Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 43 ÍDAG Árnað heilla r|ÁRA afmæli. Sjötíu I Vf ára er í dag, 2. júní, Guðbjörn Scheving Jóns- son, Egilsbraut 9, Þorláks- höfn. Hann tekur á móti gestum i Kiwanishúsinu Þorlákshöfn kl. 16-19 á af- mælisdaginn. ÁRA afmæli. Mánu- daginn 3. júní verður sjötugur Hinrik Andrés- son umboðsmaður OLÍS, Siglufirði. Eiginkona hans er Margrét Pétursdóttir. Þau taka á móti gestum að Hótel Læk, Lækjargötu 10, Siglufirði, kl. 17-20 á af- mælisdaginn. f7r\ÁRA afmæli. Á I Vfmorgun, mánudaginn 3. júní, verður sjötugur Óskar Sörlason, Fróðengi 8, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigríður Halldórs- dóttir. Þau hjón eru að heiman. SKÁK llnisjón Margelr l’étursson HVÍTUR leikur og vinnur A fimmtudaginn á fyrsta skákin í FIDE heimsmeist- araeinvígi Karpovs og Kamskys að hefjast í Elista í Rússlandi. Karpov var viðstaddur setningu al- þjóðamóts í Nussloch í Þýskalandi fyrir skömmu og tefldi tvær atskákir við þýska stórmeistarann Eric Lobron (2.590) sem hann vann báðar. Þessi staða kom upp í ann- arri þeirra. Karpov (2.770) hefur hvítt og á leik: 31. Bb5! - Dxb5 32. Dxe6+ - Kh7 33. De4+ - Kg8 34. Dd5+ - Kh7 35. Hxf8 (Það eina sem svartur á nú eftir er að reyna að ná þráskák) 35. - De2+ 36. Dg2 - Dxe3 37. Dc2+ - g6 38. Hf7+ - Kh8 39. Dxa4 - De2+ 40. Kgl - Del+ 41. Kg2 - De2+ 42. Hf2 - De4+ 43. Kh2 og Lobron gafst upp. Tíunda og næstsíðasta umferðin í landsliðs- flokki á Skákþingi ís- lands er tefld frá kl. 17 í dag í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. HÖGNIHREKKVÍSI hHAMN TÓK Séfi TÍ/tM F7B4 /WNAsÖMOM ÍToeflMi BflBA TtL AE> VBKA Hé/Z.." ORÐABÓKIIM Hvað á að leigja? þannig var eitt sinn spurt í pistli hér í Morgunblaðinu. Var þá eftirfarandi málsgrein tekin úr auglýsingu: „Vil leigja tveggja herbergja íbúð.“ Bent var á, að þetta orðalag er tvírætt, enda þótt ráða megi í rétta svarið af þeim orð- um, sem á eftir koma. En spytja má, hvort verið sé að bjóða íbúð til leigu eða óska eftir íbúð? Hér er á ferðinni bein þýðing á danska so. leje, sem merkir ýmist að leigja e-m e-ð eða taka e-ð á leigu. Er það síðari merk- ingin, sem mun einkum notuð í islenzku, enda þekkt í máli okkar frá lokum 16. aldar og vafa- laust komin hingað með Dönum. Ekki alls fyrir löngu hitti maður mig á förnum vegi og spurði, hvort ég hefði aldrei tekið tvíræða so. að leigja fyrir í þessum pistlum. Ég sagði svo vera, en gat þess jafnframt, að ábend- ingar mínar virtust ekki alltaf fá nægjanlegan hljómgrunn. 18. maí sl. stóð síðan eftirfarandi fyrirsögn í DV með svo stóru letri, að ljóst var, að hún átti ekki að fara fram hjá lesendum: „Reiðubúinn að leigja Hallgrímskirkju undir fiskmarkað." í frásögn- inni kemur auðvitað fram, að téður maður vill gjarnan taka kirkjuna á leigu undir þessa starf- semi, svo sem hann gerir í kirkju í Gautaborg, enda hefur hann að sjálfsögðu engan rétt til að leigja hana öðrum. Það er mergurinn málsins. J.A.J. STJÖRNUSPA cftir Franccs Drakc * TVÍBURAI! Afmælisbarn dagsins: Þú hefur fágaða framkomu oggætir þess jð segja ekkert vanhugsað. Hrútur '21. mars - 19. apríl) Þér gengur vel að koma hug- myndum þínum á framfæri og sannfæra aðra um ágæti jeirra. Ástvinur þarfnast umhyggju þegar kvöldar. Naut (20. apn'l - 20. maí) ifffi Eitthvað veldur þér von- brigðum árdegis, en úr ræt- ist þegar á daginn líður. Þér býðst óvænt tækifæri til að fara í ferðalag. Tviburar (21. maí - 20. júní) jfö Rasaðu ekki að neinu þótt )ér berist tilboð, sem virðist 'reistandi í fyrstu. Það jarfnast mikillar yfirvegun- ar ef vel á að fara. Krabbi (21. júní - 22. júlf) H8B Þú eignast nýja kunningja, sem eiga eftir að reynast þér vel á næstunni. Eitthvað óvænt gerist, sem leiðir til betri afkomu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <eC Það er mikið um að vera hjá )ér í dag, og þú nýtur þess að blanda geði við aðra. En varastu deilur við stirðlynd- an ættingja. Meyja (23. ágúst - 22. september) Samband ástvina er gott þó smá ágreiningur geti komið upp árdegis. Ur rætist fljót- lega, og dagurinn í heild verður ánægjulegur. Vog (23. sept. - 22. október) Láttu það ekki á þig fá þótt einhver öfundi þig af vel- gengni þinni og sýni það í verki í dag. Reyndu að sýna umburðarlyndi. Sþorddreki (23. okt. - 21. nóvember) Láttu skynsemina ráða í fjár- málum svo eyðslan fari ekki úr böndum í dag. Þú átt ánægjulegt kvöld heima með fjölskyldunni. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Hugurinn er eitthvað á reiki í dag, en þú þarft að reyna að einbeita þér að verkefni, sem bíður lausnar. Slakaðu svo á heima. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Lipurð í samningum skilar þér betri árangri í dag en óþarfa kröfuharka. Fjöl- skyldan veitir þér góðan stuðning í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú ert að koma langtíma- áformum þínum í fram- kvæmd, og þau eiga eftir að veita þér bætta afkomu. Þér berast óvæntar fréttir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) *£* Þótt þú hafir lítinn áhuga á að mæta til fjölskyldufundar í dag, átt þú eftir að skemmta þér vel og njóta samvistanna. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hótel — mótelrúm Amerísku hótel/mótelrúmin frá Basset/Bay Rest eru sérhönnuð fyrir gistihús. Vinsamlega leitið upplýsinga. Nýborgc§3 Ármúla 23, sími 568 6911. Ráðgjafaþjónusta Jóhanns og Birgís Við bjóðum upp á einkaviðtöl, hjónaviðtöl, námskeið og stuðningshópa fyrir áfengissjúka, átfikna, spilafíkna og aðstandendur þeirra. Einnig veitum við fyrirtækjum og félagasamtökum upplýsingar og aðstoð í einstökum málum. Flatahrauni 29 Hafnarfirði • Sími 555 4460 • Fax 555 4461. RANNÍS AUGLYSING Evrópusamvinna um vísinda- og tæknisamstarf við lönd utan EES Kynningarfundur Evrópusambandið veitir styrki til vísinda- og tæknisamvinnu við lönd utan evrópska efnahags- svæðisins. Áhersla er lögð á samstarf við Mið- og Austur-Evrópulönd og við þróunarlöndin. Dr. Rainer Gerold, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs vísindasamvinnu Evrópusambandsins kynnir styrki á þessu sviði, fimmtudaginn 6. júní nk., kl. 15.00- 17.00 í Borgartúni 6, 4. hæð. Fundarstjóri og kynnir verður Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur Suðurlandsbraut 30 Húsnæðisnefnd Reykjavíkur auglýsir breytt fyrirkomulag á úthlutun félagslegra íbúða. Tekið er á móti umsóknum allt árið og þær afgreiddar mánaðarlega. Umsækjendur þurfa m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1 Vera innan eigna- og tekjumarka Húsnæðisstoftiunar ríkisins, sem eru meðaltekjur áranna 1993-1995. Meðaltekjur einstaklinga kr. 1.500.000. Meðaltekjur hjóna kr. 1.875.000, Viðbót fyrir hvert bam kr. 250.000, Eignamörkeru kr. 1.900.000, 2. Sýna fram á tiltekna greiðslugetu, sem er metin hjá Húsnæðisnefnd Reykjavíkur. 3. Eiga lögheimili í Reykjavík. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30, sími 568 1240, fax 588 9640, frá kl. 08-16 alla virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.