Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
DU PONT bílalakk notað af
fagmönnum um land allt.
Er bíllinn þinn
grjótbarinn eða
rispaður ?
DU PONT lakk
á úðabrúsa er
meðfærilegt og
endingargott.
Faxafeni 12. Sími 553 8000
fttwgtniMaMfr
-kjarni málsins!
Fjármagnstekjuskatti
snúið upp á andskotann
FYRIR Alþingi ligg-
ur frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um fját'-
magnstekjuskatt, sem
gerir ráð fyrir að lagð-
ur verði 10% skattur á
fjármagnstekjur.
BSRB hefur lengi
krafist þess að tekinn
verði upp fjármagns-
tekjuskattur. Það hef-
ur verið krafa samtak-
anna að fjármagns-
tekjur séu skattlagðar
á sama hátt og aðrar
tekjur. Helstu rök
BSRB fyrir því eru að
ekki skuli gert upp á
milli tekna eftir upp-
runa þeirra. BSRB getur þó ekki
stutt frumvarpið eins og það liggur
fyrir. Ástæðan er sú að með frum-
varpinu er verið að koma aftan að
launafólki sem barist hefur fyrir
þessu þjóðþrifamáli. í raun og veru
er með fru.mvarpinu verið að færa
stóreignamönnum miklar skatta-
lækkanir á silfurfati. Þetta er nán-
ast eins og að snúa faðirvorinu upp
á andskotann.
Verði frumvarpið að lögum verð-
ur komið á tvískiptu tekjuskatts-
kerfi. Einu fyrir launa-
fólk og lífeyrisþega
með háu tekjuskatts-
hlutfalli (42%-47%) og
öðru fyrir þá sem hafa
tekjur af eignum sem
greiða munu lága
(10%) eða enga tekju-
skatta.
Með þessu er horfið
frá þeirri grundvallar-
reglu í skattlagningu
að skattleggja þegn-
ana eftir greiðslugetu.
í raun má segja að
þessari grundvallar-
reglu sé snúið við verði
frumvörpin að lögum
því komið hefur fram
að yfir helmingur fjármagnstekna
rennur til tekjuhæstu einstakling-
anna. Menn munu því greiða minna
til samfélagsins eftir því sem
greiðslugeta þeirra er meiri.
Skattsvik
Tvískipt tekjuskattkerfi eins og
lagt er upp með í þessum tillögum
opnar einnig á nýjar leiðir til að
skjóta tekjum undan skatti. Eig-
endur fyrirtækja og sjálfstætt
starfandi aðilar geta ef frumvarpið
Þetta hefur í för með
sér, segir Rannveig
Signrðardóttir, að
skattbyrði er flutt
frá þeim efnameiri
yfir á launafólk og
lífeyrisþega.
verður að lögum að mestu komist
hjá skattlagningu. Þeim verður í
sjálfsvald sett hvernig þeir með-
höndla tekjur sínar. Þeir geta valið
um hvort þær eru gefnar upp sem
laun og af þeim greiddur 42-47%
tekjuskattur eða hvort þær eru
meðhöndlaðar sem arður og af
þeim greiddur 10% fjármagns-
tekjuskattur.
Tekjur af fjármagns-
tekjuskatti?
Óvíst er hvort sú útfærsla á íjár-
magnstekjuskatti sem hér hefur
verið tíunduð muni skila sér sem
tekjur í rikissjóð. Nefndin sem
vann að þessum tillögum áætlar
Rannveig
Sigurðardóttir
að skatttekjur ríkissjóðs aukist um
1 milljarð króna. Ljóst er að ef
skattsvik aukast eins og leitt hefur
verið líkum að hér að ofan, gæti
nettóútkoman orðið neikvæð og
tekjur ríkissjóðs því minnkað. Rík-
issjóður þolir ekki tekjusamdrátt
og því er hætt við að kostnaðurinn
vegna skattalækkana hátekjufólks
og aukinna skattsvika verði borinn
uppi af launafólki og lífeyrisþegum
í formi hærri tekjuskatta.
Lokaorð
Ýmislegt fleira er hægt að tína
til sem mælir gegn þessari aðferð
við skattlagningu fjármagnstekna
svo sem að þetta hefur í för með
sér tekjumissi fyrir sveitarfélögin
samhliða því að ný verkefni eru
flutt til þeirra, reglurnar eru
ógagnsæar og ekki er ljóst hvernig
á að framfylgja þeim.
Mestu máli skiptir þó að í þessu
frumvarpi er lagt til að allar fjár-
magnstekjur verða skattlagðar í
mun lægra skatthlutfalli en launa-
og lífeyristekjur. Jafnframt því
verður skattur af arðgreiðslum og
söluhagnaði lækkaður frá því sem
nú er.
Þetta hefur í för með sér að
skattbyrði er flutt frá þeim efna-
meiri yfir á launafólk og lífeyris-
þega. Af þessu hlýst aukið ójafn-
ræði og óréttlæti í stað þess að
draga úr því eins og BSRB hefur
krafist. Slíkt er ekki hægt að fall-
ast á.
Höfundur er hagfræðingur BSRB.
Húsib o g garburinn
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 9. júní nkv fylgir blaðauki sem
heitir Húsib og garburinn. í blaðaukanum verður ýmis fróðleikur
fyrir áhugamenn um garðrækt, fjallað um umönnun garðsins, trjá-,
blóma- og matjurtarækt og garðskreytingar. Einnig verða upplýsingar
fyrir þá, sem vilja byrja að rækta garðinn sinn, fjallað um viðhald húsa,
sumarbústaða o.m.fl.
Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er
bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00
mánudaginn 3. júní.
Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Arnar Ottesen,
sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari
upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110.
ptórigiiœMíiMfo
- kjarni máisins!
Glœsileg
kristallsglös
í miklu
úrvali
(9)SILFURBÚÐIN
VX/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- ÞarfœrÖu gjöfina -
UjQRlStl
nÝ ÓPERJl EFtÍRjÓn ÁSCEÍRJSOn
miÐösaLAn
OPÍn KL. 15-19
nEmA mÁn.
sími 551-1475
ÍSLEnSieö ÓPERfin
I. jOm UPPSELt OG 4, ÍÚní VPPSELt
nÆstu sÝnincARj. júní 8. júní n. júní oc 14. júní
Viltutoka
áhrifaríkt
skref |nn í
framtíöina
...og veröa viðurkenndur tœknimaður í Noveli netkerfum?
Skráning er hafin á námskeið og í próftöku.
Novell.
HÁTÆKNI TIL FRAMFARA
Tæknival
Skeifunni 17
Sími 550-4000
Fax 550-4001
Netfang:
mottaka@taeknival.is