Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STALÍN er hér enn . . . Fjölbrautaskólinn í Garðabæ brautskráir 52 stúdenta Morgunblaðið/Jón Svavarsson VALA Iflörleifsdóttir tekur við einni af mörgum viðurkenningum við útskriftina. FRÍÐUR hópur stúdenta við útskriftina í Vídalínskirkju. Dúxinn hlaut 9,71 í aðal- einkunn VALA Hjörleifsdóttir náði best- um árangri nýstúdenta í sögu Fjölbrautaskólans í Garðabæ við útskrift hennar og 55 annarra sl. föstudag. Vala hlaut einkunn- ina 10 í 35 áföngum, einkunnina 9 í 12 áföngum og einkunnina 8 í íþróttum. Hún hlaut 9,71 í aðal- einkunn. Vala segist ekki hafa unnið að náminu með sérstaklega skipu- lögðum hætti undanfarna vetur. „Engin sérstök regla hefur verið á því hvað ég eyði miklum tíma við heimavinnuna. Ég læri fyrst og fremst þegar ég kem að ein- hveiju erfiðu. Annars reyni ég að fylgjast vel með í tímum svo próflesturinn verði ekki of erfið- ur,“ segir Vala. Tómstundir tekið sinn skerf Ekki hefur allur hennar timi farið í lærdóminn því tómstund- irnar hafa tekið sinn skerf. „Ég er í hjálparsveit og hef spilað með meistaraflokki í blaki í vet- ur. Sú blanda hentar mér ágæt- lega. Maður verður einfaldlega að skipuleggja tíma sinn vel. Oft gengur þeim sem hanga mest yfir bókunum ekki endilega vel,“ segir Vala. Hún verður að vinna á hótelinu á Laugarvatni í sum- ar. Hvað við tekur í haust er ekki afráðið. „Ég býst við að ég fari í háskólanám. Hvaða grein verður fyrir valinu er ekki ákveðið en hún verður örygglega á raungreinasviði." Vala, sem lauk náminu á þrem- ur árum í stað fjögurra, hlaut fjöida viðurkenninga við út- skriftina sl. föstudag. Alls braut- skráðust 52 stúdentar og 4 nem- endur af stuttum námsbrautum frá skólanum. Athöfnin fór fram í Vídalínskirkju og flutti Þor- steinn Þorsteinsson, skólameist- ari, ávarp og afhenti nemendum prófskírteini. Skólameistari ræddi um styrk íslenska skólakerfisins og góðan árangur þess við erfiðar aðstæð- ur, niðurskurð fjárveitinga og lág Iaun. Hann hvatti nýstúdenta til umburðarlyndis og bað þá að sýna þeim þakklæti sem stutt hefðu þá fyrstu sporin. Við at- höfnina var í fyrsta sinn sunginn nýr skólasöngur. Bjarki Bjarna- son samdi textann en efnt var til samkeppni um lagið. Sigurvegari varð Arnþrúður Lilja Þorbjörns- dóttir, tónskáld. Landvarðafélag Islands Eigum margt sameig’inlegt með Skotum SEGJA má að ákveðin tímamót séu hjá Land- varðafélagi íslands um þessar mundir. Forsvars- menn félagsins undirrituðu samstarfssamning um fræðslu og landvarðaskipti við skosku landvarðasam- tökin síðastliðinn föstudag, en auk þess halda félags- menn upp á tuttugu ára af- mæli Landvarðafélags ís- lands, en það var stofnað 9. nóvember, 1976. Haft var samband við Gló- eyju Finnsdóttur, formann landvarðafélagsins, og hún beðin um að segja nánar frá tilgangi þess. „Það má segja að félagið sé bæði stéttar- og fagfélag landvarða, en 130 manns eru skráðir í það. Stjórn félagsins semur meðál annars um laun og kjör land- varða í samráði _við Verka- mannasamband íslands, en auk þess sinnum við ákveðinni fræðslustarfsemi fyrir félags- menn, til dæmis um ýmislegt sem viðkemur náttúruvernd og starfi landvarða. Þá er markmið okkar að vera rödd náttúruverndarmála í þjóðfélaginu." Hvernig fer starfsemi félagsins fram? „Starfsemi félagsins liggur að mestu leyti niðri yfir sumartím- ann, því þá eru flestir félagsmenn að vinna vítt og breitt um landið. Á veturna hittumst við hins vegar að meðaltali einu sinni í mánuði; ýmist á fræðslufundum, félags- fundum, fundum um einstök mál- efni eða á skemmtikvöldum. Þá lítum við á félagið sem vettvang fyrir landverði til að hittast og læra af reynslu hvers annars. Stjórn félagsins er kosin annað- hvert ár en í henni sitja fimm manns með formanni auk tveggja varamanna.“ í hverju felst starf landvarða? „Flestir landverðir vinna á frið- lýstum svæðum og sjá annars vegar um almenna þjónustu fyrir ferðamenn en hins vegar um fræðslu bæði um náttúruvernd sem og hin friðlýstu svæði. Við bjóðum einnig upp á fræðslu fyrir börn og gönguferðir um náttúr- una, þar sem við leggjum mikla rækt við svokallaða náttúrutúlk- un. Hún gengur út á það að skoða nánar það sem er í umhverfi okk- ar og upplifa það smáa í náttúr- unni. Til dæmis að skoða blóm og hlusta á fugla. Einnig eru land- verðir með ýmsa fræðslu á vet- urna, til dæmis kennum við í Leið- söguskóla íslands á hverju ári og svo fáum við tilfallandi fræðslu- verkefni um ýmis málefni." Er mikil eftirspurn eftir því að starfa sem landvörður ? -------- „Já, það er þó nokkur eftirsókn í þetta starf. N áttúruverndarráð heldur landvarðanám- ^____ skeið annaðhvert ár og hafa sótt þau mun fleiri en fá síð- an störf sem landverðir. Hins veg- ar má benda á að nú eru fleiri aðilar farnir að ráða landverði heldur en áður. Til dæmis mætti nefna Þjóðgarðinn á Þingvöllum, Ferðafélag íslands og Útivist. Möguleikarnir á að fá starf sem iandvörður eru því mun meiri nú en oft áður.“ Hvers vegna var ákveðið að fara út í samstarf við skosku land- varðasamtökin? „Hugmyndin að því kom upp- haflega fram á fyrsta alþjóðaþingi Glóey Finnsdóttir þ-Glóey Finnsdóttir er fædd á Isafirði árið 1970. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Kópavogi árið 1989 og stundar nú nám við Háskóla íslands. Hún hefur unnið fimm sumur sem landvörður; eitt sumar í Mývatnssveit og fjögur sumur í Skaftafelli. Hún var kosin í stjórn Landvarðafélags Islands árið 1994, ári síðar var hún gjaldkeri félagsins og I mars síðastliðnum var hún kos- in formaður þess. Náttúra Skot- lands lík þeirri íslensku iandvarða í Póllandi síðastliðið sumar. Þar urðu fulltrúar Land- varðafélags íslands og fulltrúar skosku samtakanna sammála um ágæti slíks samstarfs. Félögin hafa margt sameiginlegt, meðal annars það að vera álíka stór og að hafa verið til í álíka langan tíma. Náttúra Skotlands er auk þess afar lík þeirri íslensku. Störf okkar eru því mjög svipuð og verk- efnin þau sömu. Ég held líka _að skosku landvörðunum finnist ís- land svolítið spennandi og að þeir líti á okkur sem nágranna á ákveð- inn hátt. Ég tel það mikinn heiður að Skotarnir skuli hafa áhuga á samstarfi við okkur. Landverðir i Skotlandi vinna allan ársins hring og fyrir bragðið er skoska félagið mun faglegra en okkar á margan hátt. Því held ég að við eigum eftir að fá mun meira út úr þessu samstarfi en Skotarnir.“ Hvað felst nánar íþessum sam- starfssamningi sem undirritaður var síðastliðinn föstudag? „Samningurinn kveður meðal annars á um samvinnu í sambandi við alla fræðslu; við fáum aðgang að þeirra fræðsluefni og þeir fá sömuleiðis aðgang að okkar. Einnig er ætlun- in að verða í það nánu samstarfi að við getum _____ verið fulltrúar hvors annars á alþjóðlegum þingum. Þá er draumurinn að koma á landvarðaskiptum, þannig að við getum farið og unnið með skoskum landvörðum og þeir kom- ið til íslands og unnið með okkur. í þeim tilgangi verði síðan stofn- aður sjóður í hvoru landi fyrir sig til að styrkja heimsóknir land- varða á milli landanna. Það má kannski bæta því við að þetta er í fyrsta skipti sem landvarðasam- tök taka upp svona samstarf og er það von okkar að fleiri lönd innan alþjóðasamtaka landvarða muni fylgja í kjölfarið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.