Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KÆRKOMINIRSK HEIMSÓKN FORSETI írlands, Mary Robinson, sem nýtur mikilla vinsælda og virðingar í heimalandi sínu, kom í opin- bera heimsókn hingað til lands í gær. Hún er íslendingum einkar kærkominn gestur, bæði vegna fornra og nýrra tengsla írlands og íslands og þess orðspors sem af henni fer sem einstaklingi og þjóðhöfðingja. Tengsl írlands og íslands eru jafngömul byggð í landi okkar. Talið er að kristnir írskir einsetumenn hafi fyrstir manna komið til íslands - á 7. eða 8. öld. Ari fróði segir í íslendingabók, að um 870, þegar landnám norrænna manna hefst, hafi verið í landinu „menn kristnir, þeir er Norðmenn kalla Papa...“. Fjölmörg örnefni minna á dvöl þeirra í landinu. Brottrekstur víkinga frá Dyflinni árið 902 er og talinn gildur þáttur í landnámi hér, þótt ofríki Har- alds konungs hárfagra, er hann sameinaði Noreg í lok 9. aldar, og fólksfjölgun og landþrengsli í Noregi og Vestur- hafseyjum [Hjaltlandi, Orkneyjum og Suðureyjum] vegi þyngra í þeim efnum. Mary Robinson er fijálslyndur kaþólikki og býr að traust- um bakgrunni bæði í menntun og störfum. Hún varð laga- prófessor við Trinity-háskóla aðeins 25 ára að aldri og átti um árabil sæti í Alþjóðanefnd lögfræðinga. Hún sat í borgarstjórn Dyflinnar og var þingmaður í tvo áratugi. Hún var fyrsti formaður Samtaka kvenna í stjórnmálum og var útnefnd „Kona Evrópu“ árið 1988. Og hún er í senn fyrsta konan sem er kjörin forseti írlands og yngsti forset- inn í sögu lands síns. Við íslendingar teljum til nokkurrar frændsemi við íra. Einlæg viðleitni þeirra til að endurvekja forna menningu og styrkja sjálfstæða þjóðarvitund sína höfðar og sterkt til okkar. Þeir eru ofan í kaupið góðir grannar og tengsl þjóðanna hafa styrkzt síðustu áratugi, sem meðal annars kemur fram í vaxandi írlandsferðum okkar. Heimsókn forseta írlands, Mary Robinson, er vináttuvott- ur, sem íslendingar kunna vel að meta. Morgnblaðið fagn- ar komu forsetans og lætur í ljós þá von, að heimsóknin styrki enn tengsl þessara grann- og vinaþjóða. VAXANDI KAUPMÁTTUR EKKI FER á milli mála, að efnahagsbatinn er að skila sér til launafólks. í svari við fyrirspurn frá Árna M. Mathiesen á Alþingi í gær skýrði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra frá því, að kaupmáttur launa mundi aukast á þessu ári um 4-4,5%, sem er einu prósentustigi meira en þjóðhagsáætlun hefúr gert ráð fyrir.jÞessi miklá kaúþmátt- araukning kemUr til viðbótar áukningú kaupmáttar um 4% á sL ári. Gangi þetta eftir hefur því kaupmáttur launa aukizt um 8-8,5% á tveimur árum. Þetta er mikil aukning kaupmáttar á skömmum tíma. Forsætisráðherra benti á í umræðunum, að kaupmáttur hefði árið 1994 verið orðinn 10% lægri en hann var á árinu 1989. í þessu felst, að við lok þessa árs verðum við komin langt með að ná því kaupmáttarstigi, sem við bjuggum við á því ári. í ljósi þeirrar kreppu, sem gengið hefur yfir ís- lenzkan þjóðarbúskap á undanförnum 6 árum, er það afrek að ná þessum árangri. Þegar þróun kaupmáttar hér er borin saman við kaup- máttaraukningu í Evrópulöndum, sem eiga aðild að OECD, kemur í ijós, að kaupmáttaraukning síðustu tveggja ára er u.þ.b. tvöfalt meiri en í þeim löndum. Það segir sína sögu um þá hröðu siglingu upp úf öldudalnum, sem við erum á. Eftir að efnahagsbatans fór að gæta hér á landi höfðu menn áhyggjur af því, að hér eins og annars staðar kæmi hann seint fram í buddu launþegans. Nú verður ekki leng- ur um það deilt, að efnahagsbatinn kemur ekki bara fram í ársreikningum fyrirtækja, heldur líka afkomu launafólks. Enda hefur einkaneyzla aukizt svo mjög að undanförnu að sumir hafa áhyggjur af því, að sú aukning sé of hröð. Verkalýðshreyfingin hlýtur að taka mið af þeSsari þróun í kröfugerð sinni fyrir næstu kjarasamninga. Sú stefna, sem fylgt hefur verið í kjaramálum sameiginlega af verka- lýðsfélögum, vinnuveitendum og ríkisvaldi hefur sannað gildi sitt. M ■ARKMIÐIÐ með ráðstefn- unni var að skapa vett- vang fyrir fólk sem er að fylgjast með þessum mál- um hér og þar og skapa umræðu- grundvöll um áhrif á samfélag og menningu. Ráðstefnan var að mestu leyti fjármögnuð af Norrænu ráð- herranefndinni og undirbúningur hennar var í höndum Gísla Pálssonar mannfræðiprófessors. Meðal þess sem kannað var í ólíkum fyrirlestrum var eignarhald á náttúrurauðlindum með- al ólíkra þjóða. Tekin voru fyrir félags- leg áhrif kvótakerfa, lagaleg ágrein- ingsefni og ójöfnuður sem fylgir kvótakerfum. Rætt var um byggða- kvóta í Alaska, framseljanlega kvóta á íslandi og óframseljanlega kvóta í Noregi. Gísli Pálsson sagði í inngangsorðum sínum að nauðsynlegt væri að leggja mjög kalt mat á félagslega þýðingu kvótakerfa. „Undanfarin ár höfum við horft á hrun sósíalismans, sem var ákveðin félagsleg og þjóðfélagsleg til- raun og það er fyrst núna sem menn geta horft á slíkar tilraunir úr nægi- lega mikilli fjarlægð til þess að geta sagt eitthvað af viti um þær.'Augljós- iega getum við það ekki um kvóta- kerfi sem eru í mótun og því er hollt fyrir okkur að reyna að ímynda okkur að við séum komin eins og fimmtíu ár fram í tímann." Gísli sagði að líta mætti á kvóta- kerfi sem félagslega verkfræði. „Það er verið að hanna samfélag yfir skrif- borðið, með einföldum tæknilegum lausnum, en oft gleymist hvers konar samfélag eða menning á í hlut. Svo kemur á daginn að það eru alls konar hliðarverkanir. í sumum tilvikum tekst vel að leysa vandann en í öðrum skapast jafnvel annar vandi sem er stærri og flóknari en sá sem leysa átti.“ Kvótakerfi umdeild meðal hagfræðinga Susan Hanna hefur fylgst með markaðsmálum í fiskveiðum frá Vest- urströnd Bandaríkjanna. Hún benti á átökin á milli efnahagslegra krafta annars vegar og félagslegra gilda hins vegar. Hanna ræddi um reynsluna af markaðslegum lausnum þar. Hanna benti á að því hefði verið haldið fram að hagfræðingar væru sem hópur al- gjörlega fylgjandi kvótakefum og að í þeirra hópi væri enginn éfi um gildi kvótakerfa. Hún benti á að þetta væri mismunandi eftir samfélögum og jafnvel svæðum innan Bandaríkj- anna. „Á Vesturstönd Bandaríkjanna hafa hagfræðingar verið mjög harðir í gagnrýni sinni á kvótakerfi og oft hefur gagnrýni þeirra á kvótakerfí verið svipuð og gagnrýni sjómanna. Fullyrðingar um að hagfræðingar séu almennt fylgjandi kvótakerfum fá því ekki staðist," sagði Hanna. Parzival Copes, kanadískur hag- fræðingur, var meðal þekktari fyrir- lesara á ráðstefnunni. Hann setti fyrst fram hugtakið „brottkast" og því er haldið fram að hann hafi verið einna fyrstur til þess að lýsa fræðilegum efasemdum um gagnsemi kvótakerfa árið 1986 í grein þar sem hann spáði fyrir um neikvæð áhrif kvótakerfa og líkur á auknu brottkasti með þeim. „Skipstjóri eða útgerðarmaður sem hefur fastan kvóta, hann mun koma með að landi eins góðan afla og hann getur. Hann getur ekki stækkað kvót- ann og því verður hann að hámarka verðmæti þess sem hann ------------- kemur með að landi. Þannig getur kvótakerfið stuðlað að því að menn sæki sjóinn skýnsamlega og geymi ekki net í sjónum í marga daga, en það getur líka stuðlað Kvótakerfi hvarvetna umdeild stj órnkerfi Félagsleg áhrif kvótakerfa voru umfjöllunar- efni ráðstefnu sem haldin var af Sjávarút- vegsstofnun Háskóla íslands í Rannsóknar- setrinu í Vestmannaeyjum á laugardag og sunnudag. Þar voru samankomnir rúmlega 20 fyrirlesarar og þátttakendur víðsvegar að úr heiminum, sem greindu frá mismunandi kvótakerfum og reynslunni af þeim. Agnes Bragadóttir sat ráðstefnuna og greinir hér frá því helsta sem á góma bar. í trássi við Stórþingið áð því að menn hendi nýjum eða lif- andi físki, vegna þess að hann er verð- laus eða verðlítill á markaði.“ í umræðum í kjölfar fyrstu fyrir- lestranna komu fram mjög ákveðnar efasemdir um að kvótakerfí séu vist- væn. Copes tók það djúpt í árinni að segja: „Kvótakerfi, eðli málsins sam- kvæmt, standa sig illa hvað varðar viðhald auðlindar. Þau draga úr hæfi- Jeikum vistkerfisins til þess að end- urnýja sig, m.a. vegna þess að menn gefa ekki upp raunverulegan afla og aflaskýrslur, eða tölfræðin sem skip- stjórar senda frá sér, eru bjagaðar og órtíarktækar og svo er brottkast fisks þáttur sem ekki er hægt að reikna út. Fisknum er hent og hann er ekki nýttur.“ Ottar Brox frá Noregi sagði í er- indi sínu að hugmyndir Rögnvalds Hannessonar hefðu verið mjög ráðandi í umræðu um norskan sjávarútveg. Raunar mætti segja að það væri eins og norskir stjómmálamenn og þeir sem stýra sjávarútveginum hefðu ekki lesið annað um stjómun fískveiða, en eina fræga grein Rögnvalds Hannessónar frá 1984. Síðan væri klifað á hugmynd- um Rögnvaldar í þá veru að eina vitið í sambandi við stjórnun fískveiða væri að bjóða allt upp og einkavæða. Brox, sem sjálfur sat á þingi í nokkur ár, hélt því fram Lerindi sínu, að smátt og smátt væri efnahagslegur og pólit- ískur veruleiki að verða sá, að físki- stofnarnir væru einkavæddir, meira að segja í trássi við vilja Stórþingsins. Kvótar em ekki framseljanlegir í Noregi, en að sögn Brox, er veruleik- inn sá að fólki fínnst það ekki geta staðið gegn framsali. Brox nefndi sem dæmi ekkju sem erfír kvóta við fráfall mannsins. Hún gæti staðið frammi fyrir þvi að hennar eina leið til þess að komast út úr fjárhagslegri krísu væri að selja kvótann. Jafnvel þótt sveitarfélagið setti henni skorður, þá myndi almenningur leggjast á sveif með ekkjunni og hún fengi að selja. Hann sagði að margt af þessu tagi gerði það að verkum að kvótinn í Nor- egi væri að verða framseljanlegur, jafnvel þótt slíkt væri andstætt vilja Stórþingsins og raunar í trássi við sam- þykktir þess. Christopher Dewees frá Nýja Sjá- landi rakti umræður um kvótakerfið --------- þar. Kerfið á Nýja Sjálandi Parzival Cop- er að hans sögn, að mörgu es efast um leyti svipað og íslenska físk- qaqnsemi veiðistjómunarkerfíð. Hann IruAtalrorfa saBði að sennilega væri KtfUldnena meiri ánægja með þetta kerfí í Nýja Sjálandi, en Tromsö gerði að umræðuefni í erindi sínu áhrif kvótakerfis á sjávarpláss. Hann hafði kynnt sér sérstaklega gögn um kvótaeign hreppa, sveitarfé- laga og bæjarfélaga. I máli Einars kom fram að það væru smærri sveitar- félög sem væru að tapa og missa kvótahlutdeild. Fámennustu sveitarfé- lögin væru að detta út úr samkeppn- inni. Agnar Helgason frá Cambridgehá- skóla flutti erindi sitt og Gísla Þálsson- ar, þar sem fjallað var'um samþjöppun kvótans, „Við höfum í gagnagrunni upplýsingar um allar kvótaúthlutanir frá upphafí kerfisins á Islandi og höf- um verið að kanna frá ári til árs hvern- ig kvótinn hefur skiptst. Þar er um augljósa samþjöppun kvóta að ræða.“ Agnar rakti einnig umræðu lands- manna um kvótabrask og benti á að þarna væru vissar hliðstæður við umræðu á miðöldum, þ.e.a.s. umræða um leiguliða og landeigendur. Athygl- isvert væri að menn væru að fara aftur til miðalda í umræðunni. Þetta atriði var nokkuð rætt í um- ræðum að loknum erindunum. Um- ræðustjórnandinn, James Acheson, varpaði fram hugleiðingu um það mörg önnur sem verið væri að skoða. Hann sagði að skoðanakönnun hefði nýlega verið gerð á Nýja Sjálandi meðal útgerðarmanna og sjómanna og nðurstaða hennar hefði verið í þá veru að kerfíð naut meira fylgis þar, en kvótakerfín hér, í Noregi og Færeyjum hafa gert. Maori-frumbyggjamir á Nýja Sjá- landi gerðu á sínum tíma kröfu til kvótans og vísuðu í gamla samninga um að þeir ættu sínar auðlindir. Þann- ig fengu þeir stóran hluta kvótans í sínar hendur. Þeir hafa síðan skipt kvótanum sín á milli, selt hann inn- byrðis og til annarra á Nýja Sjálandi. Smærri sveitarfélög tapa Einar Eyþórsson frá Háskólanum í GÍSLI Pálsson tók saman í meginat- riðum hverjar hann teldi helstu niðurstöður ráðstefnunnar í Eyjum við ráðstefnulok. „Fyrsti ávinning- ur þessarar ráðstefnu er kannski sá, að hér hafa verið lögð drög að mati á mismunandi kvótakerfum. Fræðileg umræða þar um hefur oft verið kenningaleg, þ.e.a.s. settar hafa verið fram kenningar um það hvernig kerfin ættu að starfa, hvaða lögmálum þau fylgdu og hver áhrifin yrðu. Minna hefur hins vegar verið hirt um það hverjar afleiðingarnar af raunverulegum kerfum væru. Margir hafa lagt áherslu á það í máli sinu, að mat á kerfunum er afskaplega flókið og ekki er hægt að skoða þau ein og úr öðru sam- hengi við umhverfi og samfélag. Jafnframt hefur skýrt komið fram á þessari ráðstefnu að viðbrögðin við ólíkum kerfum hafa verið mis- munandi, eftir samfélögum, saman- ber viðbrögð Sama í Noregi, Fær- eyinga, íslendinga, Ný-Sjálendinga og svo framvegis. Það hefur glögg- lega komið fram hér, að það eru vaxandi efasemdir um það að kvótakerfi séu vistvæn stjórn- kerfi." Gísli sagði að eftir umræðu helg- arinnar stæði annað atriði upp úr, sem væru þær fræðilegu forsendur MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 35 SÉRFRÆÐINGAR OG KVÓTAKERFI kvótum og væri þetta vægast sagt umdeilt. Hann sagði að laun sjómanna hefðu að sjálfsögðu lækkað sem næmi þátttöku þeirra í kvótakaupum, sem næmi allt að 30% af heildarkaupum á kvóta. Viðgengst kvótabrask helst í atvinnuleysi? Morgunblaðio/bigurgeir RÁÐSTEFNUGESTIR samankomnir víðsvegar að úr heiminum í Rannsóknarsetrinu í Vestmannaeyjum um hvítasunnuhelgina. hvort kvótakerfið væri skref fram á við eða afturhvarf til fortíðar. Hann velti því upp hvort líta bæri á kvóta- kerfi sem nýsköpun eða upptöku at- vinnuskipulags miðalda. Agnar ræddi einnig almennt um hagfræðina og sagði það ljóst, að kvótakerfið væri ákveðin pólitísk og félagsleg nýjung, sem byggðist á ákveðnum kenningum, sem hefðu ver- ið mjög vinsælar í hagfræðiumræðu síðustu ára. Agnar dró hins vegar í efa að hér væri um hreina og hlutlausa vísinda- mennsku að ræða, heldur væri hér um lífssýn ákveðins hóps manna að ræða og kanna þyrfti af hveiju vest- rænir hagfræðingar hefðu þessa lífs- sýn. Jafnframt sagði Agnar að hægt væri að sýna fram á, að hægt væri að hafa aðra lífssýn. Hagfræðin væri ekki einhver hlutlaus túlkun á hag- kerfinu eða samfélaginu. Heldur byggðist þetta allt á nýklassískri hag- fræði, sem gerði ráð fyrir því að það umhverfi sem menn væru að vinna með væri flatneskjulegt. Þar væri skipst á eignum og auðlindum sem væru fyllilcga sambærilegar. Agnar benti á að þetta væri hæpin hugmynd og menn ættu að ganga út frá því að það landslag sem pólitískar og efnahagslegar ákvarðanir tækju mið af, væri mjög hrjúft. Það væri stað- reynd að ríkjandi hugmyndir væru um hvað væri rétt, hvað heiðarlegt og hvað sanngjarnt. „Með því að sópa öllum slíkum hugmyndum út af borð- inu, væru hagfræðingar að gera stór- Parzival Copes. Susan Hanna. Bomie McCay. kostleg mistök. Þá væru hagfræðingar að reisa sér byggingu á sandi, sem fyrr eða síðar myndi hrynja, vegna þess að hún tekur ekki mið af þeim grundvelli sem byggingin á að vera reist á.“ Hefðarréttur Sama Á sunnudag hófst ráðstefnan með erindi Svein Jentoft sem ræddi um kvótakerfið í sjávarútvegi í Norður- Noregi, með sérstöku tilliti til Sama sem frumbyggja. Þar var settur á kvóti í kjölfar kreppu árið 1990, sem m.a. byggði á lögfræðilegu áliti í þá veru að Samar ættu í skjóli hefðarrétt- ar að njóta jákvæðrar mismununar. Lögfræðilega álitið fól það í sér að Samar í Norður-Noregi ættu sam- bærilegan rétt og Inúítar í Grænlandi eða Maórar á Nýja Sjálandi. Jentoft lýsti kröftugum mótmælum annarra sjómanna við lögfræðilegu álitsgerðinni, gagnstætt því sem gerst hafði á Nýja Sjálandi, þar sem Maór- ar fengu töluverð forréttindi við upp- töku kvótakerfis. Hann sagði að sú ályktun hefði verið dregin af umræð- unum í Norður-Noregi að hér væri um viðkvæmt og erfitt deilumál að ræða. Hlutfallslega fámennur hópur frumbyggja væri í álitinu talinn eiga forkröfu á auðlindina. Niðurstaðan varð sú að upptaka kvótakerfis gæti annars vegar kallað fram umræður sem legið hefðu í láginni, en á hinn bóginn fest í sessi ákveðin valdahlut- föll. Hæpnar forsendur sem kvótakerfi byggðu á. „Menn hafa oft tekið þannig til orða, að öðru jöfnu, að hagkerfi og markaðslausnir hafi tilteknar afleiðingar og slíkar alhæfingar gera ráð fyrir félags- legri flatneskju," sagði Gísli, „en svo kemur í Ijós, þegar verið er að setja þessi kerfi á, að landslagið er bæði hrjúft og margbreyti- legt. I sumum tilvikum geta menn þolað mik- inn ójöfnuð og mikla samþjöppun kvóta, en í öðrum tilvikum láta menn ekki bjóða sér slíkt og krefj- ast annars konar skipanar. I sumum tilvikum sætta menn sig við leigu- liðakerfi, eins og verið hefur að skapast hér á landi og kannski á Nýja-Sjálandi og víðar, en í öðrum tilvikum rísa menn upp og hafna slíkum kerfum. Þessi siðferðilega umræða getur komist á það stig, að hún ein dragi úr öllum öðrum ávinningi sem þessi kerfi kunna að hafa í för með sér. Gísli Pálsson. Til dæmis kom fram að Ieiða má líkur að því að tvö sjómannaverkföll hér á Islandi kunna að hafa eytt allri þeirri rentu sem kvótakerfið hér á íslandi kann að hafa skapað. Ef svona keif i kalla síendurtekið á verkTóll, óróa og spennu, er mögulegt, hvað sem öll- um efnahagslegum ávinningi að öðru leyti liður, að liann jafnist út, eða tapið verði meira.“ Einn mikilvægasta þáttinn sem rætt var um, kvað Gísli hafa ver- ið umræðuna um heildarafla og ákvarðanatöku um hann. Sumir leiddu rök að því, að vaxandi efa- semdir væru um það, í hópi líffræð- inga, fiskifræðinga, hagfræðinga og fleiri, að hægt væri að vita með nokkurri vissu hvað fram fer í líf- kerfi hafsins. „AUar spár um stærð stofna á næstu árum, væru afskap- lega hæpnar og grundvallarhug- myndin um heildarafla, þ.e. hug- myndin um jafnvægi í lífkerfinu væri mjög hæpin og sterk vísbend- ing væri fyrir hendi um ójafnvægi, sem að vísu á ákveðnu stigi gæti leitað í jafnvægi. Hér kom fram sú skoðun að það væri ringulreið i líf- ríki hafsins. Ef ákvörðun um heild- arafla er byggð á hæpinni forsendu, eru öll kvótakerfi byggð á hæpinni forsendu, var sjónarmið sumra hér.“ ■ Loks vakti Gísli máls á því, eins og Brox og fleiri höfðu gert í sinum erindum, að sambandið á milli stjórnmála og fræðimennsku þyrfti að skoðast í tengslum við kvótakerf- in. Ætla mætti að kvótakerfum væri fyrst og fremst komið á vegna þess að þau væru byggð á sterkum rökum, á fræðilegum forsendum og kaldri samkeppni rökræðunnar. „En það er margt sem bendir til þess, að það eru ýmsir aðrir kraftar sem gera það að verkum að þessum kerfum er komið á - nefnilega þeir, að það eru ákveðnir hópar sem hafa ákveðinna hagsmuna að gæta. Auk þess má segja að ákveðið and- rúmsloft sé á Vesturlöndum um þessar mundir, sem er kvótakerfum vinsamlegt - kvótakerfi eru nánast tískufyrirbæri í dag, án þess að hafa svo mikið með fræðilegan styrk eða kenningalega nákvæmni að gera. Það eru pólitísk öfl og sveiflur i tíðarandanum sem kalla þessi kerfi yfir okkur.“ Gagnrýnir stefnu ESB Jesper Raakjaer Nilsen fjallaði um Danmörku og Evrópusambandið og landskvótana sem ESB hefur tekið upp í sinni fiskvéiðistjórnun. Nilsen hefur efasemdir um árangurinn af fískveiðistjórnun Evrópusambandsins. Hann sagði að þrátt fyrir kvótakerfi væri mikil’ offjárfesting í sjávarútvegi í Danmörku, of mörg fiskiskip væru um hituna og reksturinn væri óarð- bær. „Kvótakerfið kallar á mikla tog- streitu bæði á milli einstakra svæða í Danmörku og á milli ólíkra útgerðar- flokka, aðallega stórra og smárra,“ sagði Nilsen. Hann kvaðst telja að sjómenn í Danmörku aðhylltust frekar sóknarstýringu, sem ákveðin væri með fjölda veiðidaga. í máli hans kom fram að aðalvandi sjávarútvegs í Danmörku væri ekki stjómkerfísvandinn með eða móti kvóta, heldur hið alþjóðlega umhverfí, verðlag á alþjóðamörkuðum og bankakerfíð. Torben A. Vestergaard hefur kynnt sér danska fiskveiðikerfið og lagt áherslu á að stunda mannfræðirann- sóknir meðal danskra sjómanna. Hann lagði áherslu á að sjómennska og físk- veiðar snerust ekki bara um að draga físk á land, heldur einnig um að lifa ákveðnu lífi. I máli hans komu fram efasemdir um forsendur ráðandi fisk- veiðistjórnunar í Danmörku og víðar. Hann taldi að stöðugleika og jafnvægi í lífríkinu gæti verið ógnað, auk þess sem hann taldi félagsleg áhrif físk- veiðistjórnunarinnar vera hæpin. Ein- staklingurinn væri í raun rifinn úr samhengi umhverfís og skoðaður sem frumeind, en ekki ákveðinn hluti heimabyggðar og umhverfis. Viðhorf almennings skiptir miklu Richard Apostle fjallaði um nýtt kerfí í Nova Scotia í Kanada, þar sem nú er verið að koma á einstaklings- kvótum sem eru framseljanlegir. Hann hefur fylgst með því hvernig sjómenn koma inn í ákvarðanatök- una. Hann lýsti því sjónar- miði að hæpjð væri að tala um kvótakerfi sem einangr- að fyrirbæri. Miklu máli skipti hvernig almenningur og atvinnulífíð fær að taka þátt í pólitískum ákvörðunum um það hvernig kerfínu er komið á og hvaða eiginleikum það býr yfir. James Wilen, hagfræðingur frá Kaliforníu, kynnti rannsókn á fram- seljanlegum kvótum þar, áhrif á at- vinnustig og vinnuafl. Hann hefur rannsakað sérstaklega áhrif kerfisins á laun og hlutakerfí. Hann kvað erfítt að meta á þessu stigi hver áhrifín væru, því vega þyrfti og meta ólíkar kenningar hagfræðinnar. Þó lýsti hann áhrifunum sem þau væru svipuð og hér á landi, þar sem mikil óánægja ríkti meðal laxveiðisjómanna á vestur- ströndinni, sem í æ ríkara mæli væru neyddir til þátttöku í kvótakaupum. Áhafnir þar tækju í vaxandi mæli þátt í kvótakaupum og í leigu á afla- í kjölfar þessa veltu ráðstefnugest- ir því fyrir sér, hvort sjómenn myndu nokkurn tíma láta bjóða sér upp á þátttöku í kvótakaupum, nema á svæðum þar sem atvinnuleysi ríkti. Ralph E. Townsend fjallaði um byggðakvóta í dreifðustu byggðum Alaska, þar sem sá háttur er hafður á, að einstakar byggðir fá ákveðna hlutdeild í kvóta. Townsend sagði erf- itt að ieggja mat á hver reynsla þessa j fyrirkomulags væri, því kerfið væri ( svo nýtt. Það sem byggi að baki upp- byggingu kerfisins, væri byggða- stefna, þar sem reynt skyldi að efla ákveðnar byggðir. Townsend kvaðst telja að kerfið hefði aukið rentuna sem byggðirnar hefðu til umráða, en ýmis- legt benti þó til þess að aðgerðir heimamanna drægju úr skilvirkni kerfísins og því virtist sem arðurinn sem kerfið skilaði heimabyggðunum væri ekki jafnmikill og hagfræðingar hefðu gert sér í hugarlund við upp- töku kerfisins. Harry N. Scheiber fjallaði í erindi sínu um forsögu framseljanlegra aflakvóta og það lagalega og pólitíska umhverfí sem öll umræðan um kvóta er sprottin upp úr. Hann kvaðst telja að frumkvöðlar fræðanna um kvóta- kerfi, menn eins og Scott og Gordon, hefðu verið mun víðsýnni en oft hefði verið talið, því þeir hefðu varað við því að rífa hagkerfi og kvótakerfi úr samhengi. Hagfræðingarnir sem mót- að hefðu kerfín á undanfömum árum, hefðu á hinn bóginn valið þröngsýnni leiðir í aðferðafræðum sínum og þar með mistúlkað og einfaldað hugmynd- ir frumkvöðlanna. Sýndarsjómenn Seth Macinko fjallaði um kvóta- kerfí á lúðuveiðum í Alaska, sem er nýtt kerfí, hefur aðeins verið við lýði í eitt ár. Hann taldi erfítt að meta árangur af einu ári, en lýsti ákveðnum breytingum á hugarfari og þanka- gangi, sem hann taldi að væri að eiga sér stað í Alaska. Hann taldi að af- sprengi þessa nýja kvótakerfis i kring- um lúðuveiðar væri að til hefði orðið ný skilgreining á því hvað er sjómaður og orðaði það þannig, að til hefði orð- ið sýndarsjómaður (Virtual Fisher- man). Macinko sagði að þetta fæli það í sér, að eignarhald á lúðuveiðibátum skipti ekki meginmáli, heldur hefðu sjómenn fengið úthlutað veiðikvóta, samkvæmt aflareynslu. Eignarhald á lúðukvótanum væri hins vegar lögum samkvæmt bundið þvi að sjómennirnir sæktu sjóinn. Á þvi væri misbrestur og þannig hefðu orðið til svonefndir sýndarsjómenn (landkrabbar), sem létu aðra veiða sinn kvóta fyrir sig, gegn ákveðinni þóknun. Þetta kvað hann vera umdeilt fyrirkomulag í Alaska. Richard Gaskins, sem er menntaður í lögfræði og heimspeki, velti almennt fyrir sér kvótakerfum og erfiðleikum sem þvi væru samfara að meta reynsl- una af mismunandi kerfum. Hann sagði erfitt að gera sér grein fyrir því hvað nákvæmlega ætti að bera saman; kerfín væru mismunandi og misjafn- lega löng reynsla væri af þeim. Meginpunkturinn í hans erindi var sá, að við rannsóknir á kvótakerfum yrðu menn sérstaklega að huga að sambandi markaða og stjórnmála. „Markaður- Ójöfnuður og ágreiningur fylgir kvóta- kerfum inn (kvótakerfið) er ekki lokuð stofn- un, sem fylgir sínum eigin lögmálum, heldur mótast hann af stjórnkerfi, pólitísku umhverfi í hveiju tilviki,“ sagði Gaskins og lýsti þeirri skoðun að þetta gerði það að verkum að al- mennar spurningar um kenningar og aðferðir vöknuðu í þessu sambandi. Mikilvægt væri að rannsaka sér- staklega upphafsskilyrðin. Meðal spuminga sem hann varpaði fram í máli sínu voru: Við hvaða skilyrði er kvóta komið á? Hvernig fer upphafleg úthlutun fram? Hvernig er staðið að henni og skiptingunni í upphafi? Hverjir eiga aðild að þeirri skiptingu? Hvert er félagslegt uphverfí þeirra stofnana sem taka ákvarðanir um úthlutunina? Ji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.