Morgunblaðið - 29.05.1996, Side 1
128 SÍÐUR B/C/D/E/F
119. TBL. 84.ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Jeltsín í skyndiheimsókn til Grozní eftir vopnahléssamkomulag við Tsjetsjena
Segir rúss-
neska herinn
hafa sigrað
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti fór
í gær til Tsjetsjníju í tilefni af undir-
ritun vopnahléssamkomulags við
Zelimkhan Jandarbíjev, leiðtoga
uppreisnarmanna Tsjetsjena. Jelts-
ín var fjórar klukkustundir í
Tsjetsjníju og undirstrikaði för hans
þangað að forsetinn hyggst nýta
samkomulagið til hins ýtrasta í
kosningabaráttunni.
Jandarbíjev beið í Moskvu meðan
Jeltsín dvaldist í Grozní og sagði
einn fréttaskýrandi að honum hefði
verið haldið þar til að tryggja að
Jeltsín sneri heill á húfi aftur.
Jeltsín flaug með þyrlu til Grozní,
höfuðborgar Tsjetsjníju, en fór ekki
inn í stríðshijáða borgina. Jeltsín
notaði tækifærið til að bera lof á
rússneska herinn.
„Þið hafið loksins sigrað,“ sagði
Jeltsín við hermenn í útjaðri Grozní,
að því er fréttastofan Interfax hafði
eftir honum.
Samkvæmt samkomulaginu, sem
gengið var frá í viðræðum Jeltsíns
Reuter
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti ræðir við Tsjetsjena í þorpi rétt
fyrir utan Grozní í skyndiheimsókn sinni til Tsjetsjníju í gær.
og Jandarbíjevs á mánudag, á
vopnahlé að hefjast 1. júní og verða
allir uppreisnarmenn leystir úr haldi.
Talið er að samkomulagið muni
auka sigurlíkur Jeltsíns í forseta-
kosningunum 16. júní og hækkuðu
hlutabréf helstu fyrirtækja landsins
um fimmtung á mörkuðum í gær.
■ Bíða með kröfu/22
Yilmaz seg-
istekki
munu víkja
Ankara. Reuter.
MESUT Yilmaz, forsætisráðherra
Tyrklands, tilkynnti í gær að hann
myndi ekki láta af völdum, nema
samstarfsflokkur hans í stjórn,
Sannleiksstígur Tansu Ciller, næði
samkomulagi um stjórnarmyndun
við_ Velferðarflokk heittrúarmanna.
í þessari yfirlýsingu eru fólgin
skýr skilaboð til Ciller um að láta
af árásum á Yilmaz og Föðurlands-
flokk hans, hyggist hún ekki ganga
til samstarfs við flokk heittrúaðra
en það hafa verið óskráð lög meðal
annarra flokka í tyrkneskum stjórn-
málum að starfa ekki með þeim.
Yilmaz átti í gær fund með Suley-
man Demirel, forseta landsins, og
fyrrverandi leiðtoga Sannleiksstígs-
ins. Tók Demirel undir það með
Yilmaz, að dagar stjórnarinnar
væru ekki taldir nema Yilmaz segði
af sér eða samþykkt yrði tillaga
um vantraust á hann.
ísraelar ganga að kjörborðinu
Peres sigurviss
en mjótt á munum
Jerúsalem, Washington. Reuter.
Reuter
STUÐNINGSMAÐUR Sósíalistaflokksins í Albaniu eftir átök
milli lögreglu og sijórnarandstæðinga i miðborg Tirana í gær.
Atök í Albaníu
eftir umdeildar
kosningar
Tirana. Reuter.
Whitewater-málið
Félagar
Clintons
sakfelldir
Little Rock, Arkansas. Reuter.
TVEIR félagar Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta úr hinum misheppnuðu
Whitewater-lóðaviðskiptum, James
McDougal og Susan, fyrrverandi
kona hans, voru í gær fundnir sekir
um svik og samsæri.
Kviðdómur í Arkansas komst að
þeirri niðurstöðu að hjónin væru sek
um flest ákæruatriði sem og Jim Guy
Tucker, ríkisstjóri Arkansas, sem
sagði í gærkvöldi af sér.
Kenneth Starr, sérskipaður sak-
sóknari í Whitewater-málinu, sagði
að úrskurðurinn væri sér hvatning
til að halda rannsókn sinni á hlut
Clintons í málinu áfram.
Clinton var ekki sóttur til saka í
málinu, en hann bar vitni og neitaði
að hafa beitt David Hale, bankamann
í Arkansas, þrýstingi til að hann veitti
Susan McDougal ólöglegt lán árið
1986. McDougal-hjónin voru meðal
annars dæmd vegna þessa láns, sem
ákæruvaldið hélt fram að notað hefði
verið til að fjárfesta í Whitewater.
Veijendur í málinu byggðu mál-
flutning sinn að miklu leyti á vitnis-
burði Clintons og telja fréttaskýrend-
ur j)etta áfali fyrir hann.
I yfirlýsingu frá forsetanum sagði
að enginn málsaðilja hefði bendlað
Clinton við málið.
SHIMON Peres, forsætisráð-
herra Israels, kvaðst í gær full-
viss um að hann myndi bera sig-
urorð af Benjamin Netanyahu,
leiðtoga Likud-bandalagsins, í
kosningum um embætti forsætis-
ráðherra Israels, sem fram fara
í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem
Israelar kjósa forsætisráðherra
beinni kosningu. Þá verður einn-
ig kosið til þingsins en skoðana-
kannanir benda til að Verka-
mannaflokkur Peresar hafi for-
skot í báðum liðum kosninganna,
þó að mjótt sé á mununum.
Samkvæmt tveimur skoðana-
könnunum, sem birtar voru í
gær, hefur Peres þriggja pró-
senta forskot á Netanyahu. Segja
fulltrúar þeirra sem annast skoð-
anakannanirnar að munurinn á
fylginu sé innan skekkjumarka.
__ Allt var með kyrrum kjörunt
í Israel í gær og er það ekki síst
þakkað yfirlýsingu samtaka heit-
trúarmanna í Hamas, sem kváð-
ust ætla að láta af hryðjuverkum
þar til eftir kosningar.
■ Peres segir Netanyahu/21
ALBANSKA óeirðalögreglan um-
kringdi í gær höfuðstöðvar stærsta
stjórnarandstöðuflokksins, Sósíal-
istaflokksins, eftir að hafa gengið
í skrokk á leiðtogum stjórnarand-
stæðinga, sem mótmæltu meintu
misferli stjórnarflokksins í þing-
kosningunum á sunnudag. Ellefu
breskir og norskir eftirlitsmenn
gagnrýndu framkvæmd kosning-
anna og sögðu að alþjóðlegum
kröfum um fijálsar og heiðarlegar
kosningar hefði ekki verið full-
nægt.
Sjónarvottar sögðu að óeirðalög-
regla hefði handtekið og gengið í
skrokk á tugum stjórnarandstæð-
inga, þeirra á meðal Servet Pell-
umbi, varaformanni Sósíalista-
flokksins, Skender Gjinushi, for-
ystumanni J afnaðarmannaflokksins
og Neritan Ceka, leiðtoga Lýðræð-
isbandalagsins. Þeir voru síðar látn-
ir lausir eftir að lögreglan hafði
hindrað mótmæli stuðningsmanna
þeirra á torgi í miðborginni.
Stjórn Berisha sagði að stjórnar-
andstæðingar hefðu ráðist á óeirða-
lögreglu.
Berisha lýsir yfir sigri
Albanska kjörstjórnin hafði ekki
gert úrslit kosninganna opinber en
Berisha forseti lýsti því yfir að
flokkur sinn, Lýðræðisflokkurinn,
hefði unnið stórsigur og fengið 60%
atkvæðanna. Flestir stjórnarand-
stöðuflokkanna drógu framboð til
baka um helgina til að mótmæla
meintum kosningasvikum.
Ellefu Bretar og Norðmenn í 50
manna eftirlitsnefnd á vegum
Oryggis- og samvinnustofnunar
Evrópu tóku undir mótmæli stjórn-
arandstæðinganna og gagnrýndu
framkvæmd kosninganna. Nefndin
gefur út skýrslu um kosningarnar
í Vín í dag.
Reuter
STUÐNINGSMAÐUR Verkamannaflokksins heldur fast í fána
flokksins er félagar í Likud-bandalaginu ráðast gegn honuin í
miðborg Jerúsalem í gær.
Stjórnarskipti á Indlandi
Nýju-Delhí. Reuter.
H.D. Deve Gowda, leiðtogi Sameinuðu fylkingarinnar,
bandalags þrettán vinstri- og miðflokka, var tilnefndur
næsti forsætisráðherra Indlands í gær.
Gowda sver embættiseiðinn á laugardag og fær síð-
an tíu daga til að sanna að stjórn sín njóti meirihluta-
stuðnings á þinginu. Hann er annar forsætisráðherrann
sem skipaður er á Indlandi á tveimur vikum.
Atal Bihari Vajpayee, leiðtogi Bharatiya Janata,
flokks þjóðernissinnaðra hindúa, hafði sagt af sér
embætti forsætisráðherra þar sem útséð var um að
stjórn hans fengi nægilegan stuðning á þinginu.
Vajpayee hafði gegnt embættinu í tólf daga og stjórn
hans er sú skammlífasta í sögu Indlands frá því land-
ið hlaut sjálfstæði 1947.
■ Stjórn þjóðernissinnaðra/24