Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Ánauðarbændur Tolstojs
og íslenskar hliðstæður
TOLSTOJ greifi,
kunnasti höfundur
Rússa á 19. öld (1828-
1910), bjó á óðali sínu
Yasnaya Polyana langa
ævi. Eins og þá ánauð-
arbænda. Verk Tolstojs
einkennast fyrst og síð-
ast af virðingu og sam-
úð með skáldsöguper-
sónum sínum og sú
virðing einkenndi líf
hans og viðhorf ásamt
heiðarlegri mannúð,
sem var laus við hræsni
og sýndarmennsku.
Viðhorf hans til
bænda sinna var af
sama toga. Snemma á
árum ákvað hann að
leysa þá úr ánauð, nokkru áður en
Alexander II keisari leysti ánauðar-
bændur í ríkjum Rússazars úr ánauð
með valdboði.
Tolstoj gekk það til að gera bænd-
urna að sjálfráða einstaklingum með
eigin ábyrgð.
Kvatt er til fundar og bændur
komu á fund eiganda síns. Tolstoj
iýsti þá frjálsa menn og bjóst við
gleðitilburðum þeirra. En viðbrögðin
urðu þau að þeir féllu á kné og
grátbændu hann um að gera þeim
ekki þetta og beiddust þess að hann
ætti þá áfram.
Þessi saga minnir á afstöðu
grunnskólastjóra hér á landi á þess-
um misserum. Samkvæmt grunn-
■skólalögum var stefnt að því að
gera grunnskólana sjálfstæða og
draga úr ailri fjarstýringu ríkisvalds
og nú sveitarfélaga. Andi laganna
var að gera stjórnendur þeirra
frjálsa og óháða, óbundna af af-
skiptum skrifræðisins.
Viðbrögð grunnskólastjóra eru
keimlík viðbrögðum ánauðarbænda
Tolstojs - þeir vilja láta stjórnast
af utanaðkomandi aðilum, ekki
lengur menntamálaráðuneyti heldur
nýrri miðstýringarstofnun sem
nefnd er „skólaskrifstofa", sem
sveitarfélög skulu kosta og reka.
„Skólaskrifstofur" koma nú í stað
fræðsluskrifstofanna,
sem voru umboðsskrif-
stofur menntamála-
ráðuneytisins. Þýðing
fræðsluskrifstofa stórj-
ókst fyrir nokkrum
árum, í stjórnartíð eins
stjúpsona Stasi, þáver-
andi menntamálaráð-
herra, sem vann að því
að fjölga sem allra
mest starfskröftum
skrifræðisins innan
fræðslukerfisins. Til-
gangurinn var að gera
grunnskólana að heppi-
legum vettvangi fyrir
áróðurs-samfylkingu
að þeim hugmynda-
fræðum, sem viðkom-
andi einstaklingur hafði numið við
fótskör Stasi-bræðra í Austur-Berl-
ín til fullkomnunar í sömu fræðum,
sem hann hafði meðtekið frá ís-
lenskum félagsbræðrum sovéskra
starfsbræðra.
Fræðsluskrifstofur urðu víða á
Iandinu flokkspólitísk hreiður Al-
þýðubandalagsins, reyndar í mis-
munandi mæli þó. Einnig var Iögð
íslendingar búa við lé-
legasta grunnskólakerfi
á Vesturlöndum, segir
Siglaugur Brynleifs-
son, mengað af stein-
dauðri hugmyndafræði.
áhersla á að afia grunnskólunum
starfskrafta í sama lit.
Þegar kom að því að leggja niður
þessar lítt þörfu skrifstofur í kjölfar
flutnings grunnskólans til sveitarfé-
laga, hófst aðför starfskrafta skrif-
stofanna að sveitarstjómamönnum
með dyggum stuðningi grunnskóla-
stjóra til að halda störfum sínum
og jafnframt að stórauka starfs-
kraftahaldið.
Það kom berlega í ljós að megin-
hlutverk og tilgangur fræðsluskrif-
stofanna var pólitísk samræming
um fræðsluna í grunnskólunum og
með miðstýringu þaðan um uppeldi
nemenda til ákveðinnar pólitískrar
hugmyndafræði. Annar aðalarmur
þessarar innrætingar birtist glöggt
í útgáfustarfsemi kennslubóka, sem
ætlaðar eru grunnskólum, einkum
sögu, félagsfræði eða svonefndum
samfélagsfræðum og íslensku og
bókmenntum. Starfskraftar ríkisút-
gáfu vinna þar að undir formerkjum
pólitískrar innrætingar. Enda munu
flestir skólastjórnendur vera mjög
ánægðir með kennslubókafram-
leiðslu þeirrar stofnunar samkvæmt
könnun sem gerð var að frumkvæði
útgáfustofnunarinnar.
Sem sagt, nú er stefnan að fjölga
sem mest í skrifræðisgeira fræðslu-
kerfisins og halda áfram miðstýr-
ingarstefnu til einnar áttar. Skóla-
skrifstofur munu létta öllu sjálfræði
og allri ábyrgð af skólastjórnendum
og algjör pólitísk samhæfmg kemst
á milli skóla, skólaskrifstofa og rík-
isrekinnar útgáfustofnunar.
Fræðslukerfið er í rauninni ekki
ætlað nemendum lengur heldur
þeim sem hafa atvinnu af svokall-
aðri kennslu og fjölmennum hópi
starfskrafta skólaskrifstofanna og
rithöfunda fræðsluefnis frá ríkisút-
gáfunni.
Árangurinn af þessu langtíma-
markmiði pólitískra hugmyndafræð-
inga og seminarista Kennara-
háskóla Islands er nú kominn í ljós.
Hvergi á Vesturlöndum er lesskiln-
ingur nemenda í erlendum tungu-
málum bágbornari en hér á landi
og þekkingu á móðurmálinu og les-
skilningi í íslensku meira en ábóta-
vant.
íslendingar búa nú við lélegasta
grunnskólakerfi á Vesturlöndum
gegnmengað steindauðum hug-
myndafræðum og blauthyggju.
Höfundur er rithöfundur.
Siglaugur
Brynleifsson
Upplýsingar
til blaðamanns
Fleiri en
Grandi hf.
MÁNUDAGINN 6.
maí var haldin ráð-
stefna á vegum
Rannís um Grænbók
Evrópusambandsins.
Tilefni þessa greinar-
korns er ekki annars
ágæt ráðstefna þar
sem margt athyglis-
vert kom fram, held-
ur nokkur orð sem
blaðamaður lét falla
á síðustu mínútum
hennar um tengsl at-
vinnulífs og skóla.
Blaðamaðurinn kvaðst vera
áhugamaður um tengsl atvinnu-
lífs og skóla. í orðurn hans kom
fram að hann vissi bara um eitt
fyrirtæki í Reykjavík sem tæki á
Þar fer fram, segir Guð-
rún Þórsdóttir, dýr-
mæt upplýsingamiðlun
sem atvinnulífið leggur
til nemenda.
móti nemendum í starfsfræðslu
sem væri Grandi hf. Það er rétt
hjá blaðamanni að Grandi hf. tek-
ur á móti nemendum í starfs-
fræðslu og það sem meira er,
Grandi tekur ekki bara á móti
nokkrum nemendum heldur heilu
árgöngunum. Nú í vetur tók fyrir-
tækið á móti tveim heilum ár-
göngum, þ.e. 11 ára f. jól og 12
ára e. jól (vegna kennaraverk-
fallsins á síðasta skólaári). Grandi
er til fyrirmyndar fyrir þetta frá-
bæra framtak. En fyrirtækið hef-
ur virkjað allt sitt
starfsfólk til að taka
á móti nemendum.
Ég finn mig hins
vegar knúna til að
upplýsa áðurnefnd-
an blaðamann og
aðra um að undanf-
arin 5 ár hafa yfir
130 stofnanir og
fyrirtæki tekið á
móti reykvískum
nemendum í starfs-
fræðslu. Þar fer
fram dýrmæt upp-
lýsingamiðlun sem
atvinnulífið leggur
til nemenda. Þessir
fjölmörgu aðilar eiga miklar
þakkir skilið.
Upplýsingar
Á upplýsingaöld þurfa allir að
taka sig á til að miðla upplýsing-
um og taka við þeim. Rými fjöl-
miðla er ekki alltaf mikið til að
fjalla um skólamál þótt þess sjá-
ist ótvíræð merki um að þar er
að verða breyting á. Öll heimili
landsins sem hafa uppeldi barna
og unglinga með höndum tengjast
skólamálum ásamt þeim sem hafa
atvinnu af því að vinna í skóla-
kerfinu. Það er því ekki lítill
markhópur sem hefur bæði þörf
og áhuga fyrir betri upplýsingar
um skólaheiminn.
Gott tækifæri
Ég lít á þetta tilefni sem kær-
komið tækifæri til að koma á
framfæri fjöldaþátttöku atvinnu-
lífs í að fræða nemendur.
Óla Birni, blaðamanni, sendi
ég þakkir fyrir að sýna góðan
áhuga á tengslum atvinnulífs og
skóla.
Höfundur er kennslufulltrúi á
Fræðsluskrifstofu Keykjavíkur.
Guðrún
Þórsdóttir.
Markvisst starf er for-
senda jafnréttis kynja
innar til fjögurra
ára um aðgerðir til
að koma á jafnrétti
kvenná og karla.
Sú áætlun byggist
á því sjónarmiði,
sem fram kemur í
þeim lögum sem
ráðið starfar eftir,
að stjórnvöldum
beri skylda til að
vinna að bættri
stöðu kvenna í
samfélaginu og að
með lagasetningu
sé stjórnvöldum
gert að sýna for-
dæmi og eiga
frumkvæði að að-
gerðum á þessu sviði. Með sam-
NÝVERIÐ var skrifstofa Jafn-
réttisráðs flutt í Pósthússtræti 13
í Reykjavík. Af því tilefni viljum
við vekja athygli á þeirri þjónustu
sem skrifstofan veitir og helstu
verkefnum sem nú er unnið að.
Starfsmenn skrifstofunnar
veita þeim ráðgjöf og upplýsingar
sem eru að vinna ritgerð eða
semja erindi um málefni er varða
jafnrétti kvenna og karla. Á skrif-
stofunni er bókasafn og geta allir
sem þess óska fengið lánaðar
bækur og þar er einnig að finna
úrval tímarita og bæklinga sem
hægt er að kynna sér á staðnum.
í bókasafninu er all gott úrval
bóka um málefni er varða jafn-
rétti kvenna og karla s.s. á vinnu-
markaði, um löggjöf á þessu sviði,
stöðu karla í samfélagi jafnréttis
og málefni fjölskyldunnar. Bóka-
safnið er all mikið notað, einkum
af námsmönnum á framhalds- og
háskólastigi. Fræðsla og kynning
er mikilvægur þáttur í starfi
starfsmanna Jafnréttisráðs.
Fyrirlestrar og fræðsluerindi hjá
félagasamtökum og fyrirtækjum
bæði.á höfuðborgarsvæðinu og á
landsbyggðinni skipta tugum ár-
lega. Þessi þáttur starfsins er
ekki síst mikilvægur vegna þess
að nauðsynlegt er að starf að jafn-
rétti kynja sé ekki afmarkaður
þáttur í samfélaginu heldur flétt-
ist inn í allar ákvarðanir. Jafn-
réttisráð gefur út fréttabréfið
Vogina. Þar er m.a. að finna upp-
lýsingar um starf Skrifstofu jafn-
réttismála, fréttir frá Alþingi og
stjórnvöldum og ýmislegt sem er
að gerast erlendis, ásamt öðru
því sem er á döfinni hverju sinni.
Fréttabréfinu er dreift ókeypis til
um 1.500 aðila. Þeir sem áhuga
hafa geta haft samband við skrif-
stofuna og gerst áskrifendur.
Jafnréttisráð gegnir veigam-
iklu ráðgjafarhlutverki við ráðu-
neyti og ríkisstofnanir varðandi
framgang verkefna samkvæmt
framkvæmdaáætlun ríkistjórnar-
þykkt framkvæmdaáætlunarinn-
ar leggur löggjafinn ábyrgð á
herðar ráðherrum að vinna að
framgangi jafnréttis kvenna og
karla á þeim málefnasviðum sem
heyra undir hlutaðeigandi ráðu-
neyti. Með þessu er þó ekki dreg-
ið úr gildi þess að unnið sé að
jafnréttismálum á almennum
vinnumarkaði.
Félagsmálaráðherra hefur falið
Jafnréttisráði það hlutverk að
fylgjast með framgangi áætlunar-
innar. Félagsmálaráðherra hefur
lagt fram á Alþingi skýrslu um
stöðu og þróun jafnréttismála.
Þar er m.a. að finna upplýsingar
um stöðu kvenna og karla í samfé-
laginu s.s. í stjórnmálum og á
vinnumarkaði. í skýrslunni er
einnig tekið saman yfirlit yfir
framgang verkefna hjá hverju
ráðuneyti og byggist það yfirlit á
úttekt sem starfsmenn skrifstofu
jafnréttismála tóku saman og
miðast við stöðu mála á miðjum
gildistímanum. Samkvæmt út-
tektinni hefur margt tekist vel,
nokkrum verkefnum er þegar lok-
ið en önnur ekki enn verið sett
af stað. Ljóst er því að ef á að
ná settu markmiði er nauðsynlegt
að hafist verði handa sem fyrst.
Skrífstofa jafnréttis-
mála mun, segja Elín
R. Líndal og Elsa S.
Þorkelsdóttir, gegna
veigamiklu hlutverki.
Af öðrum verkefnum á vegum
Jafnréttisráðs sem nú er unnið
að má nefna undirbúning jafn-
réttisþings sem haldið verður 25.
október nk. en tilgangur þess er
að huga að stöðu mála og horfa
til framtíðar. Við undirbúning
þingsins hefur Jafnréttisráð kall-
að sér til ráðgjafar fulltrúa stjórn-
málaflokka, fulltrúa ungs fólks
og karlanefnd ráðsins. í tengslum
við þingið er jafnframt fyrirhugað
að bjóða til landsins erlendum
fyrirlesara sem myndi fjalla um
kynbundið launamisrétti og stöðu
kvenna í efnahagslífinu. Er það
von okkar að þingið varpi nýju
Ijósi á stöðu máli ásamt því að
vera vettvangur frjórra skoðana-
skipta.
Ékki er hægt í stuttri grein að
gefa tæmandi talningu á þeim
verkefnum sem unnið er að. Rétt
þykir þó að geta hér starfs karla-
nefndar Jafnréttisráðs, bæði er
varða málefni karla sem beita
ofbeldi og rétt feðra til launa í
fæðingarorlofi. Áform um at-
vinnumál kvenna, aðgerðir til að
draga úr launamun kynja svo og
samstarfsverkefni við mennta-
málaráðuneytið um náms- og
starfsval kynjanna eru dæmi um
önnur verkefni.
Að lokum skal getið að erlend
samskipti eru starfsemi ráðsins
mjög mikilvæg. Norrænt sam-
starf á sviði jafnréttismála er
mikið og setur þátttaka í norræn-
um verkefnum mark sitt á starf
skrifstofunnar. Á vegum Evróp-
uráðsins í Strasbourg er starfandi
jafnréttisnefnd sem við eigum
aðild að og nú nýverið fengu ís-
lendingar aðild að nýsamþykktri
framkvæmdaáætlun Evrópusam-
bandsins um jafnrétti kvenna og
karla, en hún tekur til tímabilsins
1996 til 2000. Skrifstofa jafnrétt-
ismála mun gegna veigamiklu
hlutverki við að kynna áætlunina
og aðstoða þá eða þau samtök
sem vilja setja af stað verkefni á
grundvelli hennar. Sú vinna er
nú að hefjast.
Elín er formaður Jafnréttisráðs
og Elsa framkvæmdastjóri
Skrifstofu jnfnréttismála.