Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opinber heimsókn frú Mary Robinson forseta Irlands hingað til lands hófst í gær Dagskránni breytt vegna veðurútlits Þriggja daga opinber heimsókn frú Mary Robinson forseta íriands og Nicholas eigin- manns hennar hófst í gær. Þau heimsóttu --------------------------------------- Hæstarétt, Alþingi, Listasafn Islands og Ámastofnun. Viðmælendum írsku forsetahjónanna bar saman um að þau hafí verið ákaflega geðþekk og sýnt heim- sókninni lifandi áhuga. Morgunblaðið/Ásdís BORN úr leikskólum í miðborginni veifuðu íslenskum og írskum fánum og sungu Öxar við ána á Tjarnarbakkanum. STEFÁN Karlsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússon- ar, sýnir forsetahjónunum handrit í stofnuninni. EINKAFLUGVÉL með frú Mary Robinson, forseta írlands, hr. Nic- holas Robinson, eiginmanni hennar, og frú Eithne Fitzgerald, aðstoðar- ráðherra í írska forsætisráðuneyt- inu, og öðru föruneyti forsetans innanborðs lenti á Reykjavíkurflug- velli um kl. 10.30 í gærmorgun. Eftir hádegisverð frú _ Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, ti! heiðurs írsku forsetahjónunum á Bessastöðum var haldið í Dómshús- ið við Lindargötu. Heimsóknin í Hæstrétt fór fram að sérstakri ósk frú Mary. Haraldur Henrysson, forseti Hæstaréttar, tók á móti írsku gest- unum og bauð forsetann sérstak- lega velkominn í stuttu ávarpi í dómssalnum. Hann sagði að Iitið væri á heimsókn forsetans í ljósi mikillar þekkingar hennar og reynslu af lögfræðistörfum. Forset- inn vildi með heimsókninni leggja áherslu á mikilvægi dómskerfisins sem sjálfstæðs afls í hverju þjóðfé- lagi. Fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja Haraldur rifjaði upp að íslensk lagahefð hefði hafist á Þingvöllum á 10. öld. Nú væri aukinn gaumur gefinn að því að byggja upp réttar- kerfið svo að hægt væri að tryggja réttindi einstaklingsins sem best. Að lokum gat Haraldur um störf frú Mary á sviði mannréttinda. Eft- ir að Haraldur hafði lokið máli sínu gerði Hjörtur Torfason, hæstarétt- ardómari, grein fyrir uppbyggingu og störfum Hæstaréttar. Áður en efnt var til óformlegra viðræðna fjallaði svo Garðar Gíslason, hæsta- réttardómari, um uppbyggingu dómskerfisins. Ekki er vitað til að þjóðhöfðingi hafi í annað sinn heim- sótt Hæstarétt. Frú Mary sýndi í samtali við Harald mikinn áhuga á málefnum dómstólsins og spurði hvort komið hefðu upp mál í tengslum við EES- samninginn. Hún fékk þau svör að svo væri ekki. Forsetanum var að skilnaði fært Lagasafn íslands. Undir lok heimsóknarinnar veitti frú Mary því athygli að sólinni hafði tekist að bijótast gegnum skýin. Sólin skein enn glatt þegar írsku gestirnar komu að Alþingishúsinu við Austurvöll stuttu síðar. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, tók þar á móti gestunum og greindi þeim frá störfum þingsins í stórum dráttum. Frú Mary sýndi því sér- stakan áhuga að þingið starfaði í einni deild. Sjálf sat hún í efri deild írska þingsins í 20 ár. Eftir ávarp Ólafs lýsti hún yfir virðingu sinni fyrir þinginu, hinu elsta í heiminum, og sagðist ætla að fræðast meira um það þegar heim kæmi. Ólafur fylgdi frú Mary á þing- palla og gerði Ragnar Arnalds, sem sat í forsetastól, stutt hlé á störfum þingsins í tilefni heimsóknar henn- ar. Þingmenn risu úr sætum frú Mary til heiðurs. Ekki er vitað til að þjóðhöfðingi hafi áður heimsótt alþingi á meðan á þingfundur hefur staðið. I lok heimsóknarinnar færði Ólafur frú Mary glerbakka eftir glerlistakonuna Ingu Elínu. Hópur leikskólabarna úr leikskól- um í miðborginni hafði stillt sér upp á gönguleið frú Mary frá Alþingi að Listasafni íslands. Börnin veif- uðu íslenskum og írskum fánum og sungu Öxar við ána við raust. Þeim var þakkað fyrir sönginn með lófa- klappi. Óskaði Árnastofnun velfarnaðar Eftir að hafa skoðað úrval ís- lenskra málverka í Listasafni ís- lands undir leiðsögn Aðalsteins Ing- ólfssonar, listfræðings, og Knúts Bruun, formanns safnaráðs, var ferðinni svo heitið í Stofnun Árna Magnússonar. Stefán Karlsson, forstöðumaður, tók á móti forsetahjónunum í stofn- unni og sýndi þeim nokkur handrit. Frú Mary sýndi lögbókum hvað mestan áhuga en af öðrum handrit- um á sýningu í tilefni heimsóknar hennar má nefna Landnámu og ís- lendingabók Ara fróða. „Ég las fyr- ir hana úr íslendingabók þar sem Ari segir frá írskum mönnum sem hér voru þegar fyrstu norrænu landsnámsmennirnir komu. Þeir höfðu sig á braut því að þeir vildu ekki búa innan um heiðið fólk en skildu eftir sig írskar bækur og bjöllur og bagla,“ rifjaði Stefán upp eftir heimsóknina. Eftir að handrit- in höfðu verið skoðuð sýndi Stefán forsetahjónunum ljósprentun hand- rita og bækur um tengsl íslands og írlands í Málstofu og litið var inn á lesstofu Árnastofnunar. Á lesstofunni voru innlendir og er- lendir fræðimenn við vinnu sína. Stefán sagði að frú Mary hefði sýnilega haft grundvallarþekkingu á íslenskri menningararfleifð. Hún og eiginmaður hennar hefðu sýnt handritunum mikinn áhuga. í lok heimsóknarinnar var frú Mary gefin ensk útgáfa bókar Jónasar Krist- jánssonar, fyrrverandi forstöðu- manns safnsins, Handritaspegils. Neðan við nafn sitt ritaði hún í gestabók á írsku „Velfarnaðaróskir stofnuninni til handa“. Eftir heimsóknina í Stofnun Árna Magnússonar var haldið að Hótel Sögu. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hélt svo frú Mary Robinsson og hr. Nicholas Robin- son, eiginmanni hennar, hátíðar- kvöldverðarboð í Súlnasal hótelsins í gærkvöldi. Á matseðlinum voru laxahrögn og gæsalifur í Sauternes- hlaupi, hunangs- og sinnepsgljáður lambahryggvöðvi með Madeirasósu og mangóís. Á eftir var borið fram kaffi. Við hátíðarkvöldverðinn var leikin tónlist frá írlandi og íslandi. Vegna veðurspár var ákveðið að fresta áætlaðri þyrluferð írska for- setans og föruneytis í dag, að Gull- fossi og Geysi og til Þingvalla, þangað til á morgun. Forsetinn heimsækir Háskóla íslands og Kjarvalsstaði fyrir hádegi í dag eins og ráð var fyrir gert á morgun. Gestir forsetans ÞESSIR^gestir sátu kvöldverðarboð forseta Islands til heiðurs forseta írlands frú Mary Robinson og hr. Nicholas Robinson í Súlnasal Hótel Sögu í gærkvöldi: Forseti íslands Vigdís Finnboga- dóttir. Heiðursgestir og fylgdar- lið: Forseti írlands frú Mary Robin- son og hr. Nicholas Robinson. Vara- utanríkisráðherra frú Eithne Fitz- gerald, T.D. Sendiherra Andrew O’Rourke og frú Hanne O’Rourke. Hr. Padraic MacKernan ráðuneytis- stjóri og hr. Peter Ryan forsetarit- ari. Fr. Bride Rosney ráðgjafi for- seta. Hr. John 0. Burke prótokoll- stjóri. Hr. Pat O’Sullivan deildar- stjóri. Hr. Conor Barrington sendi- ráðsritari. Fr. Ann Lane aðstoðar- maður forseta. Fylgdarmaður ír- landsforseta frú Guðrún Erlends- dóttir hæstaréttardómari og hr. Örn Clausen. Ríkisstjórn: Davíð Odds- son forsætisráðherra og frú Ástríð- ur Thorarensen. Frú Rut Ingólfs- dóttir. Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra og frú Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Halldór Blöndal samgönguráðherra og frú Kristrún Eymundsdóttir. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra og frú Kristín Vigfúsdóttir. Guðmundur Bjama- son umhverfísráðherra og frú Vig- dís Gunnarsdóttir. Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra og hr. Haraldur Sturlaugsson. Páll Péturs- son félagsmálaráðherra og starf- andi utanríkisráðherra og frú Sig- rún Magnúsdóttir. Embættismenn o.fl.: Frú Halldóra Eldjárn, fv. for- setafrú. Herra Ólafur Skúlason biskup íslands og frú Ebba Sigurð- ardóttir. Steingrímur Hermannsson fv. forsætisráðherra og frú Edda Guðmundsdóttir. Ragnheiður Haf- stein fv. forsætisráðherrafrú. Erna Finnsdóttir frv. forsætisráðherr- afrú. Vala Ásgeirsdóttir frv. forsæt- isráðherrafrú. Dr. Jónas Kristjáns- son formaður orðunefndar og frú Sigríður Kristjánsdóttir. Salome Þorkelsdóttir frv. forseti Alþingis. Jón H. Bergs aðalræðismaður vara- form. Fél. kjörræðismanna og frú Gyða Bergs. Guðmundur Bene- diktsson frv. ráðuneytisstjóri og frú Kristín Claessen. Þór Magnússon þjóðminjavörður og frú María Heiðdal. Ólafur B. Ólafsson formað- ur VSI og frú Hildur Guðmunds- dóttir. Magnús Oddsson ferðamála- stjóri og frú Ingibjörg Kristinsdótt- ir. Núverandi og fyrrverandi sendiherrar íslands í írlandi: Benedikt Ásgeirsson sendiherra. Sigurður Bjarnason frv. sendiherra og frú Ólöf Pálsdóttir. Ólafur Egils- son sendiherra og frú Ragna Ragn- ars. Sendiherrar erlendra ríkja: Sendiherra Rússlands Iouri Rec- htetov. Formenn stjórnmála- flokka: Kristín Ástgeirsdóttir þing- kona Kvennalistans. Jóhanna Sig- urðardóttir form. Þjóðvaka. Ir- landstengsl og viðskiptaaðilar: Aðalræðismaður íslands í Dublin hr. Patrick J. McCartan og frú McCartan. Davíð Sch. Thorsteins- son aðalræðismaður írlands og frú Stefanía Sch. Thorsteinsson. Sig- urður A. Magnússon rithöfundur og frú Sigríður Friðjónsdóttir. Brian Holt fv. aðalræðismaður og frú Guðrún Holt'. Thor Vilhjálmsson rit- höfundur og frú Margrét Indriða- dóttir. Jónas Árnason rithöfundur. Helgi Jóhannsson forstjóri Sam- vinnuferða/Landsýn og frú Hjördís Bjarnason. Jón Asbergsson fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs og frú María Dagsdóttir. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og frú Peggy Helgason. Magnús Magnús- son rithöfundur. Fjölmiðlar: Kári Jónasson fréttastjóri hljóðvarps og frú Ragnhildur Valdimarsdóttir. Jón Kristjánsson ritstjóri Tímans og frú Margrét Einarsdóttir. Katr- ín Pálsdóttir fréttamaður og hr. Ágúst Ragnarsson. Árni Snævarr fréttamaður Stöð 2-Bylgjan. Jón Baldvin Halldórsson fréttamaður RUV og frú Svanhildur Á. Árna- dóttir. Gréta Ingþórsdóttir frétta- maður Mbl. og hr. Gísli Hjartar- son. Undirbúningsaðilar. Skrif- stofa forseta íslands: Kornelíus Sigmundsson forsetaritari og frú Inga Hersteinsdóttir. Vigdís Bjarnadóttir deildarstjóri og hr. Guðlaugur T. Karlsson. Vilborg Kristjánsdóttir deildarstjóri og hr. Hrafn Pálsson. Sigríður H. Jóns- dóttir deildarstjóri. Steinunn Tryggvadóttir aðstoðarm. og hr. Kristján S. Bjarnason. Forsætis- ráðuneytið: Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri og frú Helga Ein- arsdóttir. Aðalsteinn Maack eftir- litsmaður. Kristján Andri Stefáns- son deildarstjóri. Utanríkisráðu- neyti:. Helgi Ágústsson ráðu- neytisstjóri og frú Hervör Jónas- dóttir. Sigríður Snævarr prótokoll- stjóri og hr. Kjartan Gunnarsson. Hjördís Gunnarsdóttir deildarstjóri og hr. Tómas Á. Tómasson. Bjarni Sigtryggsson upplýsingafulltrúi. Sveinn Björnsson sendiherra, fv. forsetaritari. Heilbrigðisráðu- neytið. Davíð Á. Gunnarsson ráðu- neytisstjóri og frú Elín Hjartar. Alþingi: Ólafur G. Einarsson for- seti Alþingis. Helgi Bernódusson deildarstjóri og frú Gerður Guð- mundsdóttir. Hæstiréttur: Har- aldur Henrýsson forseti hæstarétt- ar og frú Elísabet H. Kristinsdótt- ir. Reykjavíkurborg: Forseti borgarstjórnar Guðrún Ágústs- dóttir. Kjarvalsstaðir: Gunnar Kvaran forstöðumaður. Stofnun Árna Magnússonar: Stefán Karls- son forstöðumaður. Háskóli ís- lands: Dr. Sveinbjörn Björnsson rektor Háskóla íslands og frú Guð- laug Einarsdóttir. Prófessor Jónat- an Þórmundsson og frú Solveig Ólafsdóttir. Þingvellir: Sigurður Líndal prófessor og frú María Jó- hannsdóttir. Andrés Valdimarsson sýslumaður og frú Katrín Helga Karlsdóttir. Landhelgisgæslan: Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri. Flugvöllur: Þorgeir Þorsteinsson sýslumaður. Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri og frú Hrafnhildur Héðinsdóttir. Þorgeir Pálsson flug- málastjóri og frú Anna Haralds- dóttir. Lögreglan: Böðvar Braga- son lögreglustjóri og frú Gígja Björk Haralsdóttir. Vinaskógur: Hulda Valtýsdóttir form. Skóg- ræktarfélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.