Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Sverrir VERÐLAUNAHAFAR í ljóðasamkeppni Listahátíðar, Gunnar Harðarson, Þórður Helgason og Ragnar Ingi Aðalsteinsson, hlýða hér á árnaðaróskir Silju Aðalsteinsdóttur, formanns dómnefndar. ARNULF Rainer, annar Austurríkismannanna, sem á verk á sýn- ingunni i Listasafni íslands, gerir frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, sem opnaði sýninguna, og landa sínum, dr. Sonn- berger, grein fyrir því sem fyrir augu ber. Besta leiðin til að laða til sín erlendagesti LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík var sett í fjórtánda sinn í Listasafni Is- lands síðastliðið föstudagskvöld. Státar hún af sextíu listviðburðum og um eitt þúsund listamönnum, þar af helmingnum erlendum. Hefur hátíðin aldrei áður verið svo umfangsmikil. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra setti hátíðina og sagði meðal annars í ávarpi sínu að Listahátið í Reykjavík hefði einatt haft áhrif langt út fyrir þann tíma sem hún hefði verið haldin, auk þess sem hún hefði hvatt íslenska listamenn til dáða. Sagði ráðherra ennfremur að besta leiðin til að laða til sín erlenda gesti væri að bjóða þeim að njóta Iista. Þá þakk- aði hann verndara Listahátíðar, frú Vigdísi Finnbogadóttur, for- seta íslands, og Vladimir Ashke- nazy, heiðursforseta hátíðarinnar, sérstaklega þeirra framlag. Við þetta hátíðlega tækifæri voru jafnframt kynnt úrslit í ljóða- samkeppni Listahátíðar. Alls bár- ust 525 ljóð úr smiðju um 200 skálda í keppnina og voru þrjú þeirra valin til verðlauna. Fyrstu verðlaun komu i hlut Gunnars Harðarsonar, lektors í heimspeki við Háskóla íslands, fyrir Ijóða- flokkinn Blánótt, önnur verðlaun féllu Þórði Helgasyni í skaut fyrir ljóðið Stjörnur og þriðji hlutskarp- astur varð Ragnar Ingi Aðalsteins- son fyrir ljóðið Krossar og stað- reyndir. Verðlaunin veitti formaður dómnefndar, Silja Aðalsteinsdótt- ir rithöfundur, en auk hennar áttu þar sæti Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og Kristján Árnason dósent. Sagði Silja valið hafa verið erfitt — mörg ljóð hefðu verðskuldað verðlaun — og dómnefnd hefði verið lengi að störfum. Úrval ljóða úr keppninni, sem Silja sagði fjalla um allt sem skáld hafi iðulega skipt sér af, hefur verið gefið út á bók sem ber nafn ljóðsins sem fór með sigur af hólmi, Blánótt. Ævagömul Arnati-fiðla Tónlistin er jafnan skammt und- an þegar Listahátíð í Reykjavík er annars vegar og föstudags- kvöldið var engin undantekning. Guðný Guðmundsdóttir, konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar Is- lands, lék einleik á ævagamla Arnati-fiðlu, sem uppboðsfyrir- tækið Sotheby’s lánaði Listahátíð o g Signý Sæmundsdóttir söng lög eftir Helmut Neumann við texta eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. Jónas Ingimundarson lék með á píanó. Myndlistin var ekki heldur látin sitja á hakanum á föstudagskvöld- ið en forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, opnaði sýningu á verkum hinna kunnu austurrísku myndlistarmanna, Egons Schieles og Arnulfs Rainers. Var sá síðar- nefndi viðstaddur athöfnina en Schiele lést langt um aldur fram árið 1918. Sýningin er framlag mennta- mála- og utanríkisráðuneytis Austurríkis og Vínarborgar til Listahátíðar og því var við hæfi að menntamálaráðherra Austur- ríkis, frú Elisabeth Gehrer, ávarp- aði gesti. Gerði hún góðan róm að samstarfi íslands og Austurrík- is á sviði lista og kvaðst vonast til að framhald yrði þar á. Loks steig Knútur Bruun, for- maður safnsljórnar Listasafns ís- lands, í pontu, í forföllum Beru Nordal safnstjóra, og þakkaði Austurríkismönnum fyrir fram- lagið og gat þess að það væri Listasafni íslands heiður að sýna verk þeirra Schieles og Rainers. Austurrísk bóka- og tón- listargjöf MENNINGARMÁLARÁÐ- HERRA Austurríkis, frú El- isabeth Gehrer, hefur afhent Lands- bókasafni íslands Háskóla- bókasafni bóka- og tónlistar- gjöf. Til gjaf- arinnar var stofnað í tengslum við opnun hins nýja bókasafns í Þjóðar- bókhlöðu og í tilefni af 1.000 ára afmælis Austurríkis á þessu ári. Ennfremur vilja Austurríkismenn með gjöf þessari minnast þess vinar- greiða Islendinga að bjóða hingað til dvalar 100 austur- rískum börnum við lok fyrri heimsstyij aidarinnar. Glerlist í Ráðhúsinu SYNING á verkum Ingunnar Benediktsdóttur glerlista- manns stendur nú yfir í Ráð- húskaffi Ráðhúss Reykjavík- ur. Á sýningunni eru nokkur stór verk úr steindu gleri, sem unnin hafa verið undanfarið ár. Er þetta önnur einkasýning Ingunnar á íslandi en hún hefur einnig haldið sýningu á verkum sínum í Chatres í Frakklandi, auk þess að taka þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 30. júní og er opin alla daga frá kl. 11-18. I hjartastað TONLIST Skarðskirkja LJÓÐATÓNLEIKAR Sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson við Ijóð eftir Jónas Hallgrímsson. Signý Sæmundsdóttir sópran; Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla; Sigurður I. Snorrason, klarinett; Hávarður Tryggvason, kontrabassi; Anna G. Guðmundsdóttir, píanó. Föstudaginn 31. maí kl. 22. SNÆFRÍÐ Heklan dormaði þög- ul sem gröfin um ógnir þessa heims og annars, þegar múgur og marg- menni þyrptust að fallegu sveitar- kirkjunni að Skarði í Landi síðla föstudagskvölds til að hlýða á nýju sönglögin hans Atla Heimis við ódauðleg ijóð Jónasar Hallgríms- sonar. Samkvæmt fróðleikskomum Sig- urðar Snorrasonar klarinettleikara á undan og milli atriða kvað þetta - upp á dag - 150 árum eftir að Jónas var til moldar borinn í Assist- enskirkjugarði á Norðurbrú í Kaup- mannahöfn, en það hefði að öðrum kosti farið fram hjá mér, og e.t.v. fleirum. Um nánari tilefnistengsl við þennan tiltekna kirkjustað er undirrituðum ókunnugt, en hinu er ekki að neita, að sveitarkyrrðin og fjarlægðin gerðu sitt til að gera tónleikana eftirminnilega. Fleira kom fram forvitnilegt í samantekt Sigurðar, ekki sízt íhug- unarefni eins og það hversu mjög Jónas vonaðist til að samin yrðu lög við ljóðin sín, andstætt við Goethe, er var lítt um tónsetningar Schu- berts á ljóðum sínum gefið - Sigurð- ur nefndi lög eins og Álfakónginn og Grétu við rokkinn - og hefði Jónas þar séð víðar og lengra fram en þýzki skáldbróðir hans. Ljóð Jónasar eru að vísu hálfrar annarr- ar aldar gömul, en þau era líka tímalaus. Það er því vandi tónhöf- unda á voram dögum að sameina þetta tvennt í tónsetningunni, að samlagast í senn liðnu málefni og sígildri hugsun; bræða nýjan stíl við gamlan, líkt og þegar Geza Anda gerir kadenzu við píanókon- sert frá 1785. Og þegar stóð „í gömlum stíl“ á tónleikaskránni, varð auðvitað að taka því með fyrir- vara. Jafnvel þótt tónskáld legði sig allt fram um að ná eldri stíl, myndi eitt og annað óhjákvæmilega koma upp um samtímarætur höfundar og persónuleika. Eftir að tónskáldið hafði boðið tónleikagesti velkomna og stytt þeim biðina eftir söngkonunni, er var anderswo engagiert við upphaf Listahátíðar í Reykjavík, með því að reifa nokkra Schubertvalsa eigin hendi á upprétta píanó kirkjunnar, tók blandaði hljóðfærakvartettinn og Signý Sæmundsdóttir til við sjálfa ’Atlíöðuna’. Eftir hið þjóð- kunna „Það kom söngfugl að sunn- an“, sem söngkonan fór með eilítið másandi eftir hraðferð úr höfuð- borginni, komu í einni röð sautján sönglög við ljóð Jónasar (og tvær ljóðaþýðingar hans á Heine og Addison), öll frumflutt. Eins og fram hefur komið í blöð- um fyrir skömmu, voru lög þessi, eða a.m.k. einhver þeirra, upphaf- lega ætluð leikhúsuppfærslu kennda við Legg og skel, og er ekki að efa, að mörg þeirra hefðu þannig brátt náð varanlegum tök- um á landslýð,_líkt og gerðist t.a.m. með lög Páls ísólfssonar úr Gullna hliðinu, því Atli sýndi hér og sann- aði enn sem oftar nærri því annar- legt vald sitt á hinu einfalda smá- lagi. í því felst, eins og gefur að Morgunblaðið/Þorkell .TEXTARNIR eru margir þjóðkunnir, og lagsetningar þeirra eiga ábyggilega annað eins í vændum með tíð og tíma,“ segir meðal annars í dómnum. skilja, einnig hæfileikinn til að hylja hið „flókna“ yfirbragði sakleysis, og er óneitanlega sérkennilegt, að höfundur sem annað veifið er þekkt- ur fyrir hvínandi framúrstefnu, skuli hitt vera fær um að hrista íslenzkan biedermeierstíl fram úr erminni sisvona, að ekki sé talað um af þessum gæðaflokki. Of langt mál yrði hér að telja upp sönglögin sautján, gerð þeirra og túlkun, í smáatriðum. Textarnir era margir þjóðkunnir, og lagsetn- ingar þeirra eiga ábyggilega annað eins í vændum með tíð og tíma. Aðskiljanlegustu tilfinningablæ- brigði skiptust á í samræmi við inn- tak orða, allt frá depurð og drunga í glettni og galsa. Við vínarklassísk- snemmrómantíska andann frá ’Schubertíöðunum’ nafntoguðu, sem Sigurður minntist á [ég heyrði ekki betur en að lírukassaviðlagið úr Der Leiermann svifí einhvers staðar bak við í Óhræsinu] bættust alls konar áhrif, er gátu í fljótu bragði ýmist minnt á „salon-“ eða hljómskálamúsík, þjóðlega hefð, beina eða stílfærða, nýklassík Stra- vinskys, dansk/þýzka rómantík a la Weyse (íslandsminni), jafnvel hnífsbrodd af Broadway - fyrir utan (að sjálfsögðu) leikhústónlist að fornu og nýju. En að setja puttann á hvar eitt hófst og öðru sleppti er önnur ella. Líkt og mórar og skottur liðu minni og hugartengsl inn og út hver úr öðrum, án þess hönd á festi. Næst síðasta lagið, Dalvísa, fylgdi prent- að á prógramminu sem „share- ware“ og leiddi í ljós, að Atli Heim- ir Sveinsson er ekki allur þar sem hann er séður, líka þegar hann vill sýnast sem allra einfaldastur, því þrátt fyrir ofurlátlausa áferð er hljómræn framvinda lagsins í raun mjög „raffíneruð". Hljómsveitarleikur og söngur hefðu endram og eins mátt vera ögn slípaðri, en dugðu vel til að kynna þessi smálög, sem mörg eru líkleg til langlífis, á viðeigandi og oft heillandi hátt, og á undirtektum tónleikagesta var auðheyrt, að þau hittu þegar beint í hjartastað. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.