Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HJÓNIN í Mörk, Pétur N. Ólason og Martha Clara Björnsson ALLTERÍBLÓMA eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ÞAÐ VAR úrhellisrigning þegar blaðamaður sótti þau hjón, Pétur N. Ólason og Mörthu Clöru Björns- son, heim. Þau búa í fallegu timbur- húsi, innan um beinvaxin tré og blómstrandi blómplöntur. Margvís- leg önnur hús standa á landareign Markar, hefur Pétur að mestu byggt þau sjálfur. „Það hefur hjálp- að okkur mikið við uppbyggingu garðyrkjustöðvarinnar hve Pétur er nýtin á efni og skipulagður," segir Martha. „í húsin notaði hann alls kyns efnivið, svo sem timbur úr húsum sem höfðu verið rifin. Við vorum með í að rífa Silungapoll og fengum mikið efni úr húsi Sláturfé- lagsins við Skúlagötu þegar það var rifið. Vinir okkar hafa líka vikið að okkur ýmiss konar efni sem átti annars að fleygja. Sumir hafa kall- að þess jörð okkar rekajörð. Ná- granni okkar einn sagði stundum á morgnana þegar okkur hafði lagst eitthvað til af efni: „Nú - svo það hefur rekið í nótt.“ Þau Pétur og Martha fengu í upphafi úthlutað einum hektara lands hjá Reykjavíkurborg. „Þá stóð til að Fossvogsbrautin yrði lögð og átti hún að liggja að okkar landi. Af lagningu brautarinnar varð þó ekki sem kunnugt er. Urðum við þvi að bíða æði langan tíma eftir að fá meira land til afnota,“ segir Per í Mörk, eins og hann vill helst láta kalla sig. „Við fórum strax að safna plöntum. Foreldrar mínir áttu góðan garð og við fengum plöntur hjá þeim, eins í Garðshomi og hjá frænda mínum Jóni Björnssyni í Alaska, en hjá honum hafði ég unnið mikið,“ segir Martha. Einnig bárust þeim hjónum plöntur frá félögum í Garðyrkjufélaginu og keyptu auk þess plöntur hjá öðrum garðplöntuframleiðendum. „Eftir að hafa hreinsað landið og ræst fram girtum við og fórum svo að setja niður græðlinga. Við lögðum áherslu á að setja niður brekkuvíði, þá var mikil ásókn í brekkuvíði, hann hafði reynst harðger og fólk vildi slíkar plöntur eftir hretið mikla sem varð árið 1963 og drap mörg tré og annan gróður," segir Pétur. VIÐSKIPri AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Hjónin Pétur Njörður Ólason og Martha Clara Björnsson hafa rekið saman Garðyrkjustöðina Mörk frá árinu 1967. Pétur er fæddur árið 1942 í Árósum I Danmörku af dönsku foreldri. Martha er fædd árið 1941 í Reykjavík. Leiðir þeirra lágu saman í garð- yrkjuskólanum Beder í Árósum. Að námi loknu fóru þau til íslands en voru síðar um tíma í Danmörku. Fyrirtæki sitt stofnuðu þau síðsumars 1967 en hófu ekki plöntusölu fyrr en árið 1970. Jafnframt starfi við sitt fyrirtæki var Pétur í fullu starfi í Garðs- horni. Frá upphafi hefur Mörk verið garðplöntusala eingöngu. Fyrirtækið hefur stækkað verulega síðari árin og hefur nú yfir að ráða röskum fimm hekturum lands í Fossvogsdal og á annatíma á vorin vinna þar upp undir 40 manns en á veturna eru þar 4 starfs- menn auk eigenda. Þau Pétur og Martha eiga heim- ili sitt í landareign Markar. Þau eiga tvær uppkomn- ar dætur og tvö barnabörn. ÞAÐ þarf að mörgu að hyggja í gróðrarstöðvum Höfum verið samstiga Pétur stundaði nám við Landbún- aðarháskólanum í Kaupmannahöfn í tvö ár, á meðan ráku þau hjón í félagi við vin Péturs gróðrarstöð í Danmörku. Árið 1966 fluttu þau til íslands og stofnuðu svo Mörk. „Fyrstu árin var ég mikið ein að störfum hérna, Per var þá að vinna í Garðshorni og gat aðeins skroppið hingað áður en hann fór til vinnu þar á morgnana og svo á kvöldin þegar hann var búinn að vinna,“ segir Martha. Pétur Jónsson lands- lagsarkitekt var fyrsti starfsmaður- inn sem fékk vinnu í Mörk. „Hann var aðeins tólf ára þá en vann hérna með skóla í mörg ár,“ segir Martha. Árið 1971 hætti Per störfum í Garðshorni og sneri sér óskiptur að uppbyggingu sinnar eigin gróðr- arstöðvar. „Mér hefur nú stundum fundist hann færast mikið í fang og hef viljað „standa á bremsun- um“, en þær áhyggjur mínar hafa reynst óþarfar, ég er kannski full varkár eins og títt er um konur í fyrirtækjarekstri," segir Martha. Per hlær og segir að það hafi reynst ágætlega að láta aðeins toga í sig þegar viljinn til framkvæmda sé mikill. „Okkur hefur gengið mjög vel að vinna saman, við vorum frá upphafi samstiga og höfðum ljós markmið,“ segir hann. Aðaláhugamál Péturs eru tré og runnar. „Við byrjuðum á að setja niður þau tré sem þurftu langan vaxtartíma. Auk þess settum við niður eins mikið og við gátum af ýmsum öðrum plöntum, svo sem birki og brekkuvíði eins og fyrr sagði. Við vorum ótrúlega fljót að koma okkur upp söluhæfum plönt- um og höfðum góðar tekjur af þess- ari tijárækt,“ segir Pétur. „Við vor- um líka ötul við að safna flölærum blómplöntum. Við fengum þær víða að, fengum þær gefins hjá fólki sem við þekktum, keyptum þær í gróðr- arstöðvum og einnig fengum við fræ og plöntur sem höfðu reynst vel í grasagörðum, það var okkur dýrmætt," segir Pétur. Fyrsta tæk- ið sem keypt var í gróðrarstöðina Mörk var úðunartæki sem Pétur keypti í Danmörku. „Þetta var þokuúðunartæki sem þá var farið að not.a mikið í Danmörku, það heldur réttu rakastigi á græðlingum í gróðurhúsum. Þetta tæki er enn í notkun í dag.“ Hafa lítið tekið af lánum Þau Pétur og Martha hafa að eigin sögn lagt áherslu á að taka sem minnst af lánum. „Við vildum hafa fjárhaginn traustan. Skuldir hafa verið óverulegar og tíma- bundnar," segir Pétur. „ Við höfum alltaf verið sammála um að safna ekki skuldum heldur vinna þess rneira," segir Martha. Þau hafa sannarlega unnið hörðum höndum að uppbyggingunni. „Þetta er reyndar þannig að á sumrin er plöntusalan í algleymingi en á vet- urna gefst hins vegar næði til þess að vinna að ýmsu öðru, svo sem byggingum og viðhaldi. Við höfum gætt þess vel að hafa þennan hátt- inn á og þess vegna höfum við ein- skorðað okkur við garðplöntusölu og ekki farið út í að selja t.d. jóla- vörur, þá væri friðurinn úti á vet- urna, okkur finnst ein vertíð nóg á ári,“ segir Pétur. „Það hefði líka orðið alltof mikið álag á heimilislíf- ið,“ segir Martha. En hvernig skyldi sala ganga á garðplöntum um þessar mundir? „Við höfum reynt að hafa fjöl- breytt og vandað úrval plantna og það hefur reynst vel. Það eru ekki miklar sveiflur í þessari framleiðslu. Sumar plöntur eru þó alltaf vin- sælli en aðrar. Stjúpurnar eru mik- ið meira keyptar en önnur sumar- blóm enda henta þær íslensku veð- urfari mjög vel. Sextíu prósent af sumarblómplöntum hjá okkur eru stjúpur, allar hinar til samans ná fjörutíu prósentum,“ segir Martha. Nýjar og harðgerari tegundir hafa verið fluttar inn af ösp sem orðið hafa vinsælar en þau Martha og Pétur telja að reynitré séu of lítið notuð. „Landslagsarkitektar móta smekk manna töluvert hvað plöntu- notkun snertir, þeir nota reyni lít- ið,“ segir Pétur. Hann segir einnig að viðhorf fólks til ræktunar hafi breyst mjög mikið frá því hann kom hingað til lands fyrir þrjátíu árum. „Fólk er farið að trúa því að það sé hægt að rækta tré á íslandi, ég hef aldrei verið í vafa um það, al- veg síðan ég kom hér fyrst, fólk er líka farið að hugsa meira um umhverfi sitt, áður höfðu hús og bíll afgerandi forgang,“ bætir hann við. í máli Péturs kom einnig fram að gróðrarstöðvareigendur hefðu haldið að samdráttur í efnahagslíf- inu myndi koma illa niður á þeim, en svo hefði ekki verið. „Þegar fólk fór að draga við sig utanlandsferðir og vera meira heima fór það að hafa meiri áhuga fyrir garðinum sínum og vilja rækta meira og fá plöntur," segir hann. Mörk er í tveimur sveitarfélögum Hvað með markaðshlutdeild gróðrarstöðvarinnar Markar? Þau Martha og Pétur eru sam- mála um að mjög erfitt sé að segja til um hver markaðshlutdeild Mark- ar sé. „Salan dreifist á svo marga aðila og þáttur hins opinbera er svo gífurlegur," segir Pétur. Þau giska á að markaðshlutdeild Markar geti verið á bilinu tíu til fimmtán pró- sent. Mörk er eitt af fáum fyrirtækj- um sem er staðsett í tveimur sveit- arfélögum. „Við fengum eftir mikla eftirgangsmuni hjá Reykjavíkur- borg tæpan hektara í viðbót við hektarann eina sem við byijuðum á, hins vegar hefur Kópavogskaup- staður gert miklu betur við okkur og hefur látið okkur hafa rösklega þriggja hektara landsvæði. í stað- inn munum við rækta upp trjágarð fyrir Kópavog, þetta ætti að vera báðum í hag,“ segir Pétur. Nú stefnir í að Mörk geti senn verið með alla sína starfsemi á einum stað nema grenirækt sem fram fer á jarðarparti sem Mörk á í Villinga- holtshreppi. „Við ætlum ekki að auka framleiðsluna að ráði, heldur gera betur við það sem við erum með. Við þurfum líka að hvíla eitt- hvað af því landsvæði sem við höf- um verið með sífellda ræktun á öll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.