Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STALÍN er hér enn . . .
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ brautskráir 52 stúdenta
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
VALA Iflörleifsdóttir tekur við einni af mörgum
viðurkenningum við útskriftina.
FRÍÐUR hópur stúdenta við útskriftina í Vídalínskirkju.
Dúxinn
hlaut 9,71
í aðal-
einkunn
VALA Hjörleifsdóttir náði best-
um árangri nýstúdenta í sögu
Fjölbrautaskólans í Garðabæ við
útskrift hennar og 55 annarra
sl. föstudag. Vala hlaut einkunn-
ina 10 í 35 áföngum, einkunnina
9 í 12 áföngum og einkunnina 8
í íþróttum. Hún hlaut 9,71 í aðal-
einkunn.
Vala segist ekki hafa unnið að
náminu með sérstaklega skipu-
lögðum hætti undanfarna vetur.
„Engin sérstök regla hefur verið
á því hvað ég eyði miklum tíma
við heimavinnuna. Ég læri fyrst
og fremst þegar ég kem að ein-
hveiju erfiðu. Annars reyni ég
að fylgjast vel með í tímum svo
próflesturinn verði ekki of erfið-
ur,“ segir Vala.
Tómstundir tekið sinn skerf
Ekki hefur allur hennar timi
farið í lærdóminn því tómstund-
irnar hafa tekið sinn skerf. „Ég
er í hjálparsveit og hef spilað
með meistaraflokki í blaki í vet-
ur. Sú blanda hentar mér ágæt-
lega. Maður verður einfaldlega
að skipuleggja tíma sinn vel. Oft
gengur þeim sem hanga mest
yfir bókunum ekki endilega vel,“
segir Vala. Hún verður að vinna
á hótelinu á Laugarvatni í sum-
ar. Hvað við tekur í haust er
ekki afráðið. „Ég býst við að ég
fari í háskólanám. Hvaða grein
verður fyrir valinu er ekki
ákveðið en hún verður örygglega
á raungreinasviði."
Vala, sem lauk náminu á þrem-
ur árum í stað fjögurra, hlaut
fjöida viðurkenninga við út-
skriftina sl. föstudag. Alls braut-
skráðust 52 stúdentar og 4 nem-
endur af stuttum námsbrautum
frá skólanum. Athöfnin fór fram
í Vídalínskirkju og flutti Þor-
steinn Þorsteinsson, skólameist-
ari, ávarp og afhenti nemendum
prófskírteini.
Skólameistari ræddi um styrk
íslenska skólakerfisins og góðan
árangur þess við erfiðar aðstæð-
ur, niðurskurð fjárveitinga og
lág Iaun. Hann hvatti nýstúdenta
til umburðarlyndis og bað þá að
sýna þeim þakklæti sem stutt
hefðu þá fyrstu sporin. Við at-
höfnina var í fyrsta sinn sunginn
nýr skólasöngur. Bjarki Bjarna-
son samdi textann en efnt var til
samkeppni um lagið. Sigurvegari
varð Arnþrúður Lilja Þorbjörns-
dóttir, tónskáld.
Landvarðafélag Islands
Eigum margt
sameig’inlegt
með Skotum
SEGJA má að ákveðin
tímamót séu hjá Land-
varðafélagi íslands
um þessar mundir. Forsvars-
menn félagsins undirrituðu
samstarfssamning um
fræðslu og landvarðaskipti
við skosku landvarðasam-
tökin síðastliðinn föstudag,
en auk þess halda félags-
menn upp á tuttugu ára af-
mæli Landvarðafélags ís-
lands, en það var stofnað 9.
nóvember, 1976.
Haft var samband við Gló-
eyju Finnsdóttur, formann
landvarðafélagsins, og hún
beðin um að segja nánar frá
tilgangi þess. „Það má segja
að félagið sé bæði stéttar-
og fagfélag landvarða, en
130 manns eru skráðir í það.
Stjórn félagsins semur meðál
annars um laun og kjör land-
varða í samráði _við Verka-
mannasamband íslands, en
auk þess sinnum við ákveðinni
fræðslustarfsemi fyrir félags-
menn, til dæmis um ýmislegt sem
viðkemur náttúruvernd og starfi
landvarða. Þá er markmið okkar
að vera rödd náttúruverndarmála
í þjóðfélaginu."
Hvernig fer starfsemi félagsins
fram?
„Starfsemi félagsins liggur að
mestu leyti niðri yfir sumartím-
ann, því þá eru flestir félagsmenn
að vinna vítt og breitt um landið.
Á veturna hittumst við hins vegar
að meðaltali einu sinni í mánuði;
ýmist á fræðslufundum, félags-
fundum, fundum um einstök mál-
efni eða á skemmtikvöldum. Þá
lítum við á félagið sem vettvang
fyrir landverði til að hittast og
læra af reynslu hvers annars.
Stjórn félagsins er kosin annað-
hvert ár en í henni sitja fimm
manns með formanni auk tveggja
varamanna.“
í hverju felst starf landvarða?
„Flestir landverðir vinna á frið-
lýstum svæðum og sjá annars
vegar um almenna þjónustu fyrir
ferðamenn en hins vegar um
fræðslu bæði um náttúruvernd
sem og hin friðlýstu svæði. Við
bjóðum einnig upp á fræðslu fyrir
börn og gönguferðir um náttúr-
una, þar sem við leggjum mikla
rækt við svokallaða náttúrutúlk-
un. Hún gengur út á það að skoða
nánar það sem er í umhverfi okk-
ar og upplifa það smáa í náttúr-
unni. Til dæmis að skoða blóm og
hlusta á fugla. Einnig eru land-
verðir með ýmsa fræðslu á vet-
urna, til dæmis kennum við í Leið-
söguskóla íslands á hverju ári og
svo fáum við tilfallandi fræðslu-
verkefni um ýmis málefni."
Er mikil eftirspurn eftir því að
starfa sem landvörður ? --------
„Já, það er þó nokkur
eftirsókn í þetta starf.
N áttúruverndarráð
heldur landvarðanám- ^____
skeið annaðhvert ár og
hafa sótt þau mun fleiri en fá síð-
an störf sem landverðir. Hins veg-
ar má benda á að nú eru fleiri
aðilar farnir að ráða landverði
heldur en áður. Til dæmis mætti
nefna Þjóðgarðinn á Þingvöllum,
Ferðafélag íslands og Útivist.
Möguleikarnir á að fá starf sem
iandvörður eru því mun meiri nú
en oft áður.“
Hvers vegna var ákveðið að
fara út í samstarf við skosku land-
varðasamtökin?
„Hugmyndin að því kom upp-
haflega fram á fyrsta alþjóðaþingi
Glóey Finnsdóttir
þ-Glóey Finnsdóttir er fædd á
Isafirði árið 1970. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Kópavogi árið 1989 og
stundar nú nám við Háskóla
íslands. Hún hefur unnið fimm
sumur sem landvörður; eitt
sumar í Mývatnssveit og fjögur
sumur í Skaftafelli. Hún var
kosin í stjórn Landvarðafélags
Islands árið 1994, ári síðar var
hún gjaldkeri félagsins og I
mars síðastliðnum var hún kos-
in formaður þess.
Náttúra Skot-
lands lík þeirri
íslensku
iandvarða í Póllandi síðastliðið
sumar. Þar urðu fulltrúar Land-
varðafélags íslands og fulltrúar
skosku samtakanna sammála um
ágæti slíks samstarfs. Félögin
hafa margt sameiginlegt, meðal
annars það að vera álíka stór og
að hafa verið til í álíka langan
tíma. Náttúra Skotlands er auk
þess afar lík þeirri íslensku. Störf
okkar eru því mjög svipuð og verk-
efnin þau sömu. Ég held líka _að
skosku landvörðunum finnist ís-
land svolítið spennandi og að þeir
líti á okkur sem nágranna á ákveð-
inn hátt. Ég tel það mikinn heiður
að Skotarnir skuli hafa áhuga á
samstarfi við okkur. Landverðir i
Skotlandi vinna allan ársins hring
og fyrir bragðið er skoska félagið
mun faglegra en okkar á margan
hátt. Því held ég að við eigum
eftir að fá mun meira út úr þessu
samstarfi en Skotarnir.“
Hvað felst nánar íþessum sam-
starfssamningi sem undirritaður
var síðastliðinn föstudag?
„Samningurinn kveður meðal
annars á um samvinnu í sambandi
við alla fræðslu; við fáum aðgang
að þeirra fræðsluefni og þeir fá
sömuleiðis aðgang að
okkar. Einnig er ætlun-
in að verða í það nánu
samstarfi að við getum
_____ verið fulltrúar hvors
annars á alþjóðlegum
þingum. Þá er draumurinn að
koma á landvarðaskiptum, þannig
að við getum farið og unnið með
skoskum landvörðum og þeir kom-
ið til íslands og unnið með okkur.
í þeim tilgangi verði síðan stofn-
aður sjóður í hvoru landi fyrir sig
til að styrkja heimsóknir land-
varða á milli landanna. Það má
kannski bæta því við að þetta er
í fyrsta skipti sem landvarðasam-
tök taka upp svona samstarf og
er það von okkar að fleiri lönd
innan alþjóðasamtaka landvarða
muni fylgja í kjölfarið."