Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ1996 29 pJtrguiilíMii STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR UPPSVEIFLAN, sem nú er að verða í íslenzku þjóðfélagi, hefur ekki farið fram hjá neinum. Nú ríkir bjartsýni hvert sem litið er, ólíkt því sem var á sjómanna- deginum í fyrra, þegar fiskiskip lágu bundin við bryggju vegna kjaradeilu sjómanna. Nýleg úttekt á ástandi þorsk- stofnsins, hefur leitt til þess að óhætt er talið að aflinn, veiðiárið sem hefst í september næstkom- andi, verði 186 þúsund tonn, og er það fimmtungshækkun frá því í fyrra. Þessi ákvörðun er tekin á grundvelli þeirrar reglu, sem stjórnvöld settu á síðastliðnu vori að veiða mætti 25% af stærð veiði- stofns þorsks, en þó ekki minna en 155 þúsund tonn. Þessi afla- Árvakur hf., Reykjavík. Hailgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. regla tók gildi 1. september 1995 og samkvæmt henni og aflahorf- um í veiðum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir að aflinn 1996 verði um 170 þúsund tonn. Sjávarauðlindin er undirstaða afkomu þessarar þjóðar, enda voru sjávarafurðir um 72% af útflutn- ingsverðmæti þjóðarbúsins á síð- asta ári og samkvæmt tölum Seðlabanka fyrir fyrstu tvo mán- uði þessa árs er útflutningsverð- mæti sjávarafurða hvorki meira né minna en 78% af heildarverð- mæti útflutnings. Virðist þar vera um umtalsverða aukningu að ræða, því að þessa sömu mánuði í fyrra var þetta sama hlutfall aðeins rétt rúmlega 64%. Efnahagslægðin, sem íslend- ingar eru nú að rísa upp úr, á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til gífurlegs samdráttar í sjávarafla. Ekki eru nema 15 ár frá því að þorskaflinn var rúmlega 460 þúsund tonn, en síðan hefur aflinn minnkað ár frá ári, unz hann komst í þessi 170 þúsund tonn á síðasta ári. Slíkur aflasam- dráttur hlýtur að segja til sín, en við upphaf næsta fiskveiðiárs er brotið blað, fyrsta sinni er heimil- uð aukning þorskafla. íslendingar virðast vera að uppskera friðun stofnsins og sjá nú fram á betri tíð. íslenzkir sjómenn hafa þraukað þetta þrengingatímabil og þeim hefur líka lærzt, að nauðsynlegt er að nýta hvern fisk betur en áður var gert. Því hefur hlutfall verðmætisins ekki dregizt jafn- mikið saman og aflinn. Starf sjó- mannsins hefur því mikið breytzt á þessum 15 árum. Farið er betur með verðmætin. íslendingar hafa náð góðum árangri á sviði veiða og vinnslu, aukið tækni og vísindalegar rann- sóknir á lífríki hafsins. Við stönd- um nú í röð fremstu fiskveiðiþjóða veraldar. Sjómannadagurinn er landsmönnum hjartfólginn og á hann er litið sem hátíðisdag um iand allt, enda eðlilegt þar sem sjávarfangið hefur haldið uppi þeirri velmegun, sem unnt er að státa af og er eins og bezt gerist meðal þjóða heims. Morgunblaðið sendir sjómönn- um og landsmönnum öllum árnað- aróskir í tilefni dagsins. SJOMENNSKAN OG ÞJÓÐARBÚIÐ -| 90 ÞAÐ ER iÖÖ*verið að tala um ættarsamfé- lagið íslenzka, kannski ekki að ástæðulausu; ég veit það ekki. Hitt veit ég að það hefur löngum verið einskonar skemmtun hér á landi að tala um ættir. Og gáfur. Og stundum um gáfaðar ætt- ir. Sá sem er ekki jafn vel ættaður og það fólk sem fjallað er um í Islend- inga sögum má hundur heita. En nú virðist fólk eitthvað viðkvæmt fyrir ættarsamfélaginu og það dregur víst engan á Bessastaði þótt hann sé kom- inn af öllum helztu samfélagshetjum þjóðarinnar. Allt er afstætt, það sem þótti gott í gær er öndvert í dag. Og nú eru margir komnir með eins- konar ættarsamfélagslegt ofnæmi. Það er ekki betra ofnæmi en hvað annað. En hví má fólk ekki vera í friði fyrir sínum ættum, hví má það ekki vera það sjálft? Þetta ættarsamfélagslega vanda- mál blasir ekki einungis við hér á landi, það er þekkt um víða veröld. Allir hafa heyrt um aðalsættasamfé- lagið brezka og íslenzka ættarsamfé- lagsvandamálið er einsog ein lítil baun miðað við það. En nú er svo komið að það virðist mönnum fjötur um fót að vera sæmilega ættaðir. Samt erum við íslendingar alveg lið- tækir í hverskonar snobbi og við erum jafnæfðir í því að snobba uppá við og niður á við, einsog sagt er. Nú virðist bezt að snobba niður á við og alveg nauðsynlegt að vera helzt fræg- ur að endemum. Ég fór að hugsa um þetta þegar ég las um daginn ritdóm um nýja ævisögu Josephs Kennedys, ættföður fínustu pólitíkusa Bandaríkjanna, en hann virðist hafa haft til að bera ýmislegt það sem nauðsynlegt er til að koma ár sinni fyrir borð og ryðja sér og sínum til rúms, breyta pening- um í áhrif og völd og láta að sér kveða á þeim vettvangi þarsem menn leita sér einna helzt skjóls ef þeir vilja komast áfram, einsog sagt er, en hafa það helzt fram að færa sem sogar til sín atkvæði hvortsem mönn- um líkar betur eða verr. Og hver er nú þessi höfuðprýði sem talað er um í ævisögu Josephs P. Kennedys? Ég veit það ekki því ég hef ekki lesið bókina sem er eftir Ronald Kessler. Langar raunar ekk- ert til að lesa hana. Hef engan áhuga á karlinum þótt hann hafí þekkt sinn vitjunartíma, aðvísu, og vissi einsog gyðingar í Rómaveldi hinu forna að peningar lykta. En það má komast nokkuð langt á töfrum þeirra og áhrifum, þetta er góð lykt. Það sem ég staldra við er ritdómur í því merka bókmennta- og menning- artímariti TLS, Syndir föðurins, eftir Rhoda Koening. Slíkur rit- dómur birtist þar ekki útí bláinn. Hann er engin uppákoma, hann er meðvituð tilraun til þess að draga himneska opinberun niður á jörðina; þennan bandaríska draum sem svo er kallaður en er eins- og hver önnur glansmynd á jóla- korti. Ég Iiélt aðvísu upp á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og orti um hann eftirmæli látinn. Þau birtust í Morgunblaðinu á sínum tíma en voru svo þýdd á ensku og prentuð í íslenzku minningarriti um forsetann í maí 1965. Það gerir svo sem ekk- ert til og líklega ástæðulaust að minn- ast þess hér. En það geri ég þó af ásettu ráði til að minna á fordóma- leysi mitt gagnvart glansmyndafjöl- skyldunni bandarísku; fjölskyldunni sem rekur ættir sínar til bandaríska draumsins. í fyrmefndum ritdómi segir m.a.: „Dag einn var Joseph P. Kennedy á golfvellinum og lét skína í tennurnar þegar annar kyifingur veifaði til hans handan flatarinnar. „Þarna sérðu,“ sagði hann við félaga sinn, „þessi maður heldur að ég sé að brosa.“ í Bandaríkjunum urðu mönnum á sömu mistök næstu þijár kynslóðimar, fyr- ir tilstuðlan fleðulegra dagblaða og eigin sjálfsblekkingaráráttu. Upp á síðkastið hafa menn þó ekki látið nægja að saka Kennedy-fjölskylduna um kynferðislegar misgjörðir - sem ýmsir telja að auki töfraljóma hennar - og fleiri rithöfundar og lesendur meta hana síður sem glæsta höfð- ingjaætt en ætt óseðjandi óþokka ... Joe var þegar orðinn loðinn um lóf- ana áður en hann brautskráðist (úr Harvard) og auður hans varð marg- falt meiri en föðurins. Með ólöglegri vínsölu, kvikmyndagerð og verð- bréfabraski gat hann safnað tveimur milljónum dala áðuren hann varð fer- tugur og sá auður átti eftir að tvítug- faldast og verða digur kosningasjóður fyrir Bobby, Ted og Jack. Auk þess sem hann virti áfengisbannið að vett- ugi beitti Kennedy ýmsum viðskipta- aðferðum sem voru síðar bannaðar með lögum og margar þeirra voru þegar ólöglegar á þessum tíma, svo sem viðskipti byggð á trunaðarbrot- um og óheiðarleg brögð til að hafa áhrif á gengi verðbréfa. Svo siðlaust var atferli hans og orðsporið slæmt að eitt vínfyrirtækjanna reyndi að meina honum að selja framleiðslu þess. Þegar keppinautur neitaði að selja Joe fyrirtæki sitt var stúlku greitt fyrir að saka hann um nauðg- un. Joe prettaði ekki aðeins ókunnuga og óvini heldur einnig vini og sam- starfsmenn og jafnvel ástkonur. Hann lagði starfsferil Gloriu Swanson (leikkonu) í rúst með oflátungshætti sínum og vanhæfí og gjafirnar sem hann gaf henni voru settar á hennar eigin reikning án þess að hún vissi af því. Joe lagði fram fé I kosningabar- áttu Franklins Roosevelts og það var endurgoldið með því að skipa hann sendiherra við hirð Bretakonungs, til að hrekkja Breta og losa Bandaríkin um leið við hægrisinnaðan öfgamann og vandræðasegg. í þessu embætti gat hann ausið ótæpilega af brunni sjálfbirgings og fávizku. Hann fræddi Englendinga um þörfina á friðkaup- um, sagði að hægt yrði að múta Hitl- er, sem myndi síðan „snúa aftur til friðsamlegrar iðju og gerast listamað- ur“, og hélt því fram að gyðingar, sem hefðu Bandaríkjastjórn á valdi sínu en yrðu brátt flæmdir burt, hefðu sjálfír komið sér í vanda í Þýska- landi. Löngu eftir að seinni heims- stytjöldinni lauk kvaðst Joe ekki skilja hvað áunnizt hefði í stríðinu og hvatti Jack til að afla sér atkvæða með því að veitast að gyðingum. Ráð hans var ekki þegið, en öðru máli gegndi um peningana. ... Hafi synir Kennedys ekki aðhyllzt stjórnmálaskoðanir föðurins líktu þeir svo sannarlega eftir meðferð hans á konum. Meðan eiginkonan, Rose,' brosti með lokaðan munninn gældi hann og daðraði við konur { starfsliði sínu, vinkonur dætra sinna og sona, og þær endurguldu gullhamrana. Kjánalæti Teddys Kennedys með ógeðfelldum frænda sínum, William Kennedy Smith, kunna að virðast afkáraleg, en þetta var aðferð karl- anna í fjölskyldunni til að auðsýna innilega vináttu.“ Oft hefur mér þótt íslenzka þjóðin fara illa útúr skoðanakönnunum. Stöku sinnum hefur hún þó staðizt prófíð. Islenzki draumurinn er samt til- tölulega saklaus veruleiki. Eða livað mundi fólk segja ef einhver íslenzkur Imus fjallaði um framhjátökur fólks í opinberu lífí einsog forseti Banda- ríkjanna mátti þola að sögn 60 minut- es þegar þessi fréttaskur var beðinn um að halda samkvæmisræðu í Wash- ington? Við erum enn innan mark- anna, hvaðsem öðru líður. Ættarsam- félagið siglir aðvísu inní bandaríska drauminn, en við eigum enn eftir þónokkurn spöl þangað. Guði sé lof(!) Hitt er svo annað mál að forseta- efni, vel eða illa ættuð, þurfa helzt að kunna að fallbeygja orð eins og friður og orðstír. M HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF UM SÍÐUSTU HELGI var haldin merkileg ráðstefna í Vest- mannaeyjum á vegum Sj ávarútvegsstofnun- ar Háskóla íslands. Ráðstefna þessi fjall- aði um kvótakerfi víða um heim og þangað var boðið fræðimönn- um frá fjölmörgum löndum, sem fjallað hafa um kvótakerfi og m.a. félagsleg áhrif þeirra, hver á sínum vettvangi. Það er lofs- vert framtak hjá Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands og Gísla Pálssyni prófess- or, sem hafði forystu um þessa ráðstefnu að efna til hennar og æskilegt væri að slíkar ráðstefnur yrðu haldnar reglulega. Frásögn af umræðum á ráðstefnunni birt- ist hér í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Athyglisverð sjónarmið komu fram á þessari ráðstefnu m.a. um gagnsemi kvóta- kerfa. Einn þekktasti fyrirlesarinn á ráð- stefnunni var kanadískur hagfræðingur, Parzival Copes að nafni. í fyrirlestri sínum sagði hann m.a.:„Skipstjóri eða útgerðar- maður sem hefur fastan kvóta, mun koma með að landi eins góðan afla og hann getur. Hann getur ekki stækkað kvótann og því verður hann að hámarka verðmæti þess, sem hann kemur með að landi. Þann- ig getur kvótakerfið stuðlað að því, að menn sæki sjóinn skynsamlega og geymi ekki net í sjónum í marga daga, en það getur líka stuðlað að því að menn hendi nýjum eða lifandi fiski, vegna þess, að hann er verðlaus eða verðlítill á markaði." Þá komu einnig fram á ráðstefnunni efasemdir um að kvótakerfi séu vistvæn. Um það sagði kanadíski hagfræðingurinn: „Kvótakerfi, eðli málsins samkvæmt, standa sig illa hvað varðar viðhald auð- linda. Þau draga úr hæfileikum vistkerfis- ins til þess að endurnýja sig, m.a. vegna þess að menn gefa ekki upp raunverulegan afla og aflaskýrslur, eða tölfræðin sem skipstjórar senda frá sér, eru bjagaðar og ómarktækar og svo er brottkast fisks þátt- ur, sem ekki er hægt að reikna út. Fiskn- um er hent og hann er ekki nýttur." Þessir þættir kvótakerfisins hafa ekki verið ræddir að ráði hér nema brottkastið. Árum saman hafa verið sögusagnir um mikið brottkast af fiski einmitt vegna þeirra áhrifa kvótakerfisins, sem Parzival Copes lýsti með fyrrnefndum orðum. Fyrir einu ári birti Morgunblaðið ítarlegan greinaflokk um þetta mál, þar sem sjó- mönnum gafst kostur á að lýsa eigin reynslu af brottkasti undir nafnleynd, þar sem í Ijós hafði komið, að sjómenn voru ekki reiðubúnir til að ræða þetta mál und- ir nafni af ótta við brottrekstur úr starfi. Alþingi hefur síðan sett löggjöf um um- gengni við auðlindina og á eftir að koma í ljós, hver árangur verður af þeirri laga- setningu. í úttekt í þessu tölublaði Morg- unblaðsins á löggjöfínni og hugsanlegum áhrifum hennar kemur fram, að efasemdir eru um, að hún verði annað og meira en „kattarþvottur kerfisins" eins og það er orðað. Þar kemur einnig fram sú skoðun, að fiski verði alltaf fleygt í sjó á meðan kvótakerfi sé við lýði. Hér hafa líka verið uppi efasemdir um tölfræðina en þó er þar kannski ekki sízt að byggja á reynslu Evrópusambandsins en almennt er talið, að þær upplýsingar, sem fiskimenn á fiskiskipum innan ESB gefa upp séu mjög skekktar svo að ekki sé meira sagt. Agnar Helgason, sem starfar við Cam- bridge-háskóla og hefur unnið með Gísla Pálssyni, prófessor, að rannsóknum á áhrifum íslenzka kvótakerfisins sagði m.a.:„Við höfum í gagnagrunni upplýs- ingar um allar kvótaúthlutanir frá upphafi kerfisins á íslandi og höfum verið að kanna frá ári til árs hvernig kvótinn hefur skiptzt. Þar er um augljósa samþjöppun kvóta að ræða.“ í fyrirlestri sínum fjallaði Agnar Helga- son einnig um umræður um kvótakerfið hér á íslandi og benti á hiiðstæður við umræður frá miðöldum þ.e.a.s. um leigu- liða og landeigendur. Sá samanburður er ekki út í hött. Smátt og smátt hefur sú venja skapast hér að hinir stærri kvótaeig- endur leigja kvóta út til smærri skipa, sem byggja veiðar sinar fyrst og fremst á slík- um leigukvóta frá hinum stóru kvótahöf- um. Þar eru augljóslega komnir til sögunn- ar leiguliðar og landeigendur fyrri tíma. Umræðurnar hér hafa fyrst og fremst snúizt um kröfuna um að útgerðarmenn greiði í sameiginlegan sjóð fyrir kvótann en síður um kvótakerfið sjálft, kosti þess og galla. Það er til mikillar fyrirmyndar að Háskóli íslands standi fyrir rannsóknum og umræðum af því tagi, sem fram kom á ráðstefnunni í Vestmannaeyjum og full ástæða til að aðstaða þeirra fræðimanna, sem að þessu hafa unnið verði efld, svo sem kostur er. Hvað sem líður dægur- umræðum um málið á hinum pólitíska vettvangi skiptir verulegu máli, að rann- sóknum á félagslegum áhrifum kvótakerf- isins verði haldið áfram og þær auknar. Gísli Pálsson og Agnar Helgason hafa bersýnilega unnið merkilegt brautryðj- endastarf á þessu sviði. Á þeim grunni, sem þeir þegar hafa lagt er hægt að byggja enn víðtækari athuganir og rann- sóknir, sem geta orðið grundvöllur nýrrar stefnumótunar í framtíðinni. Tímamót Laugardagur 1. júní EN JAFNFRAMT eru nú að verða tímamót í fiskveiði- málum okkar Is- lendinga. í fyrsta skipti í nokkur ár er fyrirsjáanlegt, að þorskveiðikvótinn verður aukinn á því fiskveiðiári, sem gengur í garð hinn 1. september n.k. Jafnframt bendir allt til þess að hann verði enn auk- inn á næsta ári. Umræður um að útgerðarmenn ættu að greiða eiganda auðlindarinnar fyrir aðgang að henni hófust ekki að ráði fyrr en nokkrum árum eftir að kvótakerfið var innleitt á síðasta áratug. Að vísu höfðu fræðimenn á borð við Bjarna Braga Jóns- son og Gylfa Þ. Gíslason lengi haldið þessu fram en almenningur í landinu gerði sér ekki grein fyrir áhrifum kvótakerfisins fyrr en í Ijós kom hversu verðmætur úthlut- aður kvóti var og þó fyrst og fremst, þeg- ar viðskipti hófust með hann á milli út- gerða. Þá vaknaði þessi einfalda spurning: hvernig stendur á því að útgerðarmenn geta greitt öðrum útgerðarmönnum fyrir kvótann en ekki eigandanum sjálfum, þjóð- inni? Útgerðarmenn og talsmenn þeirra svöruðu þessum spurningum með því að halda því fram, að hér væri á ferðinni krafa um sérstaka skattlagningu á útgerð- ina, sumir sögðu að þetta væri krafa um sérstakan skatt á landsbyggðina. Enn aðr- ir spurðu hvað þeir menn væru að hugsa, sem vildu leggja slíkar byrðar á útgerðina á sama tima og hún væri rekin með bull- andi tapi og aflaheimildir væru minnkaðiar ár frá ári. Á fyrstu árum þessa áratugar sögðu sumir talsmenn útgerðarinnar, að um þetta væri hægt að ræða síðar, þegar betur áraði. Nú árar betur. Útgerðarfyrirtæki eru rekin með umtalsverðum hagnaði. Hluta- bréf í íslenzkum útgerðarfyrirtækjum eru orðin eftirsótt fjárfesting. En það sem meginmáli skiptir er þó, að nú verður þorskveiðikvótinn aukinn í fyrsta skipti í mörg ár og er gert ráð fyrir að hann verði aukinn um rúmlega 30 þúsund tonn. Alþingismenn standa nú frammi fyrir þeirri spurningu, hvort þeir ætli i raun og veru að láta það gerast frammi fyrir aug- um þjóðarinnar, að þessum rúmlega 30 þúsund tonnum af þorski verði úthlutað til útgerðarmanna, án þess, að ein króna komi fyrir í sameiginlegan sjóð lands- manna en þeir geti síðan umsvifalaust hafizt handa um að selja og leigja þessi verðmæti öðrum. Getur það verið að Al- þingi íslendinga Ijúki störfum á þessu sumri og þingmenn fari til sinna heima- byggða án þess að ræða það með hvaða hætti sjálfsögð greiðsla komi í almanna- sjóði fyrir þessar auknu þorskveiðiheimild- ir. VIÐ ELDEY í umræðum um þessi mál fyrir nokkrum árum taldi Morgunblaðið sjálfsagt, að út- gerðin fengi umþóttunartíma til þess að laga sig að breyttum aðstæðum áður en hún byijaði að greiða fyrir kvótann. Þessi umþóttunarti'mi er óðum að líða. Islenzkur sjávarútvegur hefur risið úr öldudalnum með glæsibrag. Það er ekkert því til fyrir- stöðu lengur, að útgerðirnar greiði fyrir þau verðmæti, sem þær fá í hendur alveg eins og allir aðrir verða að greiða fyrir verðmæti, sem þeir falast eftir. Og það er góð og eðlileg byijun að úthluta ekki auknum þorskveiðiheimildum nema greiðsla komi fyrir. Hvað halda alþingismenn að gerist, ef og þegar þorskveiðiheimildum verður út- hlutað enn einu sinni án endurgjalds og útgerðarmenn byija að kaupa og selja þessar heimildir og peningarnir renna á milli þeirra án þess að eigandi auðlindar- innar hafi nokkuð um það að segja? Halda þeir virkilega að kjósendur í landinu sætti sig við slíka ráðstöfun fjármuna? Halda þeir að launþegar sætti sig við slíka ráð- stöfun? Halda þeir að skattgreiðendur í landinu sem hafa borgað háa skatta á undanförnum kreppuárum sætti sig við það að borga þá skatta áfram á sama tíma og slík verðmæti eru afhent endurgjalds- laust? Nú eru tímamót í þessum málum. Nú þegar þorskveiðiheimildir eru auknar á ný gefst stjórnmálamönnunum tækifæri til að taka af skarið. Útgerðarmenn og sam- tök þeirra hafa engin efnisleg rök lengur til þess að standa gegn slíkum greiðslum. Þeir geta ekki lengur haldið því fram, að útgerðin standi svo illa fjárhagslega að hún hafi ekki bolmagn til þess að borga. Vilji þeir halda sig við þá túlkun, að um skatt sé að ræða geta þeir ekki lengur haldið því fram, að útgerðin geti ekki borg- að hærri skatta. Ársreikningar útgerðar- fyrirtækjanna eru til marks um það. En þar að auki er líka ljóst, að það er ekki lengur samstaða í hópi útgerðar- manna um að beijast gegn veiðileyfa- gjaldi. Þvert á móti hafa áhrifamenn í þeirra hópi mælt með því að útgerðin fall- ist á slíkar greiðslur. Það er afar mikil- vægt fyrir útgerðarmenn að lifa og starfa í sátt við samfélagið. Slík sátt verður ekki fyrir hendi á meðan þeir greiða hver öðrum gjald fyrir verðmæti, sem þeir eru ekki tilbúnar til að greiða eiganda verðmætanna fyrir. Og það er alveg ljóst, að það má búast við pólitískri sprengingu í landinu í kjölfar þess, að auknum veiðiheimildum verði úthlutað án endurgjalds. Það er góð byijun, að útgerðirnar greiði fyrir þá aukningu aflaheimilda, sem kemur til sögunnar 1. september n.k. í kjölfar þess er hægt að ræða frekar um framhald- ið. Ný verð- mæti AUK ÞESS SEM þorskveiðiheimildir verða auknar á næsta fiskveiðiári, sem sjálfsagt er að útgerðin greiði fyrir, eru að verða til ný verðmæti, sem sjálfsagt og eðlilegt er að líta á sem þjóðareign. Það eru þau verð- mæti, sem verða til með samningum, sem íslenzka rlkið gerir við önnur ríki um veiði- heimildir á úthöfum. íslenzka þjóðin hefur lagt í verulega fjárfestingu til þess að afla þessara heim- ilda. Sú fjárfesting liggur í þeirri miklu vinnu, sem á undanförnum árum og ára- tugum hefur verið lögð í það af hálfu ís- lenzkra stjórnvalda, stjórnmálamanna og embættismanna að tryggja þau réttindi, sem smátt og smátt eru að verða til utan fiskveiðilögsögu okkar. Fram hjá þessari fjárfestingu er ekki hægt að horfa. íslenzkir útgerðarmenn hafa einnig lagt í mikla fjárfestingu til þess að tryggja þessi réttindi. Það hafa þeir gert með því að halda skipum sínum til veiða á úthöf- um, t.d. á Reykjaneshrygg, í Smugunni og á Flæmska hattinum. Smuguveiðarnar eru mjög glöggt dæmi um, að frumkvæði útgerðarmanna, fjárfesting sem þeir leggja i og áhætta sem þeir taka leiðir til þess að slík verðmæti verða til. Sjálfsagt og eðlilegt er að taka tillit til þessa framlags útgerðarinnar, þegar reikningarnir eru gerðir upp. En þegar upp er staðið verður að lita svo á, að réttindi, sem verða til vegna samninga íslenzkra stjórnvalda við stjórn- völd annarra ríkja séu réttindi sem eru sameign íslenzku þjóðarinnar. Þeim rétt- indum á ekki að úthluta endurgjaldslaust heldur á að taka gjald fyrir. Við þá gjald- töku er hins vegar rétt og sjálfsagt að taka fullt tillit til þess kostnaðar, sem út- gerðirnar hafa lagt í til þess af sinni hálfu að leggja grundvöll að samningum okkar við aðrar þjóðir um þessi efni. Sem dæmi um þau verðmæti, sem hér geta verið á ferðinni má nefna úthafskarfa- kvóta, sem stjórnvöld hafa tryggt okkur rétt til og í þeim samningum m.a. ekki sízt byggt á aflareynslu íslenzkra fiski- skipa á úthafskarfamiðum. í grein, sem birtist hér í blaðinu á laugardag fyrir viku segir m.a.: „Spyija má hveiju þessir samn- ingar myndu skila í ríkissjóð, ef ríkisvald- ið innheimti leigu fyrir veiðiheimildirnar. Karfakvóti hefur verið leigður innan land- helgi á 45 til 47 krónur kílóið en gera má ráð fyrir, að leiguverð fyrir úthafs- kvóta væri helmingi lægra. Karfakvótinn mundi þá skila u.þ.b. 1.100 milljóna króna leigutekjum.“ I sömu grein var verðmæti síldarkvót- ans, sem samið var um áætlað og um það sagði: „Fyrir síldina, sem fer í bræðslu, fást 6-7 krónur upp út bátunum. Menn telja því, að leigukvóti geti aldrei kostað meira en tvær krónur kílóið, þótt eignar- kvóti sé miklu verðmætari til lengri tíma. Miðað við 2000 króna leigu fyrir tonnið af síldarkvóta gæti hann því skilað um 380 milljónum króna í leigutekjur. Sam- tals hefði því útleiga á karfa- og síldar- kvóta ársins í ár getað skilað ríkissjóði allt að einum og hálfum milljarði króna.“ Þau réttindi til fiskveiða utan fiskveiði- lögsögunnar, sem til verða með samning- um íslenzkra stjórnvalda hafa lítið sem ekki verið til umræðu í tengslum við um- ræður um veiðileyfagjald vegna afnota útgerðarinnar af takmarkaðri auðlind þjóð- arinnar innan fiskveiðilögsögunnar. Það er hins vegar tímabært, að þær umræður hefjist. Framlag útgerðarmanna til þess að tryggja þau réttindi er hafið yfir allan efa og þeir eiga að sjálfsögðu að njóta þess í verðlagningu á þeim. Það voru afdrifarík mistök að hefja ekki töku einhvers veiðileyfagjalds í upp- hafi kvótakerfisins. En þau mistök verða skýrð með því að almennt áttuðu menn sig ekki á því, hvernig þetta kerfi mundi þróast. Þetta á ekkert fremur við um okk- ur en aðra. Það yrðu hins vegar einhver hrikaleg- ustu mistök á þessari öld, ef það tæki- færi, sem nú býðst til að stíga fyrstu skref- in til að útgerðin greiði gjald fyrir réttindi yrði látið ónotað. Meirihluti almennings á Islandi mun aldrei sætta sig við óbreytt kerfi að þessu leyti. Þjóðin sættir sig ekki við að hér verði til ný stétt leiguliða við sjávarsíðuna. Og það er ekkert vit í því fyrir útgerðarmennina sjálfa að ætla sér að eiga í stöðugum ófriði við almenning í landinu. Nú er tækifærið fyrir alla aðila og það á að grípa strax. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Alþingismenn standa nú frammi fyrir þeirri spurn- ingu, hvortþeir ætli í raun og veru að láta það gerast frammi fyrir augum þjóð- arinnar, að þess- um rúmlega 30 þúsund tonnum af þorski verði út- hlutað til útgerð- armanna, án þess, að ein króna komi fyrir í sameigin- legan sjóð lands- manna en þeir geti síðan um- svifalaust hafizt handa um að selja og leigja þessi verðmæti öðr- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.