hefði verið til að fjárfesta í Whitewater. Veijendur í málinu byggðu mál- flutning sinn að miklu leyti á vitnis- burði Clintons og telja fréttaskýrend- ur j)etta áfali fyrir hann. I yfirlýsingu frá forsetanum sagði að enginn málsaðilja hefði bendlað Clinton við málið. SHIMON Peres, forsætisráð- herra Israels, kvaðst í gær full- viss um að hann myndi bera sig- urorð af Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likud-bandalagsins, í kosningum um embætti forsætis- ráðherra Israels, sem fram fara í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem Israelar kjósa forsætisráðherra beinni kosningu. Þá verður einn- ig kosið til þingsins en skoðana- kannanir benda til að Verka- mannaflokkur Peresar hafi for- skot í báðum liðum kosninganna, þó að mjótt sé á mununum. Samkvæmt tveimur skoðana- könnunum, sem birtar voru í gær, hefur Peres þriggja pró- senta forskot á Netanyahu. Segja fulltrúar þeirra sem annast skoð- anakannanirnar að munurinn á fylginu sé innan skekkjumarka. __ Allt var með kyrrum kjörunt í Israel í gær og er það ekki síst þakkað yfirlýsingu samtaka heit- trúarmanna í Hamas, sem kváð- ust ætla að láta af hryðjuverkum þar til eftir kosningar. ■ Peres segir Netanyahu/21 ALBANSKA óeirðalögreglan um- kringdi í gær höfuðstöðvar stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Sósíal- istaflokksins, eftir að hafa gengið í skrokk á leiðtogum stjórnarand- stæðinga, sem mótmæltu meintu misferli stjórnarflokksins í þing- kosningunum á sunnudag. Ellefu breskir og norskir eftirlitsmenn gagnrýndu framkvæmd kosning- anna og sögðu að alþjóðlegum kröfum um fijálsar og heiðarlegar kosningar hefði ekki verið full- nægt. Sjónarvottar sögðu að óeirðalög- regla hefði handtekið og gengið í skrokk á tugum stjórnarandstæð- inga, þeirra á meðal Servet Pell- umbi, varaformanni Sósíalista- flokksins, Skender Gjinushi, for- ystumanni J afnaðarmannaflokksins og Neritan Ceka, leiðtoga Lýðræð- isbandalagsins. Þeir voru síðar látn- ir lausir eftir að lögreglan hafði hindrað mótmæli stuðningsmanna þeirra á torgi í miðborginni. Stjórn Berisha sagði að stjórnar- andstæðingar hefðu ráðist á óeirða- lögreglu. Berisha lýsir yfir sigri Albanska kjörstjórnin hafði ekki gert úrslit kosninganna opinber en Berisha forseti lýsti því yfir að flokkur sinn, Lýðræðisflokkurinn, hefði unnið stórsigur og fengið 60% atkvæðanna. Flestir stjórnarand- stöðuflokkanna drógu framboð til baka um helgina til að mótmæla meintum kosningasvikum. Ellefu Bretar og Norðmenn í 50 manna eftirlitsnefnd á vegum Oryggis- og samvinnustofnunar Evrópu tóku undir mótmæli stjórn- arandstæðinganna og gagnrýndu framkvæmd kosninganna. Nefndin gefur út skýrslu um kosningarnar í Vín í dag. Reuter STUÐNINGSMAÐUR Verkamannaflokksins heldur fast í fána flokksins er félagar í Likud-bandalaginu ráðast gegn honuin í miðborg Jerúsalem í gær. Stjórnarskipti á Indlandi Nýju-Delhí. Reuter. H.D. Deve Gowda, leiðtogi Sameinuðu fylkingarinnar, bandalags þrettán vinstri- og miðflokka, var tilnefndur næsti forsætisráðherra Indlands í gær. Gowda sver embættiseiðinn á laugardag og fær síð- an tíu daga til að sanna að stjórn sín njóti meirihluta- stuðnings á þinginu. Hann er annar forsætisráðherrann sem skipaður er á Indlandi á tveimur vikum. Atal Bihari Vajpayee, leiðtogi Bharatiya Janata, flokks þjóðernissinnaðra hindúa, hafði sagt af sér embætti forsætisráðherra þar sem útséð var um að stjórn hans fengi nægilegan stuðning á þinginu. Vajpayee hafði gegnt embættinu í tólf daga og stjórn hans er sú skammlífasta í sögu Indlands frá því land- ið hlaut sjálfstæði 1947. ■ Stjórn þjóðernissinnaðra/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.