Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 47
AUÐVELDUR er hann ekki en óvenju góður á öllum gangi og fjörviljugur. í annarri atrennu tókst Oði og Hinrik Bragasyni að sigra í keppni A-flokksgæðinga hjá Fáki. DAVÍÐ Matthíasson og Pjakkur frá Stóra-Hofi höfðu mikla yfir- burði í unglingaflokki og sigruðu. Verða þeir að teljast n\jög sigur- stranglegir fyrir FM í sumar. Nýja keppnin gaf góða raun Á FIMMTA hundrað hross komu fram á samanspyrtu hvítasunnu- móti Fáks og kynbótasýningu Bændasamtakanna í Kjalarnes- þingi. Dómar kynbótahrossa hófust á mánudag í síðustu viku en hvíta- sunnumótið hófst með forvali gæð- inga á fimmtudag. Kynbótahross voru dæmd á Víðivöllum, Varmár- bökkum, Mosfellsbæ og í Glaðheim- um í Kópavogi. Yfirlitssýning var á laugardag á Víðivöllum en hápunkt- urinn var á annan í hvítasunnu þegar úrslit fóru fram og kynbóta- hross verðlaunuð. Hvítasunnumót Fáks hafa hin síðari ár verið einn af hápunktum hestamóta hvert ár en óhætt mun að fullyrða að aldrei hafi keppnin verið eins spennandi sem nú. Þar skipti hið nýja fyrirkomulag vissu- lega máli en mikill fjöldi góðra jafn- ingja réð þar að sjálfsögðu mestu. Hið nýja keppnisfyrirkomulag féll vel í kramið hjá fjölmörgum áhorfendum. Má telja það líklegt til að laða að fleiri áhorfendur og skapa meiri stemmningu í kringum gæðingakeppnina. Ekki verður séð af þessari fyrstu tilraun að um tíma- sparnað sé að ræða nema þá að um verulega mikla þátttöku sé að ræða eins og til dæmis á lands- eða fjórðungsmótum. Þá er ekki hægt að horfa framhjá því að álagið á þau hross sem ná alla leið í úrslit eykst. Svo virðist sem þetta fyrir- komulag sé komið til að vera. Hvítasunnumótið gekk vel fyrir sig að þessu sinni. Allt samkvæmt timaáætlun á síðasta degi og meira segja hægt að gera stutt hlé milli atriða sem er því miður undantekn- ing á hestamótum. Athygli vakti hversu vel verðlaunafhendingar gengu fyrir sig og skipti á dag- skrárliðum en þar áttu keppendur góðan hlut að máli. Veðurguðirnir voru hliðhollir fáksmönnum og hjálpar slíkt alltaf til að hressa mótsstemmninguna sem var mjög góð. FARSÆLL, í sigursæti í B-flokki, og knapinn Ásgeir Svan Herbertsson fara hér í breiðfylkingu ásamt öðrum verðlaunahöfum. Kynbótadómar Góð útkoma og metþátttaka MÖRG góð kynbótahross tryggðu sér farseðil á fjórðungsmótið og meðal þeirra er Elding frá Víðidal, sem Þorvaldur Þorvalds- son situr, hún varð efst af hryssum fimm vetra, með 8,14 í einkunn. KRISTINN Hugason, hrossarækt- arráðunautur og yfirdómari kyn- bótadóma, var ágætlega ánægður með heildarútkomu héraðssýning- arinnar og sagði þátttökuna, hátt í 200 hross, meiri en áður hefði verið. „Það er ánægjuefni að minna var af mjög slökum hrossum en áður, þrátt fyrir aukna þátttöku. Athygli vakti hversu mikið af góðum hross- um kom fram í Mosfellsbæ en þar munaði kannski mestu að Trausti Þór Guðmundsson sýndi öll hrossin sem hann var með undir höndum þar. Aðspurður um aukna reynslu af nýjum vinnuaðferðum kynbótadóm- ara sagði hann það á tvo vegu. Jákvætt væri að einkunnir væru nú með fleiri aukastöfum þannig að nú sé hægt að fara milliveginn þegar um áhorfsatriði væri að ræða, til dæmis hvort ætti að gefa 7,5 eða 8,0. Neikvætt væri að að nú væri ekki um neitt samráð dómara að ræða, sem er tvímælalaust slæm- ur galli á þessu fyrirkomulagi, og bagalegt að ekki hafi náðst sam- staða í hrossaræktarnefnd um að hafa þann möguleika með. Þá sagði Kristinn ljóst að talsvert meiri tími færi í dómsstörf nú, afköst minnkuð um 20%. Hver dómari verður að vera með fulla athygli á hrossunum allan tímann sem þýðir að þeir ráða ekki eins vel við langar vinnulotur. Þessum annmarka muni fylgja verulegur kostnaðarauki þegar allt er samatekið. „Þrátt fyrir þetta er ég jákvæður með þessar breytingar og hvarflar ekki að mér að mæla með að horfið verði óbreytt yfir í gamla kerfið. Það þarf að slípa þetta nýja kerfi til í ljósi reynslunn- ar sem fæst, með það að leiðarljósi að tryggja sem mest öryggi í dóm- um og halda kostnaði við þessa þjónustu í viðráðanlegu horfi. Það má öllum ljóst vera að ef kostnaður- inn fer úr böndum leiðir það til stór- hækkunar sýningargjalda sem er slæmur kostur fyrir meginþorra hrossaræktenda og gæti latt menn til að mæta með hross til dóms,“ sagði Kristinn. Hafin eru dómstörf á Gaddstaða- flötum þar sem eru skráð hátt í 600 hross sem er meira en nokkru sinni fyrr og munu dómstörf taka um hálfan mánuð. Sagðist Kristinn gera ráð fyrir metþátttöku í kyn- bótasýningum þetta árið. nsmnB SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 - ; Austurver Simi 568 4240 ssg. GR 1400 • H: 85 B: 51 D: 56 cm • Kælir: 140 I. GR 1860 • H:117 B: 50 D: 60 cm • Kælir: 140 Itr. • Frystir: 45 Itr. GR 2260 • H:140 B: 50 D: 60 cm • Kælir:180 Itr. • Frystir: 45 Itr. GR 2600 • H:152 B: 55 D: 60 cm • Kælir: 187 Itr. • Frystir: 67 Itr. GR 3300 • H:170 B: 60 D: 60 cm • Kælir: 225 Itr. • Frystir: 75 Itr. Lógmúla 8 • Sími 553 8820 Umboösmenn um land allt VoBturland: Mélnlngarþ|ónustan Akranesl, Kl. Borgllrðlnga. Borgarnesl.Blómsturvollir, Hellissandl. Guðni Hallgrlmsson, Grundarflrðl. Ásubúð.Búðardal Veatflrðlr: Gelrseyrarbúðin, Palrekslirðl. Ratverk.Bolungarvlk.Straúmur.lsatlrði. Norðurland: Kt.Stelngrlmstiarðar.Hðlmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Siglufiröi.Ólafsfiröi og Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf.Vopnfiröinga.Vopnafiröi. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vlk, Neskaupsstaö. Kf.Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösflröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirklnn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell.Keflavík. Rafborg, Grindavfk. ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.